Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.2003, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.2003, Page 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. MARS 2003 11 Eru til þjóðir sem borða mannakjöt? SVAR: Frá örófi alda hafa verið sagðar sögur af þjóðum sem stunda mannát. Þessum sögum fjölgaði mjög í kjölfar útþenslustefnu Vestur- Evrópuríkja frá og með 15. öld. Mannfræð- ingurinn William Arens setti fram þá kenn- ingu í bók sinni The Man-Eating Myth (1979) að þessar sögur hafi verið notaðar til þess að sýna fram á villimennsku frumbyggja Afríku, Ameríku, Asíu og Ástralíu, og þannig réttlæta hernað Vesturveldanna gegn þeim og rán á landi þeirra. Arens heldur því fram að mannát hafi aldrei tíðkast. Sögur þess efnis eru ofsög- ur segir hann, runnar undan pólitískum rifj- um stórvelda í þeim tilgangi að réttlæta út- þenslu sína. Mannfræðingar eru almennt sammála meg- inatriðinu í kenningu Arens. Flestir halda þeir því þó fram að Arens hafi gengið skrefi of langt, og þó siðurinn sé nú sennilega að öllu aflagður, þá hafi mannát tíðkast víða um heim, sums staðar langt fram á síðustu öld. Þá hafi margir ættbálkar látið af því sem „sið- menntað“ fólk kallar villimennsku, fyrir áhrif miðstýrðs ríkisvalds. Þessa niðurstöðu sína byggja mannfræðingar meðal annars á við- tölum við eldra fólk sem tók þátt í mannáti sem unglingar. Mannfræðingar gera gjarnan greinarmun á þeim athöfnum að borða þá sem teljast ekki til hópsins (e. exocannibalism) og að borða þá sem teljast til hópsins (e. endocannibalism). Mannfræðingar gera einnig skyldan grein- armun á stríðsmannáti (e. warfare cannibal- ism) og útfara- eða sorgarmannáti (e. funeral cannibalism). Stríðsmannát felst í því að éta fallna stríðsmenn úr hópi óvina, útfaramannát í því að éta látna ættingja eða tengdafólk. En hvað er mannát? Frá því var sagt fyrir nokkrum árum að það væri vinsælt meðal millistéttarkvenna í London að borða fylgjuna sem hafði fylgt þeirra eigin börnum í heiminn. Margt fólk á líf sitt að þakka blóðgjöf ann- arra. Út um allan heim gefa mæður börnum brjóst. Á 17. öld notaði fólk um alla Evrópu lyf sem gerð voru úr blóði og öðrum líkams- hlutum. Þau voru unnin úr líkum afbrota- manna sem teknir höfðu verið af lífi. Eru þetta dæmi um mannát? Spyrja má hvort sögur af mannáti gangi ekki út frá því kerfi sem notað er á Vest- urlöndum til þess að flokka þær verur sem byggja þennan heim. Á Vesturlöndum tölum við um mannkyn og lítum á það sem eina dýrategund. Það er ekki algilt flokkunarkerfi og það sem í okkar augum kann að sýnast vera ein manneskja að éta kjöt af annarri, kann að vera eitthvað allt annað í augum þess sem „nýtur“ matarins. En hvers vegna át fólk mannakjöt? Marvin Harris, sem var á sinni tíð helsti talsmaður efnislegra skynsemiskenninga í mannfræði, hélt því fram að ástæðan væri einfaldlega sú að mannakjöt væri uppspretta eggjahvítu. Sú skýring á sér ekki marga fylgismenn, flestir mannfræðingar telja að um mannakjöt gildi hið sama og um annan mat: Að það sé sé hluti af merkingarkerfi og neyslu þess verði að skoða út frá því. Í samræmi við þetta hafa verið settar fram kenningar um að með mannáti reyni neytendur að innbyrða lífsanda og ýmsa eftirsóknarverða eiginleika hins látna. Aðrir hafa fært fram sálfræðilegri skýr- ingar og halda því fram að með mannáti fái fólk útrás fyrir árásarhneigð eða þörf sína að halda í eitthvað af hinum