Lesbók Morgunblaðsins - 02.08.2003, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 2. ÁGÚST 2003 15
Carsten Süss, Helga Rós Indriðadóttir, Robin Engelen og Motti Kastón.
HALDNIR verða óperutónleikar ífélagsheimilinu Miðgarði íSkagafirði í kvöld kl. 21. Þarkoma fram Helga Rós Indr-
iðadóttir sópran, Carsten Süss tenór, Motti
Kastón, baritón og Robin Engelen píanó-
leikari, en þau starfa öll við óperuhúsið í
Stuttgart, sem valið var óperuhús ársins í
fyrra af tímaritinu Opernwelt. Á efnis-
skránni verða bæði einsöngsaríur og dú-
ettar úr óperum eftir
Mozart, Puccini, Rossini
og Bizet. Flutt verða lög
úr söngleikjum á borð við
Sögur úr Vesturbænum
eftir Bernstein og Porgy
og Bess eftir Gershwin,
auk þess sem Helga Rós
mun syngja nokkur íslensk einsöngslög.
Kynnir á tónleikunum er María Ágústs-
dóttir.
Hvernig eru tónleikarnir til komnir?
„Ég á ættir mínar að rekja hingað í
Skagafjörð og foreldrar mínir búa hér.
Magnús Sigmundsson í Ævintýraferðum
stakk upp á því við mig að ég kæmi hingað
ásamt nokkrum starfsfélögum mínum og
héldi tónleika. Ég ræddi hugmyndina við
Carsten, Motti og Robin og þeir tóku henni
afar vel, enda fannst þeim mjög spennandi
að koma til Íslands. Mér þykir sérstaklega
vænt um að halda þessa tónleika hér. Bæði
að fá tækifæri til þess að sýna starfs-
félögum mínum heimahagana og eins að
leyfa fólkinu mínu hérna að heyra í mér.
Mér finnst gaman að fá tækifæri til þess að
koma með þennan óperuheim hingað heim
í Skagafjörðinn þar sem margir sveitungar
mínir hafa fylgst með mér allt frá því ég
hóf tónlistarnám mitt hér sem smástelpa.“
Hvað verður svo á efnisskránni í kvöld?
„Dagskráin er skemmtilega blönduð, því
við vildum að allir tónleikagestir gætu
fundið eitthvað við sitt hæfi. Þetta er því
góð blanda af alvarlegum lögum og létt-
um.Við verðum þannig með óperuaríur,
lög úr óperettum og söngleikjum auk
nokkurrra íslenskra sönglaga. Meðal óp-
eruperlna sem við flytjum má nefna aríu
Mimi og Rodolfo úr La Boheme, Nessun
dorma úr Turandot eftir Puccini, nauta-
banaaríuna úr Carmen eftir Bizet og dúett
Zerlinu og Don Giovanni úr samnefndri
óperu Mozarts, auk þess sem ég mun
syngja aríu Rosalinde úr Leðurblökunni
eftir J. Strauss og aríu Greifafrúarinnar úr
Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart.“
Hvernig leggst svo í þig að syngja söng-
leikjalög?
„Mér finnst það afskaplega gaman, enda
um mjög fallega tónlist að ræða. En vissu-
lega þarf maður að beita sér á annan hátt
og reyna að syngja það ekki eins
„óperulega“ eða dramatískt.“
Forsala aðgöngumiða fer fram í Penn-
anum - Bókvali á Akureyri, Upplýsinga-
miðstöð ferðamála í Varmahlíð og Bóka-
búð Brynjars á Sauðárkróki, auk þess
verður hægt að kaupa miða við innganginn
fyrir tónleikana.
Óperuperlur í Skagafirði
STIKLA
Óperu-
tónleikar í fé-
lagsheimilinu
Miðgarði í
Skagafirði
Næsta v ika
Laugardagur
Leiðsögn um sýninguna
Akureyri – bærinn við Poll-
inn kl. 15 Sýningarvörður
veitir sýningargestum innsýn í líf
bæjarbúa fyrr á tíð og bregður
upp mynd af litríkum sögu-
persónum úr bæjarlífi þess
tíma. Aðgangseyrir 400 kr.
