Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.2003, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.2003, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 9. ÁGÚST 2003 13 AFSKIPTASTA grein sígildrar kirkjutón- listar á Íslandi er án mikils vafa barokkkant- atan. Sérstaklega úr sjóði rúmlega tvöhundruð varðveittra slíkra verka eftir J.S. Bach, sem ber höfuð og herðar yfir alla aðra höfunda á þeim tónvangi. Það var því ekki lítil eftirvænting í lofti þegar Sumartónleikar í Skálholti kórónuðu vertíðina í ár með ofangreindum tveim úrvals- kantötum Bachs. Létu áheyrendur sig né held- ur vanta, því undirritaður minnist ekki að hafa séð annað eins fjölmenni fylla kirkjuna í mörg ár. Forntónlistarflutningur á vegum Sumartón- leika í Skálholti hefur frá fyrstu tíð verið innan vébanda svokallaðs upphaflegs túlkunarmáta, er enskumælendur nefna „historically informed performances“ (nettilega skammstafað „HIP“). Eldri barokkunnendur tóku endurmatsstefnu þessari blendnum huga þegar hreyfingin kvaddi sér hljóðs fyrir aldarþriðjungi, og ekki alveg að ósekju meðan sérhæfð barokkspilamennska var enn uppúr og ofan. Síðan hefur margt breytzt til betri vegar, og æ fleiri afbragðsupptökur hafa ratað á hljómdiska hin seinni ár undir þessum formerkjum. Málið er nefnilega að litlu gildir hversu samvizkusamlega túlkunarheimildir eru kannaðar, ef útkoman hljómar ósannfærandi. Og ekki aðeins á einn veg, sbr. t.d. ofurmann- legan spilhraða Reinhards Goebel og Musica Antiqua Köln er ósjaldan hljómar of góð til að geta verið sönn. Raunar er færni margra HIP- sveita í dag orðin slík, að hún gæti í versta falli fælt ósérhæfða flytjendur frá gimsteinum bar- okksins. Þætti þá sumum verr farið en heima setið ef „sögulega upplýstur“ flutningsmáti verður að einkaleyfi. Að þessu sinni gafst spennandi tækifæri til að heyra árangur glóðvolgra tónsagnfræðirann- sókna. Um var að ræða kóráhöfnina í seinni kantötu dagsins, „Wachet auf, ruft uns die Stimme“ frá 1731. Lengi hefur verið deilt um stærð kóranna er Bach hafði til umráða sem kantor í Leipzig, þó að fáum dytti lengur í hug að nota hátt í 200 söngvara eins og Mendelssohn við enduruppgötvun Mattheusarpassíunnar í Leipzig 1829. Samt er hætt við að nýjustu niður- stöður tónsagnfræðinga ýti rækilega við mönn- um, því þær þykja benda til að Bach hafi aðeins haft í huga blandaðan kvartett færustu söngv- ara fyrir flóknari kórþætti sína. Í samræmi við þær niðurstöður var kór Bach- sveitarinnar í Skálholti einungis skipaður einum manni í hverri rödd, þ.e. einsöngvurum dagsins. Mæddi mest á þeim í voldugum inngangsþætti kantötunnar, þar sem sálmalag Nicolais svífur á löngum cantus firmus nótnagildum sóprans og horns yfir pólýfóníu neðri radda í tignarlega punktuðum ¾ brúðarmarsi. Sjálfsagt er maður eitthvað sligaður af vana- festu. En jafnvel með þeim fyrirvara fannst manni tilraunin ekki koma nógu vel út. A.m.k. ekki lengst aftan úr turni þar sem kvartettinn hljómaði heldur dauflega, og áttu innraddir, einkum altinn, erfiðast með að komast til skila. Einnig kann hljómburðarkæfandi áheyrenda- fjöldinn að hafa dregið úr söngfyllingu. Hvað