Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.2003, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.2003, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 9. ÁGÚST 2003 9 súrrealisminn af vilja til að slá striki yfir eldri hefðir og finna listsköpun nýjan farveg í breyttu þjóðfélagi. Stjórnmál og listir fléttast óneitan- lega saman en sambandið er tvíbent. Annars vegar var um að ræða náið samstarf listamanna við stjórnmálaöfl eins og fútúrismans á Ítalíu við fasistahreyfinguna á Ítalíu, rússnesku fútúrist- anna á árunum eftir októberbyltinguna 1917, þýskra expressjónista við róttæka sósíalista og nasista og samstarf súrrealista og kommúnista- hreyfingarinnar. Hins vegar barátta listamanns- ins fyrir sjálfstæði og frelsi gagnvart stjórn- málaflokkum. Framúrstefnurnar verða að skoðast í sögulegu samhengi því ellegar hljóma tilfinningaþrungin og hatursfull orð stefnuyfir- lýsinganna hjákátlega og yfirdrifin.9 Hreyfingin er í raun framhald af dada-stefn- unni sem stofnuð var árið 1916 og Breton var meðlimur í henni ásamt m.a. Marcel Duchamp, Tristan Tzara, Man Ray og Francis Picabia. En dada predikaði nihilisma og afneitaði listinni, gerði út á ögrunina og niðurrifið og gat því aldrei orðið nema skammæ stefna. Uppgjör innan hennar var óumflýjanlegt og það átti sér stað milli Breton og Tzara. Undirbúningsvinna fyrir súrrealistahreyfing- unni hefst í raun með lykilverkinu Champs magnétiques eða Segulsviðin, sem Breton og Philippe Soupault skrifuðu í sameiningu. Þarna er ögruninni ýtt út í því formi sem hún var hjá dada og samvinnan í listinni verður að undir- stöðu; þetta er fyrsti súrrealíski textinn, skrif- aður með ósjálfráðri skrift. Orðið „súrrealismi“ eða ofurveruleiki er fengið úr undirtitli leikrits eftir Guillaume Apollinaire frá árinu 1917 og átti upphaflega að tákna hjá Breton hið dadaíska stefnuleysi en Breton ljær því nýja merkingu með stefnuyfirlýsingu og stofnun súrrealista- hreyfingarinnar árið 1924. Í kjölfar fyrri heimsstyrjaldarinnar hrynur heimsmyndin og hin óbilandi trú á þróun mann- anna, til hins betra. Stríðið er áfall fyrir óbreytta borgara og hermenn, hávær vonbrigði innri raddar sem aldrei hefur þagnað: stríð sem háð er í sérhverjum manni, eins og Breton segir, þegar hann missir sjónar á hinu góða, fagra, rétta og réttláta. Súrrealistarnir urðu því ögr- andi í vonleysi sínu og kímnigáfan svarta, kenni- merki Bretons og súrrealistanna, er bjargvætt- ur. Súrrealistarnir afneituðu forystuhlutverki vestrænnar menningar, fóru gegn vestrænni skynsemishyggju og rökhugsun; draumurinn skyldi leysa vísindalega hugsun af hólmi og frelsa mennina úr fjötrum bælingar. Hið ósjálf- ráða (automatíska) sem er meginaðferð súrreal- istanna, er óheft hugsun og orð flæða úr dulvit- und listamannsins. Leitað skyldi og litið upp til annarra menningarheima, villtari og frumstæð- ari, á borð við þá sem þekktust á Austurlöndum því súrrealisminn snérist um endurnýjun menn- ingar en ekki niðurrif. Rannsóknarstofa í súrrealískum fræðum er stofnuð árið 1924, til að koma á framfæri orðum byltingarsinna, geðsjúklinga, misskilinna skálda og annarra utangarðsmanna sem þangað