látna. Rétt er þó að hafa í huga að mannát hefur ólíka merkingu fyrir ólíkt fólk á ólíkum stöðum og ólíkum tím- um. Kannski er ekki einu sinni rétt að tala um eitt og sama athæfið. Mannfræðingurinn Beth Conklin hefur gert ítarlega grein fyrir mannáti meðal Wari’- fólksins í bók sinni Consuming Grief: Com- passionate Cannibalism in an Amazonian Society. Þar segir að mannát meðal Wari’ eigi sér rætur í hugmyndum þeirra um það hvern- ig minningar hafi áhrif á sorgina. Útfararsiðir Wari’-fólksins snúast um það að eyða hlutum sem minna á hinn látna, enda vekja minningar sorg og geta þess utan laðað að sér aft- urgöngu hins látna. Það sem helst vekur minningar um hinn látna meðal Wari’-fólksins er líkami hans. Líkami hins látna er étinn til að andi hans geti tekið sér bólfestu í pekk- arísvíni, sem er mikilvæg uppspretta kjöts fyrir Wari’-fólkið. Hinn látni, endurborinn sem pekkarísvín, leitar að veiðimönnum úr sinni eigin fjölskyldu og gætir þess að þeir veiði hann, svo hann færi þannig fólkinu sem hann elskar kjöt. Fátt vekur fólki á Vesturlöndum meiri óhug en sögur af mannáti. Mannfræðingar líta á það sem skyldu sína að útskýra siði sem okkur kunna að þykja óskynsamlegir og ógeðfelldir, og hafa kannski þess vegna gengið of langt í því að neita sögum um mannát. Conklin held- ur því fram að með því hafi mannfræðingar í raun tekið undir fordóma Vesturlandabúa. Við ættum kannski að vera opin fyrir þeim möguleika að mannát sé gott, á meðan fólk er beinlínis ekki drepið til að borða það: Wari’- fólkið stundaði mannát af ást. Arnar Árnason, mannfræðingur. ERU TIL ÞJÓÐIR SEM BORÐA MANNAKJÖT? Geta kettir orðið þunglyndir, af hverju hafa kon- ur blæðingar, get ég höfðað mál gegn sjálfum mér, hvernig var fyrsti maðurinn á litinn og hvaða lækningagildi hefur lúpínan? Þessum spurningum og fjölmörgum öðrum hefur verið svarað að undanförnu á Vísindavefnum. VÍSINDI F YRIR skömmu kom út í Prag á vegum forlagsins Lidové noviny bókin Dejiny Islandu – Saga Ís- lands – eftir dr. Helenu Kadeck- ovu. Bókin er í ritröðinni „Dejiny státu“ (Saga ríkja). Áður voru komnar 28 bækur í þessum flokki og af þeim var Finnland eina ríkið á Norðurlöndum. Bók Helenu er rúmar 300 lesdrjúgar blað- síður, myndskreytt í vönduðu bandi. Aftast í bókinni eru skrár yfir konunga þá sem ráðið hafa yfir Íslandi, svo eru upp taldir heima- stjórnarráðherrar, forsætisráðherrar og for- setar lýðveldisins. Þá kemur ártalaskrá helstu viðburða Íslandssögunnar og listi yfir rit um sögu og bókmenntir Íslands á tékknesku, bæði frumsamin og þýdd. Einnig eru tíundaðar tékkneskar þýðingar íslenskra fornrita, ferða- sögur Tékka frá Íslandi (en þær eru margar hverjar bráðskemmtilegar og glöggskyggnar) og loks helstu rit um sögu Íslands á sænsku, ensku, þýsku og dönsku auk íslenskra heim- ilda. Að lokum er nafna- og atriðaskrá. Það vekur athygli leikmanns hve natin og varkár Helena er í notkun heimilda. Hún dreg- ur fram nýjustu rannsóknir á þróun íslensks samfélags frá upphafi vega til þessa dags og hefur greinilega lagt kapp á óvilhalla fram- setningu þar sem sérfræðinga greinir á án þess þó að missa eigin tök á frásögninni. Hún gerir einfaldlega miklar kröfur bæði til sjálfr- ar sín og annarra í dómum sínum á sannleika, líkindum og getgátum. Ég treysti mér ekki til að fullyrða neitt um það hvort niðurstöður hennar eru að einhverju leyti frumlegar og ný- stárlegar. Hitt er víst að