Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.2003, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.2003, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 11. OKTÓBER 2003 FJÖLMIÐLAR É G sé hann svo til daglega, mót- mælanda Íslands, hvort sem ég á leið hjá í morgunsárið eða síðla dags, hvort sem úti er sól og blíða, rigning og rok, snjó- koma og fjúk. Hann starfrækir minnsta fjölmiðil á Íslandi og það er ekki hægt að segja að boðskapurinn breytist ört: frá því snemma á þessu ári hefur hann staðið þarna með sama skiltið með sömu knöppu skilaboðunum: BLÓÐ BUSI DÓRI DAVI Í liðinni viku sá ég forsýningu á frábærri heimildamynd um þennan óvenjulega, aldraða mann – Helga Hóseasson – mynd sem gerði mig í senn glaðan og hryggan, en þó umfram allt hugsi. Í myndinni segir Helgi frá því að lögreglu- menn hafi hvað eftir annað tekið af honum mótmælaspjöld, meðal annars þegar hann hef- ur staðið fyrir utan íslenskar kirkjur og tjáð álit sitt á ríkistrú þjóðarinnar. Ljóst er að hann leggur mikla vinnu í hönnun þessara spjalda og að þau eru gerð af naumum efnum. Framganga lögreglunnar hefur væntanlega orðið til þess að Helgi heldur sig núorðið alltaf á sama götuhorninu, á horni Langholtsvegar og Holtavegar, þar sem hann vonast til að vera látinn í friði af laganna vörðum. Mótmælastaða hans á þessum einkennilega stað rifjar upp viðbrögð yfirvalda við ýmsum öðrum mótmælendum, t.a.m. þeim sem birtst hafa með spjöld sín á Austurvelli á þjóðhátíð- ardaginn 17. júní og eins þeim sem vildu mót- mæla komu forseta Kína hingað til lands fyrir rúmu ári. Svo virðist sem íslensk yfirvöld séu því aðeins hlynnt mótmælendum að þeir láti lítið á sér bera. Ef til vill er hér á ferðinni sér- stæður skilningur yfirvalda á athöfnum fræg- ustu mótmælenda Íslands sem sögðu á Þjóð- fundinum 1851 „Vér mótmælum allir“ og gengu síðan af fundi. Með því að fjarlægja ís- lenska mótmælendur af vettvangi viðburða vill lögreglan kannski aðstoða þá við að feta í fót- spor sjálfs Jóns Sigurðssonar. Með öðrum orðum: Það skiptir ekki öllu máli hvaða skoðanir Helgi Hóseasson viðrar á mótmælaspjöldum sínum núorðið. Veigamestu skilaboðin sem felast í mótmælastöðu hans eru skráð í stjórnarskránni: „Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almennings- þörf krefji … Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar. Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar … Ritskoðun og aðrar sam- bærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða … Rétt eiga menn á að safnast sam- an vopnlausir.“ Staða hans á horni Langholts- vegs og Holtavegs bendir jafnframt til þess að þessi ákvæði hafi ekki verið virt sem skyldi. En það stendur allt til bóta. Síðar á þessari öld verður beinlínis gert ráð fyrir fólki með mótmælaspjöld á Austurvelli að morgni 17. júní, t.d. við hlið lúðrasveitarinnar. Og þá leggur forsætisráðherra ekki bara blómsveig við tómhenta styttu Jóns forseta, mótmælanda Íslands # 1, heldur líka við aðra styttu, af mótmælanda Íslands # 2. Sú stytta verður með mótmælaskilti í annarri hendi og fötu í hinni. MÓTMÆLANDI ÍSLANDS Síðar á þessari öld verður bein- línis gert ráð fyrir fólki með mótmælaspjöld á Austurvelli að morgni 17. júní, t.d. við hlið lúðrasveitarinnar. J Ó N K A R L H E L G A S O N EKKI er það neitt leyndarmál að ýms- ir hafa lýst efasemdum um forsendur Hannesar fyrir því að vinna að slíkri bók. Mun hann nálgast viðfangs- efnið af sanngirni og hleypidóma- leysi? Um það er ekki hægt að full- yrða fyrr en bók hans birtist á prenti. Hitt er ljóst, að