Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.2003, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.2003, Síða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 22. NÓVEMBER 2003 5 AUÐVITAÐ var þessi Ameríkuferð ein fjandans vitleysa, ég ætla ekki að fara að jagast við neinn um það. En hvernig átti mig að gruna að allt yrði svikið sem var bú- ið að lofa manni, að það væri ekki orð að marka það sem manni hafði verið sagt, – fyrir nú utan það hverslags djöfulsins pakk skyldmenni manns reynast alltaf vera þeg- ar á reynir. Ég meina, þetta er auðvitað það lægsta og ómerkilegasta af mann- legum skriðkvikindum, mér hefði átt að vera það ljóst ... Allavegana. Ég var auðvitað búinn að fá upp í háls af þessu eymdarlífi þarna í Dan- mörku, einn dagur enn hugsaði ég, og þá verð ég geðveikur. Ha? Fjórði eða fimmti veturinn að renna upp, með sömu fjandans rútínunni – átti ég að verða ellidauður í þessu fokki? Svo ég fór á ferðaskrifstofuna og athugaði hvað one-way ticket fyrir okk- ur kostaði til Minnesota, kom svo heim og sagði við Stebbu: „Við þurfum að redda okkur svona tutt- ugu þúsund kalli og svo erum við farin héð- an. For gúdd.“ Það kviknaði einhver örlítill von- arglampi í auganu á henni. „Viltu að við flytjum heim?“ „Já, eða hvert sem er,“ sagði ég. „Nú, hvert annað gætum við farið?“ sagði hún, og glampinn hvarf úr auganu. „Til Ameríku,“ sagði ég. Oft er best að koma sér beint að efninu, gera skyndiáhlaup, blitzkrieg. Og nú var hún öll í mínus, fór að væla og hvína, að við ættum engan pening; hvernig ættum við að redda tuttuguþúsundkalli? – Við sem ættum ekki neitt, værum að reyna að tóra á hennar lágu tekjum og svo þess- um smánarlegu atvinnuleysisbótum mín- um, vavava … En ég var rólegur, benti henni á að hún væri stundum að tala um að flytja heim til Íslands! Hvort hún gerði sér ekki ljóst að það kostaði líka peninga, og hvar ætlaði hún að fá þá? „Ég ætlaði að nota það sem ég á inni í líf- eyrissjóði til þess,“ sagði hún – og þá var ég búinn að negla hana, – við myndum auðvit- að nota þann sama pening til að flytja til Am-eríku. „En það er mikið dýrara,“ sagði hún, „hvað heldurðu að kosti að flytja búslóð til Ameríku? Það er nógu dýrt að flytja búslóð til Íslands og er það þó miklu styttra.“ „Við flytjum enga búslóð til Ameríku,“ sagði ég, „við seljum bara þetta drasl sem við eigum og notum peningana til að koma undir okkur fótunum fyrir vestan. Travel easy travel light. Stundum þarf maður að þora að hugsa!“ Svo trítlaði ég út, þóttist þurfa að gera eitthvað, vissi að hún myndi jafna sig á þessu, hætta þessum mótþróa og röfli, það gerir hún alltaf … Og hún gekk í að redda út þessum lífeyr- issjóðspeningum; sýstemið í Danmörku er svipað og heima, launþeginn sjálfur borgar eitthvað tæpan helminginn, atvinnurekand- inn hitt, en sé um útlendinga að ræða sem ætla að flytjast burt er hægt að leysa til sín sinn part, það sem fólk hefur greitt sjálft. Að vísu skuldbinda menn sig á móti til að koma ekki aftur, afsala sér rétti til að stunda vinnu í landinu næstu fimm árin eða eitthvað, en það var nú einfalt mál. Ekki ætluðum við að koma aftur, svo mikið var víst. Ég hélt nú að við myndum fá sæmilegan pening fyrir innbúið okkar, sófann og borð- stofusettið og þetta, allt var það nú strá- heilt og í góðu lagi, og maður hefði getað búist við því að þetta Íslendingapakk hérna reyndi að borga svona sæmilega fyrir þetta, þegar barnafólk er að taka sig upp og fara til náms í