Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.2003, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 28. JÚNÍ 2003 3
B
ALLIÐ er búið í Berlín. Hinn
árlegi grímudansleikur Al-
þjóðahvalveiðiráðsins er af-
staðinn, skoplega harmrænn
að venju. Þar komu fulltrúar
hátt í 50 þjóða saman sam-
kvæmt alþjóðlegum sáttmála
frá árinu 1946 um stjórn og
nýtingu hvalastofna. Meirihluti þessara
þjóða er staðráðinn í hafa stofnsáttmála
ráðsins að engu og vinna öllum árum gegn
ákvæðum hans. Tímabundið hvalveiðibann
sem samþykkt var árið 1982 átti aðeins að
gilda meðan verið væri að semja nýjar veiði-
reglur. Þá var sett upp sú gríma, að þetta
væri til fárra ára. Bak við grímuna leyndist
hinsvegar einbeittur vilji andstæðinga hval-
veiða til að stöðva veiðarnar um aldur og
ævi. Það hentaði bara ekki að segja það þá.
Þess vegna gríman. Allar götur síðan hafa
ársfundir Alþjóðahvalveiðiráðsins verið al-
þjóðlegir vitleysisviðburðir, þar sem fulltrú-
ar fjölmargra þjóða segja eitt, – en eru í
raun að gera allt annað. Yfir slíkt framferði
eru mörg orð á góðri íslensku.
Það er mörg gríman. Bandaríkjamenn eru
í forystu þeirra sem vilja banna hvalveiðar.
Samt veiða engir fleiri hvali en bandarískir
borgarar. Það heita frumbyggjaveiðar. Rök-
in fyrir að leyfa þær eru m.a. að afurðirnar
séu ekki seldar. Veiðarnar séu ekki við-
skiptalegs eðlis. Samt er kostnaður við veið-
arnar frádráttarbær frá skatti! Þar er meira
að segja veitt úr stofnum sem vísindamenn
eru sammála um að ætti að hlífa við veiðum.
Norðmenn, Íslendingar og Japanir vilja
veiða úr hvalastofnum sem sannanlega þola
veiðar. Milljón hrefnur synda um heims-
höfin og það getur enginn sagt að hrefnan
sé í útrýmingarhættu, enda þótt hvalavinir
segi fólki sífellt að óþokkarnir Íslendingar
ásamt Norðmönnum og Japönum séu að
drepa síðustu hvalina. Það eru auðvitað
hrein ósannindi eins og margt fleira sem frá
þeim kemur. En það er gott að halda þessu
fram til að fá fólk til að opna budduna. Til
þess er líka leikurinn gerður.
Bandaríkjamenn bera mikla umhyggju
fyrir hvölum. Ég hef ætíð litið til Banda-
ríkjamanna sem forystuþjóðar á sviði mann-
réttinda. En það renna á mig tvær grímur
þegar ég les frásagnir af föngum sem
Bandaríkjamenn hafa geymt í vírnetsbúrum
sem eru 2x2,5 metrar og hafa fengið að fara
í sturtu í heila mínútu á sjö daga fresti.
Þetta gerist á sama tíma og aðrar þjóðir
eins og Kínverjar liggja undir bandarískum
ásökunum um mannréttindabrot. Dauða-
refsing er enn við lýði víða í Bandaríkj-
unum, en það má ekki drepa hvali.
Á grímuballinu í Berlín vildi meirihlutinn
ekki að leyft væri að stunda hvalveiðar í vís-
indaskyni. Við viljum hefja vísindaveiðar
vegna þess að við viljum skilja hlutverk
hvalanna í samtengdu lífríki hafsins. Vita
hvað þeir éta og hve mikið. Sú vitneskja
skiptir okkur máli sem fiskveiðiþjóð. Þeirra
upplýsinga verður hinsvegar ekki aflað
nema með því að veiða hvali og skoða í mag-
ann á þeim. Þótt hvalir séu yfirburða greind
dýr, eins og hvalavinir þreytast aldrei á að
segja okkur, þýðir afar lítið að spyrja þá
hvað þeir hafi étið í kvöldmat.
Hvalfriðunarsinnar hafa að undanförnu
hampað því að ýmist 100 þúsund eða 300
þúsund hvalir drepist árlega vegna fisk-
veiða. Hvaðan koma þær tölur? Upp úr hatti
og hafa ekki verið rökstuddar. Þetta er hins-
vegar stuðningur við málstað þeirra, sem
vilja banna allar netaveiðar í sjó. Nú heyrast
æ háværari kröfur um að setja fiskveiðum
þröngar skorður. Á alþjóðamarkaði er þá
hætt við að enginn greinarmunur verði
gerður á þorski af Íslandsmiðum og þorski
frá Nýfundnalandi og úr Norðursjó þar sem
nánast hefur verið gengið af þorskstofn-
unum dauðum. Við verðum að halda vöku
okkar. Andróður gegn fiskveiðum fer vax-
andi. Nýlega þótti sú niðurstaða vísinda-
manna fréttnæm að fiskar fyndu til. Ég hélt
að þetta vissu allir sem hefðu losað fisk af
öngli. Á alþjóðvettvangi hafa verið settar
fram í fúlustu alvöru tillögur um að banna
stangveiðar, jafnvel allar krókaveiðar, vegna
þess að þær séu svo sársaukafullar fyrir
fiskinn.
