Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.2003, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.2003, Page 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 24. MAÍ 2003 9 Eitt af verkum Þórs Vigfússonar í húsi Orkuveitu Reykjavíkur. Nýjasta mynd Kristjáns Davíðssonar, máluð á þessu ári. SÝNING Kristjáns Davíðssonar og Þórs Vigfússonar er sú fyrsta í nýju húsnæði Listasafns Árnesinga sem er nú til húsa þar sem Listaskálinn í Hveragerði var áð- ur. Það var Einar Hákonarson listmálari sem reisti Listaskálann árið 1996 en hann var vígður í júlímánuði árið 1997. Einar rak skálann um skeið með sérstakri áherslu á málverkasýningar en hann hef- ur staðið nánast ónotaður í tvö ár. Listasafn Árnesinga var áður til húsa við Tryggvagötu á Selfossi. Listasafnið er sjálfstæð stofnun í eigu og umsjá Héraðs- nefndar Árnesinga sem felur stjórn safns- ins meðferð mála þess. Samkvæmt stofn- skrá safnsins er hlutverk þess að hafa safnið opið almenningi, gæta þeirra lista- verka sem Árnesingum hafa verið gefin og að sinna menningar- og fræðslu- starfsemi. Stofninn að Listasafni Árnesinga er gjöf Bjarnveigar Bjarnadóttur (1907– 1933) og sona hennar Bjarna og Lofts Jó- hannessona. Gjöfin telur 73 verk eftir marga þekkta listamenn en umtalsverður hluti er eftir frænda Bjarnveigar, Ásgrím Jónsson listmálara. Hann fæddist í Rúts- staðahjáleigu í Gaulverjahreppi árið 1876 og dó árið 1958. Að svo stöddu var ákveð- ið að hreyfa ekki við safneigninni vegna röskunar og ryks í húsinu, en seinna í sumar verður unnið að uppsetningu sýn- ingar með verkum úr safneign. Listasafn Árnesinga varðveitir einnig allsérstætt tréskurðarsafn Halldórs Ein- arssonar (1893–1977) frá Brandshúsum í Gaulverjabæjarhreppi er hann gaf til minningar um foreldra sína. Markmiðum safnsins er skipt í fjögur svið: Safnasvið, fræðslusvið, myndlistar- svið og hönnunarsvið. Stefna safnsins er að sinna menningarmálum á framsækinn hátt en jafnframt að höfða til sem flestra. LISTA- SAFN ÁRNES- INGA

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.