Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.2003, Qupperneq 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 22. NÓVEMBER 2003 3
T
JÁNING er eitt það mikilvæg-
asta sem manninum er gefið.
Menn bera sig oft saman við
önnur dýr og merkjakerfi
þeirra og ljóst er að um sumt
erum við skyld öðrum teg-
undum. Við gefum frá okkur
neyðarhljóð og gleðióp, hljóð
sem merkja sársauka og velsæld, rétt eins
og kettir sem hvæsa eða mala.
Hins vegar er tjáningarkerfi okkar þeim
kostum búið að vera flókið og gefa kost á
margs konar samskiptum. Fyrir utan að
tala saman þá getum við skrifað hugsanir
okkar og þegar tungutakið þrýtur höfum við
merkjamál sem bæði er til sem formlegt og
óformlegt.
Táknmál er til dæmis formlegt og gerir
okkur kleift að skiptast á skoðunum við
heyrnardaufa. Það gerir þeim mögulegt að
koma skoðunum sínum til þeirra sem hafa
haft sig í að læra táknmál. Þá eiga blindir
táknmál sem heitir Braillé eða blindraletur.
Tjáningarkerfin eru kannski einmitt það
sem menn hafa lagt hvað mesta áherslu á að
þróa. Við eigum okkur tungutak sem bygg-
ist á árþúsundalangri hefð. Meira að segja
áður en ritmál kom til sögunnar af ein-
hverjum þunga þurftu menn að þróa fram-
sögn og tjáningu. Þannig náðu valdamenn
sessi, að hluta til að vísu með ofbeldi en eng-
inn má við margnum – nema hann geti kjaft-
að margmennið sér til stuðnings eða hvað?
Þegar ritmálið kom til sögunnar virðist
það hafa verið nýtt til að halda bókhald eða
skrár yfir eignir. Fljótlega áttuðu menn sig
á því að einnig mátti geyma reglur og lög
með þessum hætti. Íslendingar gerðu það
einmitt nánast um leið og kristni og ritmál
bárust til landsins að rita niður lögin sem
áður voru sögð upp á Alþingi.
Síðan fóru menn að geyma aðrar frásagn-
ir. Frá Súmerum, sem rituðu niður texta
fyrir um fimm þúsund árum, eru til leir-
töflur, sem geyma sögulegan fróðleik.
Það sést hins vegar á þessum elstu text-
um að það voru sérstakir skrifarar sem
unnu þá að fyrirsögn valdamanna því þeir
eru oft ópersónulegir og í þriðju persónu.
Fyrst lærðum við að búa til orð um hugs-
anir okkar, svo að koma hugsunum okkar á
leir, pappír eða annað efni og þannig stóð
nokkuð lengi. Síðustu tvær aldir þróuðu
menn svo vísinda- og orðtakasafn sem er
mjög sérhæft og nær yfir alla hluti. Og enn
eru menn að. Þannig lærði ég sænska orðið
datoroidphobia á dögunum. Það er tölvu-
fælni og hlýtur að vera nýlegt orð.
Síðustu áratugina hefur orðið mikil gjör-
bylting í tjáskiptum. Fjölmiðlar eins og út-
varp, sem kom fram snemma á 20. öld, kvik-
myndir og svo sjónvarp hafa breytt miklu í
möguleikum okkar til að koma upplýsingum
á framfæri. Þá hefur tilkoma símans og öll
þróun hans verið með ólíkindum, allt frá því
handsnúnir heimasímar voru settir upp,
sem öll sveitin gat hlustað á, yfir í smátækin
sem nánast allir Vesturlandabúar bera með
sér og gera mögulegt að ná í okkur hvar sem
er.
Svo er það vitaskuld tölvan og allt sem
henni fylgir.
Ég man eftir því sem barn að heyra talað
um poste restante. Það var þegar menn
sendu póst á tiltekið pósthús en vissu ekki
heimili móttakandans sem gat þá vitjað um
póstinn sinn á pósthúsinu. Þetta þótti af-
bragðssnjöll þjónusta og tryggði að menn
fengju póstinn sinn, þó stundum seint væri.