leit- uðu. Rannsóknarstofan hefur útgáfu á málgagn- inu La Révolution Surréaliste en fljótlega komu upp skoðanaskærur innan hreyfingarinnar. Breton þrengir hópinn, lokar Rannsóknarstof- unni árið 1925 og tekur við ritstjórn úr höndum Benjamin Péret og Pierre Naville. Stefnan verð- ur enn pólitískari, þegar Breton kynnist skrifum Trotskís um þjóðfélagsumrótið í Rússlandi. Breton fordæmir alla þá sem reyna að forðast pólitísk samskipti við kommúnistaflokkinn og skrifar aðra stefnuyfirlýsingu súrrealistanna ár- ið 1930 nærri gagngert til að skamma þá sem ekki voru sannir súrrealistar að hans mati; Bret- on var ögrandi og ærið stjórnsamur, kröfuharð- ur, hvass og harður við þá sem „sviku“ hann. Það er einmitt á þessum árum sem harðorðar greinar, morð og hótanir í orðum, birtast í skrif- um Bretons og Aragons í anda sósíalrealisma eins og Clair benti á. Súrrealistarnir vöktu oft upp neikvæðar umræður í blöðunum á þessum tíma og voru sakaðir um niðurrifsstarfsemi og sjúkt siðgæði. Á þessum tíma breiðist súrreal- isminn út um alla heimsbyggðina í skáldskap og listsköpun og róttæki anginn verður einkenn- andi. En þrátt fyrir vilja til djúpstæðrar samfélags- byltingar með hjálp kommúnistaflokksins kom fljótlega í ljós að það samstarf gekk engan veg- inn upp og stóð stutt yfir, 1927 til 1930. Breton og súrrealistarnir voru á móti fagurfræðilegum kvöðum í anda sósíalrealisma og töldu það brjóta í bága við þá andlegu frelsun sem þeir töldu sig berjast fyrir. Voru súrrealistarnir gagnrýndir harðlega fyrir freudisma og trotskíisma og að lokum voru þeir reknir úr kommúnistaflokknum árið 1933, m.a. fyrir að gagnrýna hugmynda- fræði og stefnu stalínismans. Aragon klýfur sig þá úr hópnum og hefur starf með kommúnista- flokknum en Breton segir sig úr flokknum árið 1935. Upp frá því berst súrrealistahreyfingin með Breton fremstan í flokki gegn einræði, í hvað birtingarformi sem það var, nema ef vera skyldi einræði Bretons í hópnum. Bylting og draumur Breton, sem nam læknisfræði, var alla tíð hug- fanginn af sálgreiningu og geðlæknisfræðum. Líkt og sálkönnuðurinn Sigmund Freud, sem Breton hitti í Vín árið 1921, vildu súrrealistarnir ná til dulvitundar í gegnum drauma; í draumi var andinn fyllilega frjáls. Bylting og draumur urðu því meginhugtök hreyfingarinnar, nátengd fyrirbæri eins og orðin benda til á franskri tungu; révolution og rêve. Kröfur um sjálfstæði listarinnar verða háværari nú í skrifum þeirra þó margt bendi til þess að þeir hafi verið afar tví- stígandi á milli anarkisma og hinna borgaralegu gilda, yfirlýsinga og listsköpunar Breton og súrrealistarnir afneita stalínisma og taka upp trotskíisma. Breton fær tækifæri til að hitta Trotskí í Mexíkó árið 1938 þar sem hann var í útlegð; þar dvöldu þeir hjá Fridu Kahlo og Diego Rivera. Trotskí og Breton ákveða í sam- einingu að stofna alþjóðlegt félag um óháða bylt- ingarlist (F.I.A.R.I), með baráttu fyrir frelsi sem forsendu fyrir allri listsköpun, með drauma að vopni gegn alræði. Þegar síðari heimsstyrjöldin skellur á verða umskipti hjá súrrealistahreyfingunni. Félagar hennar tvístrast og segja má að hreyfingin verði skugginn af því sem hún var áður. Breton var