Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.2003, Side 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 24. MAÍ 2003 7
Þær já … jú ég held að. Nei.Í mörg ár hafði ég setið á þessu kaffi-húsi, bara setið meðal gamalla Frans-manna, karla og kvenna, sem drukku
rauðvín úr vatnsglösum. Ég var hér í auvirði-
legum bæ í ómerkilegu héraði. Vann á hóteli í
Verdun, hótelstjóri satt að segja, og hafði góðar
tekjur. En tekjur skipta Íslendinga engu máli
og ég vann og vann og þóttist gera vel. Svo sótti
ég þetta kaffihús, sat þar löngum, las blöðin
eins vel og ég kunni, naut þess að finna „nýtt“
andrúmsloft streyma um mig, naut þess að
halda að ég væri ósnertanlegur í þessu litla
þorpi.
Þorp eru undarleg fyrirbæri því að það veit
ekki nokkur maður hvenær þorp byrjar að vera
þorp, né heldur hitt hvenær það lætur af því að
vera þorp. Þessi staðreynd er kannski ástæðan
fyrir því að flestum líður bærilega í þorpum,
þau eru ókunn, tóm, óþekkt stærð, „x“ landa-
fræðinnar.
Til að byrja með var ég hress, frískur. Fann
hvergi til og mér fannst ég ætti heiminn allan.
Veðrið var oftast gott, vinnan auðveld, skóg-
arnir grænir, malbikið svart. Þetta líf átti við
mig. Ég naut þess. Í einfeldni minni hélt ég að
það nyti mín.
Kaldir lækirnir sem seytluðu niður hlíðarnar
umhverfis héldu náttúrunni rakri, bænum svöl-
um, fólkinu lifandi. Það voru engar ár, bara litl-
ir lækir sem hlupu niður brekkurnar sem lítil
börn. Lítil börn sem hlaupa jafnvel hraðar en
þau geta svo þau týna fótunum og falla. Börn
eru alltaf að falla. Undarlegt nokk, fullorðnir
falla oftar.
Ung stúlka, Joe Lambard, vann yfirleitt alla
daga á kaffihúsinu, alein, oftast. Rauðvín í
vatnsglösum (sem ég veit ekki af hverju ég
kalla vatnsglös, því ég og allt mitt fólk hafði
drukkið kaffi en ekki vatn úr slíkum glösum í
Reykjavík) var það sem hún skenkti alla daga,
öll kvöld en þó fyrst og fremst alla daga. Ég
þekkti ekki kvöldin á þessum stað, þau voru
mér jafn ókunn og ljóð eftir Alexander Blok eða
leikrit eftir Jökul Jakobsson. Mér virtist Joe
góður starfskraftur, iðin. Það var meira en
hægt var að segja um vinkonu hennar sem vann
þarna dag og dag, Pascal Petree. Pascal var
belgísk, belgískur sóði. Pascal þurrkaði aldrei
af stóra skenknum framan við vínrekkann. Og
hún amaðist aldrei við hundi grafarans sem
hringaði sig niður framan við arineldinn hvert
síðdegi, þó svo hundum væri alls ekki leyfð inn-
ganga á kaffihúsið.
Þar sem ég sat þarna hugsaði ég stundum
um Skerjafjörðinn og þau undur að ég hafði
heyrt meira í flugvélunum þegar ég bjó í
Skuggahverfinu en úti í Skerjafirði. Svona eins
og það skipti einhverju máli á þessu kaffihúsi
þar sem enginn lék listir með glös, hélt bara á
þeim sigggrónum höndum, gamlir menn, gaml-
ar konur. Og þar sem þetta var löngu áður en
allt þras um þann leiðinda flugvöll og hina ljótu
Vatnsmýri fór í gang skal það tekið fram að sú
umræða vakti ekki með mér þessar hugsanir.
