Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.2003, Blaðsíða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 12. APRÍL 2003
L
ISTSKÖPUNIN er ástand eða fyr-
irburður sem fær fólk til þess að
staldra við. Horfa og þreifa, grípa
eitthvað á lofti, búa til og raða
saman. Dunda í dálítið upphöfnu
ástandi, tala tungum en hlusta um
leið. Stoppa og íhuga. Vera að,
reyna að ná því, njóta og kannski
hvísla um leið að sjálfum sér og öðrum: hér er
ég. – Og allt þetta mitt í hringiðu samfélags-
ins. Starf listamannsins er eiginlega ekkert
annað en að velkjast til og frá fyrir utanað-
komandi öflum og taka inn á sig meðan hann
eða hún hefur þrek til, kúpla sig reglulega út,
staldra við, íhuga og framkalla hver með sínu
nefi. Og reyna síðan eftir misgreiðum króka-
leiðum að fá alla hina, sem eins og róa lífróður
þarna úti einhvers staðar, til að draga upp ár-
arnar um stund og finna fyrir undiröldunni. Í
algleymi listsköpunarinnar eru öll samtök,
hræringar og búksorgir í flestum myndum í
órafjarlægð. En þess á milli þurfum við
starfslaunin, listasöfnin, sýningarsalina, list-
unnendur, bíenala, ferðastyrki og morgun-
blað; í von um að í gegnum allt þetta, og
meira til, gætum við aftur fundið smugu til að
taka því rólega og raunverulega skapa eitt-
hvað.
Menningin og listin er það sem í senn er
bæði hart og mjúkt. Samanborið við það að
þyrla upp ómældu magni af ryki, sprengja
upp hús, fjöll og fólk og grafa holur með nú-
tímatækni virðist listsköpunin hvað mýkst af
mjúku málunum. Skoðað í víðara samhengi
kemur á daginn að listin er einmitt harðasta
málið enda eiga landsmenn seinna meir eftir
að kveikja á stjörnuljósum vegna þeirra lista-
verka sem verið er að sýsla við þessi árin.
Hvað getur fólk þá sótt til nútímalistar? Ný
list er á hverjum tíma hrá, lifandi og létt.
Þangað er því hægt að sækja það sem fólk
þarf hvað mest á að halda á hverjum tíma:
innblástur, nýja möguleika og endurnýjun
sem farsælast er í byrjun að nálgast með til-
finningalegum þreifingum en með vitsmuna-
legri stífni.
Innri og ytri umræða
Oft er haft á orði innan mismunandi greina,
að það vanti meiri umræðu eða jafnvel að
hana skorti alveg. Varla að það sé nokkurt
svið svo illa statt að það þurfi ekki að gera
átak í að bæta verulega í umræðuna. Það læð-
ist að manni sá grunur að hér sé á ferðinni
eins konar hvítigaldur sem kveður á um að
umræðan, hið óskilgreinanlega og í vissum
skilningi ósýnilega afl, liggi öllum athöfnum
til grundvallar. Ákall allra þrýstihópa eftir
umræðu sé hugmyndin, „Í upphafi var orðið!“
framreiknuð og staðfærð.
Að leggja orð í belg hefur í sér fólginn tví-
hliða vanda: séu menn á púlsinum eru þeir að
upplifa og hugsa það sama og hinir og þess
vegna óþarfi að koma orðum að því, sem þeg-
ar hefur öðlast viðtekinn búning. Telji menn
sig hins vegar hafa aðra sýn á viðfangsefnið
eru miklar líkur á að lenda á skjön við það
sem allir eru að segja og flestir vilja heyra; –
og því réttast að segja sem minnst. Tilvist-
arlegur grundvöllur hluta og atburða í menn-
ingunni hefur í auknum mæli færst frá hlut-
unum og atburðunum sjálfum og tekið sér
bólfestu í sísuðandi umræðunni, oft að því
marki að fyrirferð á vettvangi umræðunnar
jafngildi fyrirferð á vettvangi viðkomandi
greinar jafnvel þó hinir raunverulegu hlutir
séu þar mjög veikburða eða enn á hugmynda-
stigi.
Nokkrar ástæður eru fyrir því að menn fást
ekki til að taka þátt í opinberri umræðu á
menningarsviðinu. Þar kemur augljóslega til
tímaskortur og uppburðarleysi, stundum
óskilgreind hræðsla og veikt sjálfsmat. En
höfuðástæða þess að starfandi listamenn hafa
flestir lítil afskipti af umræðunni á opinberum
vettvangi er sú að þeir vilja spara sköpunar-
krafta sína og beina þeim óskiptum til lista-
verkagerðar og sköpunarstarfa. Þó ekki beri
mikið á formlegri ytri umræðu meðal lista-
manna kraumar hins vegar í þeim mörgum
mikil innri umræða sem við réttar aðstæður
nær stundum að brjótast fram.
