Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.2003, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.2003, Blaðsíða 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 28. JÚNÍ 2003 Í DAG verður opnuð sýning í Listasafninu á Akureyri frá Ríkislistasafninu í Berl- ín, þar sem leitast er við að gefa okkur eins konar yfirlit yfir höggmynda- og rýmislist 20. aldarinnar í Evrópu, séða í hnotskurn í gegnum úrval verka eftir 31 heimskunnan listamann er spanna tíma- bilið frá Edgar Degas (1834-1917) og Henry Moore í gegnum Giacometti, Marini, Sol Lewitt, Carl Andre, Buren, Donald Judd og Richard Long til Rosemary Trockel (f. 1952), svo örfá nöfn séu nefnd. Við þetta úrval Rík- islistasafnsins í Berlín hefur svo verið bætt verkum eftir ellefu íslenska listamenn sem spanna nánast sama tímabil, allt frá Einari Jónssyni til Þorvalds Þorsteinssonar. Sýningin vekur óhjákvæmilega spurningar um hvaða sögu hér er verið að segja og hvort það sé yf- irleitt hægt að túlka viðfangsefni rýmislistar 20. aldar með marktækum hætti í yfirlitssýn- ingu sem þessari. Leikhús minnisins Það var engin tilviljun að stofnun fyrstu listasafna fyrir almenning í Evrópu á 18. öld- inni gerðist samfara því að þýskir fræðimenn eins og Baumgarten, Winckelmann og Kant lögðu grundvöllinn að fagurfræðinni sem sér- stakri vísindagrein. Þar með var gerð fyrsta til- raunin til þess að setja algilda fagurfræðilega mælikvarða, er hægt væri að leggja á alla list. Það var aftur forsenda þess að hægt væri að segja listasöguna sem trúverðuga heildarfrá- sögn er stefndi í ákveðna átt og að tilteknu marki. Winckelmann dró enga dul á það að fræði hans voru beinlínis til þess fallin að upp- hefja evrópskra menningu og hinn evrópska kynstofn, enda rakti hann göfgi og fegurð grískrar höggmyndalistar meðal annars til út- litseinkenna hins gríska kynstofns, um leið og hann skýrði ófullkomleik afrískrar listar út frá breiðum vörum og flötu nefi blökkumanna. Alla tíð síðan hafa hin algildu fagurfræðilegu viðmið verið notuð með hliðstæðum hætti til að rækta hugmyndir um þjóðríkið, þjóðernisstefnu og menningarlega stigveldishugsun, þar sem við- miðin urðu um leið eins konar vegvísir þeirrar sögu er fylgir í kjölfar hinnar evrópsku (og síð- ar bandarísku) framvarðarsveitar á leið sinni til aukinna framfara – í áttina að hinu fullkomna samfélagi frelsis, jafnréttis og bræðralags, eins og það var orðað í frönsku stjórnarbyltingunni. Hlutverk Kants í þessari umræðu var fyrst og fremst að tengja skilgreiningu hins fagra við hið háleita í náttúrunni og manninum og við snilligáfuna, þar sem hin hlutlausa fullnægja sem verkið átti að vekja með áhorfandanum byggðist endanlega á hinum menntaða smekk hans. Hin menntaði smekkur kom óhjákvæmi- lega til sögunnar eftir að verkin hættu að sækja réttlætingu sína í notagildið (hvort sem það var trúarlegt eða verklegt) og fóru að þjóna fegurð- inni sem sjálfstæðum verðleika. Listasöfnin hafa gegnt mikilvægu hlutverki í þessari hugmyndafræðilegu innrætingu. Það er þeirra hlutverk að sviðsetja minnisvarða sögunnar og rekja þannig þráð hennar. Í Lista- safninu á Akureyri erum við stödd í eins konar leikhúsi minnisins eins og því sem Giulio Ca- millo smíðaði í Feneyjum á 16. öld, þar sem öll mannleg þekking var sviðsett með skipulögð- um og kerfisbundnum hætti [1]. Þannig gegndi stofnun þjóðlistasafna lykilhlutverki í myndun og ræktun þjóðernisvitundar á tímum Upplýs- ingarinnar í Evrópu, sem jafnframt var mót- unartími þjóðríkja í álfunni. Á safninu eru verk- in sett í tilbúið samhengi, sem leiðir þar með lestur og skilning áhorfandans í áttina að ákveðinni niðurstöðu. Slík frásögn er á end- anum skáldskapur sem ávallt speglar samtíma sinn frekar en þá fortíð sem þannig er túlkuð í ljósi hans. Hin sögulega sýning er yfirleitt rétt- læting og skýring á samtíma sínum sem rök- réttri