fjarlægum löndum, í stað- inn fyrir að mæta með nurlarasvip og spá í það eitt hvort ekki megi gera góð kaup, svíða út ágæta hluti sem það jafnvel bráð- vantar á einhverju smánarverði, en svona fór þetta nú samt. Ég var búinn að kaupa tvo bjórkassa því ég hafði hugsað mér að halda svona smá kveðjupartí eftir söluna, í tómri íbúðinni, en þegar til kom datt mér ekki í hug að fara að tríta þessar djöfulsins nánasir á bjór, drakk þetta heldur bara sjálfur, einn; Stebba og krakkarnir farin að sofa á gólfinu inni í herbergi, ég með litla transistortækið í tómri stofunni ... Eða, tómri? Hún var fjandakornið ekki tóm, því þetta lið tók bara það sem það ágirntist, í stað þess að reyna að rétta manni hjálp- arhönd og tæma þá almennilega; þarna ægði ennþá saman allskyns drasli sem við höfðum sankað að okkur; pottablómum, hillum, fötum, lösnum stólum og kollum, barnaleikföng-um, sem lenti svo á Stebbu að þurfa að hreinsa allt út, með börnin á hælunum, vælandi yfir því hvað yrði um hitt og þetta, í staðinn fyrir að þessir sam- landar manns sem maður hafði boðið að koma og hirða allt sem maður átti gegn sæmilegu verði hefðu þá gert það, og við verið laus allra mála; Stebba í tvo sólar- hringa á þönum greyið, bera út og þrífa, ég gat því miður ekki verið með í því, ég var eftir mig og blúsaður út af þessu öllu sam- an, vonbrigðunum með þessa ræfla sem maður hafði stólað á að myndu redda sér, og svo af því að þurfa að klára allar veislu- birgðirnar einn. Sjónvarpið og það helsta keypti Sig- urbjörn. Og borgaði reyndar ágætlega fyr- ir það. En það var allt í mínus hjá honum. Þau voru þarna búin að skaffa sér íbúð, hann og Buddan, sem var orðin alveg kasól- étt. En svo var eins og þau treystu sér ekki til að búa saman. Hann var eitthvað að reyna að trúa mér fyrir þessu, en ég vildi helst ekki heyra það. Hann var eitthvað að segja að hann hefði á tilfinningunni að Buddan hefði kannski engan áhuga á að búa með sér. „Hefur þú áhuga á að búa með henni?“ sagði ég. Nei, hann var nú ekki viss um það. „Þá er nú eins gott að sleppa því,“ sagði ég. Í það minnsta ætlaði hann heim um sumarið, vinna þar, og reiknaði síður með að koma út aftur. Nema bara í heim- sókn, til að sjá krakkann. Átti eiginlega ekkert eftir í skólanum nema eitthvert lokaverkefni sem hann gæti unnið að mestu heima. Ég var sannfærður um að hann yrði ekki meira í Danmörku. Og þar fór síðasta hálmstrá mitt til að hanga lengur í því landi. ... Við flugum vestur með Finnair. Það fannst mér alveg hneggjað. Maður er að flytja til helsta lands nútíma-heims- menningarinnar, en flýgur svo með flug- félagi þessarar hálfsovésku sveitaþjóðar. Mikið að við flugum ekki með Lappland- airways! En þetta voru víst ódýrustu mið- arnir, það kom á daginn þegar við Stebba fórum að kaupa miðana þarna á ferðaskrif- stofunni dönsku; ég var auðvitað búinn að panta allt og ganga frá því, one way ticket, þeir voru tilbúnir og þetta hefði ekki þurft að taka nema svona fimm mínútur, og við svo aftur út, hefðum getað skálað á næstu krá, en þá fór Stebba að spyrja hvað myndi kosta að fá miða báðar leiðir, fram og til baka. Eins og við ætluðum einhverntíma að snúa aftur til Danmerkur, þess skítalands! Úr Stormi eftir Einar Kárason. áhuga nema höfundurinn og sögupersónan séu sama manneskjan. Annars er Stormur fyrst og fremst rann- sókn á þessum manni og lífi hans og aðstæð- um.