handtekinn árið 1940. Hann var álitinn „hættu- legur anarkisti sem franska lögreglan hefur leit- að að í langan tíma“. Breton er sleppt út nokkr- um dögum síðar og flýr til New York ásamt eiginkonu sinni árið 1941 og hittir þar fyrir aðra súrrealista; Yves Tanguy, André Masson, Wifredo Lam, Max Ernst og Marcel Duchamp. Breton átti enn sína áhangendur við heim- komuna til Frakklands árið 1946 þótt fjölmargir litu þá þegar á súrrealismann sem úr sér gengna liststefnu sem lifað hafði af tvær heimsstyrjaldir og nú væri mál að linnti. Sú skoðun ágerðist og upp spratt hörð gagnrýni á Breton og félaga og krafa um róttækari útfærslur súrrealismans. Þær líta dagsins ljós hjá sitúasjónistum og þeim hræringum innan samfélagsins sem verða á sjötta og sjöunda áratugnum í Frakklandi, þá einkum byltingin í maí 1968. Sitúasjónistarnir höfðu engu að síður uppi fjölmörg slagorð Bret- ons og súrrealistanna og áhrif stefnunnar eru augljós. Þegar byltingin í maí 1968 braust út í París töldu margir, og það voru orð Georges Pompidou sem varð forseti árið 1969, að þar væru Breton og súrrealíska byltingin á ferð. Sjónbylting súrrealismans – upphaf nútímalistar Þrátt fyrir að margir hverjir hefðu staldrað stutt við innan súrrealistahreyfingarinnar hafði hún að geyma marga af framsæknustu lista- mönnum 20. aldar; Hans Arp, Max Ernst, Paul Klee, Man Ray, Picasso, Joan Miró, André Mas- son, Paul Klee, Yves Tanguy, Victor Brauner, Alberto Giacometti. Ekki má gleyma mikilvæg- um listakonum innan hreyfingarinnar sem alltof lítið hefur verið skrifað um; Claude Cahun, Doru Maar, Lee Miller, Meret Oppenheim, Unica Zürn. Miklar vinsældir listamanna hreyfingar- innar á borð við Salvador Dalí, og um þessar mundir Fridu Kahlo og René Magritte, hafa gert það að verkum að mörgum í hinni frönsku intellígentsíu samtímans finnst lítið til stefnunn- ar koma. Að mati fyrrnefnds listgagnrýnanda, Sterckx, er myndlist súrrealistanna langt því frá að vera frumleg og því ekki hægt að tala um framúr- stefnu; þeir kippa aldagömlum misheppnuðum listamönnum inn í dagsljósið og gera úr þeim hetjur, styðjast við fígúratífa myndlist þegar þeir hefðu átt að fara í abstraksjón. Listin er stíl- bræðingur, bókmenntaleg myndlist og endur- unnin svört rómantík, uppfull af öfuguggahætti sem veltur upp úr dulvitundinni. Súrrealisminn er karlastefna sem finnur upp veggskvísuna (pin-up) sér til ánægju, en á einstaklega erfitt með eigið kynferði. Þrátt fyrir ögranir og skand- ala losna þeir ekki úr viðjum tepruskapar og íhaldssama borgaraviðhorfsins. Ljóð og skáld- skapur súrrealistanna getur enginn skilið, ekki einu sinni þeir sjálfir, merkingarlaus orð sem velta ósjálfrátt upp úr þeim. Andstætt orðum Sterckx lýkur með súrreal- ismanum einræði í framúrstefnum. Því er nefni- lega þannig farið þótt mótsagnakennt sé að framúrstefnan getur verið fyrirsjáanleg. Það á við um þetta tímabil; stöðug framfarahugmynd og dýrkun á tækninni þýddi ósjálfrátt abstr- aksjón. Hjá súrrealistunum er fremur um aðferð í myndlist að ræða en eiginlega fagurfræði, því sérhver listamaður hélt sínum stíl. Súrrealism- inn er að hluta til arftaki rómantíkurinnar og symbólisma í