Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.2003, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.2003, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 7. JÚNÍ 2003 7 fyrst á Íslandi hafi honum orðið ljóst hversu mikilvægur Jónas Hallgrímsson var í hugum almennings, þannig hafi hann kynnst ljóðum Jónasar áður en hann skildi íslensku þegar eiginkona skólastjórans að Hólum las þau upp fyrir hann. „Ég náði einnig á band ljóðaflutn- ingi séra Helga Tryggvasonar sem þjónaði þetta sumar á Miklabæ í Skagafirði. Hann hafði mikið yndi af því að þylja kveðskap Jón- asar fyrir mig og er mér það einkar minn- isstætt þegar hann ók mér eitt sinn til Reykja- víkur og þuldi ljóðin alla leiðina. Hann átti það til að líta af veginum og sleppa báðum höndum af stýri á þeim stöðum sem flutningurinn krafðist mikilla tilþrifa. Ég varð mjög skelk- aður á köflum, enda var það reynsla út af fyrir sig fyrir útlending að aka eftir íslenskum sveitavegum á þessum tíma,“ segir Ringler og skellihlær. Skáldið og vísindamaðurinn – Af fyrirlestrum sem þú hefur haldið í tengslum við útgáfu bókarinnar má skilja að þú hafir ferðast mjög víða um Ísland, m.a. um slóðir Jónasar Hallgrímssonar. Hefur þessi víðförli komið þér að gagni við þýðingarstörf- in? „Ég hef alltaf reynt að ferðast eftir megni um landið, allt frá því að við fjölskyldan kom- um fyrst til Íslands. Það var spennandi að ferðast um landið í gamla daga, þá var vega- kerfið frumstæðara og staðir eins og Hvera- vellir mun einangraðri en þeir eru nú og minni ummerki ferðamennsku. Undanfarin 10 til 15 ár hef ég hins vegar ferðast markvisst um þá staði sem Jónas Hallgrímsson dvaldist á eða orti um. Mér fannst það mikilvægt þar sem að ríkur hluti af skáldskap Jónasar tengist stöð- um og landslagi. Vart hefði t.d. verið hægt að þýða ljóðin úr ljóðaflokknum Annes og eyjar án þess að hafa komið á þá staði sem ort er um og skynja andrúmsloft þeirra. Mikilvægur þáttur í þessum ljóðum er samspil persóna ljóðanna og landslagsins sem þær eru staddar í og er á stundum líkt og andrúmsloft stað- arins þröngvi sér inn í sálarlíf persónanna.“ Ringler bætir því við að vettvangsferðir á þá staði sem Jónas yrkir um hafi veitt honum nauðsynlegt öryggi við þýðingarstarfið. „Kröfur um rím og stuðlasetningu kalla oft á ákveðnar aðlaganir og breytingar í þýðingu. Í ljóðinu Ólafsvíkurenni koma til dæmis fyrir orð eins og flæði, flúðir og gráð („Riðum við fram um flæði / flúðar á milli og gráðs“), orð sem eru einfaldlega ekki til í ensku. Þetta þýddi ég á þessa leið; „The glad sun gleamed in the shallows / as we galloped along the sand“, en til þess að geta notað orð eins og „sandur“ í þýðingunni varð ég auðvitað að ganga úr skugga um að það væri sandströnd undir Ólafsvíkurenni!“ Ringler bendir á að í skilningi á Jónasi Hall- grímssyni sem skáldi og vísindamanni sé að finna mikilvægan túlkunargrundvöll fyrir skáldskap hans. „Líkt og Páll Valsson bendir á í ævisögu sinni um skáldið, var Jónas Hall- grímsson eftir það nám sem hann sótti á sviði náttúruvísinda við Kaupmannahafnarháskóla, án efa einn lærðasti náttúruvísindamaður síns tíma á Íslandi. Þá þekkingu vann hann með á margbreytilegan hátt í ljóðum þar sem lands- lagið er umfjöllunarefni eða sögusvið. Í ljóðum á borð við Fjallið Skjaldbreiður vinnur Jónas úr