Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.2003, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.2003, Page 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 24. MAÍ 2003 3 SIGURBJÖRG ÞRASTARDÓTTIR OG TÁRIN ÞÍN Rúmið stendur á miðju gólfi lakið sópar kaldar flísar ég veit að þú hugsar hingað daga og nætur þess vegna ligg ég grafkyrr undir hvítu lofti sem blómstrar bráðum því þú ert að deyja frá mér nætur og daga ég lofaði að liggja á eyjunni miðri í dalnum dýpsta elskubesti og tárin þín svífa í túlípanafallhlífum á sængina mína svo ég sofni Sigurbjörg Þrastardóttir (1973) á að baki þrjár ljóðabækur. Ljóðið hér að ofan er úr nýjustu bókinni, Túlípanafallhlífum, sem kom út í apríl síðastliðnum. Í SAMFÉLAGI nútímans er áber- andi hversu mikið er fjallað um fólk, kallað á viðmælendur í spjall- þætti allra fjölmiðla og birtar myndir af nýjustu samböndunum, óléttunum eða sambandsslitunum. Það versta er að fæst af þessu fólki hefur eitthvað merkilegt að segja. Þetta kann að samræmast því sem kallað er að reisa sér minnisvarða. Að fólk eigi að lifa lífinu með hliðsjón af því hvernig það vill láta minnast sín. Hvers konar minnisvarða við reisum okkur. Svona hugsun er á stundum kölluð minnisvarðahyggja eða viðlíka. Frægustu minnisvarðarnir hljóta þá að vera píra- mídarnir í Egyptalandi og hofin í Aþenu á Akrópólishæð svo nokkuð sé nefnt. Sumir minnisvarðar hverfa fyrr en ætlað er s.s. styttan fræga af Neró sem stóð í Rómarborg. Hún var svo stór að hún var kölluð COLOSSUS NERONIS. Seinna var hún rifin niður en eftir lifir að hringleikahúsið mikla og líklega það frægasta allra, Colosseum, tók nafn sitt af styttunni. Styttan var tæpir 40 metrar og spurning hversu lengi hún átti að standa. Svipaða minnisvarða mátti og má finna um fjölda manna um allan heim. Að vísu hafa menn rifið niður styttur af Lenín, Stalín og fleirum og hamast nú á styttum af Saddam Hussein. Engu að síður standa um víðan völl styttur af engu minni harðstjórum, að því frátöldu að þeir höfðu ekki eins öflug vopn. Þannig eru risavaxnar styttur af kóngum og herforingjum sem sumir standa á drekum í dauðateygjunum og fæstir láta sig varða um hvað málið snýst lengur. Enda kóngar ekki með sama vægi og fyrr, hvað þá átrúnaður á dreka. Ein slík kemst í fréttirnar hver áramót en það er stytta af Nelson flotaforingja á Trafalgartorgi í London. Þangað safnast múgur og margmenni til að fagna ára- mótum og mikið fjör í gangi. Fæstir vita hins vegar að undir Nelson er himinhá súla sem er sögð steypt úr fallbyssum af frönskum skipum sem hann hertók. Styttan af honum þar efst virðist fremur lítil en er í raun tæpir sex metrar á hæð. Þá vita það færri að hann er látinn horfa þannig að hann horfist ekki í augu við styttu af erkióvininum Napóleoni í París. Þannig fer sem sé fyrir minnisvörðum. Þeir sem lengst standa morkna og verða framtíðinni byrði, aðrir verða að þjóðsög- um, s.s. risastyttan sem stóð í mynni hafnarinnar í Rhodos. Þar var hún þar til einhver arabískur kaupmaður tók hana niður og flutti burtu. Enginn veit hvert eða til hvers. Svo eru hinir sem eru teknir niður vegna þess að menn skammast sín fyrir þá. Nokkrir minnisvarðar eru til hér á landi sem sumir eru umdeildir en aðrir ekki. Margir verða til rétt fyrir kosn- ingar eða komast það langt rétt fyrir kosningar að ekki verður aftur snúið. Meðal umdeildra minnisvarða eru Perlan og Ráðhúsið í Reykjavík á meðan annar ástsæll minnisvarði eins og Þjóð- leikhúsið fær að morkna niður. Þá þykir mörgum viðeigandi að stjórn- arráðið sé fyrrverandi fangelsi. Enn aðr- ir fagna þeim minnisvarða sem Torfan í Reykjavík er um sigur sögunnar á minn- isvarðastefnunni. Um tíma var henni ætl- að að víkja fyrir ráðhúsi og jafnvel fleiru. Þjóðminjasafnið er merkilegur minn- isvarði