Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.2003, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.2003, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 9. ÁGÚST 2003 3 LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 3 1 . T Ö L U B L A Ð - 7 8 . Á R G A N G U R EFNI ÚR VÖLUSPÁ Geyr Garmur mjög fyr Gnipahelli, festur mun slitna en freki renna. Fjöld veit hún fræða, fram sé eg lengra, um ragnarök römm sigtíva. Bræður munu berjast og að bönum verða, munu systrungar sifjum spilla, hart er í heimi, hórdómur mikill, skeggöld, skálmöld, skildir eru klofnir, vindöld, vargöld, áður veröld steypist mun engi maður öðrum þyrma. Leika Míms synir en mjötuður kyndist að inu galla Gjallarhorni, hátt blæs Heimdallur, horn er á lofti, mælir Óðinn við Míms höfuð. Þetta eru 43., 44. og 45. vísa Völuspár þar sem fjallað er um ragnarök. H INSEGIN dagar – gay pride – eru haldnir í dag í miðborg Reykjavíkur fimmta árið í röð. Gay pride mætti einnig út- leggja sem gleðidaga eða daga stoltsins. Fyrstu gay pride-göngurnar voru farnar í upphafi 8. áratugarins í Bandaríkjunum og nokkrum ríkjum Vest- ur-Evrópu. Göngurnar voru farnar til að vekja athygli á mannréttindabaráttu sam- kynhneigðra og þjónuðu einnig þeim til- gangi að gera lesbíur og homma sýnilegri. Fram á sjónarsviðið stigu einstaklingar úr öllum þjóðfélagshópum sem þorðu og gátu verið þeir sjálfir, stoltir af þeim tilfinn- ingum sem þeir báru í brjósti. Fyrstu göngurnar voru fámennar. Ein- ungis nokkrir tugir eða hundruð bar- áttuglaðra mannréttindasinna stigu fyrstu skrefin í stórborgunum. Þegar líða tók á 9. áratuginn fjölgaði verulega í hópnum og þátttakendur fóru að skipta hundruðum þúsunda og jafnvel milljónum í hverri borg- inni á fætur annarri. Kröfugöngurnar breyttust smám saman í sigurhátíðir. Kröfuspjöldin viku til hliðar fyrir fögnuði yfir áfangasigrum í mannréttinda- baráttunni. Lesbíur og hommar gleðjast yf- ir því að vera þau sjálf og fá að njóta lífsins á sínum eigin forsendum eins og hinir gagn- kynhneigðu. Pólitískur raunveruleiki er þó aldrei langt undan. Baráttan fyrir fullum mannréttindum dregur milljónir lesbía og homma fram í dagsljósið á hverju ári sem í raun vilja ekkert frekar en að fá að lifa í friði í sátt við sig og umhverfi sitt. Í dag taka lesbíur og hommar hér á landi þessi mikilvægu skref. Þramma niður Laugaveginn stolt af sjálfum sér og því þjóðfélagi sem við búum í. Það eru ekki ein- ungis samkynhneigðir sem taka þátt í fögn- uðinum, þúsundir gagnkynhneigðra hafa slegist í hópinn. Ég þori að fullyrða að hvergi annars staðar í heiminum er hlutfall gagnkynhneigðra í gay pride jafn hátt og í Reykjavík. Sú spurning hverju þetta sætir hefur leitað á mig í öllum gay pride- göngunum til þessa. Hvað fær þúsundir gagnkynhneigðra Íslendinga til þess að taka höndum saman með samkynhneigðum í tilefni hinsegin daga? Hvað fær á þriðja tug þúsunda Íslendinga, um tíu prósent þjóðarinnar, til þess að stíga upp úr hvers- dagsleikanum og mæta til leiks? Hvaða fé- lagslegu og pólitísku þættir liggja þessu til grundvallar? Eflaust liggja margar og mismunandi ástæður að baki þessari miklu þátttöku en ég leyfi mér að nefna þrjár til sögunnar. Í fyrsta lagi leggur stór hluti þátttakenda leið sína í miðborgina til að leggja mannrétt- indabaráttu samkynhneigðra lið. Mannrétt- indasinnum blöskrar að í upphafi 21. aldar skuli samkynhneigðir Íslendingar ekki njóta mannréttinda til jafns við gagnkyn- hneigða. Það hefur verið sérstaklega áhuga- vert að fylgjast með gagnkynhneigðum mannréttindasinnum í göngum undanfar- inna ára. Þeir ganga á pólitískum for- sendum, taka mann tali og býsnast yfir því að full mannréttindi hafi ekki þegar verið tryggð. Hér er svo sannarlega um sannkall- aða mannréttindasinna að ræða og manni hlýnar um hjartarætur að sjá þegar fólk er viljugt til að leggja sitt af mörkum til þess að tryggja náunganum full réttindi. Sam- kenndin er sterk í þessu litla þjóðfélagi okk- ar. Þegar okkur þykir halla á meðbræður okkar og systur tökum við höndum saman. Í öðru lagi tekur fólk þátt í hinsegin dög- um til þess að skemmta sér og öðrum og fagna um leið nýfengnu frelsi. Þátttakendur samgleðjast yfir þeim mikilvægu sigrum sem áunnist hafa í mannréttindabaráttu samkynhneigðra hér á landi á undanförnum