Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.2003, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 12. APRÍL 2003 7
sína með því að koma með hana í skoðun eins
og dýr? En þessi reynsla hefur mótað Sally og
fjölskyldu hennar. Reynslan er reynsla afkom-
anda frumbyggja sem vill þekkja uppruna
sinn. Af hverju ætti hún ekki að skrifa fyrir
sína fjölskyldu? Svarið gæti verið einfalt. Hún
er að skrifa um hluti sem snerta dökka fortíð
meirihluta innflytjenda Ástralíu. Ýmsir gætu
séð hag sinn í að draga úr trúverðugleika henn-
ar og annarra sem fulltrúa frumbyggja.
Hver má tala hvenær?
Umræðan um hver má skrifa fyrir minni-
hlutahópana spilar upp í hendurnar á þeim sem
vilja þagga niður í þessum sömu minnihluta-
hópum. Ef enginn úr hópi frumbyggja er nógu
„frum“ og formið sem höfundarnir nota til að
tjá sig form meirihlutahóps fellur allt aftur í
sama farið. Minnihlutahópurinn er þaggaður
og meirihlutinn skrifar um og fyrir þá. Um-
ræðan um hver má skrifa nálgast hættulega
mikið að vera það sem Bob Hodge og Vijay
Mishra hafa kallað „discursive regime“ og er
kerfi sem ríkjandi þjóðfélagshópar nota til að
ákvarða hver má tala um hvað, hvenær, hvar,
hvernig og með hve miklu kennivaldi.
Aftur eiga femínismi og eftirlendufræði við
svipuð vandamál að stríða. Tungumálið og
skáldsagan eru form þeirra sem ráða og að tjá
sig á því væri að skapa sömu fölsku áhrif og
innflytjendur finna fyrir. Ef höfundar frum-
byggja héldu sig við hefðbundin tjáningarform
frumbyggja myndi enginn skilja þá. Þetta er
vandamál sem frumbyggjar glíma nú þegar við
í þýðingu á heimspeki draumatímans. Bob og
Vijay segja að allir sem fjallað hafi um drauma-
tímann séu sammála um að hann sé óþýðanleg-
ur og þar af leiðandi óskiljanlegur öllum Evr-
ópubúum. Þá er engin leið að koma ráðandi
hópum í skilning um sérkenni frumbyggjana á
því formi. Femínistar lýsa því sem kallað er
orðræðurými með módeli Edwin Ardener.
Hringirnir sína hvernig minnihlutahópurinn
y hefur aðgang að öllu svæði meirihlutahópsins
x. Hinsvegar er sneið af svæði minnihlutans
sem meirihlutinn hefur ekki aðgang að. Til að
koma upplifunum sínum á framfæri verður
minnihlutinn samkvæmt þessu að tjá sig á því
formi sem meirihlutinn skilur.
Ef konur skrifuðu út frá eigin reynsluheimi
á hinu hugmyndafræðilega semíótíska máli
Juliu Kristevu myndu karlar ekki skilja þær
neitt frekar en Evrópubúar myndu skilja
hreina framsetningu frumbyggja á drauma-
tímanum. Höfundaverk um þessi svæði myndu
þjóna minnihlutahópnum sem varðveisla á
gildum hans sem minnihlutahóps en ekki
hjálpa neitt áleiðis að skilningi meirihlutahóps-
ins. Margery Fee bendir á að þó vissulega sé
nauðsynlegt að varðveita menningararf frum-
byggja finnist flestum slíkt starf ekki ólíkt
menningarlegu sjálfsmorði. Í stað þess að
leggja mest af tíma og orku hina best mennt-
uðu úr hópi frumbyggja í varðveislu væri upp-
byggilegra að eyða tímanum í menningarlega
endurnýjun í samræðu við aðra hópa þjóð-
félagsins.