jarðfræðilegri þekkingu sinni og spannar ljóðið allt frá jarðfræðilegri sögu landslagsins, til þeirra sögulegu viðburða sem urðu er Al- þingi var stofnað. Þannig fléttar Jónas saman umfjöllun um fegurð og margbreytileika landsins, sögulegum arfi þjóðarinnar og sjálf- stæðisvitund. Gunnarshólmi er annað sterkt dæmi um hvernig Jónas vinnur með lands- lagið, en þar notar hann stórbrotnar og ít- arlegar landslagslýsingar til þess að íhuga spurninguna um hvort Gunnar hafi hætt við að fara utan vegna ástar á landinu. Jónas hafði djúpstæða þekkingu á náttúru landsins og hafði hæfileika til þess að setja þá þekkingu fram á myndrænan og ljóðrænan hátt. Þetta er mjög skipulega og nákvæmnislega unnið hjá Jónasi og ein ástæða þess að ekki er annað hægt en að gæta fyllstu nákvæmni við þýð- ingar á ljóðum hans.“ Hinn persónulegi Jónas – Þú segir í inngangi að ljóðaþýðingunum að þó svo að staða Jónasar sem þjóðskálds sé óumdeild, sé skáldskapur hans alls ekki bund- inn við þjóðleg viðfangsefni. „Jónas var tvímælalaust ættjarðarskáld, sem hafði með skáldskap sínum og öðrum störfum áhrif á þjóðernisvakningu Íslendinga. En skáldskapur hans takmarkast alls ekki við það hlutverk og hefur víðari skírskotanir. Ein af sterkari hliðum skáldskapargáfu hans birt- ist í áhrifamiklum ljóðrænum kveðskap, þar sem tjáðar eru tilvistarlegar efasemdir varð- andi stöðu mannsins í alheiminum,“ segir Ringler. „Eitt af því sem gerir Jónas svo áhugaverðan er hvernig hann tvinnaði saman þjóðlegan arf og samtímastrauma. Hann var ákaflega vel að sér í bókmenntahefð eigin þjóðar, allt frá fornsögum og kvæðum til al- þýðusagna og ljóðlistar forvera sinna, á borð við Eggert Ólafsson og Bjarna Thorarensen. Þá fylgdist hann vel með samtímastraumum í evrópskum bókmenntum og þekkti klassísku hefðina vel. Fjölbreytileg notkun Jónasar á ljóðformum eru dæmi um breiddina í hefð- arúrvinnslu hans. Þannig vann Jónas bæði með forna íslenska bragarhætti og kynnti bragarhætti úr evrópskri bókmenntahefð inn í íslenskar bókmenntir. Þýðingar Jónasar á verkum eftir þýsk ljóðskáld sýna glöggt hvernig hann vann, en verkin staðfærði hann gjarnan og endurskapaði m.t.t. forms og hefð- ar. Ég læt nokkrar af þýðingum Jónasar fylgja í mínu þýðingasafni til að sýna fram á þessa aðferðafræði hans.“ Ringler segir að ef litið er á feril Jónasar í heild megi sjá hvernig hann hneigðist í átt til huglægari skáldskapar eftir því sem leið á hans stuttu ævi. „Skáldskaparhæfileikar Jón- asar urðu þróaðri eftir því sem leið á feril hans og áhugasvið hans breikkaði. Ég held að vax- andi heilsufarsvandamál og vonbrigði er vörð- uðu starfsframa hans, hafi haft þau áhrif að ljóð hans urðu innhverfari og bölsýnni. Ég tel að efahyggja í trúmálum hafi sótt mjög á Jón- as líkt og reyndin var með svo marga 19. aldar menntamenn, ekki síst þá sem fengust við vís- indi.“ Þegar Ringler er spurður hvort hann eigi sér uppáhaldsljóð eftir Jónas, segist hann hrífast mest af hinum huglægari skáldskap Jónasar. „Ættjarðarljóð á borð við Ísland, Gunnarshólmi og Fjallið Skjaldbreiður eru öll stórbrotin verk og þungvæg og skipa mikil- vægan sess í menningarlegri og pólitískri sögu Íslands. Ég held engu að síður að ætt- jarðarskáldskapur hljóti ávallt að höfða fyrst og fremst til íbúa þess lands sem skáldið yrkir um og að huglægari verk skáldsins séu líklegri til að vekja áhuga lesenda annars staðar frá. Ég verð að játa að það er hinn persónulegi skáldskapur Jónasar, s.s. Ferðalok og ljóðin í bálknum Annes og eyjar, sem hafa heillað mig mest. Ég held að ef verk Jónasar eiga eftir að vekja athygli meðal enskumælandi lesenda, þá eigi hinn persónulegi skáldskapur eftir að höfða meira til þeirra.