Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.2003, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.2003, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 9. ÁGÚST 2003 5 kallað kristsgervingur, enda rís hann upp lif- andi eftir ragnarök og er leiddur til öndvegis í nýja heiminum sem rís úr rústum þess gamla þegar öllu böli hefur verið útrýmt. Eg sá Baldri blóðgum tívur, Óðins barni, örlög fólgin; stóð of vaxinn völlum hærri mjór og mjög fagur mistilteinn. Mistilteinninn fær hér hlutverk spjótsins sem rómverski hermaðurinn stakk í síðu Jesú á krossinum. Á keltneskum krossfestingar- myndum sést krossinn yfirleitt ekki heldur er eins og Jesú standi með útréttar hendur. Á sumum myndunum hefur það því verið álita- mál hvort myndin sé af Jesú eða Baldri. Ef við gefum okkur það að Baldur sé þarna Jesúgervingur er ekki úr vegi að álykta, að Frigg sé Maríugervingur eða hliðstæða Mar- íu móður Jesú í 33.vísu. Hún grætur og biður syni sínum griða. Á keltneskum dómsdagsmyndum á kross- um frá níundu og tíundu öld má sjá spá- konuna, Sybilluna, sitjandi með flautu við vinstri hlið Krists. Ef kristna völvan finnur sér stað í byzanska dómsdeginum þá horfir hún til Maríu meyjar þar sem hún stendur við hægri hlið Krists, prýdd geislabaug úr gulli. María mey var sú fyrsta sem fékk að vita um komu Krists í mannheim þegar Gabríel erki- engill boðaði henni fæðingu Jesú. Völvan sem Ágústínus segir frá var sú fyrsta sem fékk að vita um hina síðari komu Krists á dómsdegi. Boðskapurinn um komu Messíasar tengir þessar tvær kvenpersónur saman. En Sybill- an getur aldrei samsamast Maríu mey. Í Völuspá hefur hún samt fengið geislabaug hennar lánaðan og kallar sig því Gullveigu. Samkvæmt þessu gæti hún verið dýrlingur sem hefur liðið píslir vegna þess að hún boðar Óðni endalok heimsins og komu þess eina Guðs sem öllu ræður. Hænir og rauðir hanar Ef við höfum tvær neðstu myndraðir byz- önsku dómsdagsmyndarinnar í huga, til vinstri séð frá sjónarhóli áhorfandans, skýrist ýmislegt í vísum 36-41. Efri hlutinn lýsir sjálfum bardaganum en sá neðri, sem er skipt niður í ýmis hólf, lýsir ástandi þeirra sem liggja í valnum eftir ragnarök. Þar er stór- kostlegt sjónarspil í gangi. Syndugir og illir menn taka þar afleiðingum gerða sinna eftir að hafa gengið fyrir dóminn. Fordæmdum sem púkarnir hrifsa úr vog Mikaels er ýtt inn í eldsdýkið í efri myndröðinni og þeir mega gista hina ýmsu sali sem eru hver öðrum verri og voðalegri eins og útlistað er í neðstu myndröðinni. Þær vistarverur bera heitið Ná- strönd með rentu. Gerendurnir í efri mynd- röðinni, sem mætti kalla Ókólni vegna elds- voðans, eru illir andar, púkar Satan sjálfs eða Babýlonhórunnar – hinar Öldnu sem sat í Járnviði. Líklega hefur höfundur Völuspár þar séð fyrir sér Fenrisúlf með Loka sjálfan í fanginu. Þar vaða skrímsli og úlfar um og ým- ist rífa líkama hinna fordæmdu í sig, æla þeim út úr sér eða sjúga. Þetta eru því sann- kallaðir Niðavellir. Ekki vantar ormana og ormahryggina sem smjúga um augnatóftir og kjafta hauskúpanna. Við sjáum líklega ána Slíður sem vísar til blóðstraumsins og þess sem fylgir í kjölfar hins mikla bardaga í ragnarökum og þá „þungu strauma vaða menn meinsvara og morðvarga“. Þessi blóð- ugu eldsfen vaða hinir fordæmdu upp að mitti. Marghöfðaða orminn, Fenrisúlfinn, sjáum við og afkvæmi hans, Fenris kindir, gleypandi í sig náina. Satan er skemmt og hann „fyllist fjörvi feigra manna og rýður ragna sjöt rauðum dreyra“. Í miðri annarri myndaröð byzönsku dóms- dagsmyndarinnar, þ.e. ofarlega í miðri mynd- inni undir Kristi í mandorlunni og yfir erki- englinum með vogina, er hásætið auða með klæðum Krists og yfir því byzanski krossinn. Beggja vegna krjúpa tvær verur og rétt fyrir aftan þær standa tveir englar. Ef við höfum þessa mynd í huga verður vísa 63 e.t.v. auð- skildari en áður. Þá kná Hænir hlautvið kjósa og burir byggja bræðra tveggja vindheim víðan. Vituð þér enn – eða hvað? Um þessa vísu skrifar Sigurður Nordal: „Þessi vísa er mjög myrk og mætti vel missa sig úr kvæðinu, þótt ekki verði sannað með neinum gildum rökum, að hún sé síðari við- bót.