Lesbók Morgunblaðsins - 02.08.2003, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 02.08.2003, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 2. ÁGÚST 2003 S TYRJÖLDIN í Írak er ekki bara blóðbað heldur einnig áróðurs- stríð. Í Bandaríkjunum gengur maður undir manns hönd að rétt- læta innrásina í Írak og fréttir sem sendar eru vegna atburða þar í landi þjóna þeim tilgangi ljóst og leynt. Nýjasta uppákom- an er fréttin um drápið á sonum Saddams en bandarískir hermenn ruddust inn í hús þar sem þeir voru í felum. Féllu þeir báðir í átökunum og fjöldi fólks að auki. Á ljósmyndum sem teknar voru skömmu eftir dauða bræðranna og birst hafa í heimspressunni eru andlit þeirra bólgin og blóðug, hulin þykku skeggi að mestu og nær óþekkjanleg. Höfuð mannanna virðast hvíla á bláu plasti og axlir þeirra eru naktar. Efasemd- arraddir heyrðust óðara, sumir töldu að mynd- irnar væru falsaðar og synir Saddams væru ein- hvers staðar sprelllifandi að gera grín að öllu saman. Sjónvarpsáhorfendum brá síðan í brún þegar boðið var upp á óvænta sjokkmeðferð í fréttatíma beggja íslensku stöðvanna: glænýjar og raunverulegar kvikmyndir af búkum sona Saddams. Varað var við myndunum sem voru í meira lagi ógeðfelldar og hafa vakið bæði óhug og reiði. Í fréttinni voru þeir bræður sýndir í lif- anda lífi, glaðbeittir í samkvæmislífinu og á góðri stund með föður sínum. Þá voru lík þeirra sýnd í á skjánum þegar fram í sækir. Írakar eru sumir hverjir ævareiðir og líta bæði á drápin og með- ferðina á líkunum sem hryðjuverk… Það er margt umhugsunarvert varðandi frétt- ina um örlög sona Saddams. Sú spurning vaknar hvort reynt hafi verið að gefa þeim bræðrum kost á að gefast upp en tvímælalaust hefði átt að draga þá fyrir rétt svo þeir þyrftu að svara til saka og taka út sína refsingu samkvæmt lögum. Svo virðist sem lögmál villta vestursins hafi verið ráðandi: skjóta fyrst og spyrja svo. Ekki það að synir Saddams eigi sér nokkrar málsbætur fyrir glæpi sem þeir hafa framið en felst nokkur frið- þæging í ofbeldisfullu drápi þeirra? Annað sem athygli vekur er hvernig staðið er að fréttaflutn- ingi hingað til lands af atburðum í Írak. Hafa ís- lenskir fréttamenn ekki aðstöðu, menntun eða vilja til að vinna úr öðrum fréttaskýringum en þeim bresku og bandarísku? Sjónarhorn majóra og marskálka ríkir ávallt í fréttum hérlendis þeg- ar rætt er um tap, sigra og mannfall í stríði þessu. Loks ættum við að íhuga hvort við kærum okkur yfirleitt nokkuð um að taka þátt í trylltri sigurvímu veiðimannsins sem hælist um og lætur hróðugur mynda sig með föllnu veiðidýri eftir langan eltingarleik. nærmynd af fáheyrðu miskunnarleysi. Mikið hefur verið lagt upp úr því að sannfæra umheim- inn um að pörupiltarnir séu örugglega dauðir og ef marka má myndirnar hafa þeir svo sannarlega verið skotnir í tætlur. Svala verður forvitni, hefndarþorsta og rétt- lætiskennd almennings og í þeim tilgangi var sett upp skrípaleikrit sem síðan rataði á sjón- varpsrásir heimsins: leiktjöldin lítið brúnleitt tjald og á skilti sem var hrófað upp fyrir framan stóð „Mortuary“. Inni í tjaldinu hvíldu synir Saddams á líkfjölunum, vaxkennd andlitin vand- lega snyrt og rökuð. Ekkert nema lendaklæði huldi nekt þeirra, krufningarskurðurinn var rimpaður saman og náði frá brjósti niður að nafla og skotsárin auðsjáanleg á skrokkunum. Mynda- vélum var beint að andlitunum, áverkunum og brotnum fæti annars þeirra í afkáralegri stell- ingu. Sigurreifir lýsa Bandaríkjamenn því yfir að hringurinn þrengist um Saddam og ef til vill eig- um við von á að sjá myndir af limlestum búk hans FJÖLMIÐLAR SADDAM ÁTTI SYNI TVO Fréttamenn gengu inn í ein- faldri röð til að skoða líkin og sannfærast um að hið illa hefði verið kveðið niður í bili. S T E I N U N N I N G A Ó T TA R S D Ó T T I R ISABELLA Allende, sem naut mikilla vinsælda hér á landi sem og víða erlendis fyrir bækur á borð við Evu Lunu og Ást og skugga, sendi ný- lega frá sér sína 