árum: Lögum um staðfesta samvist frá 1996, banni við mismunun einnig frá 1996 og rétti til stjúpættleiðinga frá 2000. Gleðin ræður ríkjum, fjöldinn skartar sínu feg- ursta og skálar í kampavíni að lokinni göngu. Í þriðja lagi tekur hópur fólks þátt í hátíð- arhöldunum ýmist til þess að fylgjast með göngunni af einskærri forvitni, horfa á skemmtidagskrána eða til þess eins að njóta góðrar götuhátíðar í miðborginni. Pólitískur bakgrunnur hátíðarhaldanna er hins vegar aldrei langt undan. Þær þúsundir Íslendinga sem taka þátt í hinsegin dögum senda frá sér skýr skilaboð. Skilaboðin eru þrenns konar og er beint í þrjár ólíkar áttir að mínu mati. Skilaboðum er beint til samkynhneigðra sjálfra: Verið þið stolt af því sem þið eruð, verið þið sjálf. Þið þorið, viljið og getið. Skilaboð eru send til samfélagsins í heild sinni: Fordómar gagnvart samkyn- hneigðum eru með öllu ólíðandi. Síðast en ekki síst eru skilaboð send til stjórnvalda: Það er ekki sæmandi nútíma upplýstu lýðræðissamfélagi að vera með lög í landinu sem brjóta með beinum hætti gegn grundvallarmannréttindum borg- arana. Full mannréttindi samkynhneigðra eru það sem koma skal: Réttur til ættleið- inga, réttur lesbía til tæknifrjóvgunar, rétt- ur til giftingar í kirkju og réttur til giftingar á nákvæmlega sömu forsendum og réttur gagnkynhneigðra til giftingar. Síðan hefur hver og einn eflaust sínar ástæður fyrir þátttöku í hinsegin dögum. Ég mun til dæmis skilja kröfuspjaldið eftir heima en efst í huganum verður baráttan fyrir rétti samkynhneigðra barna og ung- linga, sérstaklega réttindum þeirra í skóla- kerfinu. Nær algjör þögn ríkir um málefni samkynhneigðra barna og unglinga í skól- um landsins. Samkynhneigð börn og ung- lingar virðast ekki vera til að mati skóla- kerfisins. Um þau er aldrei talað. Við þau er ekki rætt. Það heyrir til undantekninga ef kennarar og skólastjórar gera ráð fyrir því að til séu samkynhneigð börn og unglingar. Þau börn skipta hundruðum sem myndi líða betur innan skólans, sem utan hans, ef fjallað væri um málefni samkynhneigðra í skólum eins og til dæmis fjallað er um mál- efni fólks af erlendum uppruna. Er ekki kominn tími til að við sem erum fullorðin tökum á okkur rögg og tölum um samkyn- hneigð við börn og unglinga eins og ekkert sé sjálfsagðara? Er ekki kominn tími til þess að við hættum að gera sjálfkrafa ráð fyrir því að börnin okkar séu gagnkyn- hneigð? Er ekki rétt að doka aðeins við og spyrja sjálfan sig að því hvernig þeim ung- lingi líði sem er samkynhneigður en er stöð- ugt sagt af mömmu, pabba, afa, ömmu, fé- lögunum og kennurunum að hann sé gagnkynhneigður? Sú togstreita sem marg- ur unglingurinn þarf að glíma við af þessum sökum er honum um megn. Með opinni fordómalausri umfjöllun um samkynhneigð og samkynhneigða má stór- bæta líðan fjölda barna og unglinga, draga úr fordómum, minnka líkur á ofneyslu vímugjafa og síðast en ekki síst bjarga fjölda mannslífa. Það hlýtur að vera þess virði. Gleðilega hátíð. PÓLITÍSK SKILABOÐ HINS- EGIN DAGA RABB B A L D U R Þ Ó R H A L L S S O N baldurt@hi.is Völuspá dómsdagur og kristnitakan á Alþingi heitir grein eftir Pétur Pétursson en þar setur hann fram tilgátur um að skýra megi torskilda staði í Völuspá með því að bera þá saman við byz- anskar og keltneskar dómsdagsmyndir. Samkvæmt því hefur kvæðið að hluta til verið skjaldarkvæði, ort út frá íkonum og biblíumyndum á krossum. Yzt nefnist bók sem Ari Trausti Guðmunds- son og Tolli hafa unnið saman. Silja Björk Huldudóttir ræddi við þá um verkið sem hefur að geyma texta og myndir um íslenska náttúru, trú, líf og heimspeki. Ragnars Kjart- anssonar myndhöggvara verður minnst með sýningu á verkum hans sem verður opnuð í Listasafni ASÍ í dag. Silja Björk Huldudóttir ræddi við aðstand- endur sýningarinnar um list Ragnars. André Breton átti gríðarlegt safn listaverka sem tengdust súrrealistahreyfingunni sem hann stofnaði. Í vor var safnið selt á uppboði. Hanna Guðlaug Guðmunds- dóttir segir frá uppboðinu og rifjar upp sögu súrrealismans. FORSÍÐUMYNDIN er af leirlistaverki frá sýningu sem Ragnar Kjartansson og Dieter Roth unnu saman árið 1960 og sett var upp í Ásmundarsal. Verkið er í eigu Ingu Ragn- arsdóttur. Ljósmyndari: Arnaldur Halldórsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.