ekkert frumlegt og nýstárlegt hefur farið órannsakað framhjá henni. Þrátt fyrir strangan fræðilegan aga verður ekki sagt að texti hennar sé leiðinlegur, enda seldist bókin (5.000 eintök) upp á skömm- um tíma og kemur nýtt upplag væntanlega á næstunni. Meginmáli bókarinnar er skipt í 11 kafla: 1. Inngangur (m.a. um legu landins og „for- sögu“), 2. Elstu frásagnir og sögulegar heim- ildir, 3. Frá landnámi til loka 12. aldar (það er lengsti kafli bókarinnar, röskar 70 blaðsíður), 4. Lokaskeið sjálfstæðis 1200–1262, 5. Undir Noregskonungi, 1262 til loka 14. aldar, 6. Dönsk yfirráð, 15.–19. öld, 7. Sjálfstæðisbar- átta, 8. Landshöfðingjatímabilið 1873–1904, 9. Heimastjórn 1904–1918, 10. Sjálfstæði í kon- ungssambandi. Nútímaþjóðfélag í mótun, 1918–1944, og að lokum 11. Lýðveldið Ísland (frá lýðveldisstofnun til vorra daga). Söguskoðun ritsins er alhliða, hér er öllum marktækum þáttum samfélagsþróunar verð- ugur gaumur gefinn, t.d. er reynt eftir föngum að gera sér hugmyndir um daglegt líf alþýðu á sögu- og Sturlungaöld, en hér skortir vita- skuld tilfinnanlega heimildir eins og Helena bendir réttilega á. Henni er einkar lagið að skilja meginatriði frá smáatriðum, en jafn- framt að nota smáatriði til glöggvunar, sem birtingarform þess sem máli skiptir. Þess vegna er tilvitnun í Adam frá Brimum um Ís- lendinga á 11. öld eins og sniðin fyrir efnistök Helenu. „Hjá þeim er enginn konungur, held- ur aðeins lög.“ Knappari en jafnframt hnitmið- aðri útlistun á sérstæði forníslensks samfélags mun vandfundin. Helena Kadecková er fædd 1932 í Prag. Hún lauk prófi í þýsku og dönsku við Karlshá- skóla í heimaborg sinni 1957. Á árunum 1957– 1965 dvaldi hún þrisvar við Háskóla Íslands og lauk prófi í íslensku fyrir erlenda stúdenta. Einnig stundaði hún ýmsa almenna vinnu á Ís- landi, bæði í bæ og sveit, til að kynna sér land og fólk sem gjörst. M.a. saltaði hún síld á Siglufirði, vann í frystihúsi í Reykjavík og vann að heyskap í Eyjafirði og á Hala í Suð- ursveit. Hún fékk stöðu við norrænu- og þýskudeild Karlsháskólans 1958, fyrst sem aðstoðarkenn- ari, og hóf nú að birta alþýðlegar fræðigreinar og þýðingar úr dönsku og íslensku. Á áttunda áratugnum lagði hún meiri áherslu á norsku en dönsku og flutti fyrir- lestra um norrænar bókmenntir (íslenskar, norskar, danskar og sænskar). Þýddi hún nú einnig úr norsku auk íslensku. Árið 1991 var henni veitt staða dósents í íslenskum og norsk- um bókmenntum. Hún hefur kennt flest það sem nöfnum tjáir að nefna varðandi norræn fræði, svo sem íslenskt nútímamál, danskar, sænskar, norskar og íslenskar bókmenntir og bókmenntasögu. Daginn sem Dubcek komst til valda í Tékkó- slóvakíu (í janúar 1968) varði hún doktorsrit- gerð sína, Upphaf íslenskra nútímabók- mennta. Meginforsendur ritgerðarinnar eru þrjú bókmenntaverk: Bréf til Láru Þórbergs Þórð- arsonar, Vefarinn mikli frá Kasmír eftir Hall- dór Laxness og Hel Sigurðar Nordals. Síðar sama ár kæfðu skriðdrekar Varsjár- bandalagsins vorþíðuna í Tékkóslóvakíu. Margir frjálslyndir menntamenn flúðu land, m.a. hinn nafnkunni fræðimaður Eduard Gold- stücker, en hann og Helena voru miklir mátar. Þess og fleira mátti hún nú gjalda. Hún var sett í ritbann og meinað að ferðast til útlanda í 16 ár. Því urðu þýðingar þrautalending hennar á þessu tímabili, en um þær má segja að „fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott“. Í Ritmennt, ársrit Landsbókasafns/Háskóla- bókasafns 2002, skrifar Helena fallega hug- leiðingu, „Játningar þýðanda til Halldórs Lax- ness“, og gerir þar m.a. grein fyrir því hvers virði íslenskar bókmenntir voru henni í því andans myrkri sem um langt skeið hvíldi yfir ættlandi hennar. Þar segir um Brekkukots- annál: „Meðan ég var að þýða bókina lifði ég í eins konar Íslandsvímu og gleymdi alveg hin- um tékkneska veruleika. Getur nokkurt lista- verk gefið lesanda sínum meira? Getur fundur höfundar og þýðanda orðið innilegri?