11. bók, My In- vented Country. Í bókinni, sem er önnur sjálfsævi- sögulega bók All- ende, notar hún árásirnar á Bandaríkin 11. september 2001 til þess að sýna fram á hvernig samkennd manna og vitund mót- ast ekki einungis af þjóðerni heldur hvernig áralöng dvöl í öðru landi eða miklar hörmung- ar geta haft sín áhrif. Í My In- vented Country reynir Allende enn fremur að vinna úr fjölda minninga frá barnæsku sinni, fjölskyldusögum og því hvaða áhrif Chile og þjóðernisleg tengsl hennar við þaðhafa á skrif hennar. Að mati gagnrýnanda New York Times er bókin í senn heillandi og ergjandi þar sem henni má frekar líkja við vegvísi en endurminningar. Þeirri gagn- rýni hefur Allende sjálf svarað á þann veg að lífið líkist ekki þýskri ritgerð. Minningar ferðist í hringi en ekki eftir beinni braut. Aðalóvinurinn BÓK Milt Bearden, fyrrum starfsmanns CIA, og rannsókn- arblaðamannsins James Risen þykir veita ein- stakt innsæi inn í heim njósna og gagnnjósna. Bók- in nefnist The Main Enemy: The Inside Story of the CIA’s Final Showdown with the KGB, eða Að- alóvinurinn: Inn- anbúðarsaga af lokauppgjöri CIA og KGB og er þar rekinn fjöldi sagna af „moldvörpu- stríði“ þessara tveggja stofnana. Upplýsa höfundarnir enn fremur að CIA leiti enn að hinum svo- nefnda „fjórða manni“ sem átti þátt í að veita KGB upplýsingar um bandaríska njósnara. Það sem þykir einna mark- verðast við bókina er að hún er gefin út með leyfi CIA, sem hing- að til hefur harðneitað að veita jafnvel almennustu upplýsingar um starfsemi stofnunarinnar. Upplýsingarnar sem bókin veitir eru þó margar hverjar sértækar fremur en að þær veiti heildar- mynd af starfinu en staðfesta engu síður fjölda aðgerða CIA sem til þessa hafa farið leynt eða einungis heyrst óljós orðrómur um. Bekkjamótið ALAN Lightman, höfundur hinnar áhugaverðu bókar Ein- stein’s Dreams, sendi nýlega frá sér nýja skáld- sögu, Reunion, eða Bekkjamótið. Þar segir frá Charles, prófess- or við lítinn há- skóla í Banda- ríkjunum sem hefur sætt sig við viðburðasnautt líf sitt. Þegar hann svo ákveður að mæta á 30 ára útskriftarmót háskólans síns vakna með honum minningar um fyrri tíma og eldheitt ástarsam- band sitt við ballerínuna Júlíönu. Líkt og í Einstein’s Dreams leik- ur Lightman sér með tíma og rúm og þau áhrif sem tímamóta- ákvarðanir hafa á líf okkar. ERLENDAR BÆKUR Vegvísir Allende Isabelle Allende James Risen Alan Lightman ar Þormóðsson. Egill Egilsson með Karlmenn tveggja tíma, útgefin 1975, og svo Sveindóm 1979. Þorgeir Þor- geirson með Einleik á glansmynd. Og konurnar: Magnea Matthías- dóttir skrifaði söguna Hægara pælt en kýlt 1977, síðast Sætir strákar 1981, Ása Solveig með Einkamál Stefaníu 1978 og Treg í taumi. En ekkert meir. Auður Haralds með Hvunndagshetj- una, 1979 ... Alltént er Þorsteinn Antonsson þarna í bók sinni að lýsa eftir þessum höfundum. Hvers vegna hurfu þessir höfundar? Hvað varð um þessa milli- kynslóð? Ég mun vera af þessari kyn- slóð. Kynslóð sem var bara send heim. [...] Í ca. eitt ár var ég svolítið númer, komst á námskeið fyrir rithöfunda á sænskri eyju (Bishops-Arnö), fékk sex mánaða ritlaun (og þá urðu einhverjir pínulítið reiðir sem ekki fengu ritlaun. Hvað þetta ætti að þýða!) Svo fékk maður engin laun, í tvígang hef ég gefið út tvær bækur sama árið, sótt um ritlaun en ekki fengið krónu. Það væri gaman að vita hvernig þessu er stjórnað öllu saman? Hefur þetta eitthvað með hlutföllin í andlitinu að gera, eins og ofangreind könnun gefur í skyn. Norma Samúelsdóttir Kistan www.visir.is/kistan ÆTLI sé til eitthvað í því að útlit hafi með vinsældir að gera? Svo segir ein könnun sem sýnd var í sjónvarpinu í sumar. Um vinsælt fólk, rithöfunda og aðra. Þeir ku ná langt sem eru fríðir, með rétt hlutföll milli nefs og munns, rétt bil milli augnanna (náið í mál- böndin, nei-nei). Bækur þeirra seljast betur. Tískusýningastúlkan nær lengra ef hlutföll í andlitinu eru rétt. Getur þá verið að útlit komi í veg fyrir