“9 Ef við höfum áður nefnt myndefni í huga mætti hugsa sér að hlautviðurinn sé kross Krists, tréð þar sem fórnarverk hans var fullkomnað, þar sem hann hlaut síðusárið sem úr vall blóð og vatn. Miklar bollalegg- ingar hafa verið um það hverjir Hænir séu. Orðið vísar í hænsni, en hanar koma eins og áður segir fyrir nokkrum sinnum í Völuspá og vísa þar, nema í einu tilfelli, samkvæmt því sem hér hefur verið haldið fram, í engla, þ.e. kerúba. Í bókinni Hugtök og heiti í norrænni goðafræði eftir Rudolf Simek er orðið Hænir talið getað vísað til himingoðs, skýjagoðs eða fuglsgoðs í svans- eða storkslíki sem tekur þátt í trúarlegum hátíðum. Líkleg skýring er að Hænir í fleirtölu merki hér engla, e.t.v. erkienglana tvo, Gabríel og Mikael, sem huga að krossi Krists, og „kná að kjósa,“ þ.e. „auðnast að kjósa“10 krossinn. Að velja kross Krists er það sama og að taka afstöðu með Kristi og erindi hans til mannanna, sem þar með öðlast óverðskuldaða náð Guðs og fyr- irgefningu. Englarnir eru sendiboðar Guðs, eins konar milliliðir Guðs og manna í þessu tilliti. Þeir byggja ásamt postulunum og dýr- lingunum „vindheim víðan“. Vísuna má því umskrifa þannig: Þá auðnaðist englunum að velja krossinn og synir bræðranna fá vist á himni. Líklega hefur höfundurinn litið svo á að varðstaða englanna við hinn heilaga kross væri trygging fyrir því að menn, þ.e. bræður og synir, dyggvar dróttir, eigi sér vísan stað á himni. Með dómsdagsmyndina fyrir hugskotssjón- um sjáum við hvernig skáldið færir sig frá miðju annarrar myndraðarinnar, þegar kem- ur að þriðju ljóðlínu 63. vísu. Seinni helming- urinn fjallar um efstu myndröðina sem er af dýrlingum, postulum og englum sem byggja ríki Guðs um aldurdaga (alla eilífð). Í næstu tveim vísum dvelur skáldið áfram við efstu myndröðina og kallar hana Gimlé því að eld- urinn sem nemur staðar efst í annarri mynd- röðinni nær ekki þangað. Þar eru dyggvar dróttir öruggar í sælu himnaríkis. Í Völuspá eru hanar nefndir þrisvar til sög- unnar. Í 43. vísu er talað um tvo hana, annar heitir Gullinkambi og vekur hann hermenn Óðins. Þessi hani hefur einfaldlega ljósan kamb, eða samkvæmt orðana hljóðan, kamb úr gulli. Höfuðbúnaðurinn er úr gulli og vísar líklegast hér til geislabaugsins á kerúbunum. Um hinn er sagt: en annar gelur fyrir jörð neðan sótrauður hani að sölum Heljar. Hér er ekki átt við venjuleg hænsni heldur notað líkingamál. Engin líkindi eru á því að hádramatískt og glæsilegt kvæði um átök tveggja menningarheima eins og Völuspá detti inn í umræðu um raunveruleg hænsni. Líklegra er að hér sé um vísun að ræða og er því haldið fram að vísað sé til biblíulegra vera, þ.e. kerúba. Þeir eru englar, sem í þessu tilfelli eru með mannsandlit og fjóra rauða vængi. Á dómsdagsmyndunum eru hliðin sem að- greina himnaríki frá öðru rými rauð og ker- úbinn sem gætir þeirra er það einnig. Rauði liturinn gæti því verið kominn þaðan. „Sót- rauður hani að sölum Heljar“ gæti verið ker- úbinn sem gegnir hlutverki varðengilsins við landamæri himnaríkis og helvítis. Nánd hans undirstrikar hið hrikalega og ógnvekjandi við