Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.2003, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.2003, Blaðsíða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 28. JÚNÍ 2003 G UNNAR Reynir Sveins- son, tónskáld, fæddist á Laugarnesvegi 79 í Reykjavík, 28. júlí 1933. Hann byrjaði kornungur sem dansari og steppari í danssýningarflokki Rig- mor Hansen. Auk þess að vera dansherra dóttur kennarans fram yfir fermingu, nældi Gunnar sér í vasaaura með munnhörpuspili, blístri og jóðli. Kvæðamaður var hann ungur.“ Þannig hljóðar upphaf greinar sem Gunnar Reynir Sveinsson tónskáld réttir mér um leið og ég geng inn úr gættinni heima hjá honum þeirra erinda að taka við hann viðtal. „Þetta er allt þarna, – nei, nei, auðvitað ekki allt, skárra væri það nú, – það vantar til dæmis að ég var Íslands- meistari í bantamvigt í boxi þegar ég var fimm- tán ára og í glímu hjá Ármanni – ég hef alltaf verið íþróttafíkill – og fleira og fleira vantar í þetta; – en þú finnur þarna samt hitt og þetta sem ég hef verið að vesenast í. Ég tók þetta til handa þér þegar ég vissi að þú varst á leiðinni.“ Gunnar býr í lítilli íbúð í Sigtúni, og það fyrsta sem maður tekur eftir eru myndir af fólki uppi um alla veggi. Í forstofunni tróna þau Marilyn Monroe og Charlie Chaplin hvort á sinni mynd – risastórri. „Þetta eru húsvarðarhjónin hjá mér, – enda hefur aldrei verið brotist inn hjá mér,“ segir tónskáldið feginsamlega. Í ganginum fyrir innan stendur víbrafónninn og sleglarnir í start- holunum, tilbúnir að spila. Enn eru myndir upp um allt. Lester Young, indíánahöfðingi og Louis Armstrong. „Hann fær að vera efstur, því hann er bestur.“ En Lester Young er líka ofarlega á blaði. „Þú veist að það var hann sem fann upp beboppið eiginlega löngu áður en það varð til. Svona var hann alltaf, – hallaði undir flatt þegar hann spilaði. Charlie Parker sagðist að minnsta kosti hafa lært beboppið af honum.“ Stofan er lítil; – tveir hægindastólar, bókahilla, plötur, græjur, vinnupúlt og skrifborðsstóll, – en hér tekur margmennið öðrum salarkynnum fram. Ellington, Lionel Hampton, Bach, Anna Sigga, Benny Goodman, Símon, Sverrir, Charlie Park- er, Dizzy Gillespie, Svavar Gests, annar Bach og fleira íslenskt tónlistarfólk innan um alla helstu snillinga djassins og nokkur málverk. Það er notalegt að sitja meðal þessara viðkunnanlegu andlita, – og þau eru vissulega vísbending um það hvert stefnir í þessu viðtali. „Þú verður bara að láta eitt koma fram. Það er sama hvar ég hef verið í heiminum, ég hef alltaf orðið að fá minn Mogga. Ég var í Þýska- landi í hálft ár að spila, og í sex ár í Hollandi; í London að spila með Ronnie Scott og í París og Marseilles að spila með Grappelli tvö sumur. Ég varð alltaf að láta senda mér vikuskammt af Mogganum. Og þótt ég sé búinn að vera nær blindur í ár er ég enn áskrifandi. Það kemur sko kona til mín tvisvar í viku og les Moggann fyrir mig.