Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.2003, Blaðsíða 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 12. APRÍL 2003
Í TILEFNI þess að Gerður Helgadóttir hefði
orðið 75 ára í gær, 11. apríl, verður í dag opn-
uð yfirlitssýning á verkum hennar í Gerð-
arsafni, sem dregur heiti sitt af listamann-
inum. Gerður lést úr krabbameini árið 1975,
aðeins 47 ára að aldri, og skildi hún eftir sig
umfangsmikið ævistarf sem varðveitt er í
safninu.
Gerður Helgadóttir var fjölhæfur mynd-
listarmaður og á sýningunni nú gefur að líta
um 150 verk úr hennar smiðju, höggmyndir
úr margvíslegu efni, steinda glugga, mósaík-
myndir og teikningar – jafnt sjálfstæð verk
sem frumdrög að öðrum verkum – auk skart-
gripa úr bronsi og steinum og þrívíðra frum-
gerða að stórum útilistaverkum. „Á sýning-
unni gefur að líta verk frá öllum tímabilum í
listsköpun Gerðar. Verkunum er raðað upp í
tímaröð og þannig vonumst við til að draga
upp sem skýrasta mynd af hinni ótrúlegu
fjölhæfni hennar,“ segir Guðbjörg Kristjáns-
dóttir, forstöðumaður Gerðarsafns.
Þetta er fimmta sýningin sem haldin er á
verkum Gerðar frá því að safnið opnaði árið
1994 og segir Guðbjörg sýninguna nú vera þá
stærstu sem haldin hefur verið. „Auk þrí-
víðra verka, mósaíkverka og glugga, sýnum
við vinnuteikningar hennar á þessari sýn-
ingu, sem eru listaverk útaf fyrir sig vegna
þess hve vel þær eru unnar. Hér má því líka
sjá verk Gerðar sem teiknara, auk högg-
myndanna, sem sýnir fleiri hliðar á henni
sem listamanni.“
Gerður var þó fyrst og fremst þekkt fyrir
skúlptúra sína, mósaíkmyndir og steinda
glugga. Meðal verka hennar sem flestir
kannast við er stóra mósaíkmyndin á Toll-
stöðvarhúsinu við Tryggvagötu í Reykjavík,
og steindir gluggar Skálholtskirkju. „Eitt af
því sem einkennir verk Gerðar er að skúlp-
túrinn er alltaf undirliggjandi í verkum
hennar, þó að um tvívíð verk sé að ræða. Hún
aðlagar þrívíðu listina tvívíðu verkunum sín-
um og fellir bæði prisma og steina inn í gler-
gluggan, sem verða þá að einskonar lág-
myndum,“ segir Guðbjörg og bendir á prisma
sem felldir hafa verið inn í einn af gler-
gluggum hennar.
Á sjötta áratugnum vakti Gerður mikla at-
hygli er hún kvaddi sér hljóðs sem frum-
kvöðull þríðvíðrar abstraktlistar hér á landi.
„Hún tilheyrði auðvitað allt öðrum tíma en
við lifum á nú. Þegar poppið kom inn í mynd-
listina í kring um 1960, hafði hún megnustu
óbeit á því og það varð aldrei hluti af list-
sköpun hennar. Hávaðinn sem því fylgdi og
það að draga hversdagslega hluti inn í verk-
in, var gersamlega andstætt henni og list
hennar. Ef ég væri spurð hvað einkenndi
verk hennar fyrst og fremst, myndi ég segja
að þau væru andlegs eðlis,“ segir Guðbjörg.
Hún segist telja að Gerður sé ástsæll lista-
maður hér á landi og fólki þyki mikið til
verka hennar koma. „Ég held að það sem
heilli fólk sé vandvirknin sem er augljós í
verkum hennar, og þessi mikla fegurð sem í
þeim býr. Hún hafði mjög fína tilfinningu fyr-
ir rými og þrívídd og jafnframt fágaðan litas-
mekk. Það er ekki hægt annað en fyllast að-
dáun þegar verk hennar eru skoðuð, enda tel
ég að Gerður hafi verið einn af okkar mik-
ilhæfustu listamönnum á 20. öld.“
Sýningunni lýkur 17. júní.
Morgunblaðið/Jim Smart
Í MINNINGU MIKIL-
HÆFS LISTAMANNS
NÝR kammerhópur, blásaraoktettinn
Hnúkaþeyr kvaddi sér hljóðs í Dómkirkj-
unni á sunnudag og „blés til sumars“ eins og
sagt var í tónleikaskrá. Það er óhætt að
segja að Hnúkaþeyr hafi komið með sumar
og sól inn í íslenskt tónlistarlíf, því tónleik-
arnir voru ákaflega skemmtilegir og vel
heppnaðir.