Hallgrímskirkja kl. 12 Ítalski
organistinn Giorgio Parolini. Á
dagskrá eru Ciaconu í d-moll
eftir Johann Pachelbel, þá
Rondó í G-dúr eftir ítalska tón-
skáldið Gioseppe Gher-
ardeschi. Þar næst leikur hann
Prelúdíu og fúgu um B-A-C-H
eftir Franz Liszt og tónleikunum
lýkur með Andantino eftir nú-
tímatónskáldið Denis Bédard.
Jómfrúin kl. 16–18 Kvartett
saxófónleikarans
Jóels Pálssonar.
Aðrir í hljóm-
sveitinni eru Dav-
íð Þór Jónsson á
hljómborð,
Valdimar K. Sig-
urjónsson á
bassa og Erik
Qvick á trommur. Leikið verður
utandyra á Jómfrúrtorginu ef
veður leyfir, en annars inni á
Jómfrúnni. Aðgangur ókeypis.
Sunnudagur
Smábýlið Krókur, Garða-
holti, Garðabæ kl. 13–17
Bærinn er gott dæmi um húsa-
kost og lifnaðarhætti alþýðu-
fólks á þessum landshluta á
fyrri hluta 20. aldar. Í Króki var
búið allt til ársins 1985. Krókur
stendur ská á móti samkomu-
húsinu á Garðaholti.
Akureyrarkirkja kl. 17
Fimmtu og síðustu tónleikar í
röðinni Sumartónleikar í Akur-
eyrarkirkju. Flytjendur eru:
Magnea Tómasdóttur sópran
og Guðmundur Sigurðsson
orgelleikari. Tónleikarnir standa
í klukkustund. Guðmundur og
Magnea munu einnig leika og
syngja í messu í Akureyr-
arkirkju kl. 11 árdegis.
Gránufélagshús kl. 14
Söguganga um Oddeyrina á
Akureyri. Skoðuð verða gömlu
húsin í suðurhluta Oddeyr-
arinnar milli Strandgötu og
Eiðsvallagötu. Leiðsögumaður
verður Guðrún María Krist-
insdóttir. Þátttökugjald er 300
kr.
Hallgrímskirkja kl. 20 Ítalski
organistinn Giorgio Parolini.
Efnisskrá tónleikanna er mjög
fjölbreytt og hefst með tónlist
barokktímabilsins. Fyrst hljóm-
ar Tokkata, adagio og fúga í
C-dúr, BWV 564, eftir Johann
Sebastian Bach og síðan Grave
og Flautusónata eftir Ítalann
Giambattista Martini.
Þriðjudagur
Sigurjónssafn kl. 20.30
Nicole Vala Cariglia sellóleikari
og Árni Heimir Ingólfsson pí-
anóleikari. Efnisskráin er helg-
uð spænskri og suðuramerískri
sellótónlist. Meðal verkanna
sem þau flytja eru Sex spænskir
alþýðusöngvar eftir Manuel de
Falla sem eru byggðir á þjóð-
lögum frá Múrsíu, Aragon og
Andalúsíu, og Spænsk svíta eft-
ir Gaspar Cassadó þar sem
tónskáldið notar hljóðfall
spænskra dansa.
Jóel Pálsson
Ólafssonar: Sumarsýn-
ingin Andlitsmyndir og
afstraksjónir. Til 1.9.
Ljósmyndasafn
Reykjavíkur, Gróf-
arhúsi: Claire Xuan. Til
1.9.
Norræna húsið: Nor-
ræn fílasýning. Til 17.8.
Ljósmyndir Ragnars Th.
Sigurðssonar við texta
Ara Guðmundssonar. Til
31.8.
Safnasafnið, Alþýðu-
listasafn Íslands,
Eyjafirði: Tíu úti- og
innisýningar. Til 14.9.
Safn – Laugavegi 37:
Íslensk og alþjóðleg sam-
tímalistaverk. Til 10. okt.
Sjóminjasafn Íslands,
Vesturgötu 8, Hafn-
arf.: Gripir úr Þjóð-
fræðisafni Þjóðminja-
safns Íslands. Til 15.9.
Skálholtsskóli: Björg
Þorsteinsdóttir er Stað-
arlistamaður Skálholts-
skóla árið 2003. Til 1.9.
Þjóðmenningarhúsið
við Hverfisgötu: Hand-
ritin. Landafundir. Sýn-
ingin á fundargerðabók
Þjóðfundarins. Bókasalur
Þjóðmenningarhússins er
helgaður ritmenningu Ís-
lendinga. Í bókasalnum
hefur nú verið sett upp
sumarsýning sem ber yf-
irskriftina Íslendinga-
sögur á erlendum mál-
um. Íslandsmynd í mótun
– áfangar í kortagerð.
