Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.2003, Qupperneq 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 22. NÓVEMBER 2003
JAPANSKI rithöfundurinn
Natsuo Kirino, sem nýtur mikilla
vinsælda í heimalandi sínu Japan,
hefur nú vakið
athygli í
Bandaríkj-
unum en bók
hennar Out,
eða Út, hlýtur
töluvert lof hjá
gagnrýnanda
New York
Times. Out er
harðsvíruð spennusaga, líkt og
aðrar sögur Kirino og þykir höf-
undur ná að tvinna skemmtilega
saman nöprum feminískum lýs-
ingum og heillandi sagnaritun.
Bókinni er enn fremur líkt við
franska leynilögreglusagnahefð,
en er þó talin hafa ýmislegt um-
fram hana sem höfðað hefur sér-
staklega vel til japanskra kvenna,
ekki hvað síst sú dæmisögulega
gagnrýni á bælingu kvenna í jap-
önsku þjóðfélagi og það tvöfalda
líferni sem sú bæling elur með
þeim.
Trú með kynningarstjóra
NÝJASTA saga David Guterson,
Our Lady of the Forest eða Vorr-
ar frúar skógur, segir frá ung-
lingnum Ann
Holmes, sem
flýr frá erf-
iðum heimilis-
aðstæðum og
sér í kjölfarið
Maríu mey eft-
ir mikla eitur-
lyfjaneyslu.
Fyrir tilstilli
kynningarstjóra, sem telur
gróðavænleg tækifæri felast í
guðsmóðursýninni, hópast þús-
undir kaþólikka að Ann eftir
hverja sýn og þykir samkundan
minna um margt á frásögn T.
Coraghessan í Drop City á hippa-
kommúnum áttunda áratugarins.
Eru hinir trúuðu þannig í sögu
Guterson vonsviknir, áttavilltir
og óviljugir að snúa heim er þeir
bíða kraftaverkalækninga Ann.
Leiðin til paradísar
LISTAMAÐURINN Paul Gaugu-
in er viðfangsefni perúska rithöf-
undarins Mario Vargas Llosa í
bók hans The Way to Paradise,
eða Leiðin til paradísar. Um
skáldsögu er að ræða og þó Varg-
as Llosa byggi hana vissulega á
raunverulegum atburðum í lífi
Gauguins þá leyfir hann sér að
fara frjálslega með staðreyndir
og kemur t.d. á fundi milli Gaugu-
ins og ömmu hans, þjóðfélags-
byltingarsinnans Flora Tristan.
Að mati Guardian er bókin engu
að síður sérlega áhugaverð og
þykir Vargas Llosa ná að draga
fram mynd af Gauguin sem hin-
um misskilda listamanni sem
hann var á sinni lífstíð.
Kallaúlfarnir
AÐDÁENDUR hryllingssagna-
höfundarins Stephen Kings geta
nú andað léttar en King sendi á
dögunum frá
sér síðasta
hluta The
Dark Tower
seríunnar svo-
nefnda. Bókin
nefnist Wolves
of the Calla,
eða Kalla-
úlfarnir, og
segir þar enn
frá Roland Deschain sem að
þessu sinni heimsækir þorp í
villta vestrinu sem plagað er af
„úlfunum“, einhvers konar her-
mönnum eða vélmennum sem á
hálfrar aldar fresti ráðast inn í
þorpið og stela börnum íbúanna.
ERLENDAR
BÆKUR
Spennusaga
á feminískum
nótum
David Guterson
Natsuo Kirino
Stephen King
Á
liðnu sumri hélt ég því fram
á þessum vettvangi að sig-
urvegari seinustu alþingis-
kosninga hafi verið auglýs-
ingastofan sem stýrði
kosningaherför Framsókn-
arflokksins. Nú hefur þessi
kosningaskrifstofa, fyrirgef-
ið – auglýsingastofa vildi ég sagt hafa – mak-
lega hlotið æðstu verðlaun fyrir það eitursnjalla
bragð að falbjóða Framsókn sem brandara og
tryggja þannig lykilaðstöðu flokksins á þingi.