Á undanförnum áratugum hefur íslensk
myndlist á mörgum sviðum verið að fjarlægj-
ast almenning í landinu. Það sem að fólki snýr
í fjölmiðlum eru einkum hugmyndafræðileg
átök hvað varðar áherslur innan hins módern-
íska hugmyndakerfis. Tákngervingar þessar-
ar umræðu sýnast annars vegar vera Bragi
Ásgerisson listmálari og hins vegar Guð-
mundur Oddur, grafískur hönnuður, en báðir
telja sig tala fyrir munn andstæðra hópa.
Eðlilegra væri að tala um áherslumun innan
sama hópsins, deilur sem voru í flestum öðr-
um vestrænum löndum að mestu útkljáðar í
byrjun áttunda áratugarins. Rödd þeirra sem
telja að myndlistin eigi erindi við samtímann
og þrífist best í návígi við síbreytileg hug-
myndakerfi innan alþjóðlegra vaxtarbrodda
samtímamyndlistarinnar hefur enn sem kom-
ið er lítið heyrst á opinberum vettvangi hér-
lendis. Innan þessa hóps ber nú æ meir á rök-
studdum grun um að ef ekki komi til veruleg
hugarfarsbreyting meðal opinberra aðila, al-
mennings og starfandi listamanna hvað varð-
ar stöðu og erindi skapandi myndlistar á Ís-
landi, dragist hún aftur úr samtímanum og
hætti á að verða með öllu ómarktæk innan
lands sem utan. Á sama tíma og fjölbreytni og
fjölhyggja einkennir hið póst-móderníska
ástand innan vestrænnar menningar ber í
auknum mæli á einþykkni og heimóttarlegri
afneitun meðal ráðandi afla í íslenskri menn-
ingu, jafnvel að því marki að raunveruleg ný-
sköpun sé óvart kæfð eða troðin niður vegna
yfirsjóna.
Hvorki fuss né fögnuður
Aldrei hefur myndin vegið þyngra í menn-
ingu og sjálfsmynd nútímamannsins. Eitt
mikilvægasta viðfangsefnið sem varðar fram-
tíð íslenskrar menningar er að Íslendingar
öðlist aukinn skilning á aðferðum, inntaki og
möguleikum myndmálsins. Lykilatriði er að
allar aðgerðir sem stuðla að auknu atgervi á
þessu sviði byggist á yfirvegun og innsýn ef
þær eiga að skila tilætluðum árangri en ekki
gera illt verra.
Það er ekki að undra að fiðringur hafi farið
um listamenn þegar tilkynnt var upp úr ára-
mótum að Reykjavíkurborg hafi gert samning
til 5 ára við Pétur Arason ehf. um rekstur á
alþjóðlegu samtímalistasafni í Reykjavík, að
Laugavegi 37, húsinu þar sem fataverslunin
Faco var rekin um árabil. Aðalhvati samn-
ingsins er að í þessum húsakynnum sé nú
brýnt að hafa stöðuga sýningu á safni Péturs
Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur, konu
hans. Í samningnum er tekið fram að Eiríkur
Þorláksson, forstöðumaður Listasafns
Reykjavíkur, hafi metið safnið að andvirði
130–160 milljónir. Engir fagmenn í viðskipt-
um með myndlist voru kallaðir til samráðs í
þessu mati. Staðfest er einnig að engin form-
leg úttekt fræðimanna hefur farið fram á list-
gildi safnsins ef frá eru talin fáein stutt með-
mælabréf frá persónulegum vinum þeirra
hjóna. Samkvæmt samningnum ber Pétri
Arasyni ehf. að axla ýmsar almennar safn-
askyldur, yfirsetu, innheimtu aðgangseyris að
lágmarki 300 kr., leiðsögn og fræðslu. Auk
sýninga á ofangreindu safni skal nota hús-
næðið að Laugavegi 37 „til sýninga á nýjum
verkum eftir erlenda listamenn og til sýninga
á íslenskri nútímamyndlist“. Engar hæfnis-
kröfur eru þó gerðar til rekstraraðila safns-
ins, hvorki hvað snertir reynslu af safnastarfi,
fræðistörfum né framsetningu myndlistar.
Eitt meginmarkmið samningsins við Pétur
Ararson ehf. er jafnframt „að veita nýjum
straumum inn í íslenskt myndlistarlíf og
stuðla að endurmati og gagnrýnni skoðun á
möguleikum og tilgangi myndlistar á Íslandi“.