listsköpun en með nýstárlegum augum; súrrealistarnir leika sér að stílum, blanda saman fortíð og nútíð og velja fígúratífa myndlist. Þeir endurvinna listamenn og skáld frá 18. öld til 20. aldar, fyrirlitna, gleymda eða virta; myndlistarmenn á borð við Gustav Mor- eau og einnig Paolo Ucello sem uppi var á 15. öld, skáldin Sade, Arthur Rimbaud, Charles Baudelaire, Victor Hugo, og síðast en ekki síst greifann af Lautréamont sem uppi var á 19. öld. Hann var ein mikilvægasta fyrirmynd súrreal- ismans og lagði áherslur á tilviljanir og hið ósjálfráða. Súrrealistarnir finna einnig fyrirmyndir úr samtímanum, eldri listamenn á borð við Giorgio De Chirico og yngri menn hreyfingarinnar eins og Max Ernst og Picasso. Klippimyndir voru engin nýjung en eru skoðaðar í nýju samhengi og flestir fást við þær innan hreyfingarinnar. Hluturinn er mikilvægur, kemur í stað eigin- legrar höggmyndar; fundinn á förnum vegi, bú- inn til eða keyptur, tekinn í sundur og settur saman í öðrum tilgangi, furðulegur og ofur- hversdagslegur. Súrrealistarnir stríða gegn rökhyggju og skynsemi, strika út jafnvægið og mæra allt hið torskilda, villta og frumlega; það gjörbreytti nú- tímalist. Þeir vilja ná til tilfinninga og líkamlegr- ar þrár í gegnum listina, ná til hins órökrétta í manninum sem er einkennandi í ást, kynlífi og kímni. Þeir breyta kímnigáfunni, opna augun fyrir hinu fáránlega eða absúrd og gera kynlífs- byltingu fjórum áratugum á undan 68-bylting- unni. Þeir gera ekki út á hið holdlega samband heldur það sem bærist í undirmeðvitundinni. Þeir opnuðu augu fólks fyrir listsköpun og hugarheimi hinna andlega sjúku og mikilvægi annarra menningaheima en þess vestræna; súr- realistarnir bentu einnig á listastefnur sem voru fyrirlitnar eins og barokklistina og byggingarlist Antoni Gaudís. Þeir sýndu fram á fjölbreytileika fegurðarinnar í listum sem gerði það að verkum að komandi kynslóðir lærðu að gefa gaum ann- ars konar list en þeirri sem var algild. Það gjör- breytti eðli menningar og eyðilagði „smekkinn“, komandi kynslóðir lærðu að meta smekkleysu.10 Súrrealistarnir láta orð sín nægja, hatrömm skrif, draumar og þrár verða aldrei framkvæmd; þeir gera greinarmun á hinu raunverulega og draumkennda. Einmitt þess vegna var listin svo öflug hjá súrrealistunum því hún er endurvarp ofurveruleikans, drauma og upplifana, en er jafnframt skilrúm milli veruleika og ímyndunar. Og það er einmitt þetta skilrúm sem bæði Clair og Sterckx gleyma og gerir að verkum að súr- realisminn fær á sig bjagaða mynd og er eins misskilinn og vanmetinn og raun ber vitni. List- sköpun og nálgun í anda súrrealistanna hafði djúpstæð áhrif á flesta listamenn, meðvitað og ómeðvitað, á 20. öld og ekki hvað síst í sam- tímalist hvort sem um er að ræða, skáldskap, myndlist, ljósmyndun eða myndbandalist, dans- list, kvikmyndalist … Áhrif súrrealismans sjást í Cobrahreyfingunni, Pop-listinni, happenings, art povera, hjá sitúasjónistum, í líkamslist, per- formance, að ógleymdum, póstmódernismanum, með blöndun stíla og listmiðla. Hér er þó aðeins drepið á brot af þeim djúpstæðu áhrifum sem súrrealisminn hafði á samtímalist og þau áhrif ná auðvitað til Íslands. Asklok