Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.2003, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.2003, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 9. ÁGÚST 2003 FJÖLMIÐLAR NEÐANMÁLS LÍFIÐ við hirð Stalíns er við- fangsefni Simons Sebag Montef- iore í bók hans Stalin: The Court of the Red Tsar, eða Stalín: Hirð rauða keis- arans. Dregur höfundurinn þar fram lif- andi mynd af daglegu lífi nánustu sam- starfsmanna þessa aðalritara kommúnista- flokksins. Hvernig þeir óttuðust Stalín sem og virtu, frömdu jafnvel morð fyrir hann og tóku þátt í að lyfta honum á þann guðlega stall sem hann skipaði. Bókin þykir varpa nýju ljósi á þennan tíma í sögu Sovétríkj- anna, en rannsóknir sínar bygg- ir Sebag Montefiore m.a. á einkaskjölum leiðtoga sovéska kommúnistaflokksins sem ekki voru gerð opinber fyrr en árið 2000. Auk þeirra notar hann dagbækur og sendibréf fjölda nánustu samstarfsmanna leið- togans. Í skrifum Sebag Montefiore kemur m.a. fram að Stalín var mikill áhugamaður um mann- kynssögu og byggði hirð sína að mörgu leyti upp að fyrirmynd Rússakeisarans Ívans grimma. Þannig kom Stalín sjálfur upp sinni eigin hirð skósveina, til að grafa undan gömlu elítunni, og viðhélt tryggð þeirra með veg- legum gjöfum auk þess sem hann lét reglulega myrða nokkra þeirra til að halda hin- um á tánum. Dulmálsfræðingurinn ÞRIÐJA bók Tobias Hill, The Cryptographer eða Dulmáls- fræðingurinn, nær að mati breska dagblaðsins Guardian að gera skattrannsóknir að skemmtiefni. Sagan er látin gerast árið 2021 er pappír er orðinn lítið annað en minning úr fortíðinni og allar fé- greiðslur fara fram í rafrænu formi. Aðalsöguhetjan, Anna Moore, er skattrannsóknamaður sem lendir í því að rannsaka fjármál Johns Law, vellauðugs dulmáls- fræðings sem á heiðurinn að fyrsta mjúka gullinu, vefræna gjaldmiðlinum sem tekið hefur við jafnt af dollar, pundi, evru og jeni. Hins vegar er ekki allt sem sýnist og mjúka gullið og Law sjálfur reynast ekki jafn örugg og virtist í fyrstu. Um leið og hún var farin BANDARÍSKI rithöfundurinn Evan Hunter, sem einnig skrif- ar undir höfundarnafninu Ed McBain, sendi nýlega frá sér nýja skáld- sögu, The Mo- ment She Was Gone, sem út- leggja má á íslensku Um leið og hún var farin. Sagan er spennandi, líkt og fyrri verk Hunters sem á tæplega 50 ára rithöfundarferil að baki, en um er að ræða sál- fræðilega spennusögu þar sem sjónum er beint að sektarkennd happasællar fjölskyldu í New York. Bókin hefst á hvarfi dótturinnar, sem stundað hefur þá iðju áður, og beinist athygli lesenda að ástæðum hegðunar hennar og þeirri sjálfs- eyðingarhvöt sem þar liggur að baki. ERLENDAR BÆKUR Hirð rauða keisarans Evan Hunter Jósef Stalín A F tilviljun nánast sá ég helj- armikla tónleika með Paul McCartney í sjónvarpinu um seinustu helgi. Þetta var upptaka frá höfuðstað skemmtanaiðnaðarins, rétt- nefndri Borg englanna, eða Los Angeles í Kaliforníu. Á sviðinu var Sir Paul, aldrað goð með gráa hárið falið undir dökkum lit og klæddur eldrauð- um bol með áberandi áletrun, þar sem lesa mátti skilaboð frá ungri eiginkonu hans. Þar stóð „No more landmines“, eða „Aldrei framar jarð- sprengjur“. Bandaríkjamenn, helstu framleið- endur jarðsprengna, hafa væntanlega ekki tekið þessa ábendingu til sín, sjá enda ekki bjálkann í eigin auga, en fögnuðu þar á móti ógurlega frels- issöng einum innblásnum af 11. september 2001. Rétt eins og rússneska háðádeiluskáldið Nikolai Erdman benti á í frægu leikriti sínu um sjálfs- morðingja er það hverjum málstað ómetanlegt að eignast talsmenn sem tekið er eftir. Sir Paul var umkringdur kornungum hljóð- færaleikurum, hreinum snillingum að því er virt- ist, sennilega flinkari og lærðari spilurum en þeir John, George og Ringo voru nokkurn tíma. Flestir voru þeir sennilega fæddir löngu eftir að The Beatles sungu sitt síðasta, en gættu þess vandlega að fara ekki á svig við