Þessi setning er tekin orðrétt upp úr skipu-
lagsskrá Nýlistasafnsins og lýsir framtíðar-
sýn þess. Markmið sem ekki er hægt annað
en að taka hæfilega undir enda þykist und-
irritaður hafa samið þessa setningu þegar
skipulagsskrá Nýlistasafnsins var endurskoð-
uð fyrir rúmum áratug.
Borgin greiðir Pétri Arasyni ehf. 70 millj-
ónir með 2,5% vöxtum á samningstímanum,
sem rennur út 2007, auk 7,6 milljóna til breyt-
inga og viðgerða á húsinu. Nánari útfærsla á
markmiðum samningsins er látin liggja milli
hluta, engar áherslur skilgreindar hvað snert-
ir sýningu á safngripum eða samsetningu ut-
anaðkomandi sýninga. Vandséð er að hér geti
eða eigi eitthvað að fara fram sem Listasafn
Reykjavíkur gæti ekki allt eins haldið utan
um og framkvæmt og ekki vantar þar heppi-
leg húsakynni. Umhugsunarvert er af hverju
borgin keypti ekki húseignina að Laugavegi
37 fyrst skyndileg þörf kom upp á að víkka út
starfsemi Listasafns Reykjavíkur, en andvirði
samningsins er ekki fjarri markaðsvirði húss-
ins.
Ætla mætti að hér sé á ferðinni stórtíðindi
sem listaheimurinn hlyti umsvifalaust að
bregðast við ýmist með fögnuði eða fussi. En
svo flatt kom þetta upp á tilfinninganæma
listamennina að þeir eru fæstir enn búnir að
YFIRSJÓNIR
Reykjavíkurborg gerði nýlega samning til 5 ára
við Pétur Arason ehf. um rekstur á alþjóðlegu
samtímalistasafni í Reykjavík, að Laugavegi
37. Að sögn greinarhöfundar er samningurinn
gagnrýni verður af ýmsum ástæðum.
E F T I R H A N N E S L Á R U S S O N
H
UGMYNDIR manna um
sólina, eilífð, óendanleika
komu snemma fram í hin-
um ýmsu greinum mynd-
listar, já, var þar jafnvel að
finna frá upphafi. Nægir að
nefna píramídana, Stone-
henge, sólvagnana, sem
dæmi um hvernig hringur, sporbaugur, þrí-
hyrningur, spírall verða einskonar samnefnari
hugtaka, sem fyrir alla menn eru abstrakt.
Þótt vísindamenn nútímans rembist eins og
rjúpan við staurinn að sjóða saman kenningar,
sem þeir hafa kosið að nefna „miklahvell“, eru
þeir samt engu nær því en frásögn Biblíunnar
og annarra trúarbragðarita að draga upp
sannfærandi mynd af sköpun heimsins. Er á
þann máta mögulegt að hafa erindi sem erfiði?
Því verður að svara neitandi, en líka verður að
taka fram, að kenningar og spekúlasjónir eru
mikilvægur þáttur, sem skaðar engan. En
manneskjan skynjar innra með sér allt hið
endanlega og óendanlega, sem hún getur á
engan hátt gert sér vitsmunalega grein fyrir
eða útskýrt. Hún hlýtur því að verða að sætta
sig við líf jafnt í vissu sem óvissu. Í trúar-
brögðum og vísindum er líkt og um þema sé að
ræða, sem beri að nálgast, annaðhvort í bæn
eða við mælingar af ýmsu tagi. Listin er speg-
ill mannshugans, jafn lýsandi, myrk, óútskýr-
anleg og hann. Hún leitar ekki að þema til út-
skýringar á tíma og rúmi. Í óræðum svörum
hennar má samt sjá og heyra blóðstreymi al-
heims, þau koma beint úr þeirri æð hans, sem
heitir maður. Listin mælir líka og rannsakar,
en veit það nægir ekki eitt sér.