“ Ég verð að lofa þessu, forvitnin er vakin, Gunnar hefur augljóslega frá mörgu að segja frá því hann lagði munnhörpu, blístur og jóðl á hilluna. Við píptum á stríðsáradjassinn „Meðan aðrir íslenskir víbrafónleikarar voru að spila á gagnfræðaskóladansæfingum stóð ég á sviðinu á djassklúbbum eins og Ronnie Scott, Florida og Flamingo að spila með öllum bestu og mestu bebop-töffurum sem þá voru í Evrópu. Maður valdist í sett og spilaði í 45 mínútur. Þá kom næsta grúppa upp og við fórum í 45 mín- útna pásu. Þannig skiptust böndin á að spila og maður spilaði kannski bara með sama tenórist- anum næsta kvöld en hitt voru nýir spilarar. Þetta voru ævintýralegir tímar og djassinn sem við spiluðum var nýi djassinn, bebop og cool djass. Við píptum bara á það sem gilti hér heima. Við Gunnar Ormslev fórum í stríð við stríðsáradjassinn sem hér var spilaður. Ég held að hér hafi menn ennþá verið á leiðinni til Berl- ínar. Þó voru þetta ódauðlegir menn eins og Glenn Miller sem maður heyrði í í útsendingum frá BBC. Ég á fjóra diska með honum.“ Það er stundum sagt um djassinn að menn verði annaðhvort forfallnir strax eða haldi áfram að vera tómlátir gagnvart honum. Í það minnsta virðist áhugi djassfólks á sinni tónlist oft í meira lagi ástríðufullur. Ætli orðið djass- geggjari hafi ekki einmitt verið fundið upp til að lýsa ákafanum í þessu sambandi. Gunnar var barnungur þegar djassinn heltók hann. Á ottómaninum hjá stúlkunni í dósaverksmiðjunni „Ég var níu ára og bjó á Lindargötu 41. Fólk bjó mjög þröngt á þessum tíma og fjölskylda mín bjó í hálfri íbúð. Dóttir hjónanna sem bjó í hinum helmingnum af íbúðinni vann í dósaverk- smiðjunni hjá honum Tolla mínum [Þorvaldi Guðmundssyni] sem átti Síld og fisk og rak Þjóðleikhúskjallarann. Stúlkan í dósaverk- smiðjunni átti kærasta, bandarískan hermann, sem sat gjarnan í búningnum sínum á ottóm- aninum hennar og spilaði á gítar og skrifaði ein- hverjar nótur. Ég fer að suða í kringum hann eins og randafluga, því hann hafði dulmögnuð áhrif á mig. Svo gaf hann mér tólf tommu gúmmíplötu sem var sveigjanleg, og á henni stóð V, sem þýddi victory. Hann tók svo í hönd- ina á mér og leiddi mig niður á Sölvhólsgötu, en þar var aðalskemmtistaður bandaríska hersins. En þegar vinur minn, þessi blíði maður, kemur inn, þá slær hann í borðið og allir spilararnir komu. Þá reyndist hann vera hljómsveitarstjór- inn sem stjórnaði þarna tólf manna swing- bandi. Hjá honum datt ég í djassinn og varð strax afar þungt haldinn af honum. Og guð er svo mikill og góður, eins og Steinn segir í kvæð- inu, að mér hefur aldrei batnað. Ég er nákvæm- lega sami djassistinn í dag og ég var þarna þeg- ar ég var níu ára. Þetta er ólæknandi.“ Sorgin birtist mér á ógnarhraða Gunnar á eftir að segja mér hvað á daga hans hefur drifið eftir níu ára aldurinn, þegar talið berst að tónleikum í Skálholti í dag. Þar er hann staðartónskáld, og efnt til sérstakrar tónleika- dagskrár í tilefni af sjötugsafmæli hans 28. júlí. Þar verður leikið nýjasta verk Gunnars, en því lauk hann að kvöldi 11. júní í fyrra. „Þetta er það síðasta sem ég kláraði, kvöldið áður en ég varð blindur. Ég vaknaði næsta dag, og sá bara ekki neitt. Síðan þá hef ég ekki getað skrifað nótu. Verkið heitir Sorgin gleymir eng- um, og það er talsvert til í því sem titillinn segir. Þetta eru hugleiðingar mínar um sorgina og hvernig hún birtist fólki í misjöfnum myndum. Sorgin birtist mér til dæmis á ógnarhraða í rosa tempói. Sum sorgarmúsík er lúshæg og fólk virðist halda að sorgin sé eitthvert skjaldböku- adagio. Hún getur bara alveg komið til manns eins og þruma úr heiðskíru lofti. Ég er mjög ánægður með tónlistarfólkið í Skálholti, Kamm- erkór Suðurlands og hann Hilmar vin minn [Hilmar Örn Agnarsson kórstjóra]. Þau