“ Grein- inni fylgir ljósmynd af Halldóri ungum og síð- hærðum með áritun til Helenu frá skáldinu: „Fyrsti bítillinn (Halldór Laxness 17 ára)“. Helena hefur verið sæmd norsku Ólafsorð- unni tvisvar, fyrst af 2. gráðu, og í janúar sl. var hún slegin til riddara af 1. gráðu. Árið 1990 var henni veitt hin íslenska fálkaorða. Um miðjan síðasta áratug fór hún á eft- irlaun en hélt samt áfram kennslu. Hún hefur þó smám saman minnkað við sig kennsluna en veitir gjarna efnilegum nemendum leiðsögn við lokaritgerðir o.þ.h. En á undanförnum ár- um hefur henni sem sagt gefist betri tími en áður til að sinna fræðistörfum eins og ritaskrá hennar ber ljós merki. Af þýðingum Helenu á íslenskum bók- menntum má nefna eftirfarandi: Ólafur Jó- hann Sigurðsson: Litbrigði jarðarinnar (1964), Í mýrinni heima og fleiri sögur (1981); Þór- bergur Þórðarson: Steinarnir tala (1965); Halldór Stefánsson: Draumur til kaups og fleiri sögur (1967); Halldór Laxness: Brekku- kotsannáll (1978), Paradísarheimt (1984), Kristnihald undir jökli (í handriti); Guðbergur Bergsson: Svanurinn (1993); Fríða Sigurðar- dóttir: Meðan nóttin líður (1997). Auk þess hefur hún þýtt allmarga Íslend- ingaþætti (ásamt Veru Dudkovu, 1999) og Ynglinga sögu (1988). Af norskum höfundum sem Helena hefur gert skil eru m.a. Knut Hamsun, Cora Sandel, Tarjei Vesaas, Kåre Holt og Liv Ullmann. Fyrsta bók Helenu var barnabók, Tvuj kam- arád z Islandu (1971), sem sýnir tékkneskum krökkum inn í heim íslenskra. Síðan kom end- ursögn hennar og túlkun á sögum úr forn- norrænni goðafræði, Ragnarök. Norrænar goðsögur og ævintýri (Soumrak bohu. Sev- erské mýty a báje, 1998), og loks Saga Íslands 2001. Þá má geta þess að Ísland er engin horn- reka í bók hennar Saga norrænna bókmennta á miðöldum (Karlsháskóli 1989). Í ritaskrá Helenu eru 45 greinar og ritgerð- ir auk formála og eftirmála í fræðibókum, m.a. að eigin þýðingum. Af þessum 45 er a.m.k. helmingur um Ísland, íslenskar bókmenntir og sögu að fornu og nýju, t.d. þessar greinar í tímaritinu Dejiny a soucasnost (Saga og sam- tími): Ísland á Sturlungaöld. 1996 Árni Magn- ússon. Björgun íslenskra handrita. 1996 Ís- lensk löggjöf á miðöldum. 1998. Hún hefur einnig staðið að útgáfu á norræn- um ballöðum (Severské balady, 2000). Sá sem þetta ritar er ekki sagnfræðingur að mennt og ætlar sér vitaskuld ekki þá dul að skrifa fræðilegan ritdóm um bók Helenu. En það fer ekki á milli mála að hér er um ein- staklega vandaða og merka bók að ræða sem er þess virði að sé gaumur gefinn, og er hér með reynt að stuðla að því að svo verði. ÍSLANDSVÍMA Í TÉKKLANDI Nýlega kom út ritið Saga Íslands í Tékklandi eftir Hel- enu Kadeckovu. Hér er sagt frá ritinu og margvísleg- um ritstörfum Helenu um Ísland og íslenska menningu. Höfundur er prófessor í austurevrópskum fræðum við Óslóarháskóla. E F T I R H E L G A H A R A L D S S O N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.