sem öllum vel studdum rökum nýjustu rann- sókna líður átti maður því erfitt með að sætta sig við að mesti raddfærslusnillingur allra tíma skyldi hafa fúlsað við 12–16 manna úrvals- kammerkór – hefði hann átt þess kost – er kom- ið gæti öllum innviðum tryggilega til skila í full- komnu jafnvægi. Nema tónsagnfræðingum hafi hugsanlega yfirsézt eitthvað er skýrir málið bet- ur. T.d. í líkingu við misskildar forsendur upp- hafshyggjufrumkvöðulsins Harnoncourts fyrir því að nota drengjaeinsöngvara í erfiðar sópran- aríur (er heimildum ber saman um að Bach hafi líka gert), þrátt fyrir svo klénan árangur að Harnoncourt kvað löngu hættur þeirri iðju. Að öðru leyti sungu einsöngvarar eins og englar. Eftirvænting aðsteðjandi hýnætur ljóm- aði af Eyjólfi Eyjólfssyni tenór í sönglesinu „Er kommt, er kommt“ og fyllti hann vel sálma- lagsröddina á móti frægum kontrapunkti Bachs í „Zion hört die Wächter singen“, þrátt fyrir stirðbusalega löng-stutt alla breve hrynjandi fylgibassans, er frekar hefði mátt svífa portato á jöfnum fjórðapartsnótum. Rannveig Sif Sigurðardóttir sópran og Bene- dikt Ingólfsson harmóneruðu frábærlega vel saman í dúettunum „Wann kommst du?“ við lipra „violino piccolo“ fylgirödd Schröders og „Mein Freund ist mein“ við rennilegan óbóleik Peters Tompkins (ef að líkum lætur) er einnig jók viðhöfn inngangskórsins með tveim félögum sínum í 2. óbói og veiðióbórödd („taille“). Auk þess var Benedikt hlýr Kristur í gervi brúðgum- ans í sönglesinu „So geh herein zu mir“. Aðeins lokakórallinn virkaði ekki nógu vel fyrir fá- mennis sakir, enda nær öruggt að Bach hafi á slíkum endapunkti tjaldað öllu sem til var, hæfu sem minna hæfu. Fyrri kantata dagsins, „Ich habe genug“ frá 1727, er unnendur seinni Vínarskólans þekkja óbeint frá kóraltilvitnun Albans Bergs í Fiðlu- konsert sínum, flokkast meðal einsöngvara- kantatna Bachs, og er í þessu tilviki bassi í fyrir- rúmi. Hvað textaviðfang varðar fjallar hún um dauðann, líkt og systurkantatan Ich will den Kreuzstab gerne tragen, og er óhætt að segja að sjaldan ef nokkurn tíma hafi dauðlegum hlust- anda gefizt öflugri huggun í tónum en með þess- um tveim verkum sem eru innblásin andagift af æðstu gráðu. Eða hvar getur annars staðar að heyra jafnbjargfasta trúarsannfæringu og í lokaaríunni, „Ich freue mich an meinem Tod“, þar sem feigðinni er snúið upp í sópandi himn- eskan Ländler-dans? Benedikt Ingólfsson söng þessa aríu og gullfallegu aríurnar „Ich habe genug“ og „Schlummert ein, ihr matten Augen“ af framúrskarandi mýkt, en hefði textans vegna kannski mátt skerpa samhljóðana betur í söng- lesunum á milli, jafnvel þótt orðið hefði á kostn- að hljómfyllingar. Ótilgreindi fylgiraddleikarinn blés óbóröddina í fyrstu aríu af samsvarandi þjálli lipurð. Strengir Bachsveitarinnar stóðu einnig mjög vel og samtaka fyrir sínu undir handleiðslu Jaaps Schröders í þessu ótvíræða snilldarverki, er eftir fornum vísbendingum að dæma naut fádæma vinsælda þegar á tímum Bachs. Og skal engan undra. Gullöld ítalskra strengja Á öðrum tónleikum laugardagsins var tekinn upp tónsöguþráður frá Skálholtstónleikum La Pellicana hópsins fyrir hálfum