Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.2003, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.2003, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 12. APRÍL 2003 BANDARÍSKU Pulitzer-verð- launin voru veitt í vikunni og var það rithöfundurinn Jeffrey Eugenides sem hlaut verðlaunin í flokki skáld- sagna fyrir bók sína Middlesex. Söguþráð sinn byggir höfundur á genetískri kenningu, er gengur út frá því að ef Hóm- er er fjarskyldur forfaðir er Darwin það líka, en sagan þykir epísk að öllu leyti í anda, magni og skipulagningu. Í flokki annarra verka en skáldverka var bók Samantha Power A Problem From Hell – eða Vandamál úr víti – valin besta verkið, en þar fjallar Pow- er á óhugnanlegan hátt um fjöldamorð 20. aldar og við- brögð Bandaríkjamanna við þeim. Besta ævisagan var valin Master of the Senate eftir Ro- bert A. Caro, sem er þriðja bindi í ritröð um ævi Lyndon B. John- son, fyrrum Bandaríkjaforseta. Í flokki sagnfræðirita var verk Rick Atkinson An Army at Dawn hins vegar fyrir valinu og ljóðabók Paul Muldoon Moy Sand and Gravel í flokki ljóða- bóka. Saga saltsins FYRSTA bók bandarísk- víetnamska rithöfundarins Monique Truong, The Book of Salt, eða Bókin um saltið, ein- kennist að mati New York Tim- es af óöryggi, óstöðugleika og óáreiðanleika, en er jafnframt einkar ánægjuleg og heillandi lesning. Sagan er sögð af Bihn, víetnömskum kokki hjá Ger- trude Stein og Alice B. Toklas. En að sögn gagnrýnanda blaðs- ins hefur höfundur náð að forð- ast að feta í fótspor Stein og segir þess í stað sögu sína með skrautlegum, framandi lýs- ingum sem eru fjarri hefð- bundnum einfaldleika Stein. Framtíð frelsisins ÚTGÁFUTÍMI nýjustu bókar Fareed Zakaria, ritstjóra al- þjóðahluta Newsweek, þykir einkar viðeigandi í ljósi Írak- stríðsins. Bókin heitir The Fut- ure of Freedom, eða Framtíð frelsisins, og tekur Zakaria þar á lýðræðisþróun í Mið- og Aust- ur-Evrópu í kjölfar falls Sov- étríkjanna. En í skrifum sínum færir Zakaria rök fyrir því að kosningar séu ekki endilega það sama og stjórnarskrárbundið frjálslyndi, enda kunni lýðræði að blómstra þó svo að frjálsræði geri það ekki. Gordon í bókabúðir á ný Bók Edith Templeton, Gordon, sem á sjöunda áratugnum þótti svo spillt að hún var bönnuð, hefur nú verið gefin út á ný og er það ekki fyrr en nú að hún er gefin út undir réttu nafni höf- undar. En smásagnasafn Templeton The Darts of Cupid and Other Stories naut nokkurra vinsælda í fyrra. Gordon er byggð á ævi höfundarins sjálfs og lýsir ást- arævintýri ungrar konu og eldri manns. Samband þeirra er kyn- ferðislegt og einkennist af nið- urlægingu, þráhyggju og und- irgefni. Þó sagan hafi ekki sama hneykslunarvægi í dag þykir hún engu að síður áhugaverð lesning fyrir nútímalesendur. ERLENDAR BÆKUR Eugenides hlýtur Pulitzer- verðlaunin Jeffrey Eugenides A RISTÓFANES (450–388 f. Kr.) er fyrsti gamanleikjahöf- undur bókmenntasögunnar sem vitað er um. Hann er tal- inn einn af helstu meisturun- um og beindi spjótum sínum að samtíðinni, gerði stólpa- grín að samferðamönnum og