Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.2003, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.2003, Page 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. MARS 2003 13 NEMENDAÓPERA Söngskólans í Reykjavík frumsýnir þekktasta brúðkaup tónlistarsög- unnar, Brúðkaup Fígarós eftir Mozart, í tón- leikasal Söngskólans, Snorrabúð, Snorrabraut 54, laugardaginn 8. mars kl. 15.00. Þetta er 17. verkefni Nemendaóperunnar, sem starfað hefur á vegum Söngskólans frá árinu 1982, og jafnframt fyrsta óperusýningin í nýjum tón- leikasal skólans. Söguþráður óperunnar er í stuttu máli sá að verið er að undirbúa brúð- kaup rakarans Fígarós og þjónustustúlkunnar Súsönnu, sem bæði eru í vist hjá Almaviva greifa og konu hans. Málin flækjast þegar greifinn vill gera Súsönnu að hjákonu sinni og ráðskonan í höll greifans, Marsellína, vill ólm fá Fígaró til að kvænast sér. Hestasveinn greifans, Cerubino er svo yfir sig ástfanginn af Barbarínu, dóttur garðyrkjumannsins, – og reyndar fleiri konum líka. Úr þessu ástríka ástandi eru fléttaðir dramatískir og sprellfjör- ugir þræðir sem eiga eftir að flækjast veru- lega áður en málin leysast á farsælan hátt. Sýningin er nokkuð stytt, og er leikgerð henn- ar í höndum leikstjórans, Ólafs Guðmunds- sonar. Sögumaður útskýrir framvindu leiks- ins, og söngles eru töluð á íslensku, auk þess að vera sungin á frummálinu, ítölsku. Sautján nemendur Söngskólans syngja í Brúðkaupinu, tónlistarstjóri sýningarinnar er Garðar Cortes, en píanóleikari er Clive Poll- ard. Hulda Dögg Proppé, Elísabet Ólafsdóttir og Lárus Sigurður Lárusson eru meðal söngnem- anna sautján, og það segir sína sögu um kynja- hlutföllin í söngnámi, að Lárus syngur þrjú hlutverk, en þær Hulda og Elísabet deila hlut- verki með fleirum. „Það er alltaf vandamál að velja rétta verkið vegna þess hvað það er mik- ið framboð af stelpum, en fáir strákar,“ segir Lárus. Brúðkaup Fígarós býður upp á nokkur kvenhlutverk, og karlhlutverk líka; þær Hulda og Elísabet syngja báðar hlutverk þjón- ustustúlkunnar Súsönnu, en Lárus er í hlut- verki drukkins garðyrkjumanns, söngkennara og svo Fígarós sjálfs. Stelpurnar segja það svolítið mál að búa til einn heilsteyptan kar- akter þegar þær eru nokkrar um sama hlut- verkið. „Við setjum hver okkar svipmót á per- sónuna, og þótt við fylgjumst vel að, þá erum við ólíkar,“ segja þær. Lárus bætir því við að Súsanna sé líka margbrotin persóna: „Það eru í henni allir klókustu eiginleikar kvenna. Hún er rosalega klók,“ „ákveðin og stríðin líka,“ bætir Elísabet við, og Lárus gefur Mozart- kvenfólkinu enn frekari prik: „Konurnar hjá Mozart eru alltaf klárar, – rétt eins og í Íslend- ingasögunum. Mozartkonurnar eru oftar en ekki kveikjan að atburðarásinni, karlarnir eru bara ekki eins klárir, og ef þeir ætla að vera með einhverjar kúnstir og eru með einhver plott í gangi, koma þau bara í hausinn á þeim aftur.“ Gott að fá tækifæri til að læra heil hlutverk Söngvararnir ungu eru sammála um það að það sé mikilvægt og góð þjálfun að læra heil óperuhlutverk meðan þau eru í námi. „Það er rosalega góð þjálfun,“ segir Elísabet og Hulda segir að það sé sérstaklega gott, vegna þess að venjulega séu þau bara að læra stakar aríur, lög og dúetta, en með þessu fái þau tækifæri til að setja sig enn betur inn í persónurnar, söguþráðinn. „Þegar maður er að læra aríur verður maður alltaf að setja sig inn í sögu- þráðinn – maður verður að vita vel út á hvað þetta gengur, þótt maður sé ekki búinn að móta karakterinn nákvæmlega,“ segir Hulda. „Maður er þá búinn að fá aðeins forsmekkinn að karakternum þegar maður fer að æfa hlut- verkið allt; og svo bætist auðvitað við allt það sem snýr að leikhúshliðinni á uppfærslunni.“ „Maður kemst nær kjarnanum í óperunum, sem er sjálft leikhúsið,“ segir Lárus. „Þetta virkaði mjög erfitt þegar við vorum að byrja,“ segir Elísabet, „við tölum auðvitað ekki ítölsku, og að þurfa að læra allt á ítölsku í texta sem gengur mjög hratt, en þetta gekk.“ Þau fengu liðsinni Más Magnússonar söng- kennara í upphafi æfingatímabilsins, en hann talar ítölsku reiprennandi. „Það hafði mikið að segja, – sérstaklega með resitatívin – söng- lesið, sem er nær töluðu máli.“ Persónur Mozarts eru venjulegt fólk Nemendaóperan er sérstakt verkefni í nám- inu í Söngskólanum og heyrir ekki beint undir daglega námið. „Við getum þó farið með þetta í tíma til söngkennarans, ef það er eitthvað sem maður á í vandræðum með eða vill fá að- stoð með að móta, – annars eru kennararnir ekkert að skipta sér af þessu – koma bara á sýninguna til að horfa á okkur,“ segja þau, „okkur er svolítið ýtt út í þetta og við þurfum að sýna ákveðið sjálfstæði og við þurfum að læra þetta og standa okkur.