Hannes mun ekki vinna sitt verk betur ef honum er meinaður aðgangur að tilteknum skjölum. Hvað þá skjölum sem búið er að lýsa yfir að séu ekki leyndarmál og hafa verið „gefin þjóðinni“, eins og það var orðað 1996. […] Mörgum gremst það, ef Halldóri Laxness er brugðið um óheilindi. Telja að starf hans og hugsjónir standi óhaggað, þótt reynt hafi verið að gera lítið úr því. Þeir sem deila þeirri skoðun geta ekki annað en harmað það, að Hannes Hólmsteinn eða hver annar sem vill, fái ekki að sannreyna það. Afkomendur skálds- ins sýna honum lítinn sóma, ef þeir ætla að koma í veg fyrir slíkt. Ekki er Halldóri Guðmundssyni heldur sýnt mikið traust, ef því er ekki treyst að hann muni skrifa betri bók um Hall- dór Laxness en einhver annar, nema honum sé veitt forskot á aðra. Páll Hilmarsson og Sverrir Jakobsson Múrinn www.murinn.is Sögufölsun Þegar til þess er hugsað hvílíkar glansmyndir hafa nú þegar verið dregnar upp af Halldóri Laxness, m.a. í sjónvarpsþáttum sem gerðir voru skömmu eftir andlát hans og sýndir voru á RÚV, er nema von að maður minnist Biskupasagnanna og þeirra jarteikna sem þeim var ætlað að sýna um heilagleika einstakra kirkjunnar manna. En þessi samlík- ing sýnir svo ekki verður um villst að þessi aðgangstakmörkun er ekkert annað en fyrsta skrefið í átt að sögu- fölsun. Og mér finnst algerlega ástæðulaust að lífi og starfi Halldórs Laxness sé sýndur slíkur ósómi að draga það niður í sögufölsunar- svaðið. Jón Einarsson Maddaman www.maddaman.is „Sjúkleg andúð“ Já það er hætt við að mörgum vinstrisinnuðum menningarvitanum hafi brugðið á föstudaginn: Sjúkleg andúð á Hannesi Hólmsteini Giss- urarsyni. Berrassaðir marxistar og æskulýðsfylkingarfólk vaða uppi og hafa ennþá sloppið við maklega hýðingu. Og sá sem svona skrifar er ekki einhver sem hægt er að afgreiða með venjulegum frösum. Varla ætla menn að fitja upp á nefið einu sinni enn og segja að þarna sé þessu frjálshyggjuliði rétt lýst, því nú kemur hið óþægilega frá ekki ómerkilegri rithöfundi en Guðbergi Bergssyni, margverðlaunuðum og lofsungnum. Sennilega hefur ýmsum svelgst á þennan daginn og jafnvel misst niður á sig væna sleif af hafragraut. Vefþjóðviljinn www.andriki.is Morgunblaðið/Jim Smart „Teygja sig uppí heiðan himin og vara sig ekki á frostnóttinni.“ MYNDIN AF HALLDÓRI LAXNESS IEngar goðsagnir eru jafn lífseigar og þær semmaður býr til um sjálfan sig. Maður telur sér trú um að maður sé ástríðufullur, greindur, harður nagli, gefinn fyrir bóklestur og tónlist og auðvitað íþróttagarpur hinn mesti en umfram allt sé maður þó góður inni við beinið, elskur að börnum og þol- inmóður eða eitthvað þaðan af meira. Og í hvert sinn sem einhver ljær máls á öðru þá bregst maður ókvæða við, segir viðkomandi ekki skilja sig: Þú skilur mig ekki! Ég er ekki svona! Ég er ekki sá sem þú heldur! Ég er ekki sá sem þú sérð! Ég er allt öðru vísi! Ég er góður inni við beinið! Og svo heldur maður áfram að hlúa að goðsögninni um sjálfan sig, því að hún er rétt og sönn og góð. IIOg þannig er þetta líka með þjóðir. Goðsagnirþjóða um sjálfar sig eru lífsseigari en flestar slíkar. Íslendingar eru sjálfstæðir, duglegir, fallegir, sterkir, greindir. Finnar eru þunglyndir. Danir glaðlyndir. Svíar klárir. Þjóðverjar eru skipulagðir. Rússar eru kaldir karlar. Spánverjar eru heitir. Ítalar heitari. Það sýður á Grikkjum. Frakkar eru svo einfaldlega yfir aðra hafnir. Bretar eru betri. Bandaríkjamenn bestir. IIIOg hvernig lifa þessar goðsagnir af? Jú, meðþví að sverja af sér alla heilbrigða skynsemi. Goðsagnir skeyta ekki um