notaði þeirra réttu nöfn í gamanleikjum sínum. Að baki býr djúp siðferðisleg alvara og þjóðfélags- gagnrýni og hann var dæmdur fyrir „óþjóðholla starfsemi“ á sínum tíma. Spaugstofumenn í rík- issjónvarpinu og Haukurinn á Rás 2 halda uppi merkjum Aristófanesar í fjölmiðlum hér á landi en hafa ekki verið dæmdir enn; reyndar munaði litlu þegar hinn frægi páskaþáttur Spaugstofunnar fór í loftið (þar sem blindir fengu Sýn)... Greiðendur afnotagjalda geta glaðst yfir því að ríkisfjölmiðlarnir eru þeir einu sem rækja and- ófshlutverk sitt. Spaugstofunni, sem enn hefur gengið í endurnýjun lífdaga, tekst oft vel upp. Um- gjörð hennar nú tengist fjölmiðlum, í upphafinu, í lokin og milli atriða fletta Spaugstofumenn dag- og vikublöðum í fréttaleit auk þess sem þeir hafa far- tölvu fyrir framan sig, sítengdir við Netið. Segja má að spaugið í þættinum skiptist gróflega í fimm flokka: atburði liðinnar viku, grín um stjórnmála- menn og þjóðþekkta einstaklinga, glens um ís- lenska þjóðarsál, aulabrandara og loks fastagesti, t.d. Silli, Númi, Sigfinnur gamli o.fl. Það sem held- ur Spaugstofunni á floti eru undirliggjandi ádeila og þjóðfélagsgagnrýni í anda Aristófanesar. Í síð- asta þætti fólst beiskur broddur í því þegar hringt var frá Sparisjóðnum í Sigga Sigurjóns til að segja honum að innistæðunni hans hefði verið stolið í lið- inni viku því bankarnir bera sjaldnast sjálfir tjón eða tap. Þegar landsfundur Sjálfstæðisflokksins var tekinn fyrir í þættinum var hæðst að skatta- lækkanatilboði Davíðs Oddssonar sem á að gilda fyrir fyrirtæki og suma einstaklinga en alls ekki fyrir alla. Hinu linnulausa líkams- og heilsurækt- aræði íslensku þjóðarinnar voru síðan gerð góð skil; Pálmi hafði „misst“ 70 kíló og Örn var frá- munalega fyndinn á hlaupabrautinni. Spjótunum er þar beint að öfgum útlitsdýrkunar en Spaug- stofumenn eru ófeimnir við að sprella berir, mjúk- ir og loðnir. Inn á milli eru aulabrandarar, t.d. frá rónunum á Arnarhóli sem eiga sér málsvara í Örv- ari og Boga og um Manninn á bak við tjöldin þar sem grínast er með ímynduð störf í þjóðfélaginu. Þá birtist gamall (og þreyttur) kunningi á skjánum í síðasta þætti, Kristján heiti ég Ólafsson, en hann hefur óvenjulega sýn á brjóstastækkanir og bauð nýjar og femínískar lausnir. Spaugstofumenn daðra þó við karlrembuna, engin kona er meðal liðsmanna hennar í þessari lotu en líkt og í leikhúsi Shakespeares leika þeir sjálfir kvenhlutverkin og klæðast hiklaust kvenmannsfötum. Gamanið er oft grátt og það er ekki að ástæðulausu sem kynning þáttarins hefst á hoppi liðsmanna og viðsnúning- um ásamt brothljóði þegar upphafsmyndin hryn- ur. Haukurinn flytur aristófanískar „Ekki fréttir“ af miklum móð á Rás 2 og er LANGflottastur. Þar er pólitísk og þjóðfélagsleg ádeila áberandi, þátt- urinn byggist að miklu leyti á því að setningar valdsmanna úr þingræðum eða viðtölum eru slitn- ar úr samhengi og klipptar saman á ný þannig að útkoman verður sprenghlægilegur vaðall og bull. Ingibjörg Sólrún tafsar og Davíð Oddsson svarar út í hött. Haukurinn beinir