“ Elísabet segir leikhússþáttinn alveg unninn með leikstjór- anum, Ólafi Guðmundssyni. „Við höfum farið í gegnum alls konar leikæfingar sem er mjög skemmtilegt og unnið sviðsetninguna mikið í samvinnu.“ „Í svona nemendaleikhúsi er vandamálið auðvitað það, að þar er ekkert til staðar,“ segir Lárus, „hvorki peningar, bún- inga- eða leikmyndahönnuðir né nokkuð slíkt. Hér höfum við ekki einu sinni svið. Við þurfum að gera þetta sjálf, og sumar stelpurnar eru búnar að sitja sveittar við að sauma, en þetta er allt góður skóli.“ Hulda hefur tekið þátt í annarri leiklistarstarfsemi með áhugahópum og segir þessa reynslu mikilvæga. „Maður kann betur að meta þetta þegar maður veit hvað það er margt sem þarf til, og hvað mörg handtök liggja að baki sýningunni. Áður gerði maður sér kannski ekki grein fyrir því hvað verkin eru mörg og margvísleg sem til þarf til að skapa sýningu, en það er mikill lærdómur að fá að taka þátt í að skapa þetta frá grunni.“ Þremenningarnir eru sammála um að Brúð- kaup Fígarós sé verk sem eigi fullt erindi til samtímans, – ekkert síður en til þess tíma er Mozart lifði. „Persónur Mozarts eru svo venju- legt fólk,“ segir Lárus. „Verkið er talsverð ádeila á aðalinn,“ segir Elísabet, og þau hin taka undir það. „Þetta er allt fólk af holdi og blóði – fólk sem maður þekkir – eða gæti hitt úti á götu,“ segir Lárus. „Tökum bara Sús- önnu, – maður sér hana í svo mörgum konum sem maður þekkir. Fígaró er plottari og alltaf með eitthvað í gangi, og maður sér hann líka í ýmsum strákum sem maður þekkir.“ „Svo sakar auðvitað ekki hvað tónlistin er létt og skemmtileg,“ segir Hulda, „þetta er aðgengi- legt verk sem allir ættu að geta haft gaman af.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Elísabet Ólafsdóttir, Lárus Sigurður Lárusson og Hulda Dögg Proppé í hlutverkum sínum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Nemendaópera Söngskólans í Reykjavík. Mozart- konurnar alltaf klárari en karlarnir begga@mbl.is SKÁLD leita fegurðar. Ljóðið er í sjálfu sér leit að fegurð. Í íslenskum skáldskap birtist sú leit einkum í náttúrukveðskap og ástarljóðum. Fyrsta ljóðabók Sigríðar Helgu Sverrisdóttur, Rauður snjór, ber þessari leit vitni og yrkisefnin sækir hún einmitt til ástarinnar og náttúrunnar. Ljóðheimur Sigríðar Helgu einkennist af rómantísku myndmáli og táknnotkun. Hún yrk- ir um prinsinn í álögum, veruleika milli draums og vöku „á stjörnubjartri nóttu / er við dönsum í tunglskini …“ og hún líkir veruleikanum við ný- útsprungna rós sem „speglast í vatnsfletinum / meðan andvarinn / hvíslar fagnaðarorð / inn í nóttina“. En jafnframt kemur fram tvíræð af- staða til þessa fegurðarheims því að kvæðið sem tilvitnanirnar eru teknar úr nefnist Tálsýn. Í kvæði sem Sigríður nefnir Fegurð birtast margræð viðhorf til fegurðarinnar: í augum mínum sérðu fegurð þína speglast eins og sléttan vatnsflöt milli tveggja heima Myndliður líkingarinnar, sléttur vatnsflötur milli tveggja heima, leiðir hugann annars vegar að tengingu hugveru og veruleika og hins vegar að sambandi tveggja einstaklinga. Mörg kvæða Sigríðar fjalla einmitt um þetta samband og eitt besta kvæði bókarinnar, Ég vildi ég væri, túlkar þessi tengsl á munúðarfullan hátt. ég vildi ég væri snjóflygsan sem fellur á nef þitt hægt og svo hljótt bráðnar við snertingu þína leitar niður að munni þínum bíður þar átekta xxx uns tunga þín umlykur mig Í ljóðum Sigríðar gætir oft þessarar þrár eftir sambandi við aðra: „lestu fyrir mig sögu / svo rödd þín megi / berast inní innstu kima / kastala míns / öðrum lokuð bók“ en jafnframt er í þeim tilhneiging til að leita sér skjóls frá veru- leikanum í draumheimi: „undir snjóþunga minninganna / á leið milli vonar og ótta / finn loks griðastað / í draumi um líf / líf í draumi“. Sigríður hefur góða tilfinningu fyrir mynd- máli eins og þessi dæmi sýna en það er ekki byltingarkennt heldur fremur kunnuglegt. Best tekst henni að vísu upp þegar myndmálið leiðist og ósjálfrátt inn á óvæntar slóðir: „það rignir / mánudegi / sem aldrei fyrr“. Ljóðin í bókinni eru stutt og aðgengileg og textinn lipur og ljóð- rænn. Mörg þeirra eru heilsteypt þótt mér finn- ist á stöku stað höfundur vera full naumur í um- fjöllun sinni, sem er óvenjulegt. Ljóst er að Sigríður Helga Sverrisdóttir er efnileg skáld- kona og bókin gefur ótvíræð fyrirheit. BÆKUR Ljóð Inngangur eftir Sigríði Helgu Sverrisdóttur. Pjaxi ehf. 2002 – 48 bls. RAUÐUR SNJÓR Skafti Þ. Halldórsson Í leit að fegurð

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.