Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.2003, Blaðsíða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 12. APRÍL 2003
Þ
AÐ er skammdegi og við erum að
nálgast Bagdad. Það er stillt og
fremur svalt á þessum eyðumerkur-
vegi sem liggur beint til áfangastað-
arins og endar þar. Út í vegkanti
rekumst við á gamalt skilti skreytt
hauskúpu. Það á að vara okkur við
því að halda lengra án vatns og íss.
Þar sem við höfum hvorugt meðferðis vonum við
að skrjóðurinn beri okkur veginn á enda. Hann
gerir það og eins og tíbrá rís dreifð og rysjótt
byggð Bagdad upp úr hæðóttu landslagi og brátt
erum við komnir á aðalgötu bæjarins.
Áð á Miner’s diner
Okkar fyrsta verk er að líta inn á veitingastaðinn
Miner’s Diner. Þar er gott að spyrja fregna og fá
glefsur úr sögu og daglegu lífi bæjarbúa sem eru
vinalegasta fólk þótt oft hvíli vökult augnaráð á
okkur, grunsamlegum aðkomumönnunum. Að
sögn ritstjóra bæjarblaðsins þekkjast allir hér og
heilsast þegar þeir mætast á förnum vegi. Þegar
eiginmaður hennar, sem er aðfluttur, veifar að
hætti heimamanna eru viðbrögðin þó oftar en ekki
undrun fremur en undirtektir. Við ákveðum að
byggja eftirgrennslanir okkar á reynslu hans og
gerum engar afgerandi tilraunir til að falla í hóp-
inn.
Námubærinn hét áður Copper Creek þar til 19.
aldar ævintýramaður og forfallinn aðdáandi Þús-
und og einnar nætur nefndi hann í höfuðið á borg-
inni frægu. Þegar hann var formlega stofnaður
1882 var allt annað en notalegt að búa hátt í eyði-
mörk Mið-Arizona, umkringdur sandi og runnum
og vera undir stöðugri ógn af útlögum, landþjófum
og óvinveittum indíánum. Langt fram á tuttugustu
öld bjuggu lúnir námuverkamennirnir í tjaldhús-
um og töldust heppnir að hafa innanhúsklósett.
Enn er þessu virðulega samfélagi, byggt spænsk-
um nýbýlum, grindarhúsum og hjólhýsum, ekki
stjórnað af bæjaryfirvöldum heldur námusam-
steypunni sem heimamenn í daglegu tali kalla Fyr-
irtækið. Og í stað þess að ganga í verkalýðsfélög
hefur Fyrirtækið boðið námuverkamönnum ýmis
fríðindi auk tækifærisins til að teljast „hluti af Fyr-
irtækinu“. Þannig hefur bærinn dafnað og heima-
menn lifað á námunni og síðar kennslu með nokkuð
stæðilegum menntaskóla: Bagdad High School.
Heimamenn hafa sínar eigin skýringar á tilkomu
bæjarnafnsins. Á meðan við bíðum eftir vel útilátn-
um skammti af eggjum, beikoni og kartöflum í
þykkri hveitisósu hlustum við með athygli á upp-
runasöguna sem oftar en ekki er sögð með brosi á
vör. Sagan segir að feðgar nokkrir hafi á bernskuár-
um koparnámunnar verið að flytja byrgðir þegar
sonurinn segir: Réttu mér pokann, pabbi eða Hand
me the bag, dad. Staðreyndin er sú að margir eru
ósáttir við það að vera tengdir hinni þjökuðu írösku
höfuðborg og ekki síst Fyrirtækið. Þeir eru samt
ófáir sem hafa stungið upp á því að bæjarbúar reyni
að hagnast á athyglinni. Ungur menntaskólastúdent
segir þá hugmynd ekki nýja af nálinni og nefnir fót-
boltalið skólans sem dæmi. Liðið sem áður hét Þjóf-
arnir, eftir bíómyndinni Thief of Bagdad, breytti
þessu heldur neikvæðu nafni í annað skemmtilegra:
Soldánarnir, og hefur heitið það síðan. Reyndar er
okkur sagt að einu raunverulegu tengsl bæjarins við
Mið-Austurlönd hafi verið líbanskur verkfræðingur
sem vann í námunni um hríð. Hann hafi hins vegar
fljótt látið sig hverfa eftir að Persaflóastríðið hófst.
Bæjarbúar hafa þó haft nokkur kynni af þeim víga-
tólum sem þessa daga og nætur er beitt á borgina í
austri.
