Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.2003, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.2003, Blaðsíða 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 9. ÁGÚST 2003 Í NÝLISTASAFNINU verða opnaðar þrjár einkasýningar í dag, laugardag. Um er að ræða sýningu Gjörninga- klúbbsins, „Á bak við augun“, „Endur- gerð“ Péturs Arnar Friðrikssonar og sýningu Heimis Björgúlfssonar, „Gott er allt sem vel endar“. Gjörningaklúbburinn hefur starfað saman frá 1996 en hefur ekki haldið einkasýn- ingu hér á Íslandi í tvö ár. Meðlimir klúbbsins eru þær Eirún Sigurðardóttir, Jóní Jónsdóttir og Sigrún Hrólfsdóttir og eins og segir í sýn- ingarskrá, þá hafa þær „í sameiningu skapað undraverðan heim sem þær bjóða þér að vera þátttakandi í“. Á bak við augun Á sjö ára starfsferli sínum hefur Gjörninga- klúbburinn tekið þátt í margvíslegum samsýn- ingum og haldið einkasýningar bæði heima og erlendis og hlotið fjölda viðurkenninga. Og þótt ekki hafi þær haldið einkasýningu hér heima á síðastliðnum tveimur árum, hafa verk þeirra verið sýnd á samsýningum, auk þess sem þær hafa flutt gjörninga og unnið mikið erlendis. „En núna langaði okkur til þess að sýna hér heima hvað við höfum verið að gera,“ segja þær, „og sýnum verk sem ekki hafa verið sýnd hér áður. Við notum vídeó, innsetningar, teikningar og ýmislegt fleira. Tæknilega vinnum við í alla miðla en titill sýningarinnar er „Á bak við augun“. Augun sjá, en það sem skiptir máli er það sem gerist á bak við augun. Það útskýrir ólíka upplifun fólks. Þegar þú, til dæmis, horfir á eitthvað, segjum bíl eða blússu, getur þú ekki verið viss um að þú sjáir hlutina sömu augum og sá sem er við hlið þér. Augun nema, heilinn vinnur úr. Úrvinnslan byggist á þér. Síðan erum við líka að vinna með yfirnátt- úrulega hluti; það sem augað sér í rauninni ekki, til dæmis drauga og tilfinningar. Það er húmor, jafnvel kaldhæðni, í því vegna þess að fólk skiptist í marga póla þegar andlegir hlutir eru annars vegar. Og til þess að kóróna hin ólíku sjónarmið, þá erum við þrjár að búa til hlutina og sjáum þá með ólíkum augum. Við tölum mikið um hvern hlut sem við búum til, þangað til við erum komnar að niðurstöðu.“ Hvernig verk búið þið til? „Við erum að búa til hluti sem okkur langar til að sjá. Í mörgum verkanna eru tákn, sum táknin eru sótt í barnslega heima. Samt skín í gegnum sýninguna að það er gömul sál í henni sem er orðin þroskuð og búin að ganga í gegn- um margt. Amman er með okkur og hún veit meira en við. Hún veitir okkur öryggiskennd, auk þess sem það er svo ótrúlega mikil fegurð á milli þess barnslega og þess aldraða. Við leggjum áherslu á að skírskota til áhorf- andans; að hann taki þátt í sýningunni. Hann þarf að klára hana. Við erum að vinna með okk- ar hugmyndir og sýn en viljum halda marg- víslegum túlkunarmöguleikum opnum.“ Stórisar og sokkabuxur Í sýningu Gjörningaklúbbsins kennir væg- ast sagt margra grasa þegar kemur að efni sem nota skal í sýninguna. „Fólk hefur verið mjög örlátt á stórisa og sokkabuxur við okkur. Auk þess erum við með vídeóverk, teiknimynd, draugamynd, sérstakar teikningar á tvöfalt gler – og það verður andi í húsinu. Góður andi.“ Á bak við augun er viðamesta sýning á verk- um sem Gjörningaklúbburinn hefur haldið á Íslandi til þessa, þótt hann hafi unnið stóra gjörninga, meðal annars með Slökkviliðinu. Það sem kemur kannski á óvart á sýningunni að þessu sinni er að þríeykið vinnur óvenjulega mikið með svartan og hvítan lit. „Við höfum mikið verið að hugsa um hvað er gott og hvað er vont. Áður einkenndust verk okkar af yfirmáta bjartsýni og gleði, þannig að jaðraði við fasisma. En góðmennskan getur verið svo afstæð. Til dæmis heldur Bush örugglega að hann sé að gera gott en málið horfir kannski á annan hátt við öðru fólki.