Gamalt fólk leikur ekki listir með glös, hefur
sjálfsagt brotið nóg í lífinu. Lúnar hendur þess
voru mér næg sönnun um að allt væri þetta fólk
listamenn og þyrfti ekkert að sanna, hvorki fyr-
ir mér né öðrum. Milli hvítkalkaðra veggja var
það uppalið, milli slíkra veggja myndi það
deyja … og deyja aftur og aftur … og deyja að
lokum með sólbakaðri reisn. Svolítið skorpið,
svolítið þurrt. Samt með reisn, votri reisn rauð-
víns og tára í hvörmum.
Það var einn dag að meinsemdin byrjaði að
vaxa innan í mér. Þetta tók á mig, hræddi mig.
Ég skildi óljóst að ég yrði ekki eilífur og varð í
skothending hræddur um mitt. Það var hvorki
meira né minna rauðvín í vatnsglösunum í
kringum mig en venjulega. Veikindi mín voru
dapurleg staðreynd og ég drakk samskonar
rauðvín og hinir, það dugði lítt. Ég hræddist
óttann sem veikindin báru með sér, ég óttaðist
hræðsluna sem læddist að mér í tíma og ótíma
til þess eins að gera mér bilt við. Svo var það
eftir hádegi á annaðhvort afar heitum eða frek-
ar köldum degi að Toinette kom til mín hvar ég
sat á kaffihúsinu með vatnsglasið mitt. Ég var
giftur Toinette. Hún bað mig um peninga.
„Ég þarf að kaupa ýmislegt til heimilisins,“
sagði hún.
„Fínt,“ svaraði ég og gaukaði að henni vænni
fúlgu, hún kyssti mig eða ég hana. Hélt svo
áfram að drekka rauðvín með hinum. Toinette
hvarf á braut og ég þóttist heyra þegar hvítur
Volvoinn okkar rann af stað út úr portinu á bak-
við kaffihúsið. Portinu sem vissi að kirkjunni
þar sem Þjóðverjarnir skutu andspyrnumenn-
ina um vorið þegar rigndi sem mest (eftir því
sem gömlu mennirnir sögðu, því hvað veit ég
um það?).
Svo komu spurningarnar. Gömul kona vildi
að ég segði þeim frá Íslandi, Reykjavík í það
minnsta. Nei ekki ég. Ég segi engum neitt, mér
lætur betur að hlusta á vini mína. Hlusta á aðra,
hlusta og reyna að skynja hvort ég eigi ekki
nokkra von, hvort ekki sé bati í nánd, hvort ekki
sé líkn að finna. En ég segi engum neitt. Ég hef
heitið því að tala ekki af mér, vera öllum trúr.
Klukkan var orðin sjö. Hún kom inn döpur á
svip og bað mig koma, ég fylgdi henni. Við fór-
um þó hvergi. Þá kom hann í svörtum klæðum
og sagði mér sömu tíðindin og hún. Rauðvíns-
glösin í mistrinu full af vatni. Eða hvað? Ég
spurði eins og kjáni um líf eftir dauðann, dag
eftir nótt, Jesú eftir Krist. Presturinn kom á
óvart og spurði mig hvort ekki kæmi Kristur á
eftir Jesú. Ég hló. Góði guð hjálpaðu mér að
búa litlu börnin mín undir lífið. Og Lífið.
Sólin brotnaði í rauðu víninu sem reis alls
staðar í kringum mig. Gamla fólkið var ánægt
þann dag. Ánægt með sitt, þann dag var rauð-
vínið í glösunum til þess að drekka það til heið-
urs Joe sem var að hætta. Sumir voru á förum,
aðrir rétt komnir. Það var samt sama hvert litið
var, hamingjan hafði haldið innreið sína. Úti
var hamingjusamt torgið með heitum steinum
og einhverju sem ég hafði svikið haustið sem
járnbrautarlestin hætti að stansa í þorpinu,
haustið sem rithöfundurinn flutti til Parísar.