„Vísindin efla alla dáð...“, kvað Jónas.
Sjálfbær nýting auðlinda hafsins verður að
byggjast á vísindarannsóknum. Þær eru
ekki óskeikular, en veita þá einu leiðsögn
sem okkur er tiltæk.
Fyrir fáeinum árum fluttu Bretar tillögu
á ársfundi CITES, samningsins um bann
gegn viðskiptum með afurðir dýra í útrým-
ingarhættu. Bretar vildu auka vernd beinhá-
karlsins, en engar vísindarannsóknir eða
upplýsingar lágu fyrir um stofninn, hvort
hann hefði minnkað, stækkað eða væri í
hættu. Fulltrúar Íslands greiddu atkvæði
gegn tillögu Breta. Hún var ekki studd rök-
um.
Æðsti yfirmaður breskra sjávarútvegs-
mála sagði í fundarhléi við einn íslensku
fulltrúanna:
– Það var leitt að þið skylduð ekki geta
stutt tillögu okkar um beinhákarlinn.
– Það vantaði öll vísindaleg rök til að
greiða henni atkvæði, sagði fulltrúi Íslands.
– Já, auðvitað verðum við ævinlega að
hafa vísindin að leiðarljósi, sagði þá sá
breski.
– Það erum við að reyna að segja ykkur í
sambandi við hvalina, sagði þá Ísland.
– Já, en ég er ósammála þeim vísindum,
svaraði þá breski ráðherrann.
Svo mörg voru þau orð. Við þessu svari
var auðvitað ekkert svar.
Vísindin eru meirihluta Alþjóðahval-
veiðiráðsins ekki þóknanleg af því að vís-
indarannsóknir segja að óhætt sé að stunda
veiðar með sjálfbærum hætti úr ýmsum
hvalastofnum.
Fyrir næsta grímuball Alþjóðahval-
veiðiráðsins sem verður á Ítalíu að ári, ættu
þær þjóðir sem vilja sjálfbæra og skyn-
samlega nýtingu hvalastofna að stofna nýtt
hvalveiðiráð. Það getur haft nákvæmlega
sama stofnsáttmála og núverandi ráð. Þar
þarf ekki að breyta einu einasta orði. Hið
nýja ráð á hinsvegar að vinna samkvæmt
sáttmálanum ekki gegn anda hans og
ákvæðum eins og núverandi ráð gerir. Það á
að vinna grímulaust og fyrir opnum tjöldum.
Ekki segjast vera að gera eitt en vera í
rauninni að gera allt annað. Þessari hug-
mynd hefur raunar þegar verið hreyft á al-
þjóðavettvangi. Hún er íhugunar virði, en
kannski ekki auðveld í framkvæmd.
GRÍMUBALLIÐ
Í BERLÍN
RABB
E I Ð U R G U Ð N A S O N
eiður@sw2.m.n
LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR
2 4 . T Ö L U B L A Ð - 7 8 . Á R G A N G U R
EFNI
BJARNI THORARENSEN
UM MÓTSTÖÐU
MANNA
1
Stímabrak er í straumi,
stend eg þar undir hendur,
boðar um báðar síður
og brjóst mér hnellnir skella.
Á tæpu veð eg vaði,
vefst mér grjót fyrir fótum,
klýf eg samt strauminn kræfur
og kemst án grands að landi.
2
Harðan mótvind að hreppa
hart er meðan það stendur á,
samt vil eg síður sleppa
sæluhöfn góðri, en meðbyr fá,
er mig ber til illra staða,
auðnan lér þá tóman skaða –
hnaukið er, sem hvíldina gjörir glaða.
Bjarni Thorarensen (1786–1841) var skáld og embættismaður.
George Orwell
er sennilega meira dýrkaður og umtalaður
en lesinn, segir í grein sem birtist í tilefni af
því að hundrað ár eru liðin frá fæðingu
hans. Mikið hefur verið haft við vegna
afmælisins.
Gunnar Reynir
Sveinsson
er staðartónskáld í Skálholti en þar verður
efnt til sérstakrar tónleikadagskrár í dag
vegna sjötugsafmælis hans. Bergþóra
Jónsdóttir hitti Gunnar Reyni að máli og
fræddist um litríkan feril hans.
Meistarar formsins
nefnist sýning sem opnuð verður í Lista-
safninu á Akureyri í dag en þar verða sýnd
verk eftir nokkra af helstu myndhöggv-
urum tuttugustu aldar, erlendum og inn-
lendum. Ólafur Gíslason rýnir í söguna sem
sýningin segir.
Konur
myndlistarmanna
er umfjöllunarefni greinar eftir Freystein
Jóhannsson en íslenskir myndlistarmenn á
síðustu öld voru margir með erlendar kon-
ur sér við hlið.
FORSÍÐUMYNDIN
er af verki Edgars Degas, Dansmey að skoða á sér ilina, frá um það bil 1910.
Brons. Verkið er á sýningunni Meistarar formsins: Úr höggmyndasögu 20.
aldar, sem verður opnuð í Listasafninu á Akureyri í dag.