Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.2003, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 12. APRÍL 2003 9
„Já. Ég finn mikið til með þeim fjölskyldum sem
misstu ástvini sína. En hluti af því var okkur að
kenna.“ Ég er hissa á því hversu frjálslega og jafn-
framt afslappað þeir ræða um þetta en nú er ég enn
á bannsvæðinu. Útlendingur í landi þjóðar sem var
rétt í þessu að horfa á eftir löndum sínum í stríð.
Þegar diskurinn í upptökutækinu er búinn gríp ég
tækifærið, þakka pent og hraða mér út.
Við keyrum beinustu leið til verslunarkjarnans
við aðalgötuna. Smávöruverslunin á ekki til smá-
diska og ég leita hjálpar hjá stúdentinum í af-
greiðslunni. „Þú færð þetta ekki á þessum slóðum,“
segir hann hugsi. „Ég veit ekki hvar. Ja, nema í
Las Vegas. Þú færð allt í Vegas.“ „Jafnvel ást?“
spyr einhleypur ferðafélagi minn. „Sérstaklega
ást,“ svarar stúdentinn. Við tyllum okkur á bíla-
stæðinu fyrir utan verslunina, örlítið stefnulausir
og vankaðir eftir brottvísunina frá námusvæðinu,
og tökum stöðuna. Við fundum ekki Killer og við
komumst ekki í námuna en þegar á heildina er litið
gerum við félagar okkur það að góðu að hafa fengið
að líta inn í einkanámur bæjarbúa og teljum okkur
ríkari fyrir vikið. Það er farið að halla af degi og við
ákveðum að halda til skemmtiborgarinnar sem
Bandaríkjamenn kalla „Sin City“.
Eftirmáli: Lost og undrun í Las Vegas
Á götum Las Vegas er fjölmenni þótt okkur sé
tjáð að ferðamannaiðnarinn, sjálfur grundvöllur
borgarinnar, sé allur að dragast saman. En áfram
kemur fólk til að lyfta sér upp, stunda fjárhættuspil
og jafnvel til að gifta sig. Við göngum fram á eina
brúðkaupskapelluna, Graceland Wedding Chapel,
og bætumst í hóp brúðskaupsgesta. Þegar hefur
myndast nýr hópur brúðkaupsgesta og væntanleg
brúðhjón bíða rólega eftir að röðin komi að þeim. Á
næsta götuhorni er skilti með auglýsingu frá lög-
fræðistofu: Þú tapaðir hjónabandinu – ekki tapa
skilnaðinum líka. Brúðhjón á miðjum aldri frá mið-
vesturríkjunum stilla sér upp fyrir myndatöku
ásamt börnum sínum og systkinum. Þau láta slíkar
neikvæðar auglýsingar ekki hafa áhrif á sig enda
búin að vera gift í tuttugu ár þegar ákveðið var að
slá til í annað sinn.
Við erum að fikra okkur nær einni aðalnæturlífs-
götunni Freemont og göngum fram hjá hinum
mikla Stratosphere-turni. Skyndilega flýgur þota í
lágflugi yfir borgina með skerandi hávaða. Drun-
urnar líða hjá en óþægindin leyna sér ekki á svip-
brigðum og látbragði vegfarenda. Við bregðum
okkur inn á Fitzgerald’s Casino og fáum okkur
sæti í illa lýstum sal ásamt fjöldanum öllum af fólki.
Fram á sviðið geysist Elvis-eftirherma og syngur
In the Ghetto, eitt vinsælasta lag meistarans á
Vegas-árum hans. Eftirherman hefur áhorfendur
algjörlega í hendi sér, gengur um á meðal þeirra og
lætur hljóðnemann ganga til lagvísra gesta.
Hann endar sýninguna á slagaranum American
Trilogy og kona stekkur upp á svið og vefur banda-
ríska fánanum um hálsinn á honum. „Glory, glory
halleluja,“ syngur hann, „his truth is marching on.“
„Klappið fyrir landhernum okkar,“ bætir hann við,
„klappið fyrir flughernum“ og áhorfendur rísa á
fætur undir eins. Að loknum tónleikunum raðar
kvenfólk sér upp til að fá eiginhandaráritun. Aftar í
röðinni er ungur Íslendingur í krumpuðum flauels-
jakka sem vill fá viðtal við goðið. Það er auðveitt og
eftirherman Craig Newell segir mér frá því hvern-
ig ferillinn hófst. Það var hrekkjuvaka og móðir
hans hafði saumað á hann nákvæma eftirmynd af
Las Vegas-búningi Elvis frá 1969. „Ég fann til
mín,“ segir hann, „og fékk svo mikla athygli.“ Það-
an af var Craig kominn á bragðið og óx úr grasi
sem fullbúinn Elvis-eftirherma. Eftir að hafa unnið
fyrir sér sem slíkur á austurströndinni flutti hann
til Vegas þar sem hann vann fjölmenna samkeppni
á Fitzgerald’s og varð í kjölfarið eitt helsta aðdrátt-
arafl spilavítisins. Þess utan gegndi Craig herþjón-
ustu í Þýskalandi eins og meistarinn sjálfur. „Hel-
ber tilviljun,“ tekur Craig fram. Ég þakka honum
fyrir stórskemmtilega sýningu en áður en hann
heldur sína leið biður hann fyrir kveðjur til allra Ís-
lendinga. Djúpraddaður karlmaður flytur eftirfar-
andi tilkynningu í kallkerfinu: Elvis er farinn úr
byggingunni.