Málamiðlun
Hvítir innflytjendur, svartir frumbyggjar og
konur eiga öll í svipuðum vandræðum með
ófullkomleika tungumálsins sem litað er gild-
um valdahópa. Þeirra vandamál eru í raun
vandamál allra minnihlutahópa sem eiga kost á
að þegja eða tjá sig með óþjálu tæki. Það er
ekki til nein ein algild og góð lausn en leiðin
sem flestir hafa farið er málamiðlun. Tæki
meirihlutans er notað til að lýsa reynslu minni-
hlutans. Þannig má tala um allan skáldskap
kvenna, svartra, eftirlendubúa, fatlaðra og
fleiri hópa sem þýðingar; þýðingar yfir á
tungumál sem lýsir ekki aðstæðum þeirra á
„frum“-legan hátt, en gerir það þó þannig að
allir heyri.
Þessi grein er byggð á ritgerð sem var skrif-
uð á námskeiðinu Ástralskar bókmenntir sem
Rúnar Helgi Vignisson kenndi við Háskóla Ís-
lands haustið 2001.
Heimildir
Ashcroft, Bill, Gareth Griffiths, Helen Tiffin. 1989. „The
settler colonies“. The Empire Writes Back, bls 133-145.
Routledge, London og New York.
Ástráður Eysteinsson. 1996. Tvímæli. Háskólaútgáfan,
Reykjavík.
Fee, Margery. 1995. „Who can Write as Other?“ The
Post-colonial Studies Reader, bls. 229-245. Ritstj. Bill Ash-
croft, Gareth Griffiths og Helen Tiffin. Routledge, Lond-
on.
Hodge, Bob og Vijay Mishra. 1991. „Aborigines and
Australian Identity“. Dark Side of the Dream – Australian
literature and the postcolonial mind, bls 33-36. Allen &
Unwin, North Sydney
Loomba, Ania. 1998. „Colonialism/Postcolonialism“.The
New Critical Idiom, bls. 1-19. Ritsj. John Drakakis. Rout-
ledge, London og New York.
Malouf, David. 1993. Remembering Babylon. Vintage,
London.
Morgan, Sally. 1987. My Place. Virago, London.
Showalter, Elaine. 1988. „Feminist Criticism in the
Wilderness“. Modern Criticis and Theory, bls. 307-330.
Pearson Education, Inc., New York. [Endurpr. 2000 hjá
sama fyritæki]
Höfundur stundar nám í bókmenntafræði við
Háskóla Íslands.
I
NNANSVEITARKRONIKA er margs
konar bók og leynir einatt á sér. Leiða
má að því getum að væri hún eftir annan
en Halldór Laxness hefði hún dæmst
misheppnuð eða að minnsta kosti lítt
heppnuð. Ég skal reyna að skýra þetta.
Höfundurinn er að skrifa kroniku og
hefur til þess fullan rétt. Það gefur hon-
um mörg tækifæri, m. a. að vaða úr einu í annað,
setja hlið við hlið smávægilega atburði og stór-
tíðindi.
„Skáldsaga er ritstýrð sagnfræði og eftirlíkt
sagnfræði.“ (Halldór við Matthías Johannes-
sen).
Það getur oft hvarflað að manni að bókin sé
bara fyrir Mosfellinga og einkum þá sem eru
kunnugir í sveitinni. Til samanburðar má þá
taka Eyrbyggju sem kannski er einkum fyrir
Snæfellinga en segir um leið frá landnámi Ís-
lands og heimi mannsins yfirleitt.
Þetta gerir Innansveitarkronika líka.
Feðgarnir á Hrísbrú eru fyrirferðarmiklir í
Innansveitarkroniku, þeir Ólafur og Bogi, enda
er Ólafi títt að svara fyrir þá báða: „Til er ég og
til er Bogi.“
Ólafur vill ekki láta rífa kirkjuna á Hrísbrú,
enda er hún kirkja Egils Skallagrímssonar. „Þó
Egill Skallagrímsson sé ekki nógu mikill dýr-
língur handa ykkur mosfellsanskotum þá er
hann nógu góður fyrir okkur á Hrísbrú,“ segir
Ólafur við Jóhann prest sem er friðarins maður
og telur gott og fagurt að berjast fyrir góðu mál-
efni en hefur þó meiri áhuga á kaffi.