sögulegri niðurstöðu þess sem áður var. Sú mynd af módernisma 20. aldar sem dreg- in er fram með þessari sýningu er óhjákvæmi- lega þessu sama marki brennd. Hún segir okk- ur vafalaust meira um þá sem valið hafa verkin en það hvaða vanda höggmynda- og rýmislist 20. aldar var í raun og veru að glíma við. Engu að síður er sýning sem þessi einstakur viðburð- ur á Íslandi og mikið fagnaðarefni. Þá er ekki síður forvitnilegt að sjá hvernig íslensku verkin sem valin hafa verið á sýninguna koma út í þessu samhengi. Þau vekja þá forvitnilegu spurningu hvort útkjálkinn eigi erindi inn í hringiðu hinnar miðstýrðu menningarumræðu og hvernig þessir heimar kallast á. Degas og rýmið sem raunveruleg reynsla Það er vel við hæfi að hefja þessa sögu með Edgar Degas (1834-1917), en undir lok ferils síns komst þessi málari að formlegri niðurstöðu með bronsmyndum sínum af dansmeyjum sem gekk lengra en félagar hans meðal impressjón- istanna höfðu nokkurn tímann hugsað. Rýmið varð ekki lengur endurspeglað í gegnum hina hlutlausu móttöku augans á fleti málverksins, heldur opnast það fyrir okkur með virkri hreyf- ingu líkamans og nánast líkamlegri þátttöku áhorfandans. Augað er ekki lengur hlutlaus móttakandi, heldur eru líkaminn og hugurinn orðnir virkir þátttakendur í opnun rýmisins. Um leið sker Degas á allar sögulegar og tákn- rænar vísanir og setur þannig nútímann á dag- skrá í list sinni með afgerandi hætti. Þannig má vel halda því fram að rýmislist módernismans eigi rætur sínar í dansmeyjunum sem Degas steypti í brons í lok 19. aldar, miklu frekar en í upphöfnum höggmyndum Rodins sem voru ennþá bundnar af táknrænum og sögulegum vísunum. Það á líka við ef við berum dansmeyj- arnar saman við konumyndir Renoirs og Ar- istides Maillols sem byggjast á hefðbundnari fegurðarímyndum með vísun í klassískan myndlistararf endurreisnarinnar. Hið byltingarkennda við bronsmyndir Degas er að þær opna rýmið sem raunverulega reynslu, í stað þess að skoða það sem fyrirfram gefna stærð sem hægt sé að endurgera og sýna. Í stað þess að vera lýsandi eru þær vekjandi út frá stund og stað. „Maðurinn hefur engan lík- ama og er enginn líkami, heldur lifir hann lík- ama sinn,“ sagði Martin Heidegger í stuttri rit- gerð um líkamann og rýmislistina [2]og lagði þar með áherslu á mikilvægi hins tilvistarlega skilnings jafnt á líkamanum og rýminu sem umlykur hann. Hvorki líkaminn né rýmið eru í raun mælanlegar einingar sem augað getur skoðað utan frá undir yfirskini þeirrar hlut- lægni er byggist á fjarveru sjáandans. Maðurinn og upplausn hans Ein leiðin til þess að túlka módernismann í rýmislist 20. aldar er að leggja þessi grundvall- arviðhorf Heideggers til viðmiðunar. Í þessu samhengi verða tveir myndhöggvarar mikil- vægir og þá undir nokkuð andstæðum for- merkjum: Henry Moore (1898-1986) og Alberto Giacometti (1901-1966). Báðir styðjast við lík- amann, en skúlptúrar Moore hafa í fyllingu og massa formsins og þess holrýmis sem umlykur hann einhver dulmögnuð tengsl við forsögulega tilvist og allt að því jarðsöguleg tengsl manns- ins við uppruna sinn. Myndir Moores gegndu mikilvægu hlutverki í Evrópu á fyrstu árunum eftir síðari heimsstyrjöld við að endurvekja tiltrú manna á nýtt upphaf siðmenningarinnar, endurnýjaða trú á manninn og getu hans til að endurheimta sjálfan sig í frumgerð sinni, ef svo mætti segja. Á meðan Moore lagði áherslu á fyllingu og massa formsins leitaðist Giacometti við að leysa það upp. Mannverur hans eru eins og í upplausn, eins og tálguð tákn sem vísa ekki til mannsins lengur, heldur til fjarveru hans eða stöðu hans gagnvart óendanleika eða tómi þess hyldýpisrýmis sem umlykur hann. Verk Giacomettis tengjast hinni frönsku tilvistar- speki eftirstríðsáranna með sambærilegum hætti og formleysumálverkið og endurspegla þannig þá tilvistarangist sem Moore vildi and- æfa með bjargvissri