Hvað þá með tölvupóst? Með einu net-
fangi má koma til mín upplýsingum nánast
hvar sem ég er í heiminum, bara ef ég er
með símalínu sem getur tengst tölvu. Þetta
er sem sé hægt með öflugum farsíma, nán-
ast hvar sem næst í fjarskiptatungl.
SMS og tölvupóstur hafa síðan haft ótrú-
leg ahrif á tjáskipti og sérstaklega stafsetn-
ingu og orðmyndun. Sem er aftur önnur
saga.
Og öll þessi nýjungagirni 20. aldar með
sínum frumstæðu forverum hefur leitt af sér
gríðarmikla þróun, sem sumir vilja meina að
hafi leitt til einhæfni, flatneskju og versn-
andi samskipta en aðrir sjá bara vöxt og
glæsileika.
Menn deila t.d. um hvort þróun stafsetn-
ingar sé af hinu góða eða ekki. Í löndum þar
sem menn hafa lagt mikla rækt við stafsetn-
ingu og málfræði er þessi þróun séð sem al-
gert hrun en annars staðar er þetta talið
eðlileg þróun. Hefur tungan ekki alltaf verið
að breytast? Fá orð ekki nýja merkingu og
hefur ekki stafsetning breyst gríðarlega t.d.
frá dögum Snorra Sturlusonar svo ekki sé
farið lengra aftur?
Þá spyrja menn sig hvort tölvan og fjöl-
miðlar séu félagslega eflandi eða félagslega
letjandi. Nú er t.d. hægt að fá kvikmyndir
annaðhvort á spólum, diskum eða í allskonar
áskriftarsjónvarpi fljótlega eftir að þær
koma út. Frábært fyrir þá sem eiga erfitt
með að komast um en hinir verða þá bara
sófadýr. Og þegar komið er sjónvarp o.s.frv.
í hvert herbergi þá þarf fjölskyldan varla að
tala saman nema með SMS.
Sama gildir um tölvuna. Kennarar hafa
séð að fjölmargir nemendur sem sitja og
steinþegja í tímum, hversu mikið sem á þá
er yrt, verða ótrúlega tjáningarglaðir á
spjallkerfum í tölvum. Til eru nemendur
sem hafa beinlínis fallið úr skóla vegna þess
hve háðir tölvum og tölvuleikjum þeir verða.
Í Bretlandi er orðið til nýtt orð um fyrir-
bærið. Það er „kidult“ sem er samsetning úr
„kid“ fyrir krakki og „adult“ fyrir fullorðinn.
Orðið nær yfir þá sem halda í æskuna með
því að hella sér í hverskonar leiki og afþrey-
ingu af ótta við að fullorðnast og taka á sig
ábyrgð hinna fullorðnu. Ímynd þess að vera
fullorðinn og ábyrgur gagnvart leikjaver-
öldinni og afþreyingunni er ekki spennandi
segja fórnarlömbin.
Karlarnir hanga þá yfir gagnvirku sjón-
varpi og tölvuleikjum en konurnar yfir
spjallkerfum og gagnvirku sjónvarpi. Bæði
kynin hrífast af svokölluðu raunveruleika-
sjónvarpi og skrafþáttum þar sem menn tjá
sig um vanda sinn en líka yfir þáttum sem
dást að fræga fólkinu. Og dýrkun fræga
fólksins er einmitt einhver mest afgerandi
þáttur nútímafjölmiðlunar.
En skyldi þetta ekki vera tjáskiptalega
hvetjandi allt þetta fjölmiðlastand?