“ –Telur þú að ættjarðarskáldskapur Jónasar Hallgrímssonar hafi verið metinn umfram hinn persónulegri skáldskap hans? „Já, ég held það. Ef litið er á hvaða ljóð eftir Jónas hafa verið valin í ljóðasöfn og leshefti fyrir grunn- og framhaldsskóla, má sjá hversu áberandi ættjarðarljóðin eru þar. Þó svo að Ferðalok og Stökur séu venjulega meðtalin, muntu ekki sjá ljóð á borð við þau sem er að finna í Annes og eyjar bálknum, eða persónu- legan kveðskap Jónasar þar sem hann tjáir trúarlegar efasemdir sínar eða ótta við dauð- ann og einsemd. Þannig hefur hinum þjóðlega skáldskap Jónasar verið hampað, af fullkom- lega skiljanlegum ástæðum, þar sem hann átti þátt í að auka þjóðernisvitund Íslendinga og greiða veginn fyrir sjálfstæðibaráttuna gagn- vart Dönum. Í þessu samhengi er áhugavert að nefna flöt á skáldskap Jónasar sem virðist hafa orðið útundan í rannsóknum íslenskra fræðimanna en hann varðar þau áhrif sem Jónas sækir til danskrar skáldskaparhefðar. Á meðan áhrif þýskra skálda á borð við Göthe, Schiller og einkanlega Heine eru vel þekkt og rannsökuð er minna rætt um hversu mjög Jónas dáðist að verkum ljóðskálda á borð við Oehlenschläger, Paludan-Müller og Carsten Hauch. Ég held að einhverjar djúplægar þjóð- ernislegar ástæður liggi að baki því hversu mjög þessi tengsl hafa verið vanrækt í fræð- unum í gegnum tíðina. Íslendingar hafa lík- lega ekki verið sérlega hrifnir af þeirri hug- mynd að Jónas hafi sótt hugmyndir og innblástur til danskrar skáldskaparhefðar. Hvesu margir Íslendingar vita t.d. að kvæði eftir Oehlenschläger var kveikjan að ljóðinu Ísland og að Borðsálmur er stæling á drykkju- kvæði eftir danska skáldið Heiberg? Þetta er a.m.k. flötur á skáldskap Jónasar sem löngu ætti að hafa verið rannsakaður á skipulegan hátt,“ segir Ringler. Steinn Steinarr næstur Segja má að Dick Ringler hafi gerst nokk- urs konar kynningarfulltrúi Jónasar Hall- grímssonar í hinum enskumælandi heimi. Auk hinna viðamiklu ljóðaþýðinga hefur Ringler flutt fjölmarga fyrirlestra um skáldskap og feril Jónasar, auk þess sem hann stóð fyrir uppbyggingu vefsíðu á ensku um Jónas sem opnuð var formlega árið 1997 og er að finna á slóðinni www.library.wisc.edu/etext/Jonas. „Þegar ég hóf að vinna að gerð vefsíðunnar, voru margir efins um að rétt væri að búa bæði til vefsíðu og gefa út safnrit um líf og skáld- skap Jónasar. Útgefendur voru sérstaklega áhyggjufullir og óttuðust að enginn myndi kaupa bókina ef hægt væri að nálgast þýðing- arnar ókeypis á vefnum. En ég tel að þessir tveir ólíku miðlar vinni saman. Vefsíðan býður upp á möguleika sem bókaútgáfa gerir ekki. Rými til að birta myndskreytingar er mun rýmra, mögulegt er að bjóða upp á hljóðskrár með upplestrum eða hljómflutningum á skáld- skap Jónasar auk þess sem þar er að finna myndir af handritum allra ljóðanna sem birt- ast á vefsíðunni. Þannig er hægt að nota vef- síðuna til stuðnings við bókina, þar geta les- endur flett upp frumtextanum á íslensku og borið saman, fundið fleiri þýðingar og ýtar- legri skýringartexta við myndirnar sem birt- ast í bókinni. Hvað varðar kynningu á skáld- skap Jónasar Hallgrímssonar býður vefsíðan jafnframt upp á marga möguleika, því hún nær augum og eyrum margra sem eru að vafra um Netið í leit að skyldum sviðum, t.d. í leit að upplýsingum um Ísland. Það kom sam- starfsfólki mínu á háskólabókasafninu, sem sér um tæknihliðina á vefsíðunni, hreinlega á óvart hversu margar heimsóknir síðan fær.