skynsemi. Þær eru sjálf- um sér nógar. Þær standast sína innri rökfærslu. Þess vegna er líka brugðist illa við þegar mælt er gegn þeim, þegar bent er á vankanta þeirra, þegar talað er þvert á sannleika þeirra. Þá verður allt vitlaust. IVEn sumir skeyta ekki um sannleika goð-sagna. Skáld og rithöfundar eru í þeim hópi. Fremstir. Það er sennilega eina raunverulega gagnið sem skáld og rithöfundar gera, að tala þvert á goðsagnir, að afhelga. En skáld og rithöf- undar eru misskildir. Þeir fá iðulega bágt fyrir þeg- ar þeir rífa niður sjálfsímyndir okkar. Að minnsta kosti fyrst í stað. Það er jafnvel þaggað niður í þeim. Þeim er gert ókleift að sinna sínu. Þeir eru meira að segja gerðir útlægir. En einmitt þá vita þeir að þeir eru að gera gagn. Og þeir halda áfram. Sem betur fer. Að öðrum kosti spóluðum við í sama farinu. Drullug upp fyrir haus, blind og heyrnarlaus – vitlaus. VGoðsagnirnar um sjálfan mann eru ekki sann-ar nema í sínu innra samhengi. Þannig eru allar goðsagnir. Þær eru sannar í sjálfum sér. En þær geta verið blekkingin ein ef við tökum að trúa þeim í raun og veru. NEÐANMÁLS ÖNNUR skáldsaga Susan Choi, sem vakti töluverða athygli með frumraun sinni Foreign Student, þyk- ir líkleg til vinsælda að mati gagn- rýnanda New York Times. Bókin nefnist American Woman, eða Bandaríska konan, og er um að ræða skáldsögu sem byggð er í kringum ránið á Patti Hearst, erfingja fjöl- miðlaveldis, sem vakti mikla athygli á áttunda áratugnum. Á yfirborðinu er einungis um spennusögu að ræða og verður sú flókna uppbygging sem Choi vinnur söguna út frá aðeins smátt og smátt lesand- anum ljós. Út yfir líf og dauða SÖGUR Hollendingsins Tim Krabbé eru lítt þekktar utan heimalands hans, en útgef- endur hans vonast til að með enskri útgáfu á sögu hans Hvarfið, eða The Vanishing, komi það til með að breytast. En þar, líkt og í tveimur fyrri bókum Krabbé, er viðfangs- efnið endurfundir elskenda eftir dauðann og sjálfur hefur höfundurinn sagt að þjáningar höfði sterkt til sín. Sagan er þá þétt ofin, með sterkum karakterum og ná- kvæmum þjóðfélags- og sál- fræðilýsingum, auk þess sem sögupersónur hennar búa yfir þeim sérevrópsku einkennum að líta á sig sem fórnarlömb nöturlegs brandara alheimsins. Víkingaróman NÝJASTA skáldsaga Roy Jac- obsen Frost er, að sögn norska dagblaðsins Dagsavisen, rituð í hinum knappa stíl Íslendinga- sagnanna auk þess sem að- alsöguhetjan er íslensk, þrátt fyrir að heita því óís- lenska nafni Torgest Tola- hallason. Hin dularfulli Tor- gest er uppi í kringum árþús- undamótin 1000 og togast á milli kristni og heiðni. Hann nær þó ekki að festa rætur neins staðar og líkt og til að undirstrika það rótleysi tekur hann sér nafnið Gestur áður en hann leggst í flakk um Evr- ópu þar sem hann lendir í margvíslegum ævintýrum. Æskuppgjör bakvarðarins HINN afkastamikli bandaríski spennusagnahöfundur John Grisham sendi nýlega frá sér nýja bók, Bleachers, en þar segir frá fyrrverandi bakverði, stjörnu í bandaríska fótbolt- anum, sem snýr aftur til heimabæjar síns eftir að hafa komist að því að fyrrverandi þjálfari hans í menntaskóla liggur fyrir dauðanum. Þjálfarinn, sem var eins kon- ar lifandi goðsögn innan bæj- arins, hélt jafnframt íþrótta- mönnum sínum í slíkum járngreipum að að áhrif hans náðu langt út fyrir fótbolta- völlinn. Við heimkomuna brjót- ast fram tilfinningar ástar og haturs hjá bakverðinum í garð þjálfarans og segir sagan frá uppgjöri þeirra. ERLENDAR BÆKUR Bandaríska konan Roy Jacobsen Susan Choi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.