Já, könnun, úrvinnsla og útfærsla eru meg-
inþættir í myndgerð, en bygging forma, lita,
lína verður þá fyrst vængjuð, þegar í henni
býr ljóðeðlið. Hin fleyga setning „myndlistin
er huglægs eðlis“ er frá Leonardo da Vinci
komin, og sögð á þeim tímum, þegar hlutlæg
list stóð í hámarki. Hver kannast ekki við
myndir eftir Velazquez og Vermeer, sem fljótt
á litið virðast dæmigerð natúralísk málverk af
fólki, dýrum, ýmiskonar búsgögnum, innan
fjögurra veggja, en verða því óhlutbundnari,
sem meir er á þær horft, og miðla þeirri til-
finningu, að í sérhverju smákorni litanna eigi
sjálf eilífðin búsetu. Í hverju sá galdur er fólg-
inn er ekki auðvelt að útskýra. „Hvílíkt
raunsæi, hvílíkt málverk, hvílíkur eindæma
árangur,“ sagði Picasso eitt sinn um „Hirð-
meyjarnar“, sem bendir til þess að tæknin hafi
einkum hrifið hann. Víst hefur kunnátta í rík-
um mæli verið fyrir hendi, en skyldu fyrr-
nefndir meistarar hafa náð slíkum „eindæma
árangri“, hefðu þeir ekki verið myndskáld, eða
það, sem ég vil nefna „ljóðrænir smiðir“?
Myndlist er aldrei eingöngu hlutbundin feg-
urð, eins og hún birtist okkur í náttúrunnar
ríki. Myndræn lögmál eru í manneskjunni inn-
byggð. Allir hafa einhverja tilfinningu fyrir
sjónrænni fegurð, sem er beinlínis meðfædd,
bæði hvað hlutföllum forma, blæbrigðum lita,
og þeirra samstillingu viðvíkur, eins og hana
gefur að líta í mannslíkamanum, dýrum eða
landslagi. Án fegurðartilfinningar engin ást,
engin kynhvöt heldur, og þar af leiðandi ekk-
ert mannlíf. Allt er þetta ein órofa heild. Af
eðlilegum ástæðum mætti því varpa fram
þeirri spurningu, hvort myndlist eigi ekki fyr-
ir bragðið greiðan aðgang að mannfólkinu yf-
irleitt. Þá vandast málið, því að langt er í frá
að svo sé. Hver er ástæðan? Hún er sú, að reg-
inmunur er á sjónrænni fegurð í náttúrunni og
í myndlist, því ég vil leggja áherzlu á, að
myndlist er engan veginn sú mynd, sem ónæm
augu í fljótu bragði sjá. Í þeim formum og lit-
um, sem allir menn í stórum dráttum sjá eins,
séu skilningarvitin óskert, býr skapari verks-
ins óséður, endurborinn í sínu verki, maðurinn
allur. Hvort sem myndin kallast hlutstæð eða
óhlutstæð er málarinn fyrst og fremst að mála
mynd af eigin tilvist og sína mynd af umheim-
inum. Allt er þetta ferli, sem veldur því að
listina er ekki auðvelt að meta, gerir hana
jafnvel óaðgengilega fyrst í stað, en til lang-
frama eftirsóknarverða, því að glíma við
margslungna fegurð er eggjandi. Getur þá
verið, að meiri eða æðri fegurð sé að finna í list
en í sjálfri náttúrunni? Í henni sjáum við
vissulega óendanlega gnótt í ýmsum myndum,
svo langt sem náðst hefur að skoða hingað til,
inn og út í efnisheiminn, en hvergi skynjum
við þar návist æðri anda. Við sjáum dýrðlegan
efnisheim, og ekkert meir. Er þá andardráttur
„guðs“ fyrst og fremst merkjanlegur í mann-
eskjunni? Það var fyrr á öldum inntak lista.
Sjálfur fagurkerinn Leonardo da Vinci dáð-
ist að fegurð hráka á múrveggjum, úr sjúku
fólki og gömlu. Upp úr því varð listin hvort
tveggja í senn „guðleg“ og „djöfulleg“, og naut
góðs af að „horfa um heima alla“. Með nokk-
urri einföldun má segja, að á þeirri öld, sem er
að renna sitt lokaskeið, hafi í listum ríkt tvö
meginsjónarmið. Annars vegar má í kúbisma,
geometrískri abstraktlist og hreyfilist (kyn-
etic) í skúlptúr sjá öll einkenni þeirrar bjart-
sýni og trúar á manninn, einkum framfarir
hans á tæknisviði, sem var dæmigerð fyrir
þessa tíma. Og slíkur var eldmóðurinn, að ekki
er fjarri lagi að tala um trúarbrögð í því sam-
bandi, þótt ekki væri um hefðbundna guðstrú
að ræða. Í gamansömum tón mætti segja, að
með dada- og súrrealisma, en einkum og sér í
UPPGJÖR Í LOK TÆKNIALDAR
E F T I R V. Þ O R B E R G B E R G S S O N
„Já, könnun, úrvinnsla og útfærsla eru meg-
inþættir í myndgerð, en bygging forma, lita,
lína verður þá fyrst vængjuð, þegar í henni býr
ljóðeðlið,“ segir í þessari grein þar sem gert er
upp við myndlist síðustu aldar.