“ Ringler segist forvitinn að sjá hver viðbrögð enskumælandi lesenda verða við bókinni og hvort bókmenntatímarit eða dagblöð láta skrifa umsagnir um hana. „Það ferli tekur þó tíma þegar um lítt þekkt efni á borð við þetta er að ræða.“ Ringler vinnur um þessar mundir að nýrri enskri þýðingu á Bjólfskviðu og er að lokum spurður hvort frekari þýðingar á íslenskum skáldskap séu uppi á borðinu. „Það er aldrei að vita hvert vindarnir bera mann. Ég hafði lengi velt því fyrir mér að vinna þýðingu á Bjólfskviðu sem líkti eftir upprunalegum bragarhætti verksins en ekki fundið réttu leiðina til þess. Það var ekki fyrr en ég hóf að vinna í Jónasi og las þýðingu Jóns Þorlákssonar á Paradísarmissi Miltons að ég sá hvaða leið hægt væri að fara. Í þýðingu sinni notar Jón Þorláksson fornyrðislag í ögn breyttri mynd, þ.e. stichískri, þar sem erinda- skipting er ójöfn og meira í anda hinnar forn- norrænu skáldskaparhefðar sem Bjólfskviða sprettur úr. Ég var yfir mig glaður þegar ég uppgötvaði þetta og nota í þýðingu minni áþekkan bragarhátt og Jón Þorláksson í til- raun til að nálgast þann fornenska hátt sem Bjólfskviða er ort undir.“ Varðandi áfram- haldandi þýðingarstarf á íslenskum skáldskap segist Ringler hafa áhuga á að reyna sig við Stein Steinarr. „Mig langar að þýða Tímann og vatnið, ég hef góða tilfinningu fyrir því verkefni. Ég hef reynt að þýða verk eftir önn- ur íslensk skáld og í sumum tilfellum hefur það mistekist, mér tókst til dæmis engan veg- inn að þýða Tómas Guðmundsson yfir á ensku svo vel færi. Annað verkefni sem ég hef áhuga á er að þýða Kristnihald undir Jökli eftir Hall- dór Laxness. Við Sverrir Hólmarsson vorum báðir óánægðir með þýðingu Magnúsar Magnússonar á Kristnihaldinu og hugðumst vinna saman að nýrri þýðingu áður en Sverrir lést langt fyrir aldur fram. Eftir að hafa reynt mig við verkið komst ég hins vegar að því að mjög erfitt er að þýða Laxenss. Orðaforði hans er gríðarmikill og notkun á tungumálinu svo margbreytileg. Í samanburði er Jónas Hallgrímsson í raun talsvert viðráðanlegri, þegar maður hefur á annað borð sett sig inn í aðferðir hans og hugsunarhátt. Steinn Stein- arr er því líklegri sem næsta íslenska þýðing- arverkefni, og ef mér endist aldur mun ég snúa mér að því að þýða Eddukvæðin undir upprunalegum bragarhætti,“ bætir Ringler við og vill gjarnan koma að stuttri orðsend- ingu til íslenskra lesenda enskra þýðinga á skrifum Jónasar Hallgrímssonar. „Ég held lista yfir prentvillur og rangfærslur í bókinni ef vera skyldi að Bard of Iceland yrði endur- útgefin. Ég mun endurskoða þá útgáfu og yrði því þakklátur fyrir ábendingar eða athuga- semdir. Netfang mitt er: rringler@facstaff.- wisc.edu,“ segir Dick Ringler að lokum. heida@mbl.is Dick Ringler Á slóðum Jónasar í Kaupmannahöfn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.