Samspil texta og mynd-
skreytinga í barnabókum
1910–2002. Til 8.8.
Gallerí Dvergur: Geir-
þrúður Finnbogadóttir
Hjörvar. Til 17.8
Dalabúð, Búðardal:
Óskar Theódórsson. Ol-
íupastelmyndir. Til 21.8.
Lónkot: Áslaug Snorra-
dóttir. Ljósmyndasýning.
Stendur út ágústmánuð.
Upplýsingamiðstöð
myndlistar: Lista yfir
fyrirhugaðar og yfir-
standandi myndlistarsýn-
ingar í öllum helstu sýn-
ingarsölum má finna á
slóðinni www.umm.is
undir Fréttir.
LEIKLIST
Borgarleikhúsið:
Grease, mið., fim., lau.
Iðnó – Ofleikur: Date,
þrið., fim.
Iðnó – Ferðaleikhúsið.
Light Nights. Þjóðsögur
og íslenskt efni á ensku.
Sun, mán. fös.
MYNDLIST
Árbæjarsafn: Daglegt
líf í Reykjavík – sjötti ára-
tugurinn. Á sýningunni er
fylgst með sex Reykvík-
ingum á ólíkum aldri í
amstri hversdagsins á ár-
unum 1950–1960. Til
1.9.
Galleri@hlemmur.is:
Hrafnhildur Halldórs-
dóttir. Til 3.8.
Gallerí Skuggi: Sam-
sýningin Jauðhildur. Verk
eiga Ragnhildur Magn-
úsdóttir, Auður Sturlu-
dóttir og Jóhannes Dags-
son. Til 3.8.
Gerðarsafn: Sýning á
málverkum Jóhannesar
Kjarvals úr einkasafni. Til
6.9.
Gerðuberg: Til sýnis
upplýsingar um Breið-
holtið á 18. og 19. öld.
Til 5.9.
Hafnarborg: Afmæl-
issýning Hafnarborgar –
1983–2003. Til 4.8.
Handverk og hönn-
un, Aðalstræti 12:
Sumarsýning. Til 31.8.
Hönnunarsafn Ís-
lands, Garðatorgi: Úr
eigu safnsins – Sýnishorn
íslenskrar hönnunar
1952–2002. Til 1.9.
Kling & Bang, Lauga-
vegi 23: Snorri Ás-
mundsson. Til 4.8.
Listasafn ASÍ: Sum-
arsýningin – Úr eigu
safnsins: Nína Tryggva-
dóttir, Svavar Guðnason
og Kristján Davíðsson. Til
3.8.
Listasafn Borgarness:
Gunnar Ingibergur Guð-
jónsson. Til 13.8.
Listasafn Einars Jóns-
sonar: Opið laugar-
daga og sunnudaga kl.
14–17.
Listasafn Íslands: Úr-
val verka úr eigu safns-
ins. Til 31.8.
Listasafn Reykjanes-
bæjar: Sossa Björns-
dóttir. Til 31.8.
Listasafn Reykjavíkur
– Ásmundarsafn: Ás-
mundur Sveinsson – Nú-
tímamaðurinn. Til 20.5.
Listasafn Reykjavíkur
– Hafnarhús: Innsýn í
alþjóðlega myndlist á Ís-
landi. Til 31.8.
Listasafn Reykjavíkur
– Kjarvalsstaðir: Nýir
tímar í íslenskri samtíma-
ljósmyndun. Til 17.8.
Listasafn Sigurjóns
DOUGLAS Brotcie organisti
leikur á tvennum tónleikum í
Reykholtskirkju núna um versl-
unarmannahelg-
ina. Á efnisskránni
eru verk eftir Buxte-
hude, Bohm, Bach,
Haydn, Jón Leifs,
Messiaen og
Franck. Þetta er í
sjötta sinn á þessu
sumri, sem Félag ís-
lenskra organleik-
ara og Orgel- og
söngmálasjóður
Bjarna Bjarnasonar
á Skáney standa fyrir tón-
leikum til styrktar orgelinu í
Reykholtskirkju. Lokatónleikar
sumarsins verða laugardaginn
9. ágúst, en þá mun Marteinn
H. Friðriksson setjast við org-
elið. Ágóði af tónleikaröðinni
rennur óskiptur til orgelsjóðs-
ins.