“ Sumar persónur þínar bera nöfn þekktra manna í þjóðlífinu, svo sem Jón Samsonarson og Sigurbjörn Einarsson. Þetta hljómar mjög ólíkindalega þegar maður kynnist persónun- um, þær eru að minnsta kosti ekki handrita- sérfræðingar eða biskupar. Ertu að bólusetja bókina fyrir því að hún verði lesin sem lyk- ilsaga? „Það gæti svo sem verið. Reyndar átti Jón Samsonarson, eða Samskonarson eins og hann er kallaður í sögunni, hann átti eiginlega að heita Jón Hákarlsson en þann brandara er bara hægt að nota einu sinni. Í fyrstu bók- unum mínum reyndi ég alltaf að finna nöfn sem hæfðu persónum, Valli er voðalega róleg- ur náungi og vinur hans, sem er allur á iði, heitir Sneglu-Halli og Baddi er svona bad boy from the hood. En síðan fór mér að finnast þetta eitthvað hallærislegt. Maður ætti auðvit- að að gera þveröfugt. Ég veit raunar ekki hvort ég hafi gengið alla leið í þeim efnum. Sigurbjörn Einarsson er til dæmis góður vin- ur Storms og ég sá hann fyrir mér sem svona gegnheilan og réttsýnan mann. Og þá dettur manni auðvitað enginn annar í hug en bisk- upinn gamli, eini biskupinn sem Íslendingar hafa tekið mark á síðan hann var kjörinn. Það er kannski rétt svo að hlustað sé á son hans nú. Reyndar spurði vinur minn hvort ég hefði hann Einarsson vegna þess að þetta væri ég sjálfur. En það tel ég varla, nema hvað per- sónur eiga það til að verða allar eins og höf- undur þeirra að einhverju leyti.“ Bókin er skrifuð í eins konar heimildastíl, þú lætur hverja persónu segja söguna út frá sínu sjónarhorni. Kaflarnir bera heiti persón- anna sem hafa orðið hverju sinni. Maður fær í raun á tilfinninguna að maður sé að horfa á heimildamynd þar sem persónurnar birtast á skjánum og segja sína sögu. „Það er ekki ólíklegt að maður sé undir áhrifum frá heimildamyndum í sjónvarpi. En þetta er auðvitað mjög góð aðferð til þess að leysa ýmis klassísk vandamál við ritun skáld- sögu. Það skapast til dæmis ansi mikil fjar- lægð við að láta alvitran sögumann segja frá í þriðju persónu. Það hentar sumu efni en öðru ekki. Í fyrstu persónu frásögn getur sjón- arhornið aftur orðið mjög þröngt. Og þegar um er að ræða mann eins og Storm sem er mjög kaldhæðinn og á auðvelt með að sjá snöggu og fáránlegu blettina á öllum málum og mönnum þá má hann ekki vera í of stórum skömmtum. Það eru örugglega tíu ár síðan ég fór að velta því fyrir mér að skrifa bók um þennan mann en átti erfitt með að finna réttu aðferð- ina. Ég sá hana alls ekki fyrir mér sem þriðju persónu frásögn og fannst fráleitt að hann fengi að mala stöðugt í þrjú hundruð blaðsíð- ur. Lausnin kom síðan þegar ég las frétt um að breski rithöfundurinn Graham Swift hefði verið sakaður um ritstuld er hann hafði notað frásagnaraðferð úr bók eftir William Faulkn- er, As I Lay Dying. Bók Swifts heitir Last Orders eða Hestaskál á íslensku. Ég kynnti mér hvað var um að ræða og þótti það alveg brilliant sem Swift hafði gert. Hann fann þessa aðferð hjá Faulkner, sem allt of fáir höfðu notað, að láta hverja persónu segja sög- una út frá sínu sjónarhorni. Ég sá strax að þetta væri aðferð sem ég gæti notað á Storm. Með henni getur hann fengið að njóta sín í hæfilegum skömmtum en um leið fær maður breiðari sýn á hann með því að horfa í gegnum gleraugu annarra persóna. Það var árið 1999 sem ég ákvað að skrifa bókina svona en það var ýmislegt annað óleyst í þessu verkefni svo ég skrifaði aðra bók fyrst, Óvinafagnað, og gerði mér það til gamans að nota þessa sömu pólýfónísku aðferð. Það virt- ist í fljótu bragði langsótt en það gekk ágæt- lega upp, ekki síst vegna þess að efnið var frá Sturlungaöld og aðferðin dró það nær okkur. En ætli ég finni nú ekki upp á einhverju nýju trixi næst eftir að hafa skrifað tvær bækur með þessari aðferð.