mánuði. La Pellicana flutti þá elztu hljómsveitartónlist Ítala, frá tímamótum endurreisnar og frumbar- okks. Bachsveitin lék að þessu sinni valin strengjasveitarverk sama lands frá snemm- barokki til síðbarokks og nokkurn veginn í réttri tímaröð eða fram í byrjun 18. aldar, undir fyr- irsögninni „Ítölsk kammerverk frá 17. og 18. öld“. Skilin á milli kammer- og hljómsveitartón- listar voru þá að vísu ekki jafnglögg og síðar urðu þegar hljómsveitir stækkuðu til muna, því framan af voru sjaldan fleiri en 2–3 hljóðfæri á rödd. Á hinn bóginn var rithátturinn þegar á öðrum fjórðungi 17. aldar farinn að taka á sig sterkari „instrúmental“ svip – ólíkt því sem heyra mátti fyrir hálfum mánuði, er í mörgum tilvikum var aðeins einföld yfirfærsla frá fjöl- rödduðum sönggreinum canzónu og madrígals. Einnig staðlaðist með Ítölum fljótt fjórradda skipan fyrir 1.–2. fiðlu, víólu og fylgibassa, þó að lengi eimdi annars staðar eftir af fimmradda arfleifð söngritháttar með tvíröddun einnig í víólu, eins og heyra má í elztu kantötum Bachs. Hafi fimmröddun einhver verið til staðar hér, kom það alltjent ekki fram af tónleikaskrá, þrátt fyrir stutta en laggóða umfjöllun Schröders um þessi mjög svo sjaldheyrðu verk. Dagskráin bar með sér að valið hefði verið af mikilli kostgæfni, því hvert verk var öðru feg- urra og lumuðu mörg hver á sprækara hugviti en hefði mátt ætla jafnfornri tónlist, enda þótt fjölnýting tóntegunda, andstæðna og „Fort- spinnung“-úrvinnslu kæmu eðlilega mest fram í yngstu tónsmíðunum. Næst raddsöngsstíl end- urreisnar stóðu feneysku upphafsverkin, hin ferska Canzóna G.B. Grillos (d. 1622) frá 1608 og 1. og 10. Canzónur B. Marinis (1594–1663) Op. 8 í C og d. Passacalio Marinis í g Op. 22 (1655) var aftur á móti töluvert útfærðara strengjasveitarverk. Tvö stutt en samt margþætt verk eftir M. Cazzati (1616-78), La Malvasia Op 35 (1665) og La Maltese Op. 8 (1648), minntu að sumu leyti á seinni tíma kirkjusónötur (með fúgatókafla í fyrra stykkinu). Enn meir breiddi tónlistin úr sér í tveim verkum Bolognumeistarans G.B. Vitalis (1632–92) – La Safatelli og hinu ýmist bráðskemmtilega eða ægifagra Capriccio detto il Molza, bæði úr Op. 5 frá 1669. Gat þar m.a. að heyra líflega krómatík og fúguættuð vinnu- brögð við hæfi háborgar ítalskrar raddfærslu- listar. Eftir hinn athygliverða G.M. Bononcini (1642–78) frá sömu borg voru fyrst tvö stutt en rennileg verk úr Op. 5 frá 1671, Corrente og Sarabanda (bæði í Es). Áhrifamest var þó Són- ata hans í sömu tóntegund Op. 3,16 (1669) sem skartaði ótrúlega djörfum hljómamódúlasjón- um. Síðustu Ítalarnir á dagskrá, G. Legrenzi (1626–90), G. Torelli (1658–1709) og A. Stradella (1639–82), vísuðu allir fram á veg síðbarokksins. Má raunar segja að ítölsk tónskáld hafi á þeirra tímum verið einni kynslóð á undan öðrum Evr- ópulöndum, enda lengi mikið stúderuð af koll- egunum norðan og vestan Mundíufjalla. Þó að enn takmarkaðist hljómaframvinda Stradellu talsvert af kyrrsvifi kirkjutóntegunda, var Són- ata hans auðheyranlega meðal fyrirmynda Cor- ellis, því þar kom fram fyrsti vísir að concerto grosso greininni er átti eftir að ná glæstu há- marki