Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.2003, Síða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 22. NÓVEMBER 2003
Þ
að liggur eiginlega beinast við að
spyrja hvort Stormur eigi sér
einhverja fyrirmynd?
„Jú, sú spurning er fullkom-
lega í anda bókarinnar. Ég held
að hann eigi fleiri en eina fyr-
irmynd og þá fyrst og fremst úr
kunningjahópi mínum. Það sem
kveikti áhuga minn á manngerð hans er að ég
hef tekið eftir því í gegnum tíðina að menn
sem eru að einhverju leyti gallagripir eiga
auðveldara með að hrífa fólk en gegnheil eð-
almenni. Ég hef kynnst nokkrum svona mönn-
um. Fólk sér strax að þeir eru ekki allir þar
sem þeir eru séðir og varasamir í aðra röndina
en laðast samt að þeim. Þeir drífa fólk með
sér. Ég held að þetta sé galdurinn á bak við
marga heimsfræga svindlara en mig langaði
til þess að taka dæmi af hversdagsmanni, ein-
um af oss, sem væri svo sem ekki í neinu stóru
svindli en fleytti sér alltaf áfram á mjög auð-
veldan hátt og gjarnan á kostnað annarra. Ég
hef kynnst fleiri en einum manni af þessu tagi
og ætli Stormur sé ekki samsuða úr þeim.“
Stormur er eiginlega mitt á milli þess að
vera séní og fullkomin landeyða.
„Hann er jafnvel hvorttveggja. Mig langaði
til að draga upp slíka mynd. Þetta er gömul
aðferð úr íslenskum bókmenntum. Stóra fyr-
irmyndin er Egill Skallagrímsson að breyttu
breytanda og án þess ég sé að líkja mér saman
við höfund þeirrar bókar. Þar er dregin upp
risavaxinn mynd af manni sem hefur þetta
stórkostlega tvíeðli, eins og Stormur. Hann er
viðkvæmur, hann er blíður, hann er ljóðskáld,
hann er snillingur en jafnframt ruddafenginn,
ofbeldismaður, forljótur, yfirgangsmaður,
smásálarlegur … og það lukkast allt saman,
persónan gengur upp. Og svona fólk er til. Það
er ekki hversdagslegt á neinn hátt, hvorki í
kostum sínum né löstum. Það er stórbrotið á
allan hátt.
En tímarnir eru breyttir. Stormur er ekki
skáld og ekki víkingur. En hann kann að lifa
af. Hann finnur alltaf auðveldustu leiðina til
þess að lifa af. Og þannig er það í samfélagi
okkar nú til dags. Það er alltaf hægt að finna
leiðir til að létta sér lífsbaráttuna.
Einn yfirlesara minna taldi þetta mikið háð
um norrænt velferðarkerfi og það má vel vera
rétt. Norrænt velferðarkerfi er ekki fullkomið
þótt ég aðhyllist pólitíkina á bak við það.“
Stormur er ekki skáld, en hann er dubbaður
upp í að vera rithöfundur, eins konar sýnd-
arhöfundur, hann er beðinn um að ganga bók í
höfundarstað, ef svo má segja.
„Já, hann verður eiginlega fórnarlamb
plotts sem hann hefði sjálfur getað fundið upp
ef hann hefði verið í bókabransanum. Forlags-
menn hér í Reykjavík ætla að svindla dálítið,
vera sniðugir. Stormur ákveður að spila með
þar sem hann telur þetta vera ágæta leið til
þess að stytta sér leið en það fer ekki betur en
svo að hann rétt sleppur út úr því með kalið
hjarta, eins og Grímur Thomsen frá dönsku
hirðinni.“
Hann verður í raun leiksoppur markaðs-
aflanna.
„Já, ég hef auðvitað fylgst með þessum út-
gáfurekstri úr hæfilegri fjarlægð í meira en
tuttugu ár og það mátti auðveldlega búa til
svona svindlplott sem tengdist honum.“
Hugmyndin á bak við bók Storms er í raun-
inni sú að hann segi einhverjum ritfærum
manni fjölskyldusögu sína, sem er æði skraut-
leg, og síðan komi Stormur sjálfur fram sem
höfundurinn en skrifarinn láti sig hverfa.
Þetta minnir óneitanlega nokkuð á þau mál
sem þú hefur átt í sjálfur um eyjabækurnar
svokölluðu þar sem þú varst sakaður um að
nota efni frá manni sem sagði sögur inn á spól-
ur af braggalífi fjölskyldu sinnar. Í því tilfelli
taldi sögumaðurinn sig raunverulegan höfund
bóka þinna og það gerir Stormur raunar einn-
ig, hann lifir sig svo inn í svindlið að hann tel-
ur sér trú um að hann hafi í raun skrifað bók-
ina um sig – sem síðan var raunar ekkert
frekar um hann en eitthvað allt annað fólk.
„Já, það kom upp einhver rúmor um að ég
hefði stolið efni frá Þórarni Óskari en sem bet-
ur fer leystist það þegar ég fann spólurnar
með frásögnum hans og fól þær Landsbóka-
safninu til varðveislu þar sem þær eru öllum
aðgengilegar.
En ég er viss um að reynsla mín af því að
hafa dregist inn í einhverja svona dellu hafi
veitt mér innsýn í slík mál. Og ég vísa raunar í
þessa uppákomu í bókinni; forlagsmenn eru að
velta því fyrir sér að höfundar þurfi að vera
spennandi karakterar og þá bendir einn
þeirra á Djöflaeyjuna sem einhver alhvers-
dagslegur maður hafi skrifað og því hafi allir
verið tilbúnir að trúa því þegar kom rámur
töffari úr braggahverfunum og sagðist vera
höfundurinn. Það sama gerðist hjá Sholokhof
sem skrifaði Lygn streymir Don. Hann var
ósköp hversdagslegur maður þannig að þegar
sá kvittur komst á kreik að einhver tataraher-
maður, sem fallið hafði í stríðinu, hefði skrifað
bókina þá trúðu því allir.
Það er alveg rétt að þessi mál gerðu það að
verkum að ég fór að velta fyrir mér hlutverki
höfunda, fyrirmynda, markaðarins og svo
framvegis.
Vinir mínir í bókabransanum hafa til dæmis
sagt mér að sannar örlagasögur verði að gefa
út undir höfundarnafni. Það hefur verið reynt
að gefa út bækur um kynferðislega misnotk-
un, heimilisofbeldi og slíkt undir dulnefni og
það tekur enginn mark á þeim, enginn hefur
GÓÐ SAGA ER
BARA GÓÐ SAGA
Stormur nefnist ný skáld-
saga eftir Einar Kárason
en þar segir frá Eyvindi
Jónssyni Stormi sem er í
senn séní og fullkomin
landeyða. ÞRÖSTUR
HELGASON ræddi við
Einar um bókina sem
segir meðal annars frá
því þegar Stormur eignar
sér bók sem hann hefur
sjálfur ekki skrifað þótt
hún sæki fyrirmyndir
til skrautlegrar
fjölskyldu hans.
En ég er viss um að reynsla mín af því að hafa dregist inn í
einhverja svona dellu hafi veitt mér innsýn í slík mál. Og ég
vísa raunar í þessa uppákomu í bókinni; forlagsmenn eru að
velta því fyrir sér að höfundar þurfi að vera spennandi karakt-
erar og þá bendir einn þeirra á Djöflaeyjuna sem einhver al-
hversdagslegur maður hafi skrifað og því hafi allir verið til-
búnir að trúa því þegar kom rámur töffari úr
braggahverfunum og sagðist vera höfundurinn.
Morgunblaðið/Kristinn