Það eru margar persónur í Innansveitarkron-
iku, meðal þeirra Finnbjörg, Guðrún Jónsdóttir
og Stefán Þorláksson (Stefi Stuttalákason) sem
loks lét smíða Mosfellskirkju og kostaði hana.
Guðrún og brauðið dýra hefur orðið sjálfstæð
saga innan sögunnar, enda gefst kostur á slíku
ef menn vilja og þá einkum höfundurinn.
Einu sinni enn las ég Innansveitarkroniku
mér til skemmtunar og mér leiddist yfirleitt
ekki. Nú er málum svo háttað að ég bý í ná-
grenni við söguna en áður skrifaði ég frá fjar-
lægðinni í Reykjavík.
Ég hef sífellt meiri tilhneigingu til þess að
lesa sögurnar allar út af fyrir sig í stóru sögunni
(Innansveitarkronika er að vísu ekki stór bók).
Ég er reyndar búinn að taka söguna af Guðrúnu
út svo að hún lifir í mér sem sérsaga og stækkar
alltaf í minningunni. Best er að hafa hana þar!
Það eru aftur á móti margir staðir hjá Hall-
dóri Laxness sem ljóðskáldið í honum á. Hver
man ekki upphaf Vefarans mikla frá Kasmír,
Brekkukotsannál eða lokakafla Gerplu svo að
fátt eitt sé talið.
Í Innansveitarkroniku eru nokkrir svona
staðir, fyrst og fremst fimmti kapítuli, Erfiði
óþekt. Allur kaflinn er slíkt listaverk að hann
ætti að kalla til vitnis í heild.
Vitanlega segir í honum frá Hrísbrúingum.
Ég læt nægja að birta lokaorðin:
„Úr því sláttur var hafinn mátti sjá hrísbrú-
ínga í túni sínu á þeim tíma sólarhríngs sem ekki
voru aðrir menn á ferli nema einn og einn mjólk-
urpóstur sem fór uppúr miðnóttinni á stað suður
með brúsa sína í vagnkerru. Mér var aldrei ljóst
hvort þeir voru heldur nýkomnir á fætur eða
ekki farnir að hátta. Þeir sáust varla hreyfast,
enda var túnið þýft og hentaði ekki sláttumönn-
um sem eru vanir að skára. Manni þótti ein-
kennilegt að sjá þessa skeggjuðu menn að puða
klukkan þrjú á nóttinni, næstum hreyfíngar-
lausa í grasinu, í kuðúng yfir orfinu, kanski sof-
andi. Málalyktir urðu þær að þúfnakarginn stóð
eftir snoðrakaður og aldrei skorti hrísbrúínga
hey. Enn minnist ég þess þegar þeir voru að
deingja ljá útí túni undir miðnótt. Það verk er í
því falið að þynna bláeggina á ljánum svo hann
taki betur brýníngu; eggin er flött með klöppu á
steðja. Steðjanum var stúngið ofaní þúfu og sat
deingjarinn klofvega á þúfunni. Barsmíðin hafði
nokkuð háan bjölluhljóm og barst vel í nætur-
kyrðinni, heyrðist í fjarlæga staði. Þetta deing-
íngarhljóð vakti góðar undirtektir hjá nývökn-
uðum skógarfuglum sem slitu ánamaðk í ljáfari
þessara manna meðan blautt var á. Þetta er sú
músík sem menn muna þegar þeir eru tíræðir.“
Ég hef bent á þessi orð sem ljóðræn en er þá
að hætta mér út á hálan ís. Það er ljóðrænt sem
mönnum þykir sjálfum ljóðrænt eða ímynda sér
að sé ljóðrænt. En ég býst við að Halldór Lax-
ness hafi gert sér grein fyrir að hann var að fara
ýmsar leiðir í Innansveitarkroniku líkt og í fleiri
bókum sínum. (Sjá fyrrnefnt viðtal). Áreiðan-
lega hefur hann ekki talið sig fram úr hófi ljóð-
rænan því að skáldsagnahöfundar verða óvart
ljóðrænir og þá ljóðrænastir þegar þeir eru ekki
að reyna að verða það.