Þvert á allar markaðsspár tókst þeim að selja
okkur þann varning sem flokkurinn er, rétt
eins og hann væri fótanuddtæki ellegar bum-
bubani, sem hann kannski er þegar allt kemur
til alls.
Steingrímur Joð nötraði af vanþóknun þegar
hann gagnrýndi kosningaherferð Framsóknar
nýlega á þingfundi, en stendur nú sjálfur
frammi fyrir þeirri tilvistarspurningu hvort
flokkurinn hans verði að fara að þessari þjóð
líkt og litli ríkisstjórnarflokkurinn gerði. Ef
hann hefur hug á að selja þjóðinni sinn græna
lit virðist sú eina leið fær að líta á þjóðina sem
neytendur líkt og Framsókn gerir; jafnvel þótt
sú afstaða til kjósenda eigi fátt skylt við lýð-
ræði. Talsmenn Framsóknarflokksins eru vita-
skuld himinlifandi og stoltir af upphefð sinnar
kosningaskrifstofu – afsakið ég á við auglýs-
ingastofu – og heyra mátti á tali þeirra þegar
þessi mál bar á góma nýverið að lýðræðið væri
nú einu sinni „svona“ á okkar tímum.
Þannig erum við ekki kjósendur í augum
Framsóknar heldur neytendur. Það væri óefað
verðugt verkefni fyrir Neytendasamtökin að
fylgjast með efndum kosningaloforða og birta
reglulega skýrslu um þau mál í Neytenda-
blaðinu. Afstaða framsóknarmanna til kjósenda
er kannski ekki mjög kurteisleg en hún er vita-
skuld tímanna tákn, í senn afar klókindaleg og
árangursrík, því hver sem ekki er með öllu
skyni skroppinn sér að þjóðin verður naumast
betur skilgreind en sem neytendur. Hér er
nefnilega allt til sölu, einstaklingarnir líka og
ekki síður einkalíf þeirra. Hér er markaðstorg
hégómans.
Dæmi um þetta markaðstorg sjáum við ef til
vill öðru fremur á því sjónvarpsefni sem þjóðin
framleiðir handa sjálfri sér. Hver þátturinn eft-
ir annan er illa dulin auglýsing og þykir víst
engum óeðlilegt. Nefnum þrjá þætti af handa-
hófi, hvern af sinni stöðinni. Laugardagskvöld
með Gísla Marteini þar sem bók er ekki boðleg
né geisladiskur gjafavara nema þáttarstjórn-
andinn hafi kallað það „frrrrábært“, Ísland í
bítið sem hefur breyst í syrpu af smáauglýs-
ingum og síðast en ekki síst Innlit – útlit, sem
slær öllu öðru við í groddalegri sölumennsku.
Í Innliti – útliti er æ algengara að sýna tóm-
ar íbúðir ásamt nýjum eigendum þeirra. Þegar
sjónvarpsgengið er horfið á braut er nokkrum
hungruðum iðnaðarmönnum sleppt lausum í
íbúðinni á vegum einhverra kaupmanna ellegar
framleiðenda. Þegar íbúðin hefur verið klössuð
upp er hóað í tökuliðið á ný svo unnt sé að filma
nýju eigendurna er þeir ganga stoltir um her-
legheitin og tala fjálglega um fyrirtækin sem
gáfu þeim flísar og parket, innréttingar og kló-
sett. Utan um þáttinn og innan í honum er vafið
mærðarfullum auglýsingum frá fasteignasölum
sem falbjóða nýuppgerðar íbúðirnar ellegar
fyrirtækjunum sem útveguðu innvolsið í þeim.
Mér er í raun heldur illa við að trúa þrálátum
orðrómi um að slíkar íbúðir séu seldar dýrum
dómum jafnharðan og búið er að dubba þær
upp í Innliti – útliti, en ef rétt er hlýtur auðgun
af þessum toga að varða við skattalög.
Ég velti því stundum fyrir mér hvað hrjái
þetta fólk sem sífellt skríður á eftir fjölmiðlum
til að selja sig og sitt einkalíf. Ég er einna helst
á þeirri skoðun að sjúkdóminn megi kalla at-
hyglisörvæntingu.