fyrir himin Ýmis merk menningarverðmæti glatast, ekki einungis sakir fjárskorts, heldur einnig vegna skammsýni í menningarpólitík og hirðuleysis gagnvart arfleifð. Þegar stefna í menningarmál- um einkennist af því að hafa asklok fyrir himin er hætta á stórslysum. Er súrrealisminn of aðgengilegur eða óskilj- anlegur, hlægilega pólitískur dæmdur með aug- um 21. aldar? Sumir myndlistarmenn innan súr- realismans eru aðgengilegri og fá lengri biðraðir en sjálfur æðstiprestur stefnunnar, André Bret- on; er hann of umdeildur eða einfaldlega of lítt þekktur? Fást ekki nægilega mörg atkvæði fyrir hann? Er það ef til vill raunin með suma lista- menn sem bersýnilega höfðu mikil áhrif á lista- söguna, að þeir eru ekki alltaf í náðinni hjá yf- irvöldum í það skiptið? Ræðst það af því hvort um sé að ræða list eða lágkúru? Svo virðist sem nokkuð veik mótmæli í Frakk- landi gegn uppboðinu á einkasafni Breton- hjónanna bendi til þess að byltingin 68 hafi étið börnin sín; ef til vill, þegar allt kemur til alls, er það sjónbylting súrrealismans sem er eina bylt- ing 20. aldar sem tókst? Sjáum við ekki listina í dag með augum súrrealistanna? Er ekki súrreal- íska sjónbyltingin sá veruleiki sem greyptur er í vitund okkar í dag? Neðanmálsgreinar: 1 Morin, Edgar: „Pour un Palais du surréalisme.“ Le Monde, 16. apríl 2003. 2 Dupuis, Jérôme: „Histoire secrète d́une vente surréal- iste“, L’Express, 20. febrúar, 2003. 3 Upplýsingar um listmunina á heimasíðu listaverkasal- anna www. Calmelscohen. com: sjá einnig sjónspegil Braga Ásgeirssonar, „Af menningarverðmætum“, Morgunblaðið, 14. maí 2003. 4 Margantin, Laurent: „Pour une Fondation André Bret- on“, Le Monde, 5. mars 2003. 5 Dupuis, Jérôme: „Histoire secrète d’une vente surréal- iste“, L’Express, 20. febrúar, 2003. 6 Firmin-Didot, Catherine: „Pour les surréalistes, la not- ion d’art est secondaire. „Télérama [aukablað gefið út í til- efni af samnefndri sýningu í Pompidou-safninu í París, 6. mars til 24. júní], mars 2002. 7 Clair, Jean: „Le surréalisme et la démoralisation de l’Occident.“ Le Monde, 21. nóvember, 2001. 8 Sterckx, Pierre: „Un feu d’artifice avorté“. Télérama [aukablað gefið út í tilefni af samnefndri sýningu í Pompidou-safninu í París, 6. mars til 24. júní], mars 2002. 9 Vísa til nauðsynlegrar lesningar. Yfirlýsingar. Evrópska framúrstefnan. Marinetti, Majakovskij, Marc, Tzara, Breton o.fl. [Lærdómsrit Bókmenntafélagsins]. Íslenskar þýðingar og skýringar eftir Áka. G. Karlsson, Árna Bergmann og Benedikt Hjartarson sem jafnframt ritaði inngang og tók saman. Ritstjóri Vilhjálmur Árnason. Hið íslenska bók- menntafélag, Reykjavík 2001. 10 La Révolution Surréaliste. [Sýningarskrá gefin út í til- efni af samnefndri sýningu í Pompidousafninu í París, 6. mars til 24. júní 2002], ritstjóri og sýningarstjóri Werner Spies, mars 2002. Höfundur er listfræðingur. Man Ray: Salernið (Les Toilettes), 1929. Úr einkasafni Bretons. Muray Nickolas: Frida Kahlo, 1938. Úr einkasafni Bretons. André Breton, árið 1924 (ljósmyndari óþekktur). Úr einkasafni Bretons. Jean Arp: Konan(La Femme), 1927. Úr einkasafni Bretons.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.