“ Hafið þið kafað djúpt í myrkrið til þess að kanna gott og illt? „Nei, við höfum ekkert kafað í myrkrið; bara rétt stungið tánni í það. En nóg til þess að finn- ast alveg jafnvænt um það sem er svart og það sem er rósableikt og þægilegt.“ Endurgerð Á efri hæð safnsins hefur Pétur Örn Frið- riksson komið fyrir tveimur verkum, annars vegar skúlptúr, hins vegar veiðarfærum. Skúlptúrinn segir hann innhverfa innsetningu í þrívíðu rými sem er einn rúmmetri. En um hvað fjallar sýningin? „Hún fjallar um það hvernig maður skoðar hlutina. Skúlptúrinn er endurgerð á eldri verk- um, sem er verkefnið sem ég setti mér fyrir, fyrir þessa sýningu. Eldra verkið er margskipt og þótt þetta verk sé einnig margskipt, er þetta verk í rauninni einn hluti af eldra verkinu sem ég magna upp.“ Hvað ertu að fara með þessum verkum? „Um tíma gerði ég mikið af vísindaverkum, það er að segja, ég kynnti hluti sem voru vís- indalegs eðlis, hvort sem þeir voru af raunvís- indalegum toga, eða félagsvísindalegum. Þá notaði ég mjög eðlisfræðilega hluti til þess að fjalla um félagsfræðilega þætti. Þetta verk er félagsfræðilegs eðlis þar sem ég er að setja upp módel að þjóðfélagi.“ Hvaða samhengi er á milli eðlisfræði og fé- lagsfræði? „Ef maður skilur eitthvert fyrirbæri, er auð- velt að nota það til þess að skilja annað fyr- irbæri.“ Hvert er sambandið við veiðarfærin? „Það er enginn munur á veiðarfærum og verki sem ég ætla að gera. Þetta er veiðarfæri sem þarf að ná niður á mikið dýpi. Ég hvorki heyri né sé þetta dýpi. Það sama á við þegar verið er að skoða félagsleg fyrirbæri. Þá þarf maður að skoða þau í gegnum rör vegna þess að maður hefur ekki reynslu og yfirsýn til þess að skilja hvað virkar og hvað ekki. Kosturinn við að skoða þetta í gegnum myndlistina er sá að ég ræð reglunum sjálfur. Ég þarf ekki að koma með neina klára niðurstöðu sem er orðin geld þegar hún birtist. Ég þarf ekki heldur að verja niðurstöðuna vegna þess að hún er alveg opin – og er í rauninni hráefni fyrir næsta mann.“ Gott er allt sem vel endar Á efri hæð safnsins er sýning Heimis Björg- úlfssonar einnig staðsett. Heimir, sem býr og starfar í Amsterdam, segist hafa ákveðið að blanda saman ólíkum verkum, sem þó fjalla öll um sama málefnið – sem er hvað? „Mitt persónulega samband við umhverfi mitt,“ segir hann. Hvað áttu við? „Til dæmis þráhyggju mína, langanir og væntingar í því umhverfi sem ég bý við. Í flest- öllum mínum ljósmyndum og vídeóverkum er ég sjálfur í aðalhlutverki. Þetta byrjaði allt eft- ir að ég flutti frá Íslandi þar sem náttúran er ósnert yfir til Hollands þar sem hver fermetri er skipulagður, byggður, ræktaður. Á slíkum stað verður maður meira meðvitaður um bak- grunn sinn. Hjá mér gerðist þetta án þess að ég reyndi að hindra það, eða ýkja. Ég hef alltaf haft áhuga á náttúrunni, jafnvel svo mikinn að þegar ég var krakki ætlaði ég að verða fugla- fræðingur þegar ég yrði stór. Það er kannski þess vegna sem ég teikna mikið af fuglum. Kannski er það þráhyggja … Síðan snýst sýningin um samband manns og náttúru; hvernig manninum tekst að beygja hana undir sig og hvernig hún bregst við því. Allt hefur þetta orðið persónulegra með ár- unum og snúist yfir í það hvað ég er að gera hér og hvað það er sem ég vil. Til þess að skoða þetta vinn ég með alls konar miðla. Það er von- laust fyrir mig að skorða mig við einn miðil. Fyrir því er engin sérstök meðvituð ákvörðun. Ég bara verð að gera það.“ GÓÐMENNSKAN GETUR VERIÐ AFSTÆÐ Gjörningaklúbburinn, Pétur Örn Friðriksson og Heimir Björgúlfsson opna einkasýningar í Nýlista- safninu í dag. SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR ræddi við listamennina um verk þeirra og sýningarnar. Heimir Björgúlfsson Gjörningaklúbburinn Pétur Örn Friðriksson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.