Nei segja sérfræðingar og nú hangir ný
vá yfir. Börnin eru hætt að tala og tjá sig
bara með búkhljóðum. Fjölskyldan hleypur
út í bíl á morgnana og á vinnustaði. Morg-
unmatur fullorðinna snæddur á leiðinni. All-
ir fá sér hádegismat og svo hella menn sér í
afþreyinguna að degi loknum, hvort sem
það er nú knæpan, heilsuræktin, tölvan eða
sjónvarpið. Í kvöldmatinn er snarl og
skyndibiti sem er líklega mest vaxandi geiri
matvælamenningar t.d. í Bretlandi. Elda-
vélar víkja fyrir örbylgjuofnum.
Og nú vilja skólar fara að taka upp þjálfun
í tjáskiptum og tali í vaxandi mæli því for-
eldrarnir vita ekki sitt rjúkandi ráð. Börnin
tjá sig með búkhljóðum yfir leikjatölvunni
og myndspilurunum og hjónin ná ekki að
tala saman vegna tölvuleikjanna og sjón-
varpanna sem glymja um allt hús. Mega
ekki vera að því að tala við nágrannana því
það er verið að horfa á Nágranna.
Eitt það merkilegasta er, að allt sem verið
er að bjóða, þessi mikla fjölbreytni í sjón-
varpi, útvarpi og öðrum miðlum, er ekkert
fjölbreytt. Henni er einungis pakkað í mis-
munandi umbúðir.
TJÁNING
RABB
M A G N Ú S Þ O R K E L S S O N
maggi@flensborg.is
LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR
4 7 . T Ö L U B L A Ð - 7 8 . Á R G A N G U R
EFNI
ANDRI SNÆR MAGNASON
ÞÚ ERT ÞAÐ
SEM ÞÚ ÉTUR
Maðurinn var 70% vatn
maðurinn var 70% lækurinn
sem rann niður fjallið
framhjá húsinu
maðurinn var 30%
silungurinn í læknum
rjúpan í lynginu
og lömbin í grasinu
sem bylgjaðist
í vindinum kringum húsið
Ég er ekki 70% vatn
í mesta lagi 17% sódavatn
hitt er blanda af diet kók og kaffi
Ég er ítalskt pasta og kínversk hrísgjón
ég er dönsk skinka og suður afrískur ananas
um æðar mér rennur amerísk tómatsósa
Þú ert það sem þú étur
ég er smækkuð mynd af heiminum
ég er smækkuð mynd af Bónus
Andri Snær Magnason (f. 1973) hefur meðal annars gefið út ljóðabækur, smásögur og
skáldsögur. Ljóðið Þú ert það sem þú étur er úr endurskoðaðri útgáfu Bónusljóða sem komu
út 1996. Hin endurskoðaða útgáfa nefnist Bónusljóð – 33% meira (2003).
Einar Kárason
hefur sent frá sér skáldsöguna
Stormur sem segir frá sam-
nefndum sagnamanni, smásál og
iðjuleysingja. Þröstur Helgason
ræðir við Einar um bókina.
Stephen McKenna
hefur verið áberandi í evrópsku lista-
lífi síðustu áratuga. Birt er samtal
hans og Helga Þorgils Friðjónssonar
en McKenna sýnir nú í Galleríi gangi.
Jean Sibelius
samdi Fimmtu sinfóníuna árið 1915
en hún markaði tímamót á ferli hans.
Árni Heimir Ingólfsson skrifar um
verkið sem Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands flytur á fimmtudaginn.
Leikhúslíf
í Danmörku
er mjög líflegt um þessar mundir.
Gunnar Gunnsteinsson segir frá því
helsta sem er í boði og leiðbeinir
þeim sem hyggja á ferð til Danmerk-
ur um það hvernig best sé að standa
að kaupum á leikhúsmiðum þar.
FORSÍÐUMYNDIN
er úr ritinu Íslenska bílaöldin eftir Örn Sigurðsson og Ingiberg Bjarnason sem
kom út í gær og sýnir Guðmund Briskó ræsa nýjan bíl. Í ritinu er saga bílsins
á Íslandi rakin í máli og myndum.