trú sinni á hið frumlæga í manninum. Áhrif tækni Annar þáttur í þróun rýmislistar 20. aldar snýr að áhrifum tækninnar. Einnig þar má sjá tvö ólík viðhorf mætast. Annars vegar þá hugs- un að höggmyndalistin eigi að ryðja brautina fyrir hinn skapandi verknað í viðleitni manns- ins að umbreyta heiminum með tæknikunnáttu sinni. Það eru þau viðhorf sem við getum rakið til kúbismans og konstrúktívismans. Á þessari sýningu eru þeir Alexander Archipenko og Henry Laurens helstu fulltrúar þessa sjónar- miðs ásamt með Ítalanum Marino Marini, Spánverjanum Manolo og Þjóðverjanum Ru- dolf Belling. Þeir eiga það sameiginlegt að líta á rýmislistina sem möguleika til þess að um- breyta heiminum frekar en að lýsa honum. Hins vegar sjáum við þá listamenn sem litu á tækniþróunina og iðnframleiðsluna sem ferli er orsakar firringu mannsins og slítur tengsl hans við umheiminn. Sú var afstaða dadaistanna, súrrealistanna og að einhverju leyti express- jónistanna, og hana finnum við hér einkum í verki Giacomettis. Hliðstæða tilvistarangist má einnig lesa úr verki þýsku grafíklistakonunnar og myndhöggvarans Käthe Kollwitz, þótt myndir hennar séu bundnari bjargfastari trú á manninn en hægt er að segja um Giacometti. Nýr veruleiki Á seinni hluta 7. áratugarins má marka nokkur straumhvörf í rýmislist 20. aldar. Þá er neyslusamfélagið komið í algleyming og smám saman rennur upp fyrir mönnum að tæknisam- félagið hefur ekki önnur innri markmið en stöð- uga og sjálfvirka útþenslu og framleiðsluaukn- ingu. Spurningin snýst ekki lengur um hvað maðurinn á að gera við tæknina, heldur hvað tæknin og afurðir hennar muni gera við mann- inn og hið náttúrulega umhverfi hans. Hin bjartsýna trú á formið og mótun þess sem lýs- andi fordæmi fyrir tækniframfarirnar víkur og áherslan flyst frá forminu eða hlutnum til spurningarinnar um rýmið og tilvistarlega upp- lifun þess. Kannski sjáum við síðasta fulltrúa form- hyggjunnar í frumformum Bandaríkjamanns- ins Donalds Judds (1928-94), en verk hans eru eins konar kassar, yfirleitt unnir úr hráu iðn- aðarefni og felldir inn í umlykjandi rými með vísindalegri nákvæmni. Þessi verk hafa ekkert með lýsingu eða túlkun veruleikans að gera, heldur eru þau tilraunir til þess að skapa nýtt rými og nýjan veruleika á eigin forsendum. Að nokkru leyti gengur Judd í fótspor De Stijl- hópsins á millistríðsárunum: bæði Judd og Mondrian gengu vísindalega til verks og lögðu stranga siðfræði til grundvallar verkum sínum með rökhyggjuna að vopni og þá trú að þannig gæti listin orðið siðferðilegt fordæmi fyrir lýð- ræðislegt þjóðfélag er væri laust við alla þjóð- ernishyggju og allt tilfinningahlaðið ofbeldi. En á meðan Mondrian takmarkaði sig við að end- urskapa fullkomið jafnvægi innan ramma myndarinnar á grundvelli frumeiginda mynd- flatarins – línunnar, flatarins og frumlitanna – þá eru verk Judds í raun hugsuð hvorki sem málverk né höggmynd, heldur vildi hann yf- irstíga hlutlæg takmörk þessara miðla og sögu- legar vísanir þeirra með því að skapa nýtt rými er væri laust við allar sjónhverfingar og án vís- unar í nokkuð annað en sig sjálft. Siðferðilega mátti hins vegar hugsa slíkt rými sem fordæmi fyrir samfélagslegt rými eða skipulag er byggðist á fullkominni rökhugsun. Þá útópíu tókst Judd augljóslega ekki að framkvæma nema kannski í smækkaðri mynd á búgarði sín- um í Texas. Skyld hugsun liggur til grunvallar verka Daniels Burens (f. 1938), en hann vildi með sí- MAÐURINN OG RÝMI HANS Á 20. ÖLD Richard Long. Án titils, 1976. Viður. Höggmynda- og rýmislist tuttugustu aldarinnar er til umfjöllunar í sýningu sem hefst í Listasafninu á Akureyri í dag. Í þessari grein er leitast við að skýra hvaða sögu er verið að segja í sýningunni og hvort sú saga gefi marktæka mynd af viðfangsefninu. E F T I R Ó L A F G Í S L A S O N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.