efsta dóm og fæðingarhríðir hins nýja heims. Glaður Eggþér – Davíð konungur Í 42. vísu er sagt frá einum hananum til viðbótar og hér er sennilega um öðruvísi veru að ræða en í 43. vísunni. Sú vera sem hér um ræðir er að vísu einnig rauð, meira að segja fagurrauð og ber heitið Fjalar. Í þessu tilfelli held ég að um sé að ræða fuglinn sem er að finna á keltnesku dómsdagskrossunum, sitj- andi á hörpu Davíðs konungs. Harpan getur þó varla verið galgviðurinn sem um er getið og heldur ekki hænsnaprik eins og þeir halda fram sem segja að hér sé um gagl í merkingunni gæsarunga að ræða. Líklegt er að þessi galgviður sé hreinlega keltneskur útikross úr tré með mynd af Davíð konungi. Þar situr Davíð konungur og leikur á hörpu og á henni situr fuglinn Fjalar með gogginn við vit konungsins. Hann er þar tákn sálar Davíðs sem er í beinu sambandi við Guð þegar hann lofar hann með strengleik sínum. Að kristnum skilningi getur hér verið um heilagan anda að ræða. Höfundur Völuspár er fyrst og fremst skáld sem glímir við viðfangsefni sem ógnar sálarró hans og andlegri velferð. Hann finnur sig ekki knúinn til að gefa kvæði sínu kristið yfirbragð frekar en lögmál listarinnar þótt áhrif kristninnar leyni sér ekki og séu meiri en oft er talið. Höfundurinn er ekki í þeirri aðstöðu að þurfa að þóknast kirkjunni og hann er ekki í þjónustu hennar frekar en Þor- geir Ljósvetningagoði þegar hann sem lög- sögumaður kvað upp úrskurð sinn um að allir Íslendingar skyldu taka kristna trú á Þing- völlum árið 1000 (999). Höfundurinn, sem ef til vill hefur verið höfðingi og haft manna- forráð, hefur ekki þurft á því að halda að koma sér í mjúkinn hjá kristnum mönnum. Völuspá skírskotar bæði í kristins og heið- ins hugarheims og er hvorugum bundinn frekar en Helgi magri sem hét ýmist á Þór eða Krist. Það er sjálfstætt listaverk eins og Sigurður Nordal leggur svo ríka áherslu á og segir að skáldið hafi fengið hugljómun, op- inberun, þar sem „sundurklofin sál fann sann- indi sem gerðu hana heila“. Það sem gerir Eggþé og rauða hana sjálf- sagða og eðlilega í heimsslitakvæði nálægt aldamótunum 1000 hlýtur að tengjast mynd- rænum táknheimur kristninnar af dómsdegi og endurkomu Krists. Þessar myndir verða uppistaðan í ljóðmáli skáldsins og það gerist svo eðlilega að það er frjálst og óbundið skil- yrðum trúfræðinnar, hvort sem um er að ræða kristna trú eða ásatrú. Skáldið þarf ekki einu sinni að gera það upp við sig hvað sjálft fyrirbærið sé, táknmynd eða líking. Víkjum aftur að 42. vísu. Fyrri hluti hennar er þannig: Sat þar á haugi og sló hörpu gýgjar hirðir, glaður Eggþér. Eggþér er sá sem þjónar eggsverðinu, það er hermaður eða herkonungur. Ekki er lík- legt að hér sé um jötun að ræða eða venjuleg- an smala sem slær hörpu – og varla er átt við gýg, þ.e. tröllkonu, heldur gígju í merking- unni harpa. Vart hæfir það andblæ kvæðisins að gera sér í hugarlund að tröll gegni hlut- verki smala, sitji á haugi og spili á hörpu meðan hann hefur hemil á tröllskessum. Hér hlýtur að vera átt við Davíð konung sem sam- kvæmt miðaldaguðfræðinni var spámaður. Ýmis atvik sem frá er sagt í Gamla testa- mentinu eru algeng myndefni á keltneskum krossum sem varðveist hafa frá áttundu, ní- undu og tíundu öld og eru um 50 talsins.11 Í sálmunum (Saltaranum) sem við hann eru kenndir töldu kristnir menn sig víða sjá merki forspár um komu Krists og verk hans, m.a. mettun fjöldans, niðurstigningu hans til Heljar til að frelsa sálir og himnaför, svo og endurkomu til dóms. Á keltneskum krossum eru nokkrar myndir af Davíð konungi þar sem hann situr ýmist á þúst eða í armstól og slær