FJÖLMIÐLAR
Á KAFI Í NEYSLU
Dæmi um þetta markaðstorg
sjáum við ef til vill öðru
fremur á því sjónvarpsefni
sem þjóðin framleiðir handa
sjálfri sér.
Á R N I I B S E N
IÉg ætla að hlaupa yfir götuna en hætti við ein-hverra hluta vegna og geng áfram gangstéttina
niður alfaraleiðina. Og rétt í því sem ég hef skipt um
skoðun þá skýst köttur fyrir fæturna á mér og út á
götu og mikið hemlunarhljóð heyrist og allt verður
hvítt um stund. Þvottabíll frá Fönn hefur keyrt yfir
köttinn, beinlínis straujað yfir hann og hann liggur
á götunni eins og hver önnur tuska. Ég tek hann upp
blóðugan og það er undarlegt að finna hvað hann er
þungur og linur svona steindauður. Ég kannast
strax við hann og skoða ólina til að fullvissa mig um
að hann sé sá sem ég held hann sé. Þetta er köttur
höfundarins, hann Högni, andvana, andlaus, líf-
laus, búinn.
Mér bregður nokkuð. Högni hafði verið mikill
köttur, breiður yfir herðar og brjóst, eilítið útfættur
og þykkfættur, með djúpsett augu og stingandi, lang-
leitur og skarpleitur. Hann var mikill veiðiköttur og
spörfuglar hvergi hultir þar sem hann fór. En hann
var besta skinn.
Bílstjóri Fannar, sem heitir Hrannar, sýnir ekki
mikil geðbrigði enda þykir mörgum ekki mikið þótt
það verði einum kettinum færra í borginni. Ég segi
honum að ég muni láta eigandann vita.
IIÞegar ég banka upp á hjá höfundinum meðHögna blóðstorkinn í fanginu kemur enginn til
dyra en hurðinni hefur ekki verið lokið aftur al-
mennilega svo ég geng inn.
Íbúðin er vandlega skipulögð með það að augna-
miði að auðvelt sé að rata um hana. Höfundurinn
er ekki sérlega áttvís og hvað myndi hann taka til
bragðs ef hann fyndi ekki bókaherbergið þangað sem
hann sækir hráefnið? Þar situr höfundurinn nú um-
kringdur bókum.
Bókaherbergið er hið raunverulega vinnuherbergi
hans, þar fer úrvinnslan fram, vinsunin, þar er leit-
að, þar er klippt, þar er skorið – þar er vettvangur
hins eiginlega glæps og það vita allir.
IIIFyrir miðju herberginu undir glugga sem snýr ínorður er fallegur stóll sem líkist Chesterfield-
stól, hann er með þykkum örmum og er klæddur leð-
urlíki. Þar situr höfundurinn með stafla af bókum
uppi á hvorum arminum. Hann virðist hafa sofnað
ofan í eina bóka sinna. Hann er að vísu náfölur.
Hann gæti þess vegna verið dauður. En ég þori ekki
að ganga úr skugga um það. Ég myndi ekki ráða við
annað dauðsfall í dag. Andlit hans er friðsælt. Það
er eins og allir vöðvar þess séu í algerri hvíld og fyrir
vikið er hann ókennilegur á svip, eiginlega óþekkj-
anlegur – þetta gæti verið hver sem er. Hann drúpir
höfði og hallar eilítið fram en bókastaflarnir upp af
örmunum styðja við hann og varna því að hann falli
alveg.
Ég fikra mig nær og sé að þetta eru kunnuglegar
bækur. Neðst í staflanum vinstra megin er The Ord-
er of Things eftir Michel Foucault þar sem fall
mannsins er boðað í lokakaflanum. Ofan á Fou-
cault eru nokkrar bækur eftir Roland Barthes og höf-
undarbækur Jóns Karls Helgasonar. Þar er einnig
Höfundur Íslands eftir Hallgrím Helgason. Á hinum
arminum er undirstaðan Simulacra & Simulation
eftir Jean Baudrillard.