fránum augum að sam- félaginu, snýr miskunnarlaust út úr með snjöllum orðaleikjum og í eldhröðum og örstuttum þætti hans er egghvass fleinn, miklu skeinuhættari en hjá Spaugstofunni sem mætti alveg vera beittari. Grínþættir á borð við þessa eru þörf sálubót. Þeir birta nýja sýn á umheiminn, veita stjórnvöldum og fjölmiðlaveldi viðnám og aðhald og hjálpa fólki til að fá útrás fyrir angist, gremju og reiði; eru ein að- ferð örvilnaðra nútímamanna til að skilja órétt- látan og fjarstæðukenndan heim og sætta sig við hann stundarkorn. Í stríðshryllingi og hernaðar- brölti þar sem saklausir borgarar verða fyrir byssukúlum og sprengjuárásum er ekki síður þörf á „kaþarsis“ en á dögum Aristófanesar. FJÖLMIÐLAR HIN KÁTA ANGIST S T E I N U N N I N G A Ó T TA R S D Ó T T I R Haukurinn beinir fránum aug- um að samfélaginu, snýr mis- kunnarlaust út úr með snjöllum orðaleikjum og í eldhröðum og örstuttum þætti hans er egg- hvass fleinn. I Þegar stríðinu lýkur mun eitthvað hafa breyst.Við getum ekki vitað núna hvað nákvæmlega mun breytast, en ljóst er að ýmislegt verður öðru- vísi en það áður var. Nú er sagt að Írak hafi verið frelsað en enginn veit í raun hvað það þýðir. Um þessar mundir ríkir alger ringulreið í landinu, al- gert stjórnleysi og ómögulegt að segja hvað gerist í framhaldinu. En það verða ekki aðeins breytingar í Írak, Bandaríkin munu vafalaust breytast. Sumir segja að þau hafi þegar breyst á róttækan hátt, án þess að það sé endilega hægt að benda á hvernig. II Í nýlegri grein segist kanadíska skáldkonanMargaret Atwood ekki lengur vera viss um það hver þessi þjóð er sem býr sunnan landamæranna. „Ég hélt að ég þekkti ykkur,“ segir hún í greininni sem hún kallar „Bréf til Ameríku“. Hún rifjar upp kynni sín af bandarískri menningu, teiknimynda- blöðunum sem hún las í æsku, kvikmyndunum, skáldsögunum, ljóðunum. Og hún nefnir allt það góða og jákvæða sem Ameríka virtist standa fyrir: „Þið stóðuð vörð um frelsið, heiðarleikann og rétt- lætið; þið vörðuð hina saklausu. Ég trúði því að þetta væri nánast allt rétt. Og ég held að þið hafið trúað því líka. Það virtist trúverðugt.“ En nú segist Atwood ekki vera viss: „Ég er ekki viss um að ég skilji hvað er að gerast í raun og veru.“ Hún segist ekki ætla að ræða ástæður þess að hún telji innrás Bandaríkjamanna í Írak vera mistök. Hún segist ekki ætla að ræða hvað þeir eru að gera öðru fólki. Hún vill ræða hvað Banda- ríkjamenn eru að gera sjálfum sér og segir: „Þið er- uð að brjóta gegn stjórnarskránni. Það er hægt að ráðast inn á heimili ykkar án vitundar ykkar og leyfis, það er hægt að nema ykkur á braut og fang- elsa án ástæðu, það er hægt að skoða póstinn ykkar og leita í einkaskjölum ykkar. Er þetta ekki upp- skrift að viðamiklum fjársvikum, prettum og póli- tískum hótunum? Ég veit að ykkur hefur verið sagt að þetta sé gert til að vernda ykkur, en hugsiði mál- ið í smástund. Síðan hvenær urðuð þið svona hrædd? Áður fyrr var ekki hægt að hræða ykkur svo auðveldlega.