vanda sig og gera þetta mjög fagmannlega og vel. Þetta á að vera vandað, gott og skemmtilegt. Mér leiðist hátíðleg músík sem á að vera upp- hafin, en er bara eins og höfundurinn sé að gera sig merkilegan. Tónlistin á að vera ánægjuleg og skemmtileg, það finnst mér. En það er orðið erfitt fyrir mig að fara á tónleika. Þar er blind- unni um að kenna. Þegar bréf koma til mín í póstinum veit ég ekkert hvort ég er að fá reikn- ing eða boðskort. En í næsta mánuði, þegar af- mælið mitt kemur, verður búið að skera mig upp í augunum og ástandið vonandi allt betra.“ En við vorum stödd á ottómaninum hjá bandarískum kærasta dósaverksmiðjustúlk- unnar, manninum með gítarinn sem kveikti djasseldinn í hjarta Gunnars níu ára gömlum. Ári síðar var hann farinn að læra á harmónikku hjá Ólafi Péturssyni sem þótti sá sem næst komst Braga Hlíðberg í harmónikkulistinni. Tólf ára fór Gunnar að læra trommuleik hjá Skapta Ólafssyni, og þegar Svavar Gests kom heim úr námi við Juilliard-skólann í New York fór Gunnar að sækja tíma hjá honum. Svavar kom með víbrafón með sér frá Ameríku, og hann keypti Gunnar, þegar hljóðfærið var búið að standa lengi óhreyft hjá Svavari. Sextán ára var hann orðinn atvinnuhljóðfæraleikari og kall- aði sig Gunna Sveins. Hann var trommari í hljómsveitum Vetrarklúbbsins og Vetrargarðs- ins í Tívolí, en sneri sér fljótt að víbrafóninum. Nítján ára var hann kominn bæði í KK-sextett- inn og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hann fór í Tónlistarskólann í Reykjavík 1955 og lauk námi þaðan 1961. Hann spilaði með Sinfóníuhljóm- sveitinni í ellefu ár, en var alltaf líka í djassinum, „annað var ekki hægt“, segir hann. Og með KK- sextettinum var hann á ferð og flugi í tónleika- ferðum um Norðurlönd og Evrópu. Í grjótburði til Hollands „Þegar ég lauk námi í Tónlistarskólanum tók ég inntökupróf í Royal Academy of Music í London, en fór svo með brúði minni í brúð- kaupsferð til Amsterdam, því þangað hafði ég aldrei komið. En þegar ég kem til Amsterdam þekki ég staðinn – hafði verið þarna áður. Ég rataði í gömlu Amsterdam og enginn þurfti að segja mér hvert ég átti að fara. Ég var svo hrif- inn af borginni að ég hringdi strax í Amster- dams Konservatorium og spurði hvort ég gæti tekið inntökupróf á einhverju öðru tungumáli en hollensku. Þetta var á mánudagsmorgni, og mér var sagt að koma í prófið kl. 11 á fimmtudag. Á föstudeginum var mér sagt að ég væri kominn í nám hjá Ton de Leeuw, sem var yfirkennari tónsmíðadeildarinnar. Hann varð fljótt mikill Íslandsvinur, af því að hann var líka steinafræð- ingur og hafði þurft að velja milli tónlistarinnar og vísindanna. Þegar ég fór heim í jólafrí og sumarfrí kom ég alltaf til baka með stóran poka fullan af grjóti, og það gerði það að verkum að hann vildi endilega koma til Íslands. Þegar hann hafði svo haft fleiri Íslendinga í námi hvern á eftir öðrum buðum við honum að koma hingað til fyrirheitna landsins. En nú er hann dáinn blessaður. Auk þess að vera eitt fremsta tón- skáld Hollands var hann doktor í tónlist Austur- landa, enda nemandi Ravis Shankars, sítarsnill- ingsins heimsfræga frá Indlandi. Ton de Leeuv hafði aldrei haft nemanda úr hinum harða skóla djassins og vildi læra allt um stílbrögð þau sem þar eru stunduð. Úr þessu urðu mikil „vöru- skipti“ milli meistarans og nemandans. Þegar