sem farið var að reisa í tengslum við lýðveldisstofnunina en verkið tók lið- lega sex ár. Nú er vandræðagangur uppi vegna viðgerða á því og virðist ætla að taka engan enda að ljúka því máli. Sann- arlega merkilegur minnisvarði um menn- ingu og sögu Íslands. Lokað Þjóðminja- safn. Þó eru bestu minnisvarðarnir líklega þeir sem talað er um í Hávamálum þar sem segir að orðstír deyi aldrei þann er sér góðan getur. Slíkt er betri minnisvarði en nokkur stytta. Forsætisráðherra kvartaði einu sinni yfir því að ungt fólk væri búið að gleyma fyrri ráðherrum. Af þessu spannst nokk- ur umræða enda spurning hvort þeir væru búnir að gleyma þeim eða hefðu aldrei lært um þá. Og þá hvort ástæða væri til að læra um þá. Yfirlýsing ráð- herrans var merkileg ekki síst þar sem sumir töldu að hún endurspeglaði áhyggjur hans af því hvernig menn myndu minnast hans og arftaka hans. Sem tengist reyndar athyglisverðri spurningu sem fyrir mig var lögð einu sinni af manni sem var að útskýra fyrir mér hvað sjálfsstyrkingarnámskeið væru. Hann sagði einmitt: Hvernig viltu að þín sé minnst? Og þetta varð einmitt umhugsunarvert svona í kosningaslagnum í vor þegar menn deildu um endurunnin og óunnin kosningaloforð. Hvernig myndi stjórn- málaforingi vilja að hans yrði minnst? Það var einu sinni sögð saga af manni í fátæku landi – Rúmeníu ef ég man rétt, sem hafði hitt forsetann, eða sem sé Ceausescu sem fólk á mínum aldri minn- ist sem mannsins sem var tekinn af lífi á jóladag 1990. Almúgamaðurinn kvartaði undan fátækt landsins, hungri og at- vinnuleysi. Forsetinn leiddi hann fram á torg þar sem stóðu glæsihallir, glamp- andi hervagnar og stroknir hermenn. Hann sagði þegn sínum að svona ætti ekki að tala í landi þar sem allt þetta væri að finna. Útlendingar sem þetta sæju skildu ekki tal um fátækt í landinu. Fátæklingurinn baðst afsökunar með það sama. Tók í hönd forsetanum, bukt- aði sig og beygði og tárfelldi. Forsetinn fagnaði því að gleðitár féllu til jarðar og grét með manninum sem stundi upp: En, herra forseti, ég er samt svangur og fjöl- skylda mín líka. Enda er þessa forseta minnst sem harðstjóra og illmennis þrátt fyrir allar hallirnar. Nú líki ég engum íslenskum stjórn- málaforingja eftir að Sturlungaöld lauk við Ceausescu. Hins vegar ættu þeir sem lofuðu hvað harðast í aðdraganda kosn- inga að muna að það eru maginn og það sem að kroppnum snýr sem brennur meira á fólki en nokkuð annað. Hrein skammtímamál frekar en annað sem er oft slæmt því við þyrftum að hugsa lengra fram í tímann. En þetta virðist lykillinn að atkvæðunum í kosningunum eftir fjögur ár. Það sem gerðist síðustu fjögur ár. MINNIS- VARÐAR RABB M A G N Ú S Þ O R K E L S S O N maggi@flensborg.is LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 2 0 . T Ö L U B L A Ð - 7 8 . Á R G A N G U R EFNI Matthew Barney er sagður mikilvæg- asti listamaður sinnar kynslóðar af gagn- rýnanda The New York Times. Einar Falur Ingólfsson ræð- ir við Barney um sýn- ingu á verkum hans sem opnuð verður í Nýlistasafninu í dag. Eru Kúrdar þjóð? spyr Dögg Guðmundsdóttir og svarar ját- andi þrátt fyrir að margt sundri þessum hópi fólks sem býr í nokkrum löndum, talar ólík tungumál og aðhyllist mismunandi trúarbrögð svo fátt eitt sé nefnt. Kristján Davíðsson og Þór Vigfússon eru fyrstir til að sýna í nýju húsnæði Lista- safns Árnesinga þar sem Listaskálinn í Hveragerði var áður til húsa. Þröstur Helgason ræðir við þá um sýninguna og listina. Páll S. Árdal var fyrsti íslenski heimspekingurinn til að hljóta alþjóðlega viðurkenningu fyrir störf sín. Jörundur Guðmundsson fjallar um ævi Páls og verk en Páll lést fyrr á þessu ári. FORSÍÐUMYNDIN er af Matthew Barney sem The Laughton Candidate í Cremaster, 4. hluta.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.