Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.2003, Page 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 7. JÚNÍ 2003
BRESKI rithöfundurinn Fay
Weldon, sem efalítið er hvað
þekktust fyrir sögu sína Ævi og
ástir kven-
djöfuls, sendi
nýlega frá
sér bókina
Auto da Fay
sem byggist á
minningum
rithöfund-
arins sjálfs.
Ekki er þó
beinlínis um
ævisögu að
ræða heldur valda kafla úr sögu
Weldon, þar til hún, á fertugs-
aldri, skilar af sér handritinu að
sjónvarpsleikriti sem markar
upphafið að velgengni hennar.
Að sögn gagnrýnanda New
York Times eru skrif Weldon
um margt bæði ómild og skorð-
uð, þó glóðin í skrifum höfundar
nái vissulega að halda lesendum
við efnið.
Bestu vinir Bergers
THOMAS Berger sendi nýlega
frá sér sína 22. skáldsögu sem
fengið hefur góð viðbrögð gagn-
rýnenda og
er jafnvel tal-
in í hópi hans
bestu verka.
Bókin nefnist
Best Friends,
eða Bestu
vinir, og líkt
og Berger er
von og vísa er
sagan eins
konar harm-
leikskómedía þar sem höfundur
leikur sér með mýtuna um líf
samtímamannsins.
Best Friends, er líkt og heiti
bókarinnar, byggð upp í mörg-
um lögum og breytist skilningur
lesenda á hugtaki titilsins í sam-
ræmi við kynni þeirra af ást-
arþríhyrningnum sem sagan
fjallar um.
Ungfrú óvenjuleg
BÓK sænska rithöfundarins og
teiknarans Johanna Rubin
Dranger hefur notið mikilla vin-
sælda í Evrópu undanfarið.
Bókin nefnist Miss Remarkable
and Her Career, sem útleggja
mætti sem Ungfrú óvenjuleg og
starfsframi hennar.
Um er að ræða myndskreytta
svarta kómedíu og Miss Re-
markable and Her Career verið
lýst sem eins konar andsvari við
Bridget Jones. Á meðan Bridget
drekkir hins vegar sorgum sín-
um í ís og dagbókarskrifum sem
einkennast af sjálfsvorkunn
berst ungfrú óvenjuleg við öllu
alvarlegri málefni á borð við
þunglyndi og kröfuharða for-
eldra.
Óvæntur Orange-
verðlaunahafi
BANDARÍSKI rithöfundurinn
Valerie Martin hlaut Orange-
verðlaunin fyrir bestu skáld-
sögu sem
skrifuð var af
konu, að því
er tilkynnt
var í vikunni.
Valið þótti
nokkuð
óvænt, en
Martin skaut
þar höf-
undum á borð
við Zadie Smith og Donnu Tartt
ref fyrir rass.
Bók Martin nefnist Property,
eða Eignin, og segir frá eig-
inkonu sykurreyrsplantekru-
eiganda í New Orleans, sem
bölvar mikið þeim fjötrum sem
heimilislífið leggur á hana.
ERLENDAR
BÆKUR
Minningar
Fay Weldon
Thomas Berger
Fay Weldon
Valerie Martin
H
UGKVÆMUR innflytjandi
getnaðarvarna hefur tekið
upp á þeirri nýbreytni að
auglýsa tiltekið vörumerki í
dagblöðum og tímaritum með
teikningum af „stellingu
dagsins“. Herferðinni er
meðal annars fylgt eftir með
útvarpsauglýsingum þar sem ástsæll leikari lýs-
ir ítarlega hvernig karl og kona eigi að koma sér
í stellingu dagsins. Hann mælir jafnvel með tón-
list við hæfi og gefur til kynna æskilegan takt
með því að lesa orðin „upp og niður“ af vaxandi
ákafa áður en fram kemur hvaða smokkategund
býður upp á stellingu dagsins. Þriggja ára dóttir
mín hlustaði hugfangin á slíka lýsingu á „sleða-
stellingunni“ fyrr í þessari viku en er líklega
enn að furða sig á hversu hratt ætlast var til að
fólkið færi „upp og niður“ sleðabrekkuna.
Vafalítið eiga þessar auglýsingar eftir að
vekja tilætlað fjaðrafok – hneykslun í lesenda-
bréfum, kaldhæðnislegan Lesbókarpistil, húm-
orslausa ályktun í útvarpsráði, jafnvel umræður
í sjónvarpi um áframhaldandi klámvæðingu
samfélagsins. Innan fárra vikna mun smokka-
innflytjandinn sjá vörumerki sínu borgið í bili
og láta deigan síga.
En það er líka hugsanlegt að framtak hans
komi af stað viðameiri Kama Sutra-bylgju sem
farið gæti um íslenskt samfélag í sumar eins og
dásamlega langdreginn vellíðunarskjálfti. Áður
en við vitum af hafa atvinnulausir háskólanemar
opnað vefinn www.stelling.is í von um að sala
auglýsinga dekki kostnaðinn. Hugsanlega sjá
símafyrirtækin vit í því að bjóða viðskiptavinum
sínum að fá send skilaboð með lýsingu á spenn-
andi stellingum ásamt viðeigandi hringitónum.
