Lesbók Morgunblaðsins - 02.08.2003, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 2. ÁGÚST 2003 7
1 Hnikars könnu helli eg á
hvítbjarganna staupa mar,
Grettirs sönnu frægðum frá
og fyrri man[na greini eg þar].
2 [Fö]ður sínum heima hjá
hann nam vaxa ungur [þar],
[ó]dæll þótti ýtum sá,
yfrið stór í skapi var.
3 [U]tan Bjargi fór hann frá
ferðbúinn til siglingar,
[g]ekk svo voða göltinn á,
græðis vindur blés ósp[ar].
4 Jós við átta ýta þá,
yfrið lekt því skipið var,
lenti í Noreg höldum hjá,
haug nam stóran brjóta þar.
5 Gjörði saxi góðu að ná,
gull og silfur þaðan bar,
[br]eiðum meður benja ljá
berserkina deyddi snar.
6 [Þessir] voru tólf að tjá,
trölldóms meður vonsku par,
[við] þá einn hann átti að rjá
úti um dimmu grímunnar.
7 [Híð]björn stóran hitti þá,
hildar spennti blaðið snar,
[hjó] svo þessu hetjan kná,
hann nam dauður liggja1 þar.
8 [Til Í]slands halda hugði þá
helst fyrir víga sakirnar,
[fræ]ndum sínum heima hjá
hann á Bjargi um tíma var.
9 [Ið]kar Glámur illsku stjá,
afturgenginn þessi var,
[Vil]di Grettir við hann rjá,
vóru það harðar sviptingar.
10 [Af]bragð drauga allra sá
illsku krafti fylltist þar,
[la]gði Grettir ólán á
er hönum dró til fullnaðar.
23 Fram í eyjuna fluttur þá,
frægur þaðan kappinn var,
Þorbjörn illi öngull5 þá
á hann sókti margs vegar.
24 Galdra kerling grimmleg þá
gjörði hönum sendingar,
rekkurinn svo í rekkju 1á,
rétt að kominn dauða var.
25 Þegnar komu eyjuna á,
átján saman voru þar,
drengurinn varði dyrnar þá,
dagvald sínum beitti þar.
26 Karskir6 rífa kofann þá,
kominn að bana Grettir var,
með saxi tvo hann hjó þar hjá,
hné hann dauður fram þegar.
27 Af hönum saxi ætla að ná
átta hetjur fullröskvar,
hönd af dauðum hjuggu þá
svo hrukku af sterku fingurnar
28 Illuga síðan fjörtjón fá
og fengu skömm af allstaðar,
útlegðar sá átti stjá
er illsku verkum fyrir var.
29 Grettirs bróðir Þorsteinn þá
það nam frétta hreysti snar,
vopna þingi einu á
Öngul klauf í herðarnar.
30 Í Miklagarði höldum hjá
hefnd sú eina framkvæmd7 var.
Grettirs sönnu frægðum frá
flutti eg stökur ógildar.
31 Hreysti maður mesti sá
mun hafa verið Ísfoldar.
Horna lög8 af Hvítings lá
hef eg sopið lagvirkar.
ENDI
1 „ligga“ í hdr. 2 „Hvítará“ í hdr. 3 „skóktu“ í
hdr. 4 „[…]ar hendur vaskur þá“ í hdr., leiðrétt vegna
stuðlasetningar. 5 „þöngull“ í hdr. 6 „Kaskir“ í
hdr. 7 „framdkvæmd“ í hdr. 8 „lögr“ = „lögur“ í hdr.
17 [Öllum sín]um fjendum frá
á ferðum þennan tíma var,
[þing var háð] við Hítará2
og hönum að sóktu3 margir þar.
18 [Virðar] spenntu vopnin blá
vega hugðu Grettir þar,
[með vask]ar hendur hraustur þá4
hann nam verjast furðu snar.
19 Marga barði þegna þá
á þessum fundi er haldinn var,
hinir síðan hrukku frá
hræddir vegna skeinunnar.
20 Í Drangey fór hann eftir á
og hans frændi mennta snar,
fimmtán vetra vaskur sá
vænstur sveina greinist þar.