ég var búinn að stúdera hjá honum í þrjú ár buðu Hollendingar mér námsstyrk til frekara náms, en ég gat ekki nýtt mér hann fyrr en 1973. Þá fór ég til Utrecht, eða Trekt eins og Jón Hreggviðsson kallaði borgina. Ég fann vel fyrir Jóni og heyrði skóhljóðin þegar hann var með bréfið frá Íslandssól í stígvélinu sínu áður en hann hélt með það til Arnaeusar í Danmörku. Það var stórkostlegt að vera við Ríkisháskólann í Utrecht. Þegar ég lauk því námi var ég búinn að vera svo lengi í Hollandi að ég gat orðið hol- lenskur ríkislistamaður ævilangt, á svipuðu kaupi og sporvagnsstjórar og lögregluþjónar, og það voru prýðislaun. Leiður á að spila fyrir Mammon En við fórum heim. Konan mín var Ásta Thorsteinsen og hún lærði söng í Utrecht og var líka góður píanóleikari. Hún skynjaði eitthvað og var ekki róleg úti, vildi komast heim, fannst eitthvað vera yfirvofandi. Það kom á daginn að hún var með krabbamein. Sorg mín var æð- isgengin og ég get ekki lýst henni.“ Við tölum um Ástu, og Gunnar segir mér að Helga Kress hafi sagt í eftirmælum um hana að nú hefði Gunnar ekki bara misst konuna sína, heldur líka sinn besta vin og mesta baráttujaxl. Leiðir þeirra lágu auðvitað saman í tónlistinni. „Ég byrjaði sem atvinnutónlistarmaður í Vetrargarðinum á gamlárskvöld 1949 og síðasta ballið sem ég spilaði á var á gamlárskvöld 1963, á Borginni. Annan janúar tók ég strætó hingað inn að Laugarnesskóla, því ég vissi að þar var Pólýfónkórinn að æfa. Ég bankaði upp á og spurði eftir söngstjóranum, Ingólfi Guðbrands- syni, og sagði við hann: Ingólfur minn, ég er orð- inn svo leiður á að spila fyrir Mammon, má ég ekki koma í kórinn til þín og syngja ókeypis fyr- ir Guð og englana? Það var auðsótt. Kórinn hafði þá sungið eftir mig kaþólska messu sem ég samdi um systkini mín tvö sem drukknuðu í Álftavatni þegar ég var lítill strákur. Og þarna var hún Ásta mín, fyrirliðinn í altröddinni, og úr þessu varð hjónaband.“ Sagði nei við Svend Asmussen Það var sagt um Gunnar Reyni Sveinsson að hann hefði verið einn af þremur bestu víbrafón- leikurum Evrópu. Hann var líka eftirsóttur spil- ari og eftirsóttur af stóru nöfnunum. Hann spil- aði með mörgum fremstu djassleikurum heims, Chet Baker, Ronnie Scott, Lee Konitz, Lionel Hampton, Benny Goodman, Svend Asmussen og Stéphane Grappelli. „Svend Asmussen vildi ráða mig sem víbra- fónleikara í hljómsveitina sína og ég hefði getað búið í Køben og borðað í pulsuvagninum á Ráð- hústorginu allt mitt líf. En þá var ég á leið með KK-sextettinum til Þýskalands og sagði við Svend af einhverjum asnaskap að ég gæti ekki þegið þetta góða boð. Víbrafónleikarinn hans var skyndilega kallaður í herinn og það vantaði víbrafónleikara. Við spiluðum saman í djamm- SÉ ÞETTA GOTT STÖFF, ÞÁ SORTERAR MÚSÍKIN SIG SJÁLF Gunnar Reynir Sveinsson var einn af bestu víbrafón- leikurum í Evrópu, „lærði“ hjá Lionel Hampton og spilaði djass með Chet Baker og Grappelli. Hann spil- aði líka með Concertgebouw í Amsterdam. Hér segir hann BERGÞÓRU JÓNSDÓTTUR sögur úr lífi sínu og kynnum sínum af sorg, ást og frábæru fólki. Morgunblaðið/Sverrir Gunnar Reynir Sveinsson: „Og guð er svo mikill og góður, að mér hefur aldrei batnað. Ég er ná- kvæmlega sami djassistinn í dag og ég var þarna þegar ég var níu ára. Þetta er ólæknandi.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.