í Op. 6 Händels og Brandenborgarkons- ertum Bachs. Í tvíþættum c-moll konsert fiðlu- snillingsins Torellis birtust hins vegar helztu útlínur hins yngra fiðlukonsertforms með öllu frjálslegra tóntegundaferli og Vívaldískum sekvenzum. Hér voru miklar og fágætar gersemar á boð- stólum, leiknar af innlifaðri sagnfestusnerpu undir stílvissri forystu Jaaps Schröders, sem margan hlustandann hefði ugglaust langað til að kippa með sér heim í hljóðriti, hefði þess gefizt kostur. Stuggað við Gottskálki grimma Þriðju og síðustu tónleikar laugardagsins voru helgaðir nýjum verkum fyrir bassa- klarínett; án efa „bezt heppnaða lágtíðnilim allra tréblásarafjölskyldna“, svo vitnað sé í eldri skrif. En líkt og með aðrar yfirstærðir var það lengi að hljóta endanlegt form og fastan sess í sinfóníuhljómsveitum, eða fyrst undir lok 19. aldar þegar þrí- og fjórskipaðir tréblásturskór- ar urðu algengir. Enn lengur tók að vekja áhuga tónskálda á bassaklarínettinu sem einleikshljóð- færi, því skv. fróðlegum pistlingi Rúnars Ósk- arssonar í tónleikaskrá gerðust fyrstu einleiks- tónleikar í heimi eingöngu fyrir bassaklarínett ekki fyrr en 1955. Og má raunar ótrúlegt kalla – miðað við þá gífurlegu tjáningarvídd sem hljóð- færið hefur í réttum höndum, eins og berheyri- lega opinberaðist á þessum tónleikum Rúnars við kjörhljómburð Skálholtskirkju. Heil tvö verkheiti á dagskrá mátti gruna að væru að hluta tengd nafni flytjandans, þ.e.a.s. „Rún“ og „Rúnaröð“, og varla nema sjálfsögð launhylling tónskálda til fyrsta Íslendingsins sem sérhæft hefur sig í nýrri tónlist fyrir bassa- klarínett. Hin hugmyndatengslin voru auðvitað við galdra(rúnir), og reyndust þau ekki síður við hæfi. Því ekki var laust við að myrkvustu nátt- verk hins forna helgistaðar uppvektust hlust- endum þegar hljóðfærið lét hvað fordæðulegast, svo litlu mátti muna að sjálfur Gottskálk byskup birtist ljóslifandi utan úr horni með Rauðskinnu í hendi, ærið önugur fyrir af nýliðnum upp- greftri fornleifafræðinga. „Rún“ eftir Elínu Gunnlaugsdóttur var samið fyrir Rúnar 1999 og heyrðist áður á tónleikum hans í Ými í janúar í fyrra. Það var hér flutt í endurskoðaðri útgáfu, tæpra sjö mínútna á lengd, og hefði verið fróðlegt að eiga tiltæka eldri tímalengdina til vitneskju um hvort breyt- ingarnar hefðu orðið til lengingar eða stytting- ar, þó að maður hallist frekar að hinu fyrra ef treysta má brigðulu minni. Verkið þróaðist úr bordúnsbundnum inngangi í álfkonulegan tregasöng, brátt kryddaðan hindurvitnalegum tvíhljómum, og lauk á mínímölskulegum kafla þriggja og sex tóna hendinga, til skiptis legató og stakkató. Þá var frumflutt verk Tryggva M. Baldvins- sonar frá þessu ári, „Af gleri“ (um 10’40’’). Hvað sem ráða má af torræðum titli, þá var vissulega bjart yfir þessu verki. Helzt sló það mann fyrir nærri því hjarðsæla náttúrurómantík, þrátt fyr- ir nútímalegt tónmál og nokkurn skammt af framsæknum effektum á við kvarttónaferli, fingrasetningaleg litbrigði, blaðsmelli, tví- hljóma, urg o.fl., er einnig komu við sögu í hin- um verkum dagskrár, að vísu mismikið. Út- hugsuð dýnamík, ásamt víða sérkennilegri „mælsku“ í hendingatjáningu, dró