Þá var það að Lucian kom hlaupandi inn –
hann hrópaði og kallaði – það hafði eitthvað
voðalegt átt sér stað.
Nú er tæpt ár frá því dætur mínar brunnu
inni á leikskólanum. Eða brunnu þær aldrei
inni? Ég athugaði það aldrei. Fannst mér ekki
koma það við. Ekki þá. Toinette gengur frá því
hugsaði ég. Átti ég dætur? Hafði ég einhvern
tíma átt dætur?
Ég er enn feigari en áður, meinið vex. Ég hlæ
stundum með sjálfum mér, græt svo lítið eitt.
Sjálfsvorkunn. Þær verða allar hjá mér þegar
ég kem þangað yfir, verð aldrei einn eins og áð-
ur en ég fann kaffihúsið mitt með vatnsglös-
unum. Kaffihúsið við torg svikanna.
RAUÐVÍN Í
VATNSGLASI
Höfundur er bókmenntafræðingur.
„Í mörg ár hafði ég setið á þessu kaffihúsi, bara setið meðal gamalla Fransmanna, karla og
kvenna, sem drukku rauðvín úr vatnsglösum.“
E F T I R G U Ð M U N D B RY N J Ó L F S S O N
SMÁSAGA
Teikning/Andrés.
ÁRIÐ 1962, nálægt jólum, fór ég á tónleika í
Þjóðleikhúsinu og man þá enn eins og gerst hafi
í gær. Að sönnu var efnisskráin falleg: Moz-
artsónatan í D-dúr KV 311, Sónatan nr. 6 eftir
Prokofieff og allar Etýðurnar tólf opus 25 eftir
Fr. Chopin. Píanistinn Vladimar Ashkenazy hér
í fyrsta sinn. Það var fullt hús og það ríkti eft-
irvænting. Þessir tónleikar sitja enn í sálinni þó
að tíminn fljúgi hjá. – Hjartans þökk, þó að seint
sé!
„Heimsóknir“ þínar eru margar á þeim rúm-
lega fjörutíu árum sem liðin eru og þakkarefnin
mörg! Ég set heimsóknir í gæsalappir, þú varst
snemma tekinn í fjölskylduna, réttnefndur
tengdasonur Íslands í bestu og einlægustu
merkingu.
Ég var hugsi yfir þessu á leiðinni í Háskólabíó
á dögunum en erindið þangað var að hlusta á
Stríðssálumessu Brittens í flutningi þínum og
þinna 9. maí síðastliðinn. Þetta stórbrotna verk
Brittens ómaði þetta kvöld í fyrsta sinn á Ís-
landi. Flutningurinn var eftirminnilegur. Hvað
sem réð þá var tímasetningin eftirtektarverð.
Heimurinn er stöðugt minntur á það hve ógn
styrjalda er nálæg. Hér mætti skrifa langt mál
og textinn gæti farið um víðan völl.
Listahátíð er hér haldin annað hvert ár, ekki
er þinn þáttur í tilurð hennar lítill og nú er í um-
ræðunni að halda hana árlega. Erlendir gestir,
tónlistarmenn í fremstu röð, hafa fjölmargir lát-
ið í sér heyra hér á landi fyrir þín orð, miðlað
okkur af list sinni þrátt fyrir óboðlegar aðstæð-
ur. Þú hefur með fjölþættum störfum þínum
rennt mikilvægum stoðum undir tónlistarlífið í
landinu. Fyrir allt þetta ber að þakka. Leyfist
mér að þakka alveg sérstaklega þau lóð sem þú
hefur lagt á vogarskálarnar í umræðunni um
byggingu tónlistarhúss á Íslandi. Með tónlistar-
húsið sem hvata og markmið hefur þú með tón-
leikum hérlendis og erlendis og með ráðgjöf og
tilmælum unnið tónlistarhúsinu brautargengi.