Verkefnavalið var hefðbundið fyrir þess
háttar flokk, Oktettar eftir meistara mið-
evrópsku klassíkurinnar, Hummel og
Beethoven fleygaðir með oktett enska tón-
skáldsins Gordons Jacobs, sem var uppi á
síðustu öld.
Það er einföldun að segja að tónlist af
þessu tagi – í divertimento stíl, sé eingöngu
skemmtimúsík, þótt vissulega sé hún
skemmtileg. Öll bjuggu verkin yfir einhverju
dýpra og meira en einskærri léttúð. Oktett
Hummels – eðalklassík, var heiðríkur og tær
og alveg feiknar vel spilaður. Strax í upp-
hafsmarsinum var ljóst að spilamennskan
hér var engin meðalmennska. Hvert and-
artak mótað af músíkölskum þokka, og
snerpa í hryn og dýnamík ríkuleg og inn-
blásin andagift. Miðþátturinn, mjúkur og
lýrískur í moll, var fallega mótaður í and-
stæðu við ytri þættina.
Einkenni á tónlist Gordons Jacobs er hans
sérstaka tónmál. Hann fer ekki langt útfyrir
hefðbundið tónmiðjukerfi dúrs og moll, en
„skekkir“ það þó svo um munar með kadens-
um sem rata ótvæntar hljómaslóðir áður en
heimahöfn er náð. Tónlist hans er gleðirík,
full af húmor, og tilfinning hans fyrir hverju
og einu hljóðfæri hópsins er einstök. Hér
reyndi sannarlega á hvern og einn. Hraðir
tónstigar í fyrsta þætti voru fantavel spil-
aðir, hornin voru frábær í þrælerfiðu hlut-
verki sínu. Þau fengu líka að njóta sín vel í
miðþættinum, þar sem Anna Sigurbjörnsótt-
ir varpaði grunnstefinu mjög fallega fram,
og Eydís Franzdóttir henti það á lofti, þar
til hin hljóðfærin bættust smám saman í
hópinn. Þetta var listilega gert.
Beethoven er óneitanlega mestur og
dýpstur þessara tónskálda, og Oktett hans
yndisleg tónsmíð, þó ekki væri nema fyrir
hæga þáttinn, sem lyftir hug í hæðir í fegurð
sinni. Í þessu verki reyndi vel á hópinn bæði
í rytmískri samstillingu og lýrískum samleik.
Allir litlu núansarnir sem skipta svo miklu
máli voru fallega útfærðir og leikurinn litrík-
ur og góður. Það verður að játast að við það
að heyra þennan nýja blásaraflokk datt
gagnrýnandi væmnislaust niður í vangavelt-
ur um það hvað við eigum gott tónlistarfólk.
Það er bara blákaldur veruleikinn. Þeir sem
hér léku eru allt fólk sem lætur alla jafna
mikið til sín taka í tónlistarlífinu, virðist
vera í margföldu starfi í spilamennskunni,
og leikur ýmist með Sinfóníuhljómsveitinni
eða fjölda annarra kammerhópa, og kemur
oft fram á tónleikum. Það er enginn einn
vinnuveitandi sem það starfar hjá, og maður
spyr sig hvort þessu fólki sé nokkurn tíma
þakkað fyrir þann óhemju dugnað og elju
sem það sýnir. Launin eru varla góð í þess-
um bransa en einhvers konar umbun hlýtur
að felast í ánægju tónleikagesta. Það sprett-
ur enginn kammerhópur svo fullskapaður
fram á sjónarsviðið með einn, tvo eða þrjá
góða tónlistarmenn innanborðs. Það sem
skipti máli með Hnúkaþey er að hér eru allir
góðir, og hver einasti einstaklingur skiptir
máli fyrir heildina og það hversu vel tókst
til. Tónleikarnir voru ekki fullkomnir, en ein
eða tvær falskar nótur og eitt eða tvö slys í
hraðferð um brotna hljóma Beethovens
verða auðveldlega fyrirgefin, fyrir þann
sterka heildarsvip og músíkalska leik sem
Hnúkaþeyr lagði í frumraun sína.