sízt úr hlust- vænleika verksins, er kallaði undir lokin fram mynd af kjagandi letibirni að sletta í góm og geispa í falsettu. Eftir þessa glertæru heiðríkju setti sólistinn „Capriccio detta „L’Ermafrodite““ (1983, um 8’30’’) eða „Tvíkynjadynt“ eftir Feneyinginn Claudio Ambrosini sem næsta dagskráratriði, og án efa af ráðnum hug. Því hafi víða örlað á andblæ kukls og reimleika á tónleikunum í heild, þá kastaði sannarlega tólfunum í þessu hrollvekjandi verki er var engan veginn við hæfi barna og viðkvæmra sálna, allra sízt undir svefninn. Rúnar framdi hér ótrúlegustu dofra konstir á trélúðurinn langa sem sumar væru helzt eignandi tilraunahljóðversmeistara með aðstoð nýjustu tölvutækni. Varð snemma lýðum ljóst hvers vegna hljóðfærið er í uppáhaldi kvik- myndatónskálda undir dulmögnuðustu spennu- atriði hvíta tjaldsins. Sem betur fór gafst ráðrúm til að jafna sig í næsta verki þegar Rúnar frumflutti „Rúnaröð“ (2003; um 21’20’’) eftir Oliver Kentish. Verkið var þrískipt – hver þáttur aðeins auðkenndur taktmælishraða fjórðapartsnótu (I = 50, II = 120 og III = 144) – og datt manni eðlilega fyrst í hug þrískipting eldra 24 rúnastafrófsins í Freys, Hagals og Týs ætt, hvort sem annars hafi legið neinar slíkar pælingar að baki. Jafnvel þótt táknhlaðinn Fuþark Germana hafi áður veitt fleira en einu tónskáldi innblástur, og víðar en á Norðurlöndum, enda feiknstafir Óðins ekki síð- ur merkingarþrungnir en t.a.m. Tarotspilaröð- in. En hvað sem þeim vangaveltum líður var verk Olivers, þrátt fyrir mikla fjölbreytni í áferð, merkilega heilsteypt áheyrnar, m.a. þökk sé hófsamri effektanotkun og einkum auðgrein- anlegri samtengingu í krafti fjórtónafrumsins do ra tí do, er mann rámar einnig í að hafa heyrt í öðrum verkum höfundar. Frumið birtist út í gegn í stóru sem smáu – ýmist í réttri eða við- snúinni mynd – og í miðþætti m.a.s. sem ta la do tí (= BACH!). Lokaatriðið var „Monolog“, hið þegar sígilda framúrstefnuverk Kórverjans Isangs Yun frá 1986, alllöng og virtúósískt krefjandi smíð þrungin stórbrotnum andstæðum þar sem ekki sízt hátíðnisvið hljóðfærisins var þanið til hins ýtrasta af yfirgengilegu tækniöryggi. Segja má með sanni að aldrei hafi verið dauft augnablik á þessum mögnuðu tónleikum þar sem Rúnar Óskarsson læsti athygli hlustandans ramm- greipu galdrataki unz yfir lauk. Ríkarður Ö. Pálsson Kórréttur Bach? TÓNLISTSkálholtskirkja J.S. Bach: Kantöturnar Ich habe genug BWV 82 og Wachet auf BWV 140. Rannveig Sif Sigurðardóttir S, Sigríður Jónsdóttir A, Eyjólfur Eyjólfsson T & Benedikt Ingólfsson B. Bachsveitin í Skálholti undir forystu Jaaps Schröder. Laugardaginn 2. ágúst kl. 15. KANTÖTUTÓNLEIKAR Ítölsk snemm- og miðbarokkverk eftir Grillo, Marini, Cazzati, Vitali, Bononcini, Legrenzi, Torelli og Strad- ella. Bachsveitin í Skálholti undir forystu Jaaps Schröder. Laugardaginn 2. ágúst kl. 17. STRENGJATÓNLEIKAR Einleiksverk fyrir bassaklarínett. Elín Gunnlaugs- dóttir: Rún. Tryggvi M. Baldvinsson: Af gleri (frumfl.). C. Ambrosini: Capriccio detta „L’Ermafr- odite“. Oliver Kentish: Rúnaröð (frumfl.). Isang Yun: Monolog. Rúnar Óskarsson bassaklarínett. Laugar- daginn 