Dr. Douglas A. Brotchie er
skoskur, fæddur í Edinborg.
Hann hefur lokið kantorsprófi
og orgeleinleikaraprófi frá
Tónskóla þjóðkirkj-
unnar, var annar org-
anisti Dómkirkju Krists
konungs (Landakots-
kirkju) í mörg ár og
var organisti Hall-
grímskirkju um eins
árs skeið í leyfi Harð-
ar Áskelssonar. Hann
er nú organisti og
kórstjóri Háteigskirkju
og kennari við Tón-
skóla þjóðkirkjunnar.
Douglas hefur haldið tónleika
víða um Evrópu, bæði sem ein-
leikari og sem meðleikari, m.a.
í Söngsveitinni Fílharmóníu,
Mótettukór Hallgrímskirkju og
Schola cantorum, hefur oft
komið fram sem organisti í
sjónvarpi og útvarpi og auk
þess leikið inn á fjölda geisla-
diska.
Orgeltónleikar í
Reykholtskirkju
Douglas Brotchie
AÐALHEIÐUR Ólöf Skarp-
héðinsdóttir sýnir smámynd-
ir unnar í þurrnál og vatns-
liti í Fjöruhúsinu á Hellnum
á Snæfellsnesi. Verkin eru
unnin á árunum 1996 til
2003 og eru öll til sölu.
Aðalheiður stundaði nám
við myndlistar- og kenn-
arabraut MHÍ og síðar við
Konstfack í Stokkhólmi þar
sem hún útskrifaðist sem text-
ílhönnuður auk náms í grafík
við Kollektiva Verkstad í
Stokkhólmi. Hún hefur kennt
börnum myndlist til fjölda ára
og þróað og gefið út náms-
efni í myndlist.
Hún rekur gallerí Meistara
Jakob á Skólavörðustíg ásamt
10 öðrum myndlistarmönnum.
Vinnustofa hennar er á
Garðavegi 4 í Hafnarfirði.
Aðalheiður hefur haldið 9
einkasýningar og tekið þátt í
fjölda samsýninga heima og
erlendis.
Hún sýnir einnig um þessar
mundir á tveimur alþjóðlegum
smámyndasýningum, á
Mondiale d’estamps í
Chamaliers í Frakklandi og í
Cremona á Ítalíu.
Sýningin í Fjöruhúsinu á
Hellnum stendur frá 1. til 31.
ágúst, opið er frá klukkan 10
til 22 alla daga vikunnar.
Grafíkverk
í Fjöruhúsinu
Draumur um morgun.
KATRÍN Óskarsdóttir
hefur sett upp sýningu
á vatnslitamyndum í
Litlu Kaffistofunni í
Svínahrauni. Mynd-
efnið er Hekla í ýms-
um blæbrigðum.
Katrín er grafískur
hönnuður frá MHÍ og
vann áður sem teikn-
ari, setti upp sýning-
arbása og glugga-
skreytingar. Hún
lærði nudd og jóga
fyrir nokkrum árum
og vinnur á Hótel
Hvolsvelli.
Sýningin er sölusýn-
ing og stendur fram
eftir ágústmánuði.Katrín Óskarsdóttir
Hekla í ýmsum myndum
HUGI hafði rétt fyrir sér er heiti
sýningar sem Hlynur Hallsson
opnaði á fimmtudag Undir
stiganum í i8.
Sýningunni fylgir eftirfarandi
texti:
„Eftir sundferð í Fössebad för-
um við í heimsókn til Kwan Ho
og Michaels. Við borðum ljúf-
fengt salat á svölunum og svo
fara Hugi og Lóa ásamt Piu
Mariu og Söru á leikvöllinn
með stóru rólunum. Eftir smá-
stund kemur Hugi hlaupandi til
baka, greinilega handleggs-
brotinn. Michael skutlar okkur
á næsta sjúkrahús og Hugi
bendir mér á að þetta hefði
aldrei gerst hefðum við farið í
Stadionbad eins og hann
vildi.“
Sýningin stendur til 13. ágúst
og er opin fimmtudaga og
föstudaga kl. 11–18, laug-
ardaga kl. 13–17 og eftir sam-
komulagi.
Hugi hafði rétt fyrir sér.
Hlynur Halls-
son undir
stiganum