Ég fyrir hönd eyjarskeggja bið þig afsökunar á
þeim aðbúnaði sem tónlistinni er boðinn og þeim
óútskýranlega seinagangi við uppbyggingu hér
heima fyrir. Um tónlistarhúsið er búið að setja
saman margar nefndir og ráð sem flestar hafa
haft hljótt um sig a.m.k. opinberlega. Það hefur
reynst erfitt að raska ró þeirra eða svo virðist,
ekki svara þær óskum um opna umræðu.
Mér skilst að þó að ótrúlegt sé hafi umræða
um Tónlistarhúsið á Alþingi Íslendinga á liðnum
árum verið nánast engin. Það er ekki í samræmi
við umræðuna í þjóðfélaginu um málið. Ekki er
þörf á að endurtaka í bréfi til þín hve brýnt tón-
listarhúsmálið er, eða velta upp spurningum er
leitt gætu til skýringa á seinaganginum. Á tíma-
bili var mjög á reiki hvort væntanlegt hús ætti
að verða ráðstefnu- og tónlistarhús eða tónlist-
ar- og ráðstefnuhús. Nú rísa hótel og ráðstefnu-
salir um allt í Reykjavík.
Í stuttu en ágætu viðtali við þig „Menning er
ekki lúxus“ í Fréttablaðinu 10. maí 2003 ertu
spurður um hvað þér finnist um það hvort ópera
eigi að vera í húsinu eða ekki.
Þú segir m.a.:
„Veistu, það er hægt að leysa það mál á
tveimur dögum. Þeir sem ætla að nota húsið,
bæði óperu- og konsertfólkið, getur sem hægast
sest niður og rætt þessi mál og komist einfald-
lega að því hvað það kostar. Ef þetta verður
margnota hús með aðstöðu fyrir óperusýningar
kostar það svo og svo mikið. En ef það á að reisa
sérstakt óperuhús eða fá óperunni hluta hússins
til afnota, þá kostar það eitthvað ákveðið líka.
Svo er bara að taka ákvörðun. Tafirnar á bygg-
ingu tónlistarhússins hafa ekkert með þessar
deilur að gera. Tafirnar má rekja til stjórnvalda
og peningamálanna.“
Ég tek undir hvert orð sem eftir þér er haft í
viðtalinu og undrast þetta slen. Hið mikilvæg-
asta miðað við íslenskar aðstæður er að aðstaða
til tónlistarflutnings verði leyst í heild, með víð-
sýni. Ég er þeirrar skoðunar að leysa þurfi að-
stöðu til óperuflutnings í landinu, sem einnig er
vægast sagt slæm, um leið og ákvarðanir eru
teknar um endanlega gerð tónlistarhússins.
Annars verður óperuflutningi á Íslandi siglt í
strand til frambúðar. Þetta er svo mikilvægt að
ekki má undir höfuð leggjast að leysa það.
Á liðnum árum er búið að glata mörgum tæki-
færum þar sem hefði mátt leysa þessi mál.
Spyrja má:
Af hverju var ekki byggt yfir Sinfóníuhljóm-
sveitina í tengslum við Ríkisútvarpið?
Af hverju var ekki reistur kammersalur við
Norræna húsið?
Af hverju var ekki aðstaða til óperuflutnings
leystur þegar Borgarleikhúsið var byggt? – ég
gæti nefnt ýmislegt fleira.
Hvað veldur? Spyr sá er ekki veit.
Skortur á peningum?
Skortur á víðsýni?
Vanmat á stöðu tónlistarlífsins í landinu?
Skortur á „tónmennt“ landans og þar með
rangt mat á gildi tónlistar í lífi manna?
Ætli slæm staða tónmenntakennslu í grunn-
skólum landsins eigi sök? – ég veit ekki en ég
veit að það eru margir í landinu
sem aldrei hafa farið yfir strætið „tónlist“ á
allri sinni skólagöngu!