“ Stíll bókarinnar er talmálslegur og laus við allt flúr. Frásagnaraðferðin kallar í raun á það. „Já, hugmyndin var sú að lesandinn fengi það á tilfinninguna að hann væri að hlusta á munnlega frásögn. En ég hef velt skáldsagna- stíl fyrir mér í gegnum tíðina. Eins og aðrir ís- lenskir höfundar hef ég þurft að reyna að átta mig á því hvort og hvaða áhrif Halldór Lax- ness, Þórbergur og Íslendingasögurnar hafa haft á mig. Maður hefur þurft að finna út hvað er stæling á þessari klassík og hvað er manns eigin rödd. Á síðustu árum hef ég hins vegar hrifist mjög mikið af amerískum skáldsagna- stíl sem Hemingway byrjaði trúlega á. Ég er ekki viss um að allt sem hann gerði eldist jafn vel en stíllinn, þessi geysilega einfaldi stíll hef- ur staðist tímans tönn. Hemingway forðast al- gjörlega bókmenntalegar krúsídúllur. Þetta er mjög markviss stíll, auðskiljanlegur, gríp- andi og dálítið eins og fólk talar. Þessi stíll var mikið afrek hjá honum á sínum tíma. Ég er líka mikill aðdáandi Charles Búk- owskís. Stíll hans er einnig jarðbundinn og einfaldur, hversdagslegur. Og ég hef verið að velta því fyrir mér hvort þetta sé ekki hægt að gera í íslenskum bókmenntum. Mér þykir svo- lítið sorglegt að lesa kornunga höfunda nú um mundir sem eru að skrifa um samtíma sinn og gera það í klassískum bókmálsstíl, þeir eru að nota orðalag í sínum texta sem þeir myndu aldrei láta út úr sér sjálfir nema þeir væru að leika í revíu eða skólaleikriti. Búkowskí segir að þú byrjir með einfalda og skýra setningu og svo skrifarðu aðra og að endingu verður til heil bók. Þetta er ekki flóknara en það. Mér fannst að efni Storms hentaði vel til þess að reyna mig á þessum stíl, þetta er nú- tímalegt efni, bók um alþýðlegt fólk, fólk úr mínum eigin kreðsum. Mér fannst tilvalið að skrifa svona blátt-áfram-stíl. Að vísu hafa ýmsir reynt þetta. Ég hugsa að Þórbergur fari einna næst þessu af klassískum höfundum. En einnig hefur verið bent á að Indriði G. og Þór- arinn Eldjárn hafi náð þessu á aðdáunarverð- an hátt. Það er merkilegt að þó að margt sé hallær- islegt við Ameríkana þá er í hina röndina al- veg dásamlegt þetta snobbleysi þeirra í stíl, það tala flestir einfalt götumál, meira að segja æðstu ráðamenn á blaðamannafundum, og fremstu rithöfundar.“ Með þessum stíl fær frásögnin að streyma fram án mikillar truflunar. Þú hefur reyndar alltaf lagt mikla áherslu á frásagnarframvindu í bókum þínum og komst reyndar fram á svið íslenskra bókmennta í byrjun níunda áratug- arins þegar mörgum þótti sagan ganga í end- urnýjun lífdaga. Hvernig skynjar þú þetta tal um endurkomu sögunnar? „Það er auðvitað til mjög einföld skýring á því hvað átt var við. Það sem hafði verið efst á baugi frá því á sjöunda áratugnum var að menn voru að gefa sögunni á kjaftinn, skáld- sagnaformið var jafnvel afskrifað sem úrelt. Og þetta las maður sem menntaskólanemi og svo bókmenntanemi í Háskólanum upp úr 1970. Thor og Guðbergur og fleiri uppbrots- menn í íslenskri sagnagerð voru stóru ídolin. Fyrstu tilraunir manns til að skrifa prósa voru örugglega töluvert smitaðar af þessum höf- undum. Pétur Gunnarsson lýsir mjög skemmtilega áhrifum Guðbergs með því að í skólablöðum var birtur kiljanskur texti sem var skyndilega rofinn með sviga þar sem stóð: Hér vantar handrit. Þá höfðu