21 Slokknaði eldur ýtum hjá,
í eynni skip ei nokkurt var,
en vika sjávar lands til lá,
lifnuðu sorgar stundirnar.
22 Grettir hreysti hug á brá,
hljóp á sundið strax þegar,
örðugt synti kempan kná
að kvöldi dags á Rey[kjum var].
11 Eftir þetta orku stjá
af hönum Grettir hausinn skar,
brenndi síðan báli á,
besta sigur vann hann þar.
12 Úr Goðafossi gjörði ná
grimmlega stórum flögðum snar,
til merkis þaðan mannsbein smá
á messudaginn sama bar.
13 Heiði vatnsins Arnar á
átta tíu að Grettir bar,
felldi tvenna þegna þrjá,
Þundar logann spennti snar.
14 Hallmund kunnu ei höldar sjá,
hann að baki Grettirs var,
blóðsins rauða akri á
átján dauðir lágu þar.
15 Hinir þaðan héldu frá,
höfðu sneypu allstaðar,
Keldhverfingar þunga þrá
af þessu báru um hyggju far.
16 Upp í kletta einnri gjá
æði lengi dvaldist snar,
Fagra[skógafjalli] á
fjærri manna byggðum var.
UM HREYSTIVERK GRETTIRS
EFTIR H.J.SON
hins vegar bandaríska píanógoðsögnin Herbie
Hancock sem lék við þriðja mann framsækinn
djass sem stundum var eins og eilítið smit-
aður af djassrokki. Þrátt fyrir að langur
skuggi af frægðarsól Hancocks hafi legið yfir
sviðinu í tónlistarhúsi Þrænda, Ólafshöllinni,
þá fór það ekki framhjá neinum sem á hlýddi
að hljómsveitin var skipuð frábærum lista-
mönnum. Mesta athygli vakti trommuleikar-
inn, Terri Lyne Carrington, sem sveiflaði
kjuðunum svo þrettán virtust á lofti.
En þrátt fyrir heiðurslistamenn og djass-
goðsagnir var kannski borgin sjálf í aðalhlut-
verki þegar upp var staðið. Þrándheimur er
geysifalleg borg og státar af bæjarstæði sem
er engu líkt. Þröngur fjörðurinn hlykkjast
innan um skógi vaxin fjöll og innst liggur
borgin við ósa Niðar sem sker hana sundur
upp að hlíðarrótum þar sem byggðin tekur að
leita upp. Á bökkum Niðar standa tilkomu-
mikil dómkirkjan og erkibiskupsgarðurinn
sem voru leiksvið margra viðburða og raunar
eins konar miðja hátíðarinnar.
Á fyrsta degi hátíðarinnar var frumflutt ný
norsk kirkjuópera um Eystein Erlendsson
erkibiskup eftir Edvard Hoem rithöfund og
Henning Sommerro tónskáld. Óperan sem
nefnist Eysteinn í Niðarósi segir frá átökum
milli kirkju og konungsvalds í Noregi á tólftu
öld en þar voru Eysteinn og Sverrir Sigurðs-
son konungur, sem segir frá í Sverrissögu, í
aðalhlutverkum. Óperan var sviðsett á sögu-
stað. Fyrri þáttur fór fram í borgargarðinum
eða Erkibiskupsgarðinum en í lok hans býður
erkibiskup áhorfendum að fylgja sér til messu
í dómkirkjunni þar sem annar þáttur fer
fram.
Tómas Tómasson bassi söng hlutverk
Sverris konungs og hlaut geysigóða dóma. Í
þrændska dagblaðinu Adresseavisen er hann
sagður hafa leitt sönginn í verkinu.
Í samtali við blaðamann benti Tómas á að
möguleikar á slíkri uppfærslu á sögulegri ís-
lenskri óperu hlytu að vera fyrir hendi hér á
landi. Söguefnin eru sannarlega fyrir hendi og
sögusviðin eru vítt og breytt um landið.