upprunalegar útsetningar laganna. Þannig lét trommuleikar- inn ótrúlegi sig hafa það að fikra sig að mestu eftir slögunum sem Ringo hafði markað á sínum tíma. Til að eftirlíkingin yrði sem nákvæmust hvarf Sir Paul í lok myndarinnar inn í þyrlu sem flutti hann á brott, rétt eins og í lok fyrstu kvik- myndar Bítlanna, A Hard Day’s Night. Á meðal áhorfenda var fjölbreytt safn aldr- aðra engla úr Englaborginni, kvikmyndastjarna á borð við Jack Nicholson, Michael Douglas og ótal fleiri. Stjörnurnar virtust þó í miklum minnihluta í áhorfendaskaranum, því þarna voru heilar fjöl- skyldur samankomnar, hver kynslóðin upp af annarri, allt frá undrandi kornabörnum upp í grátandi ömmur. Enn gat gamli bítillinn kreist út úr þeim táravatnið. Fyrrum voru það bara unglingar sem dáðu Paul og hina bítlana, en sú samstaða kynslóð- anna sem þarna gat að líta var merkileg. Börn virtust kunna textana og sungu með, en full- orðna fólkið kunni sér naumast læti af barns- legri gleði. Ég á bágt með að ímynda mér mína kynslóð sækja tónleika ásamt foreldrum hjá The Mills Brothers. Þvert á allar hrakspár á fyrstu árum sjöunda áratugarins er bítlið sumsé orðið klassík og Paul McCartney mjólkar þá stöðu mála sem mest hann má. Hann nýtur þess að standa í sviðsljós- inu og vera aðalmaðurinn, enda sá fjórmenning- anna frægu sem hneigðist helst til hégómleika og hefur oft komið kjánalega fyrir af þeim sök- um. Það rifjaðist upp fyrir mér gamalt viðtal frá þeim árum er ég drakk í mig hvert orð sem hraut af vörum The Beatles. Þar var Paul spurð- ur hvar hann teldi að hann yrði um fimmtugt. Ég man að mér þótti spurningin ruddaleg þar sem það hafði naumast hvarflað að mér að þessir menn yrðu gamlir, en svarið man ég enn. Paul kvaðst ekki ætla að standa á sviði og spila gömul bítlalög þegar hann væri orðinn gamall og grá- hærður. Það þætti honum ömurlegt hlutskipti. Það er engin leið að hætta, söng Valgeir, og gild- ir það líka um Sir Paul sem er orðinn að stofnun. Nú þyrfti maður bara að komast á ball með Hljómum til þess að fullkomna þessa ferð til for- tíðar. FERÐ TIL FORTÍÐAR Þvert á allar hrakspár á fyrstu árum sjöunda áratugarins er bítlið sumsé orðið klassík og Paul McCartney mjólkar þá stöðu mála sem mest hann má. Á R N I I B S E N UM daginn skrifaði ég grein á kreml.is um hina sjálfhverfu sjálf- styrkingu. Ég fékk óvenjulega mik- ið af viðbrögðum á tölvupósti. Margir þökkuðu mér og sögðust vera sama sinnis. En mun fleiri hundskömmuðu mig. Mér finnst ágætt að ekki séu allir með sömu hugmyndir og að fólk skiptist á skoðunum. Til þess eru til að mynda dagblöð og aðrir fjöl- miðlar. Frjáls umræða er hluti af tjáningarfrelsi og opnu, lýðræðis- legu samfélagi. […] Ég geri oftast hluti sem mörgum fellur ekki. Það verður bara að hafa það. Ég fagna rökum á móti en ég óttast þegar sagt er við mig að ég eigi ekki að hafa mínar skoðanir. Ég man að þegar ég var ritstjóri Alþýðublaðsins fyrir langt löngu þá setti ég lit í haus blaðs- ins. Hausinn hafði áður verið svartur en ég breytti honum í fjólubláan eins og hausinn á Fréttablaðinu er núna. Næsta dag var óvinnuhæft á ritstjórninni fyrir alls kyns vinstri krötum sem sögðu að við ættum ekki að hafa bláan lit í hausnum. Heldur rauðan. Ég man eftir konu einni í Hafn- arfirði en fjölskylda hennar öll var í flokkseigendafélaginu. Hún sagði upp blaðinu þangað til rauði lit- urinn yrði aftur settur í hausinn. Þegar ég benti henni á að hausinn hefði alltaf verið svartur en ekki rauður, sagði hún að henni fyndist að hann ætti að vera rauður. Það var ugglaust pólitískt kórrétt í hennar huga. Ég varð mjög hissa á þessum viðbrögðum; jafn hissa og þegar ég kom í fyrstu á landsfund Al- þýðuflokksins þar sem Nallinn var sunginn. Gamall flokkshestur sagði mér að Nallinn hefði alltaf verið sunginn og það ætti að syngja hann. Ég hafði gengið til liðs við Alþýðuflokkinn sem frjálslyndur jafnaðarmaður og