vinsældir, sama hvað viðkomandi manneskja leggur á sig til að komast langt? Getur verið að ungt fólk nái meiri árangri en eldra fólk þegar taka á mark á árangri? Getur verið að karlkynshöfundar séu vinsælli en kven- kynshöfundar? Það koma alltaf nýir tímar, nýjar áherslur, nýtt og ferskt. Það gefur augaleið. Margt bókafólk hefur reynd- ar fjallað mikið um t.d. málefni tengd nútímabókmenntum. Þar á meðal Þor- steinn Antonsson. Hann ritar í bók sinni Í faðmi fjallkonunnar frá 1994 m.a. um bókmenntir (undirtitill bók- arinnar er Uppgjör við menningar- ástand) og ræðir þar einmitt um rithöf- unda sem tilheyrðu 68-kynslóðinni. Þeir nefnilega gufuðu nánast allir upp! Og hann spyr: Hvað varð um millikyn- slóðina? (bls. l56, Í faðmi fjallkon- unnar). Já, þeir hreinlega hurfu. Fóru að gera eitthvað annað. Þráinn Bertelsson, Vésteinn Lúðvíksson og Úlf- Morgunblaðið/Kristinn Á Þingvöllum. KYNSLÓÐIN SEM HVARF I Svektur út í Amerikanana, segir í fyrirsögn á við-tali sem birtist við Leif Eiríksson í þrændska dag- blaðinu Adresseavisen daginn áður en kirkju- og menningarhátíðin Ólafsdagarnir var sett. Hann var kallaður hinn heppni fyrir þúsund árum en nú virðist sem lukkan hafi yfirgefið hann, segir í viðtal- inu. Að minnsta kosti þykir norska blaðamann- inum hann fremur súr á svipinn þar sem hann stendur á stalli sínum og mænir á skemmti- ferðaskipin sem koma inn fjörðinn. Og þegar hann er spurður hvort hann sé ekki lengur stoltur af því að hafa fundið Ameríku þá svarar hann: „Það sem fer í taugarnar á mér er að Amerik- anarnir stíga á land hér í Þrándheimi hver á fætur öðrum án þess að virða mig viðlits. Þeir sýna manninum sem lagði sig í mikla hættu við að kom- ast til hins ókunna meginlands handan hafsins enga virðingu. Þessir spilltu Amerikanar hefðu að minnsta kosti geta komið við og dáðst að sverðinu mínu. Það var með í för árið 1000.“ ir síðan yfir allt. Síðast en ekki síst er árlega haldin kirkju- og menningarhátíð sem kennd er við Ólaf helga þar sem áherslan er iðulega að miklu leyti á þúsund ára sögu Þrándheims. Og hundrað kíló- metra norður af borginni standa Stiklastaðir þar sem starfrækt er menningarmiðstöð allt árið um kring sem sinnir fortíðinni og sviðsetur hana með ýmsum hætti, til dæmis með leikriti um síðustu daga Ólafs konungs helga sem féll á Stiklastöðum árið 1030 og rannsóknum á sögu hans og menningararfi. IV Það er uppörvandi að sjá hversu mikla ræktÞrændir leggja við sögu sína og sagnaarfinn sem þeir eiga sameiginlega með Íslendingum. Og það er ekki síst áhugavert að sjá hvernig þeir gera það. Þeir lífga hann við. Þeir umgangast hann eins og hann sé raunverulegur hluti af samtíðinni. Eins og hann hafi virkilega eitthvað að segja þeim. En jafnframt og ekki síður eins og hann hafi skemmti- gildi. Það er kannski svolítið skrýtið að þetta skuli koma Íslendingi spánskt fyrir sjónir. II Blaðamaður gengur á Leif um ferðina vestur yf-ir haf og spyr hvort það hafi ekki verið alger heppni að hann rataði á land í Ameríku. Lefur firr- ist við og segir sagnfræðinga einblína um of á Ei- ríks sögu rauða sem geri lítið úr afreki sínu. Sam- kvæmt þeirri sögu hafi hann átt að vera á leið frá Niðarósi til Grænlands en villst af leið og lent á allt öðrum stað. „Þú þarft nú að heita Columbus til að klúðra málum svo herfilega,“ hreytir Leifur í blaða- manninn og fullyrðir að ferð sín vestur um haf hafi verið samkvæmt áætlun frá upphafi til enda. IIIOg þannig spinnur blaðamaðurinn þráðinneins og ekkert sé sjálfsagðara en að eiga samtal við þúsund ára gamla sögupersónu. Og það er raun- ar tilfellið í Þrándheimi. Það er ekkert sjálfsagðara en að vera í góðu sambandi við fortíðina. Og þess sér stað víða í borginni. Götuheiti vísa til hins norræna sagnaarfs, byggingar og stofnanir eru kenndar við söguhetjur fornaldar, ekki síst Ólaf helga, víkinga- arfleifðin er allsstaðar sjáanleg og dómkirkjan gnæf- NEÐANMÁLS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.