Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.2003, Blaðsíða 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 28. JÚNÍ 2003
L
ÍFSHLAUPIÐ, eitt merk-
asta verk Jóhannesar
Kjarval, er meðal verka á
sýningu sem opnuð verður
í Gerðarsafni í Kópavogi í
dag kl. 15. Á sýningunni
verða eingöngu málverk
eftir Kjarval og öll eru þau
úr einkasafni Þorvaldar Guðmunds-
sonar og Ingibjargar Guðmundsdótt-
ur, en Gerðarsafn varðveitir einka-
safn þeirra hjóna. Guðbjörg
Kristjánsdóttir, forstöðumaður Gerð-
arsafns, segir að tilurð einkasafns
Þorvaldar og Ingibjargar megi rekja
allt aftur til ársins 1930 þegar Þor-
valdur starfaði í matardeild Slátur-
félags Suðurlands í Hafnarstræti.
„Hann kynntist Kjarval þegar hann
var að sendast með mat til hans og
þeir urðu fljótt góðir vinir. Kjarval
gaf honum mynd sem var sú fyrsta
sem Þorvaldur eignaðist. Þorvaldur
varð tíður gestur á vinnustofunni,
sem var í Austurstræti 12, og segir
sjálfur í ævisögu sinni að Kjarval hafi
opnað augu hans fyrir myndlist. Upp
úr þessu kviknaði löngun Þorvaldar
til að safna listaverkum og seinna á ævi hans
varð þetta að hreinni ástríðu. Hann dró aldrei
neina dul á að hann mat Kjarval mest allra ís-
lenskra listamanna og verk meistarans í safni
þeirra hjóna skipta hundruðum. Það lætur
nærri að þar megi finna myndir frá flestum ef
ekki öllum árum Kjarvals, svo mikið er þetta
safn að vöxtum.“
Í Gerðarsafni er nú unnið að tölvuskráningu
á einkasafni Þorvaldar og Ingibjargar og segir
Guðbjörg að ákveðið hafi verið að byrja á Kjar-
valsverkunum.
„Þorvald hefur alls ekki órað fyrir því
þegar hann var að heimsækja Kjarval á
vinnustofu hans á þessum árum að hann
ætti seinna eftir að kaupa myndirnar
sem voru á veggjunum, en það gerði
hann skömmu eftir 1980 og það er merk-
asta og dýrmætasta verk Kjarvals.“
Þetta verk, veggirnir sjálfir úr vinnu-
stofu meistarans í Austurstræti 12, kall-
aði Kjarval Lífshlaupið. Hann málaði
það og sýndi árið 1933 um þær mundir
sem Þorvaldur var þar tíður gestur.
„Við sýnum þessa veggi núna í Vest-
ursalnum. Þeir eru stórir og miklir, sjö
flekar og taka upp allan salinn. Þar gefst
mjög gott færi á að grandskoða mynd-
irnar. Þegar við sýndum Lífshlaupið síð-
ast, þá settum við það upp eins og það
hefði verið vinnustofan sjálf á sínum
tíma. Það gefst betra tækifæri núna til
að grandskoða verkið og velta fyrir sér
merkingu þess. Þetta eru merkilegar
myndir og einstakar í íslenskri mynd-
listarsögu og sannarlega þess virði að
koma hingað og skoða þær.“
Í Austursal verða sýndar fantasíur og
portrettmyndir frá árunum 1930–65.
„Þorvaldur taldi Kjarval með réttu stór-
kostlegan portrettmálara og í safni hans eru
nokkrar af bestu andlitsmyndum Kjarvals.
Þorvaldur á andlitsmynd af Ásu dóttur Kjar-
vals og aðra af Þórarni Olgeirssyni, skipstjóra
og frænda Kjarvals. Hann átti líka mjög
skemmtilega mynd af Erró sem er ein magnað-
asta mynd hans – málaði hana á síðasta lífs-
skeiði sínu. Portrettverk Kjarvals hafa
kannski ekki verið metin sem skyldi, en þau
eru frábær, – hann var frábær teiknari og hafði
teiknað fínar mannamyndir strax á árunum
1926–7 og jafnvel fyrr. Portrettin hans eru þó
afar athyglisverð og frábærlega gerð.
Í þessum sal eru líka mörg öndvegisverk frá
síðustu starfsárum Kjarvals, 1960–65, meðal
annars verk sem við höfum sýnt margoft,
Fyrstu tunglfararnir – mjög falleg mynd,
mynd af litaspjaldi og fleira og fleira.“
Á neðri hæðinni verða sýnd ellefu málverk
frá Þingvöllum, sem unnin eru á þrjátíu ára
tímabili, auk tveggja mynda af Esjunni og
einni úr Skagafirði.
„Skömmu fyrir Alþingishátíðina 1930 fór
hann að mála Þingvelli af hreinni ástríðu. Þetta
tengdist að einhverju leyti sjálfstæðisbaráttu
landsins. Þingvellir eru helgur staður og Kjar-
val vildi leggja sitt af mörkum í baráttunni fyr-
ir sjálfstæði með listsköpun sinni. Hann sagði
að andinn kæmi yfir alla sanna listamenn á
helgum stöðum. Hann málaði ótal myndir á
Þingvöllum, allt fram á síðustu ár. Í safni Þor-
valdar og Ingibjargar eru um tuttugu Þing-
vallamyndir og við sýnum ellefu þeirra. Þær
eru ólíkar innbyrðis, birtuskilyrðin og verður-
farið margbreytilegt. Allt ber þetta þó að sama
brunni; þetta er glíma Kjarvals við litaspjald
náttúrunnar. Það var hans mikla glíma í lands-
lagsmálverkinu.“
GLÍMAN VIÐ LITASPJALD
NÁTTÚRUNNAR
Lífshlaupið, Þingvallamyndir og portrett eru meðal
verka Kjarvals á sýningu sem opnuð verður í Gerð-
arsafni í dag. BERGÞÓRA JÓNSDÓTTIR ræddi við
forstöðumann safnsins, Guðbjörgu Kristjánsdóttur,
um verkin á sýningunni, en öll koma þau úr einka-
safni hjónanna Þorvaldar Guðmundssonar og
Ingibjargar Guðmundsdóttur.
Mynd Kjarvals af dótturinni Ásu.
Erró með augum Kjarvals.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Einn veggjanna úr Lífshlaupi Kjarvals. Þarna má sjá hvar dyr voru í veggnum vinstra megin.
begga@mbl.is