Músíkalsk-
ur blástur
Hnúka-
þeys
TÓNLIST
Dómkirkjan
Blásaraoktettinn Hnúkaþeyr lék verk eftir Johann
Nepomuk Hummel, Gordon Jacob og Ludwig van
Beethoven. Oktettinn skipa þau Peter Tompkins og
Eydís Franzdóttir á óbó, Ármann Helgason og Rúnar
Óskarsson á klarinettur, Kristín Mjöll Jakobsdóttir
og Darri Mikaelsson á fagott og Anna Sigurbjörns-
dóttir og Ella Vala Ármannsdóttir á horn.
Sunnudag 6. apríl kl. 17.00.
KAMMERTÓNLEIKAR
Bergþóra Jónsdóttir
HUGSANLEGA mætti fremja svona „anti-
pasti“ tónleika, er gætu verið lystaukandi með
for- eða eftirrétti, eða viðeigandi hádegissnarli,
ef til væri nægilega stórt kaffihús hér í bæ. Slík-
ir tónleikar sem haldnir eru í Íslensku óperunni
undir nafninu „antipasti“, eru hins vegar eins
konar megrunartónleikar og til þess jafnvel
fallnir að halda fólki frá mat, sem er hið besta
mál.
Smáréttartónleikarnir sem haldnir voru í Ís-
lensku óperunni sl. þriðjudag hófust með því að
Sesselja Kristjánsdóttir söng þrjár „antikarí-
ur“, Se tu m’ami, eftir Pergolesi, Se Florindo é
fedele, eftir Alessandro Scarlatti og Intorno
all’idol mio eftir einn af fyrstu óperutónskáld-
unum sögunnar Pietro Antonio Cesti (1623–
1669), Hann var prestlærður en lærði tónsmíði
hjá Carissimi og var tenorsöngvari í capellu
páfa um skeið. Hann var einn af upphafsmönn-
um í „belcanto“ söng, ásamt Francesco Cavalli
en þeir voru fyrstir til forma hina eiginlegu aríu,
auk þess sem Cesti var frumkvöðull í notkun
stórrar hljómsveitar, sem vakti mikla athygli og
skipar t.d. stór-óperunni Il Pomo d’oro, sem
uppfærð var í Vínarborg 1668, sérstaka heið-
ursstöðu í sögu óperunnar. Sesselja, sem hefur
sérlega fallega rödd, söng þessar ljúfsáru antik-
aríur mjög fallega og á músíklaskan máta, við
þýðan og nákvæman undirleik Pollards
Jóhann Friðgeir Valdimarsson söng tvo
söngva, eftir Paolo Tosti, þann fyrri, Mare-
chiare, með töluverðum tilþrifum og þann
seinni, Ideale, af tilheyrandi fínleika. Sesselja
söng svo þrjár aríur eftir Donizetti, La lont-
ananza, Amor e morte og Me voglio fa’na casa.
Þar sýndi hún hversu létt henni er að útfæra
flúrleik Donizettis á einstaklega fallegan máta.
Jóhann Friðgeir setti endahnútinn á þessa há-
degistónleika með tveimur knalllögum, Non ti
scordar di me, eftir Curtis og hinu sígræna O
sole mio, eftir Capua, sem hann söng með mikl-
um „bravúr“ og lauk svo tónleikunum með Con
te partiro, dægurlagi, sem hefur náð töluverð-
um vinsældum, sérstaklega fyrir sérkennilega
lokastrófu. Lagið er ekta dægurlag að formi til,
forspjall og viðlag, sem Jóhann skilaði ágætlega
en ekki á sannfærandi máta.
Þetta voru góðir tónleikar, þar sem saman fór
fallegur og þýður söngur Sesselju í samræmi við
þá söngva sem hún valdi sér til flutnings og
bravúr tilþrif Jóhanns Friðgeirs, þar sem glæsi-
leg rödd hans fær hvað best notið sín. Clive Poll-
ard átti sinn þátt í að gera þessar andstæður
sannfærandi, með hófstilltum leik sínum í við-
fangsefnum Sesselju og svo með því að „gefa í“ í
viðfangsefnum Jóhanns Friðgeirs, og má segja
að tónleikarnir hafi því verið sambland af bragð-
mjúkum og bragðsterkum en bragðgóðum smá-
réttum.
Jón Ásgeirsson
TÓNLIST
Íslenska óperan
Sesselja Kristjánsdóttir, Jóhann
Friðgeir Valdimarsson og Clive Pollard
fluttu músíkalska „smárétti“ eftir ítölsk tónskáld,
frá upphafi óperunnar til dagsins í dag.
Þriðjudagurinn 8. apríl. 2003.
SÖNGTÓNLEIKAR Í HÁDEGINU
Bragðmjúkir og -sterkir smáréttir
Sesselja
Kristjánsdóttir
Jóhann Friðgeir
Valdimarsson