fékk vægt lost. Ég var ekki kominn á þennan fund til að syngja Nallann. Og ég söng hann ekki. Efast reyndar um að ég kunni textann. Ég komst oft upp á kant við flokksmenn vegna skoð- ana minna og oft fékk ég að heyra að það væri ekki rétt að hafa slík- ar skoðanir og skrifa slíka leiðara eða greinar. Í þetta skiptið fékk ég bréf frá vinstri maníökkum og femínista- dólgum (ég tel mig reyndar sjálfan hófsaman femínista – nokkuð sem kórréttum femínistum finnst brjál- æðislega fyndið …). Það vakti jafnframt furðu mína að stór hluti bréfritaranna var háskólafólk, vel- menntað. Bréfin komu einnig frá ýmsum öðrum sem vita hvað er pólitískt kórrétt og hvað ekki. Ingólfur Margeirsson Kreml www.kreml.is Morgunblaðið/Ómar „Mon Premier Voyage“. KÓRRÉTTUR IMargröddun er grundvallarhugtak í menningusamtímans. Það lýsir þróun lista frá eintóna boð- un til samræðu. Kannski tekur margröddunin á sig hvað skýrasta mynd í framsæknum djassi þar sem ólíkar raddir kallast á og virðast engan veginn sammála en ná samt einhverjum undarlegum sam- hljómi sem setur hlutina í nýtt samhengi. Góð skáldsaga orkar á lesendur með svipuðum hætti. Og sennilega hefur hugtakið verið skilgreint með hvað skýrustum hætti í skrifum rússneska bók- menntafræðingsins Mikaels Bakhtins um skáldsög- una. IIBakhtin nefnir þrjú atriði sem skilja skáldsög-una frá öðrum bókmenntagreinum: (1) Stílleg þrívídd sem tengist margröddun eða fjöltyngni skáldsögunnar, margskonar orðtaki var blandað saman, hátíðlegt skáldamál varð í raun jafnrétt- hátt daglegu tungutaki. (2) Nýr skilningur á sambandi fortíðar og sam- tíðar, tímaleg samræming eins og Bakhtin kallar það og segir afskaplega fátt, en hann á við hvernig skáldsagan færir samtímann inn í bókmenntirnar og litar umfjöllun um fortíðina. Og (3) nýtt svið myndsköpunar þar sem tengsl við óreiðukenndan nútímann eru ráðandi, nánari tengsl við veru- leikann í myndsköpun. Skáldsagan sprettur ein- ungis upp úr samtíð sinni, jafnvel þótt hún fjalli um fortíðina. IIIÖll þessi einkenni tengjast sögulegum breyt-ingum, þ.e. þróun frá félagslega einangraðri og menningarlega daufri Evrópu til alþjóðlegra og fjöltyngdra sambanda og tengsla. Þetta er sem sé annars vegar Evrópa miðalda og svo hins vegar Evrópa endurreisnarinnar og þó einkum upplýsing- arinnar. Fjöldi ólíkra tungumála, menningar- heima og tímabila opnaðist Evrópu á átjándu öld og varð ráðandi þáttur í þróun hugsunar hennar. Skáldsagan var eina bókmenntagreinin sem gat fylgt þessari fjöltyngdu og margrödduðu Evrópu eft- ir, segir Bakhtin. IVHugtakið fjöltyngni eða margröddun (stund-um hefur einnig verið notað hugtakið samræðufrásagnir eða „dialogic novels“) er mið- lægt í hugmyndum Bakhtins. Hann stillir því upp sem andstæðu einröddunarinnar en hún er ríkjandi form hefðbundinna skáldskapargreina, það er þeirra sem eiga rætur sínar að rekja til munnmenntasamfélaga. Epíkin er gott dæmi. Í ep- ískri frásögn eiga persónur sér ekki sína eigin rödd sem jafnvel andmælir eða streitist á móti megin- stefnu verksins og höfundarins, allar persónurnar lúta rödd höfundarins, boðskap hans og hug- myndum. Einrödduð frásögn getur innihaldið sam- töl, eins og gerist í epískum frásögnum, en í þeim birtist ekki hugmyndaleg togstreita eins og við sáum til dæmis í Jakobi forlagasinna eftir Diderot, allir samtalendur miðla sömu grunnhugmyndinni. Þessi einröddun endurspeglast iðulega í einsleitum stíl og heildstæðum sem ber höfundi sínum stöðugt vitni. Ólíkt epíkinni er skáldsagan ávallt marg- radda, að mati Bakhtín. VSem sé: Í einradda frásögn lýtur allt vilja oghugmyndafræði höfundarins en í margradda frásögn er teflt saman ólíkum sjónarmiðum. Hin margradda menning er sennilega eitt af helstu af- rekum nútímans. Hún er enn við lýði þótt einrödd- unin sé það vissulega einnig, og er þá lituð vondri einveldishugsun.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.