2. ágúst kl. 21. EINLEIKSTÓNLEIKAR ÞAÐ sem var óvenjulegt við tónleika Nicole Völu Cariglia og Árna Heimis Ingólfssonar, sem haldnir voru í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar sl. þriðjudag, þann 5. ágúst, að á efniskránni voru nær eingöngu spánsk tónverk en eitt frá Argentínu, en tónlist Argentínumanna ber í sér mörg sérkenni spánskrar tónlistar, þannig að sterkur heildasvipur var á efnisskránni. Það sem einkennir mjög spánska tónlist eru trega- fullar hægferðugar sönglínur en þar á móti koma oftlega fjörug hrynræn tilþrif, þessi sam- skipan sönglínunnar og hrynleiksins, sem ein- kenna spánska alþýðutónlist, kom mjög vel fram í spánskum þjóðlögum útsettum af Manuel de Falla. Þetta eru upprunalega sönglög, sem hér voru flutt í umritun fyrir selló. Nicole er efnilegur sellisti, þó flutningur laganna væri í daufara lagi og ekki væri gerður nægilegur munur á syngjandi tónlínum og hrynrænni and- stæðum laganna. Annað vifangsefni tónleikanna var stuttur og elskulegur „fuglasöngur“ eftir Casals, þar sem hann hljóðgerir fuglasöng í for- spili píanósins, en Casals var einnig góður pían- isti. Þetta litla lag var fallega flutt en þriðja við- fangsefni Nicole Völu var einleikssvíta eftir Cassadó. Svítan er í þremur þáttum. Fyrsti þátturinn er fantasía en tveir seinni eru í raun dansþættir og sá seinni sérlega erfiður. Þrátt fyrir að margt væri fallega gert hjá Nicole Völu, vantaði nokkuð á hraðann, sem er mikilvægt at- riði, sérstaklega þar sem leikið er með hrynfast tónferli. Músurnar frá Andalúsíu, eftir Turína, fjallar um sönggyðjurnar níu og úr þessu verki lék Nivole Vala þáttinn um Polymníu, sem sam- kvæmt goðafræði Stolls ( þýðing Steingríms Thorsteinssonar), er lofsöngvagyðjan. Söng- gyðjurnar níu eru sagðar dætur Seifs og Mnemosýne. Samkvæmt Hómer er sagt að þær syngi í veislum goðanna á Ólympi og skemmti þeim með sinni fögru rödd, einnig að þær veiti söngmönnum sönglistargáfu og blási andagift og yrkisefnum í brjóst þeirra. Næturljóð Pol- ymníu var fallega flutt en aðalviðfangsefni tón- leikanna var Pampeana nr. 2, eftir Ginastera, töluvert margbrotið verk, sem gerir miklar kröfur til sellistans, sérstaklega er varðar tví- grip og margvíslegar hrynfléttur. Það sem helst mætti finna að, var hraðinn, því þar hefði mátt muna nokkru, en skiljanlegt að ungum og óreyndum sellista sé þarna nokkur vandi á höndum, því verkið er sérlega kröfuhart. Í þessu erfiða verki var margt fallega leikið hjá Nicole Völu, er gefur fyrirheit um að hér sé á ferðinni efni í góðan sellista. Samleikari Nicole Völu var Árni Heimir Ingólfsson, er lék sér að mörgu skemmtilegu, sérstaklega þar sem leikið var með þær ýmsu hrynbrellur, er oft einkenna spánska og suður-ameríska tónlist. Þá var sam- spil hans og mótun blæbrigða oft sérlega fallega mótað. Jón Ásgeirsson Leikurinn með hryn- skerpuna TÓNLIST Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Nicole Vala Cariglia og Árni Heimir Ingólfsson fluttu verk eftir de Falla, Casals, Cassadó, Turina og Ginastera. Þriðjudaginn 5. ágúst, 2003. SAMLEIKUR Á SELLÓ OG PÍANÓ

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.