hörpustrengina. Á hörpunni situr fuglinn sem áður er nefndur og er þar sennilega kominn sá fagurrauði hani sem gól við honum og nefndur er Fjalar í Völuspá. Þar hefur hann einnig fengið á sig rauðan lit kerúbanna á dómsdagsmyndunum. Frelsari mannanna – frelsari heimsins Í 58. vísu Völuspár dregur að heimsslitum. Lýst er atburðum sem einnig má finna stað í byzönsku dómsdagsmyndunum þó svo að ritningartextarnir sem myndin byggir á greini öðruvísi frá atburðarásinni en höfund- ur Völuspár. Sól tér sortna, sígur fold í mar, hverfa af himni heiðar stjörnur. Dómsdagsmyndirnar sýna engil sem sviptir bókfellinu með stjörnum og himintunglum af festingunni. Á sumum dómsdagsmyndum sortnar sólin bókstaflega þannig að hún er sýnd kolsvört. Bendir það til þess er stendur í 41. vísunni: „Svört verða sólskin um sumur eftir.“ Í seinni hluta erindisins er eldinum, sem brýst fram á degi dóms og heimsslita, lýst og vísar höfundur ljóðsins hér til þeirrar eld- tungu á dómsdagsmyndunum, sem kemur niður frá hásæti Krists í himninum og leiðir niður að helvíti þar sem hún á flestum mynd- unum er sýnd sem mikið bál.12 Í ljóðinu snýst eldstraumurinn við. Í lýsingum Daníelsbókar eru upptök hans á himni við hásæti Krists en í þeim hamförum sem Völuspá lýsir á eld- urinn upptök á jörðu eða í víti og blossar upp í himininn og teygir loga sína að veldisstóli þess sem kemur niður af himni til dómsins. Seinni hluti erindisins er þannig: Geisar eimi við aldurnara, leikur hár hiti við himin sjálfan. Það virðist ófullnægjandi að skýra ald- urnara sem kenningu fyrir eldinn eða eldivið eins og alltaf er gert. Þegar dómsdagsmyndin er höfð í huga sést að eldtungan nemur við fótskör Krists. Kristur er aldurnari, ekki á þann hátt að hann sé í eldinum, sé eldsmatur, eða að hann næri heiminn með eldi. Aldur vís- ar hér á öld, ekki aðeins nýja öld heldur allar aldir, aldir alda, allan heiminn að eilífu. Ald- urnari merkir þá hér þann sem nærir mann- kynið frá upphafi og að eilífu. Sá er enginn annar en Kristur, frelsari heimsins sem „kemur öflugur ofan og öllu ræður“ og leysir þann hnút sem veröldin er komin í við ragna- rök – og læknar klofna sál skáldsins. Höfundur Völuspár og kristnitakan á Alþingi Niðurstaða þessara bollalegginga er sú, að menn þekktu kristnar dómsdagsmyndir á Ís- landi fyrir árið 1000. Þeir hafa einnig séð myndir þar sem kristin og heiðin stef koma fyrir hlið við hlið. Þessar myndir töluðu beint inn í menning- arlegar og pólitískar aðstæður sem ríktu við aðdraganda kristnitökunnar. Þekking, framfarir, velmegun, glæsibragur og framtíðarhorfur virtust tengjast hinum nýja sið, en sá gamli var ekki í stakk búinn að mæta þeim kröfum sem skipulegt samfélag manna krafðis. Kristindómurinn var evrópu- væðing þeirra tíma með sinni verslun, við- skiptum, lærdómi og þróaðri stjórnskipan. Margvíslegur samruni átti sér stað og stund- um virtist eins og heiðni og kristni gætu þrif- ist hlið við hlið, en þeir sem sáu víðara sam- hengi fundu að tvö táknkerfi, tveir heimar, rákust hér á – tvenns konar hugmyndafræði. Guðirnir hlutu að mætast og takast á um sig- ur, sbr. forlagatrúna sem Jón Hnefill Að- alsteinsson gerir grein fyrir í bók sinni um kristnitökuna. Þetta fann skáldið sem orti Völuspá og það olli honum þeim heilabrotum sem urðu tilefni ljóðsins. Útkoman verður margrætt en heild- stætt og glæsilegt listaverk sem er einstakt í sinni röð. Skáldið viðar að sér táknum, lík- ingum og minnum úr gömlu menningunni, Dómsdagsmyndin á Hólum. Endurgerving Harðar Ágústssonar, lituð af Yuri Bobrov. 

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.