Unglingaþáttur í sjónvarpi efnir til samkeppni
um listrænustu stellingar sumarsins og fer loka-
keppnin fram með pompi og pragt á ylströnd-
inni í Nauthólsvík. Prentmiðlarnir láta ekki sitt
eftir liggja heldur yfirheyra landsþekkta ein-
staklinga um eftirlætisstellingarnar (sbr.
„Gæludýrið mitt“). Framtakssamir hjúkrunar-
fræðingar auglýsa námskeið í „Hjálp í stell-
ingum“. Glanstímarit fá stjörnufræðinga til að
lýsa þeim stellingum sem eiga best við pör úr
ólíkum stjörnumerkjum og í einu þeirra birtist
umdeilt viðtal við nýkjörinn þingmann undir yf-
irskriftinni „Set mig aldrei í stellingar“. Les-
endur verða fyrir vonbrigðum þegar í ljós kem-
ur að viðtalið fjallar ekkert um einkalíf
viðkomandi heldur aðeins pólitík og Evrópu-
sambandið.
Þannig tifar tíminn frá okkur, í hröðum takti,
fram eftir sumri. Við vöknum andstutt upp við
að það er komið haust, heimsóknum á
www.stelling.is fer hríðfækkandi, sala á verjum
dregst aftur saman.
Um nokkra daga skeið er eins og allur vindur
sé úr íslensku þjóðinni.
En þá birtast hvít segl úti við sjóndeildar-
hringinn, ný og spennandi málefni sem kalla á
óskipta athygli íslenskra fjölmiðla. Og við verð-
um þá vafalítið tilbúin að setja okkur í nýjar
stellingar.
NÝJAR STELLINGAR
Vafalítið eiga þessar auglýs-
ingar eftir að vekja tilætlað
fjaðrafok – hneykslun í les-
endabréfum, kaldhæðnislegan
Lesbókarpistil, húmorslausa
ályktun í útvarpsráði, jafnvel
umræður í sjónvarpi um
áframhaldandi klámvæðingu
samfélagsins.
J Ó N K A R L H E L G A S O N
LJÓST er að pólitísk stefnumótun á
sveitarstjórnarstiginu hefur mikil
áhrif – ekki síður en stefnumótun
stjórnvalda á landsvísu og hægt er
að benda á nokkra þætti í þessum
kafla sem hafa samhljóm með hik-
andi velferðarstefnu – skilyrtri vel-
ferð. Þar má nefna lága framfærslu-
styrki sem duga ekki fyrir
lágmarksútgjöldum og einnig tak-
markaðan stuðning við börn í fátækt-
araðstæðum. Þetta er sú umgjörð
sem velferðarkerfið á Íslandi skapar
fólki og börnum þess sem kippt er út
af vinnumarkaði vegna veikinda, ör-
orku, atvinnuleysis og lágra tekna,
og hvað sárast er þessu fólki að
horfa upp á börn sín sitja stöðugt hjá
og koðna niður í depurð og vonleysi.
Þannig sprettur fram hin dulda fé-
lagsgerð borgarsamfélagsins.
Harpa Njálsdóttir
Fátækt á Íslandi við
upphaf nýrrar aldar. 2003.
Fabúlan, lögmál
frásagnarinnar
Eins og fram kom í grein minni í
Skírni, „Fanggæslu vanans“ er engu
líkara en að margir sagnfræðingar
hafi tekið Jón Prímus trúanlegan þeg-
ar hann svarar Umba með þeim orð-
um að „eftilvill komist maður næst
sköpun heimsins í stærðfræðiform-
úlum,“ því þangað hefur sagnfræðin
sveigst á síðustu áratugum tuttugustu
aldar. Ég hygg að tilraunir sagn-
fræðinga til að reikna söguna niður í
formúlur hafi haft ófyrirsjáanlegar
afleiðingar fyrir hugvísindi. Séra Jón
Prímus viðurkenndi hins vegar hreint
út að hann kynni ekki stærðfræði.
Séra Jón vissi hvað hann söng enda
hafði hann numið sagnfræði í sex ár
í Þýskalandi áður en hann fór að
gera við á guðsvegum. Ætli megi
ekki segja að einsögumenn um heim
allan hafi flykkt sér undir merki Séra
Jóns Prímusar þegar þeir jörðuðu
meðalmann lýðfræðinnar við hátíð-
lega athöfn og tóku til við að vinna út
frá lögmálum frásagnarinnar,
„fabúlunni“.
Sigurður Gylfi Magnússon
Að stíga tvisvar í sama strauminn.
Skírnir vor 2003.