Heima á Royal Motel er þjófafælan okkar, sjón-
varpið, ennþá að útvarpa fréttum af hernaðarað-
gerðinni Shock and Awe, svo grafískum að hver
sæmilega móttækilegur áhorfandi fyllist skelfingu.
Sjálfir erum við í hálfgerðu losti þegar við rifjum
upp þessa ótrúlega daga á leið okkar til Bagdad,
allar þessar hvunndagshetjur og stundum nánast
óraunverulegu erkitýpur amerískra goðsagna sem
urðu á vegi okkar. Mitt í þessari upprifjun (og nú
þegar bandaríski fáninn er dreginn að húni yfir
Bagdad í Írak) kemur Bill gamli fram í huga mér.
Yfir kaffibollanum á heimili Dan er hann, með
nokkrum þunga, að segja aðkomumönnunum að öll
séum við fyrst og fremst fólk. Bara ósköp venjulegt
fólk.
um völundarhús hjólhýsa og grindarhúsa, með sín-
um fallegu hvítu trégirðingum og með blaktandi
fána við hún, og að húsi eyðimerkurlistamannsins
Dan. Hann er á sjötugsaldri, var alinn upp í Bag-
dad og ætlar sér hvergi að fara. Hann segir okkar
að faðir sinn hafi unnið í námunni í þrjátíu ár og
hafi stjórnað skóflu „svo stórri að í hana mátti
koma fimm bílum“. Sjálfur var hann vörubílstjóri á
tímabili og flutti kopar úr námunni. Hann segist þó
hafa verið listamaður alla sína hunds- og kattartíð
en byrjaði að starfa fyrir alvöru eftir að hann hætti
að drekka. Það færi alltaf svolítið í taugarnar á
honum þegar gamlir félagar spyrja hvað hann sé
að gera. Menn skilgreini sig of mikið út frá tekju-
lind sinni og hafi svo ekki um annað að tala.
Í rauðum sloppi og með flugmannsgleraugu á
enninu, býður hann okkur velkomna inn í vinnu-
stofu sína; notalegt smáhýsi sambyggt húsinu. Þar
er allt til alls, stólar og borð, sjónvarpið stillt á
CNN og heilu fjöllin af teikningum og málverkum.
Af mörgum merkilegum myndum vekur ein sér-
staka athygli okkar. „Já, hún Björk, ég dái hana,“
er hann fljótur að útskýra. Hann virðist hissa á því
að hún sé íslensk en segist djúpt snortinn af per-
sónuleika hennar og stíl. Hann hefur þá heitu ósk
að teikna hana einhvern daginn og ég segist ætla
gera mitt besta til að það verði að veruleika. Dan
segist þó fyrst og fremst hafa gaman af því að
teikna það sem hann finnur í niðurníðslu og sýnir
okkur hinar mögnuðustu blek- og vatnslitamyndir
af ryðguðum vélum í eyðimerkursandinum. Hann
býður okkur upp á smákökur og sterkt og gott
kaffi (nokkuð sjaldgæft á þessum slóðum) og segir
aðalmuninn á Texas-búum og þeim frá Arizona
vera þann að þeir síðarnefndu drekki meira kaffi.
Hann lækkar í sjónvarpinu en bendir á fréttamynd
af Saddam Hussein. „Þeir segja að hann kunni að
vera dauður. Ég heyrði áðan að hann hafi skotið
ráðgjafa sinn fyrir að mæla á móti stríði. Hreint
magnað.“
Fyrr en varir er sjálfur Bill mættur á staðinn.
Hann er furðu lostinn yfir veitingunum og Dan
svarar því til að það verði seint hægt að taka bíl-
prófið af mönnum fyrir kaffidrykkju og kökuát.
Þeir vinirnir taka svo til við að segja okkur sögur af
bæjarbúum, af héraveiðum með Kennedy-bræðr-
um og aðkomumönnum. Þeir hafa miklar mætur á
ferðamönnum og segja allt of sjaldgæft að tæki-
færi gefist til að ræða við þá, „nema þá helst á Net-
inu“.