“ IIIAtwood telur að Bandaríkjamenn stefni hrað-byri í átt til glötunar ef þeir ætli sér að halda áfram á sömu braut. „Ef þið haldið áfram á þess- ari hálu braut munu aðrar þjóðir hætta að dást að kostum ykkar.“ Hún segir að fólk muni missa trúna á skipulag Bandaríkjanna og lýðræði. Það muni komast að þeirri niðurstöðu að Bandaríkin hafi engan rétt til þess að þvinga gildum sínum upp á annað fólk. Hún lýkur greininni á því að hvetja bandarísku þjóðina til þess að reyna að læra af sögu sinni, að gleyma ekki hugsjónum þeirra sem byggðu þetta þjóðfélag upp. IVAthygli fjölmiðla beinist nú að mestu að Írakog framtíð þess sem er óljós. Vafalítið mun at- hyglinni ekki síður verða beint að Bandaríkjunum áður en langt um líður. Að minnsta kosti er ljóst að ekki margir skilja fyllilega hvað þar er að ger- ast. NEÐANMÁLS HEFÐI einhver spurt mig fyrir svo sem tíu árum hvers vegna konur væru næstum ósýnilegar í sagn- fræðiritum hefði ég hiklaust svarað af sannfæringu: „Þær gera aldrei neitt merkilegt. Þær elda graut og ala börn og þar með basta.“ Svo lenti ég fyrir duttlunga örlag- anna í sagnfræðinámi í Kaup- mannahöfn. Talsvert hafði ég fræðst um kirkju og konungsvald á síðmiðöldum, þegar einhver spurði mig, hvort það væri satt að ógiftar mæður hefðu verið teknar af lífi áður fyrr eða hvort Laxness styddist við þjóðsögur einar, þegar hann skrifar um sakakonurnar, sem gista Drekkingarhyl „og eina miskunn þeirra er tunglið“. Ég vissi ekkert um það, en bauðst til að fletta því upp. Skrýtið að láta drekkja sér fyrir að hafa elskað. Hugsið ykkur, kona freistast til að gefa sig karlmanni á vald, hún er umvafin karlmannlegri hlýju og finnur ekkert nema nautnina af því að láta að vilja hans – og ári síðar er verið að troða henni í poka á tjarnarbakka. Hópur af vöskum karlmönnum stendur í kringum hana og í þetta sinn er vilji þeirra allur annar. Þeir stjaka pokanum niður í ískalt vatnið. Þessu hlutu margir sagnfræð- ingar að hafa velt fyrir sér. Þetta mátti þó kalla merkilegt. Um það hlaut að vera til fjöldi bóka. Ég fletti gegnum spjaldskrárnar á bókasöfnunum, og þegar þær þraut, atriðaorðaskrár í uppslátt- arverkum. Árangurinn var: næstum enginn. Hillur bókasafnanna voru hlaðn- ar ritum sagnfræðinga, en um kon- ur hafði tæpast nokkur skrifað staf- krók. […] En þúsund ára hefðum verður ekki rutt úr vegi með nokkrum pennastrikum. Þau viðhorf sem mótuðust hjá menntamönnum þeg- ar á dögum Forngrikkja þrengja enn sjóndeildarhring sagnfræðing- anna án þess þeir taki eftir því sjálfir. Mér er ljúft og skylt að játa að íslenskir sagnfræðingar hafa vísvitandi enga löngun til að níða konur, þvert á móti. Óviljandi sitja þeir þó fastir í hinu gamla viðhorfi, að um konur sé ekkert sérstakt að segja. Sú skoðun er ótrúlega lífseig, að þær séu allar nokkurn veginn eins, ýmist góðar og er ekki hirt um að rekja það nánar enda ekkert spennandi, eða slæmar og jaðrar þá við dónaskap að ræða þær, síst af öllu á prenti. Inga Huld Hákonardóttir Kistan www.visir.is/kistan Morgunblaðið/Golli Hver er maðurinn? DREKKT FYRIR AÐ ELSKA

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.