Gildi skáldsagnahöfunda fyrir ljóðlist og þró-
un hennar er hve óljóðrænir þeir eru. Ósjálfrátt
færa þeir út landamæri ljóðsins.
Kvæðakver Halldórs Laxness festir hann í
sessi meðal helstu ljóðskálda og oft hugsar mað-
ur um óortu ljóðin þegar maður gluggar í kver-
ið. Hversu merk hefðu þau ekki getað orðið.
Skyldu ljóðskáld gera eitthvað svipað fyrir
skáldsagnagerð? Sennilegt er það. Þá læt ég
það hvarfla að mér að það gerist þegar hnitmið-
unin er hvað mest. Þetta kunni höfundur Eyr-
byggju, líklega manna best.
Sögur hans af galdrakerlingum eru til dæmis
ljóð í hátísku og það þarf alls ekki að setja þær í
ljóðstafi. Það má lesa þær sem voldug óbundin
ljóð. Hugsum til Kötlu án þess að nefna hinar.
Ánamaðkarnir í Innansveitarkroniku eru til
dæmis að yrkja þegar skógarfuglarnir slíta þá
meðan blautt er á. Saddir skógarfuglar eru hins
vegar ekkert skáldlegir.
Þannig eru örlög skálda. Meira að segja Hall-
dórs Laxness varð að þola þetta, fyrst með nátt-
úrlegum dauða sínum og síðan með þeim dauða
sem hundrað ára minning hans kallaði á í fjöl-
miðlum.
Vonandi kemur fram skáld á okkar ört vax-
andi skáldatímum sem getur skrifað kafla eins
og Erfiði óþekt því að skáldskapur er líka mús-
ík, oft sálumessa eins og hjá hinum stóru tón-
skáldum sem freistuðu þess að rúma allt í verk-
um sínum. En það verður ekki bók eins og
Höfundur Íslands þótt strákurinn snjalli sem
setti saman þá bók sé að mörgu leyti laginn við
að apa eftir öðrum.
Kurteislegt viðmót hans knýr hann til að ger-
ast kjaftfor eins og höfundur höfundanna lagði í
vana sinn.
SÚ MÚSÍK SEM
MENN MUNA
Innansveitarkronika Hall-
dórs Laxness er meðal
sérstæðustu bóka hans
og torvelt að skilgreina
hana að mati JÓHANNS
HJÁLMARSSONAR.
Hann telur þó að í bók-
inni megi finna það ljóð-
skáld sem Laxness var og
stöku sinnum skýtur upp
kollinum í bókum hans
þrátt fyrir ráðríki
frásagnargleðinnar.
johj@mbl.is
Morgunblaðið/Einar Falur
Herbergi Halldórs Laxness. Annað rúm og minna en það sem Halldór átti er þar núna. Útgengt er
á svalirnar. Í horninu til vinstri er meðal annars mynd af bænum Melkoti, sem var fyrirmyndin að
Brekkukoti í skáldsögu Halldórs. Þá er þar málverk Nínu Tryggvadóttur af ungri konu, skjal sem
Jóhannes Páll páfi II færði Halldóri þegar hann kom til Íslands, ljósmynd af Halldóri ungum,
æskuteikning Halldórs af Byron lávarði og málverk Louisu Matthíasdóttur af Erlendi í Unuhúsi.
Einu sinni enn las ég
Innansveitarkroniku
mér til skemmtunar
og mér leiddist yf-
irleitt ekki. Nú er
málum svo háttað að
ég bý í nágrenni við
söguna en áður skrif-
aði ég frá fjarlægð-
inni í Reykjavík.