Dan sýnir okkur kolateikningu af manni í svört-
um leðurjakka og með sólgleraugu. „Ég hugsaði
með mér að ef ég á nokkurn tíman eftir að hitta
listamann frá New York, þá mun hann líta ein-
hvern veginn svona út.“ Gegnt myndinni af Björk
hangir stórt málverk af John F. Kennedy, sem
Dan segir að sé hetjan sín. „Ég man vel þegar hann
dó. Já, það gera allir en ég man það mjög vel. Ég
var átta ára og var búinn snemma í skólanum
þennan dag. Mamma og pabbi voru í öngum sínum
og með miklar áhyggjur af því hvað yrði um þjóð-
ina.“ Það eina sem Dan segir að hafi haft meiri
áhrif á hann var að sjá tvíburaturnana hrynja til
grunna 11. september. „Frænka mín hringdi og
sagði mér að drattast úr bólinu því verið væri að
gera á okkur árás. Ég hló og hélt að Lee frændi,
prakkarinn sá arna, hefði fengið hana til þess að
hringja. Þegar ég kveikti á sjónvarpinu trúði ég
ekki mínum eigin augum. Ég var í algjöru uppnámi
og er það enn.“
Hann segir Bush hafi vaxið mjög í virðingu með
viðbrögðum sínum við árásinni og í samskiptum
sínum við fjölskyldur fórnarlambanna. „Eins og þú
veist segja þeir að forsetinn sé stríðsæsingamaður,
hann sé skrímsli og vilji bara olíuna. En að sjá hann
með fólkinu í New York, þar sem hann átti að eyða
hálftíma og hoppa upp í flugvél… Svo fór að hann
var með þeim klukkutímum saman. Ég veit ekki
hversu góður forseti hann er þegar á heildina er lit-
ið en hann fær mitt atkvæði sem manneskja.“
Flóttinn frá námunni
Óvænt uppákoma bíður okkar á námusvæðinu.
Vegna símhringinga frá erlendum blaðamönnum
er búið að taka fyrir sýnisferðir um námurnar.
Stelpan í móttökunni er öll af vilja gerð til að að-
stoða okkur en segir þá hjá Fyrirtækinu vera
orðna nokkuð taugatrekkta; utanaðkomandi að-
gangur væri því bannaður. Ég stend þarna örlítið
álkulegur og hugsa ráð mitt. „Veistu að stríðið er
skollið á?“ segir hún. „Já,“ svara ég. „Ég heyrði um
það í útvarpsfréttunum fyrir nokkrum dögum.“
„Jæja,“ segir hún og síðan löng þögn. Í vandræða-
ganginum koma ekkert nema klisjur í huga mér.
Mér til mikillar furðu orðar hún eina þeirra:
„Brjálaður heimur,“ og ég tek undir af einlægni.
Með stuttu millibili ganga inn tveir námuverka-
menn. Ég heilsa þeim fyrri en sá seinni segir um
leið og hann sér mig, hratt og í einni bunu og með
hálfgert glott á vör: „Ég veit þetta er brjálæði,
þetta stríð, en við létum það gerast. Þetta snýst allt
um græðgi.“ Sá fyrri svarar: „Ellefti september
var líka látinn gerast.“ En þá svarar hinn á móti:
AD USA
jóðvegi Bandaríkjanna. Í þessari grein er frásögninni haldið
bæjarbragnum, nokkrum íbúum og ferðalokum í Las Vegas.
Bill er námuverkfræðingur og góðvinur eyðimerkurlistamannsins Dans.
Hann féll niður um námugöng á yngri árum og segist hafa verið bróðurpart
ævinnar að jafna sig. „Þetta er hluti af lífinu,“ segir hann. Hann er taó-
ískur í tilsvörum og trúir einna helst á það að fólk sé fyrst og fremst fólk og
að minna yrði um stríð og hatur ef menn af ólíku þjóðerni kynntust hverjir
öðrum betur.
ðu göt-
j-
inum
gt sé að
Dan er mikill aðdáandi samsæriskenninga og hefur haft persónulega reynslu af nokkrum
aðalsöguhetjum þeirra, allt frá þekktum mafíósum til tvífara Johns F. Kennedy. „Nú
kemur saga sem þið munið eiga bágt með að trúa. Taktu þessa upp!“ segir hann og það
örlar á brosi yfir augunum. Hann heldur síðan áfram með sögu af því þegar hann rakst á
tvífarann á St. Michael’s-hótelinu í Prescott, borg í nágrenni Bagdad. Dan keyrir einnig
um á líkbíl sem hann segir að sé sá sami og bar Lee Harvey Oswald í sína hinstu för.
Höfundur er þjóðfræðingur og meðlimur í Reykja-
víkurAkademíunni.