Schola Cantorum söng í uppfærslunni og
fékk sömuleiðis frábæra dóma eins og fyrir
aðaltónleika sína í Frúarkirkjunni sem stend-
ur skammt frá Dómkirkjunni. Í raun má segja
að söngur kórsins undir stjórn Harðar Ás-
kelssonar hafi verið eins og leiðarstef framan
af hátíðinni því hann kom fram á níu tón-
leikum fyrstu fimm daga hennar.
Síðasta verkefni Schola Cantorum var þátt-
taka í flutningi á Hrafnagaldri Óðins ásamt
TrondheimSolistene, Steindóri Andersen, Páli
Guðmundssyni frá Húsafelli, Hilmari Erni
Hilmarssyni og hljómsveitinni Sigur Rós en
hún er höfundur verksins auk Hilmars. Verk-
ið, sem var frumflutt í Barbican Centre í
London fyrir rúmu ári og flutt í annað sinn á
Listahátíð í Reykjavík í fyrra, hlaut góða
dóma þó að bræðingur vísnasöngs, rokktón-
listar og klassíkur hafi vafist nokkuð fyrir
sumum gagnrýnendum. Gagnrýnandi vefrits-
ins Puls.no, Ann Iren Ødeby, segir til dæmis í
annars jákvæðum dómi sínum að samspil
hinna ólíku forma tónlistar hafi ekki alltaf
verið nægilega heilsteypt. En flytjendurnir
fengu eigi að síður standandi fagnaðarlæti í
lok tónleikanna bæði kvöldin.
Tengslin við Ísland eru víða sjáanleg í
Þrándheimi. Niðri á bryggju stendur Leifur
Eiríksson vígbúinn og horfir í vestur. Annað
minnismerki um landafundina er inni í borg-
inni þar sem steinnökkvi mikill stendur við lít-
inn poll en Leifur lagði upp frá Niðarósi þegar
hann hélt vestur yfir haf árið 1000. Á að-
altorgi borgarinnar stendur á háum stalli
stytta af Ólafi Tryggvasyni konungi sem
þreytti sundið við Kjartan í ánni Nið eins og
segir frá í Laxdælu. Skammt frá borginni eru
Stiklastaðir þar sem Þormóður Kolbrúnar-
skáld kvað sitt síðasta kvæði. Og þannig
mætti áfram telja.
Vigdís Finnbogadóttir setti Ólafsdagana að
þessu sinni og sagði í ræðu sinni að Íslend-
ingar ræktuðu ekki þessi tengsl sín við Þránd-
heim nægilega vel.
Tilefnin eru þó sannarlega til staðar þó ekki
væru önnur en Ólafsdagarnir sjálfir.
Steinnökkvi til minningar um siglingar Leifs heppna.
throstur@mbl.is
KRISTJÁN Runólfsson, safnvörður á Sauðárkróki, hefur m.a. safnað handritum. Þar
á meðal eru handrit þess landsfræga skrifara Þorsteins Þorsteinssonar frá Heiði. Í
þeim hefur Kristján fundið tvö áður óþekkt kvæði eftir Bólu-Hjálmar. Annað hefur
birzt í Skagfirðingabók, en hér birtist hitt í fyrsta sinn.
„Þegar ég fann þessi kvæði liðu mörg ár áður en ég gerði nokkuð með þau,“ segir
Kristján. „Ég hafði þau bara fyrir mig.
Svo var haldið niðjamót Bólu-Hjálmars og þá nefndi ég annað kvæðið við séra
Hjálmar Jónsson, sem þótti mikið til koma, fékk kvæðið hjá mér og það var frumflutt
þarna á þessu niðjamóti.
Það birtist svo í Skagfirðingabók.
Svo leið að öðru niðjamóti og þá hringdi séra Hjálmar í mig og spurði hvort ég lum-
aði ef til vill á meiru. Þá sagði ég honum frá hinu kvæðinu. En handritið er svo
skemmt að það tók tíma að ráða í kvæðið.
Þar naut ég aðstoðar Eysteins Sigurðssonar, bókmenntafræðings, og Ögmundar
Helgasonar, forstöðumanns handritadeildar Landsbókasafns, og ætli við segjum það
ekki, að þessi æskubragur Bólu-Hjálmars sé nú kominn á hreint.“
ÆSKUBRAGUR
BÓLU-HJÁLMARS