Brú milli tveggja stranda
Jóhannes úr Kötlum er það íslenzkt
skáld, sem stendur traustustum fótum
í hvorri ljóðhefðinni um sig, þeirri,
sem skáld nútímans erfðu frá fyrri
kynslóðum, og hinni, sem þau skópu
sjálf. Það er honum að þakka að
verulegu leyti, að hér hefur ekki orð-
ið bylting í ljóðagerð á þessum
mannsaldri, heldur breyting. Hann
hefur verið brú milli tveggja stranda,
tvennra tíma. Hann hefur átt drjúgan
þátt í því að tengja fortíð og nútíð og
leggja með því traustan grundvöll að
framtíð íslenzkrar ljóðagerðar.
Gylfi Þ. Gíslason
Minni um nokkra
íslenska listamenn. 2003.
Morgunblaðið/RAX
SAMHLJÓMUR HIKANDI
VELFERÐARSTEFNU
Fuglar himinsins.
I Ólafur Elíasson, sem tekur þátt í Feneyjatvíær-ingnum fyrir hönd Danmerkur innan skamms,
segir í viðtali í Lesbók í dag að merkja megi nýja
strauma í myndlist samtímans.
„Ég held [...] að mín kynslóð listamanna hafi
unnið með það hvernig við sjáum okkar innri ver-
und, hvernig við sjáum okkur sjálf og hvernig við
sjáum okkur í samfélaginu – í staðinn fyrir að
skoða bara samfélagið og vera um leið táknmynd
þess. Að mínu mati felur þema tvíæringsins núna
það líka í sér að listin er ekki lengur táknræn fyrir
samfélagið; hún er í samfélaginu. Og jafnframt að
áhorfandinn eða fólkið getur stigið eitt skref til
baka til að virða samfélagið fyrir sér og stigið svo
aftur inn í það. Um þessar mundir liggur hin tákn-
ræna virkni því hjá fólkinu en ekki samfélaginu.“
Ólafur vekur jafnframt athygli á hugmynda-
fræðilegum straumhvörfum er tengjast skilgrein-
ingum á sjálfsmyndinni og hugmyndum um útópíu
og segir að þó breytingar hafi orðið síðastliðin
hundrað ár sé „„andhverfan“ enn til staðar, en að
mínu mati snýst hún ekki um ytri áform lengur,
heldur innri áform.“
„Ég vildi gefa mynd af því hversu fjölhæfur Jónas
var og valdi til þýðingar ólíkar birtingarmyndir
ljóðagerðar hans, dæmi um prósaskrif hans og
nokkrar af hans eigin þýðingum á þýskum og
dönskum skáldskap. Þar sem náttúruvísindin voru
stór þáttur í ævistarfi Jónasar, læt ég fylgja þýð-
ingar á ritgerðum er hann vann á sviði jarð- og
landfræði og fjalla nokkuð um þann þátt í ævi
hans í inngangskaflanum.“
IIÞannig mælist Dick Ringler sem hefur lagt sigeftir þýðingum og rannsóknum á verkum Jón-
asar Hallgrímssonar um árabil. Íslendingar hafa
allar götur verið sannfærðir um snilld Jónasar en
útlendir unnendur ljóðlistar hafa til þessa að
mestu farið á mis við þennan ljóðsnilling 19. ald-
ar. Ekki þarf að efast um að Jónas stendur þægi-
lega jafnfætis þeim stóru evrópsku ljóðskáldum
rómantísku sem hvað mest er haldið á lofti og hef-
ur helst skort á aðgengið að list hans.
Vandi íslenskra bókmennta fyrr og síðar við að
ná eyrum og augum umheimsins hefur ávallt verið
fólgin í tungumálinu og skorti á góðum þýðingum.
Það er því full ástæða til að taka því fagnandi þeg-
ar erlendur fræðimaður tekur slíku ástfóstri við
höfuðskáldið að hann gerir það aðgengilegt ensku-
mælandi fólki án þess að slá af fræðilegum kröfum
um framsetningu.
III Enginn er spámaður í sínu föðurlandi ergömul og oft kveðin vísa. Einar Pálsson fræði-
maður mátti reyna sannleiksgildi þeirrar kenn-
ingar á eigin skinni þar sem hann kom nær ávallt
að luktum dyrum íslenskra fræðimanna er hann
vildi kynna rannsóknir sínar á miðaldafræðum.
Sannarlega fór hann aðrar leiðir en hefðbundnar
en hið stóra ritverk hans Rætur íslenskrar menn-
ingar á vafalaust eftir að finna sér fylgjendur um
langa hríð. Pétur Halldórsson myndlistarmaður
hefur um árabil kynnt sér rannsóknir Einars og
hefur nú á prjónunum vinnslu margmiðlunar-
verks um kenningar hans þar sem saman fari bók
og myndrænar skýringar á kenningunum um upp-
runa íslenskrar menningar og tengslum hennar
við forn trúarbrögð og menningu annars staðar í
veröldinni.
FJÖLMIÐLAR
NEÐANMÁLS