Sprengjuregn yfir Bagdad, USA
Hér í Bagdad vestra er farið að kvölda og við
höldum til Copper Hills, gistihúsa námuverka-
mannanna, þar sem við fáum inni næstu nætur. Við
höfum brugðið okkur út á pall til að dást að
stjörnubirtunni þegar torkennileg ljós birtast í
fjarska. Brátt lýsa ljósblossar upp himininn og
þrumurnar úr hreyflum bandarískra orrustuþotna
berast að eyrum okkar á jörðu niðri. Þótt halda
mætti að ég væri að lýsa sjónvarpsútsendingu frá
vígvellinum (eða væri orðinn meira en lítið skáld-
legur) er það samt ekki svo. Reyndin er sú að í ára-
raðir hefur himinnin yfir Bagdadbæ verið notaður
sem æfingasvæði fyrir bandaríska flugherinn. Frá
hinni nálægu Luke-herstöð flýgur fjöldi F16-orr-
ustuþotna til æfingaflugs og bardagaþjálfunar
heimamönnum til mikillar armæðu. Í lágflugs-
brögðunum skjóta þær hitasæknum skotflaugum á
eyðimerkurskotmörk. Sumir hafa jafnvel ýjað að
því að flugherinn beri ábyrgð á dularfullum bruna
aðaltúristagildru svæðisins Bagdad Café (nei, ekki
úr bíómyndinni, hún var tekin í Kaliforníu), þó
sumir hvísli „tryggingarsvindl“ sín á milli. En á
stríðstímum sem þessum vekja hernaðaraðgerðir
áhyggjur manna, hvort sem þær eru æfingar eða
ekki.
Um morguninn er ljósmyndarinn rokinn út í
tökur. Ég sé hann fyrir mér þar sem hann læðist í
portum og bakgörðum og ákveð að láta hann einan
um iðjuna í þetta skiptið. Ég nota tækifærið og
heimsæki bókasafnið þar sem Kathrine og Susan,
umkringdar bókum, geimfaraplakötum og tölvum,
ræða blossana og þrumurnar frá nóttinni áður.
„Þetta er leikvöllurinn þeirra,“ tekur Susan fram
með kaldhæðnistón. Þessir bókasafnsfræðingar á
besta aldri eru allt annað en ánægðir með flugher-
inn yfir hausamótunum á sér. Nokkuð sem mun
aldrei venjast þótt þær hafi upplifað það stóran
hluta ævi sinnar.
Katherine segir sögu af frænda sínum sem hafði
verið á göngu í nálægu gljúfri þegar Apache-her-
þyrla með alvæpni reis skyndilega upp yfir bjarg-
brúnina. Þyrlan sveif í nokkurn tíma í grennd við
göngumanninn „af engri sýnilegri ástæðu annarri
en að láta hann fá hjartaáfall“, segir Katherine og
heldur áfram: „Áður en við vissum að þetta væri
æfingasvæði héldum við að um fjúgjandi furðuhluti
væri að ræða.“ Hún hlær en nær fljótt aftur fyrri
alvöru. „En að heyra þetta í nótt var gjörsamlega
fáránlegt. Mér finnst að einhver ætti að hringja í
herstöðina og biðja þá að æfa sig einhvers staðar
annars staðar.“ Susan er hjartanlega sammála. „Á
þessum erfiðu tímum, þegar lýst hefur verið yfir
hæsta viðvörunarstigi, kveikja blossar og spreng-
ingar á næturhimni hjá manni ýmsar kenndir. Er
verið að ráðast á okkur? Hver veit?“
Það er kominn gestur á bókasafnið, verkfræð-
ingurinn Bill, og við tökum upp léttara hjal. Kon-
urnar segja mér að hann sé hafsjór af fróðleik en
hann ber við feimni. Hins vegar vísar hann á félaga
sinn Killer, mikið ljúfmenni sem hættir ekki að
segja frá ef hann á annað borð byrjar. Áður en
hann kveður hefur hann gefið mér nákvæmar leið-
beiningar um dvalarstaði sagnamannsins ljúf-
lynda. Susan bætir því við að ef leitin gangi illa
skuli ég spyrja vegfarendur hvar gömlu mennirnar
komi saman til að bulla. Á morgun ætla ég mér að
finna Killer en nú erum við ljósmyndarinn að verða
seinir í messu.