Höfundurinn hefur verið að lesa Roland Barthes
eftir Roland Barthes þegar hann lognaðist út af en á
hné hans liggur opin bók á grúfu sem nefnist The
Death & Return of the Author og er eftir Seán Burke.
Mér verður hálfómótt við að standa þarna yfir
hugsanlegu líki og með annað í fanginu. Ég legg
Högna í kjöltu höfundarins og hugsa með mér að
þeir muni þó altént hittast í himnaríki.
Ég læðist svo burt.
NEÐANMÁLS
DAGANA fyrir útkomu fyrsta tölublaðs
hins nýja DV birtist í öðrum dagblöðum
heilsíðumynd af tilvonandi ritstjórum
blaðsins, Mikael Torfasyni og Illuga Jök-
ulssyni. Þetta var auglýsing, tease, til
þess gerð að laða lesendur fyrirfram að
DV, skapa sterka og kröftuga ímynd af
ritstjórum þess og þar með blaðinu í
heild. Annar þeirra félaga, Mikael, sat í
stól; fyrst hélt ég að það væri tann-
læknastóll, en nei, það var rakarastóll.
Illugi stóð fyrir aftan stólinn rétt eins og
hann væri í þann mund að klippa Mika-
el, ekki draga úr honum tennurnar.
Það furðulega var að báðir voru þeir
merkilega þreytulegir á svipinn, hrein-
lega úrvinda að sjá. Þeir skjóta engum
skelk í bringu, hinir mæðulegu ritstjórar.
Önnur auglýsing sömu tegundar kemur í
hugann, Egill Helgason með boxhanska,
hálfblóðugur og virkilega ískyggilegur,
mynd sem maður er hræddur við, öfugt
við rakarastólsuppstillinguna; hér er
ekkert að óttast, ekki ógnandi boxari
heldur tveir þreyttir menn og rakarastóll.
Vinnudeginum lokið, klukkan er fimm og
eftir afrek dagsins er tilvalið að fá sér
klippingu.
Hver er ímyndin? Hvað er verið að
segja okkur? Að þeir hafi verið svona
önnum kafnir við að koma blaðinu á
koppinn? Alveg hreint búnir á því, tylla
sér hvenær sem færi gefst á þann stól
sem hendi er næst, jafnvel rakarastól –
sem einhverra hluta vegna er þarna til
staðar? Hvor um sig kannski dauð-
uppgefinn fyrir, svona almennt séð, ann-
ar á því að vera kjaftfort og ögrandi
ungskáld við ellimörk og hinn á því að
stinga á kýlum samfélagsins í pistlum.
Eða var þetta kannski ekki svona út-
spekúleruð ímyndasmíð, voru ritstjór-
arnir einfaldlega að reyna að vera töff
og mistókst það svona herfilega? Urðu
sprengmóðir þegar þeir ætluðu að vera
kappsfullir? […]
Það er ekkert gott við þróunina í ís-
lenskum fjölmiðlum, hún er vond og
hlutirnir eiga eftir að verða verri. Einn af
öðrum eiga fjölmiðlarnir eftir að tylla
sér í rakarastólinn og eigandinn að
klippa þá eins og honum sýnist. Þá
fáum við beitta gagnrýni pistlahöfunda
á eitthvað sem þeir bera sjálfir ábyrgð
á, fjölmiðlarýni sem er innanhússmál en
ekki ætluð lesendum, menningar-
umfjöllun, ef einhverja, í boði umfjöll-
unarefnisins. Smám saman verða varð-
hundar lýðræðisins að velsnyrtum
púðluhundum sem bofsa fremur en gelta
og þótt þeir fíli sig sem hin mestu villi-
dýr, stórhættulega og tannbeitta, eru
þeir helst til vandræða fyrir þá sök að
þeir sníkja án afláts og flaðra upp um
gesti og gangandi.
Hermann Stefánsson
Kistan
www.visir.is/kistan
RITSTJÓRAR
Í RAKARASTÓL
Morgunblaðið/Rax
Hold er mold.