Við búum hins vegar við myndarlegan rekst-
ur tónlistarskólanna en þeir eru um áttatíu tals-
ins með 12–15 þúsund nemendum. Nemendur
fá síðan úrvals fyrirgreiðslu í formi námslána til
framhaldsnáms erlendis og er það vel. Því ber
að þakka það að við eigum nú góðan hóp tónlist-
arfólks af öllu tagi; söngvara, hljóðfæraleikara,
tónskáld og fræðimenn sem þjóðin er stolt af.
Á þeim dögum sem Britten ómaði í Háskóla-
bíói var Verdi Requiem flutt með glæsibrag á
Akureyri með fullskipaðri hljómsveit, kór og
einsöngvurum við ennþá ömurlegri skilyrði en í
Háskólabíói. Til hátíðabrigða er þjóðinni beint í
Laugardalshöllina á tónleika! Ég persónulega
gerði það samkomulag við sjálfan mig fyrir all-
löngu að fara aldrei oftar á tónleika þar og líður
betur.
Ég las athyglisverða grein í blaði sem datt inn
um bréfalúguna hjá mér á dögunum. Þar var
viðtal við mann úr forystusveit Kópavogs,
Gunnar I. Birgisson. Þar segir hann:
„Mér finnst þetta endalausa jarm í Reykjavík
um Tónlistarhúsið alveg með ólíkindum. Þeir
virðast aldrei ætla að hafa þetta í gang! Við er-
um fimm sinnum færri í Kópavogi en þeir og ég
skil ekki af hverju í ósköpunum þeir geta ekki
smellt þessu upp, ég átta mig ekki á því! Reyk-
víkingar eru búnir að fá loforð um fjárveitingu
frá ríkinu en það er alltaf verið að fresta og spá í
teikningar og fresta og skipta um staði, maður
er eiginlega hættur að taka mark á þessu. Við
erum búnir að byggja glæsilegan 300 manna
tónlistarsal, sem er hér í Kópavogi.“
Við þetta bætist og gerir málið sérstakt og
umhugsunarvert að Gunnar I. Birgisson var
þegar þetta er skrifað formaður menningar-
málanefndar Alþingis og ætti því að vita allt um
framgang og stöðu mála um byggingu tónlistar-
húss.
Gunnar I. Birgisson er í framvarðarsveit
þeirrar bæjarstjórnar sem lét sig muna á lands-
vísu um byggingu húss til flutnings tónlistar á
Íslandi. Salurinn í Kópavogi er þeirra verk! Ég
verð var við að landsmenn eru stoltir af þessum
vel heppnaða sal og þeirri starfsemi sem þar fer
fram.
Það tók þá í Kópavogi eitt ár að koma Tónlist-
arhúsi Kópavogs upp án fjármagns frá ríkinu og
þeir gera betur í Kópavogi því þeir standa á bak
við myndarlegt tónleikahald í Salnum sem önn-
ur sveitarfélög ættu að taka sér til fyrirmyndar.
Tónlistarkólinn í bænum er í sama húsi.
Þú þekkir Salinn í Kópavogi af eigin raun.
Þar eru haldnir 130–150 tónleikar á ári auk
funda og ráðstefna af ýmsu tagi. Salurinn er lýs-
andi dæmi um hvað hægt er að gera ef vilji er
fyrir hendi. Hann var vígður í ársbyrjun 1999.
Ég undraðist þá að ráðamenn skyldu ekki nota
árið 2000 til að hefjast handa við byggingu tón-
listarhússins stóra. Ýmsar fálmkenndar yfirlýs-
ingar voru í gangi og tóku kipp um það leyti en
ennþá er frestað, saltað og geymt. Tónlistar-
húsið kemur, ég trúi því, en hvenær? Við vitum
báðir að árið 3000 kemur.
OPIÐ BRÉF TIL VLADIMIRS ASHKENAZYS
Höfundur er tónlistarmaður.
E F T I R
J Ó N A S I N G I M U N D A R S O N