Bagdad Southern Baptist Church
Í hæstu hæðum Bagdad trónar stærðarinnar
sjálflýsandi kross. Yfir hálf tylft kirkna gerir tilkall
til safnaða í námubænum. Meðal þeirra eru mót-
mælendur utan við bæinn, kaþólikkar miðsvæðis
og tveir babtista-söfnuðir með kirkjur í miðju íbúð-
arhverfi. Við rennum í hlað hjá Bagdad Southern
Baptist Church og pastor Nick, ítalskættaður
Arizonabúi, tekur fagnandi á móti okkur. Við erum
kynntir fyrir geðþekkum söfnuðinum og eftir glað-
leg orðaskipti um Ísland og Danmörku geta menn
ekki stillt sig um að ræða framvindu mála í Írak.
„Það lítur ekki út fyrir að Saddam bakki,“ segir
einn. „Bush á nú eftir að hnykla vöðvana,“ svarar
Nick og gengur hægum skrefum að ræðupúltinu
og hefur brátt lesturinn.
Og heimurinn var fullur af ofbeldi
„Gæti átt við í dag,“ bætir hann við og byggir
hægt og rólega upp þann boðskap að öll séum við
þegnar Guðs. Á eftir fylgir langur listi því til stað-
festingar, þ.m.t. hann sjálfur, Saddam Hussein og
forseti Bandaríkjanna. „Ekki misskilja mig. Ég er
stórhrifinn af honum,“ segir Nick um þann síðast-
nefnda. „Ég kysi hann aftur. En jafnvel George W.
Bush þarf að standa frammi fyrir Guði.“ Ég er ekki
frá því að í því sé nokkur huggun. Eftir að hafa
dreift bænarefnum, s.s. heilsu safnaðarmanna,
menntun barnanna og hærra koparverð, skiptir
söfnuðurinn sér í bænahópa. Nick notar tækifærið
og býður okkur inn í bakherbergið til að spjalla.
Við sitjum þó í gegnum fyrstu bænina en hún er
fyrir fólkinu í Mið-Austurlöndum.
Á skrifstofu sinni gerir Nick heiðarlega tilraun
til að frelsa okkur mótmælendurna til endurfæð-
ingar í babtistatrú en sættist að lokum við þær full-
yrðingar að við séum sáttir í þjóðkirkjunum okkar.
Nú sýnir Nick óvæntar hliðar á sér og segir frá ár-
um sínum sem skilorðsfulltrúi. „Þið hafið kannski
séð Cops (bandarískur sjónvarpsþáttur um lög-
reglustarfið). Það var ekki ólíkt því.“ Hann leiðir
okkur í allan sannleika um íhaldssemi í norðurhér-
uðum Arizona, harða löggjöf og algenga skilorðs-
bindingu dóma. „Eins og þeir segja á þessum slóð-
um: Til Arizona í orlofi, heim á skilorði.“ Að lokum
fór eymdin og ofbeldið sem starfinu fylgdi að
sækja hann heim og eftir að hafa fengið brauð í
Bagdad sagði hann upp. „Ég bað Guð um 90% at-
væða en fékk 89%. Maður kvabbar ekki í Guði út af
einu prósenti.“
Leitin að Killer og bullinu
Við fylgjum leiðbeiningum Bill út í hörgul.
Fyrsta beygja hjá hjólhýsahverfinu, síðan til hægri
hjá þvottahúsinu og svo tvær húsalengdir. Það er
þó Sharon í þvottahúsinu sem leiðir okkur í gegn-
BAGDA
Í síðustu Lesbók var sagt frá ferð tveggja ungra manna um þj
áfram þar sem komið er til Bagdad í Arizona. Sagt er frá b
E F T I R K R I S T I N S C H R A M L J Ó S M Y N D I R : B R I A N B E R G
Katherine (til vinstri) á bókasafninu hefur búið alla ævi í Bagdad. Hún man ómalbikuð
unurnar og þegar sjónvarpsútsendingar hófust og Fyrirtækið lét reisa stærðar loftnet bæj
arbúum til skemmtunar. Hún sagði að í þurrkum væri hætta á eldum í eyðimerkurgróðri
en í vætutíð lokist vegir af vegna flóða. Þó sé stundum svo mikill vatnsskortur að ólögleg
þvo bílinn.
Sharon er potturinn og pannan í Sycamore-hjólhýsahverfinu í útjaðri Bagdad og
er með skrifstofu samliggjandi þvottahúsinu. Eins og margir aðrir er hún með
hugann við stríðið: „Ég vona að þessu ljúki fljótt því bróðir minn er þarna úti. Ill
nauðsyn má kannski segja? Ég hef heyrt að Saddam sé hræðilegur maður, en það
eru hræðilegir menn alls staðar.“