stúdentar verið að lesa Tómas Jónsson. Við vorum helteknir af þessu. Samt held ég að við höfum vitað að þó að módernisminn hafi verið glæsilegt tilbrigði þá hafi hann ekki verið eitthvað sem var hægt að elta menn út í. Og við áttuðum okkur held ég líka á því að það var ekki búið að þurrausa sagnabrunninn. Það er ekki hægt að semja melódíu aftur en það eru alltaf að gerast nýjar og nýjar sögur. Maður var samt með hálfgert samviskubit yfir því að vera að segja sögur þarna í byrjun níunda áratugarins, yfir því að leggja ekki út í fen módernismans. En ég tel hins vegar að það hafi einfaldlega verið kominn tími til að segja sögur aftur. Það er þó ljóst að þeir nú- tímahöfundar sem eru ekki á einhvern hátt smitaðir af hinum glæsilegu tilraunum mód- ernistanna hljóta að vera takmarkaðir. Kynni við módernisma hafa til dæmis hjálpað mjög mikið í glímunni við hluti eins og sjónarhorn. Fyrrnefnd bók Faulkners er frá öndverðum dögum módernismans og kemur sér vel við skáldsagnaskrif nú. Lærdómar þessara til- rauna voru miklir. Ég held raunar að það hafi verið mjög heppilegt fyrir mig að vera uppi á þeim tíma þegar sagan var að ná sér á strik aftur því það á miklu betur við mig að segja sögu í heild sinni en að draga upp endalausar stemning- ar.“ En það hefur verið talað um vandræði skáldsögunnar mjög lengi og það er sann- arlega einhver skriður á þessum hefðbundnu mörkum milli bókmenntagreina. Hvernig finnst þér sjálfum að skáldsagan haldi sér? Finnst þér erfitt að skrifa inn í þetta form? „Ja, þetta er svolítið flókið og fræðilegt at- riði með dauða skáldsögunnar en eflaust er einhver sannleikur til í því tali. Módernist- arnir drápu hina klassísku skáldsögu á vissan hátt og sú sagnalist sem iðkuð hefur verið síð- an verður til í skugga þess atburðar. En eitt er skáldsaga og annað er listin að segja sögu. Skáldsagan er skilgreint fyrirbrigði sem kom fram á sjónarsviðið á sautjándu öld en sagna- listin heldur áfram að lifa og er líka miklu eldri en skáldsagan. Ég held að áherslan sé alltaf að verða meiri og meiri á klassíska frásagnarlist. Nú er til að mynda farið að skrifa persónulegar játningar sem eru kallaðar skáldsögur. Í þessum sögum er sagt frá raunverulegu fólki og það ber sín réttu nöfn. Þetta er kannski ekki skáldskapur í hefðbundnum skilningi en getur samt verið sagnalist. Sjálfur hef ég skrifað smásögu sem byggði á því sem ég varð vitni að á fundi í Rit- höfundasambandinu. Merkilegir karakterar komu upp og deildu. Þessi saga gekk engan veginn upp þegar ég hafði breytt nöfnunum á mönnunum sem töluðu. En mér þótti hún geta verið alveg jafn mikil smásaga þótt ég notaði rétt nöfn. Mér þykir þetta bara góð þróun. Ef fólk lendir í miklum atburðum og hefur af því sögu að segja þá er það bara saga eins og hvað ann- að. Þetta er allt komið á flot. Menn eru farnir að tala um skáldævisögur sem eru ævisögur sem eru á einhvern hátt skáldaðar eða kannski um skáld. Það skiptir ekki máli. Góð saga er bara góð saga. Allt er leyfilegt í þeim geira.“ Og þá erum við aftur komnir að umfjöll- unarefni Storms sem er sannleikur og lygi, raunveruleiki og skáldskapur. „Jú, það er eitt af karaktereinkennum Storms að það er alveg sama hvað gerist, hann getur alltaf lagt það út á besta veg fyrir sig, allt vont er ekki honum að kenna og allt gott er honum að þakka. Hann býr bara til sögur sem hann trúir sjálfur, það hvarflar ekki ann- að að honum en að það sem hefur orðið til í höfðinu á honum sé rétt. Í bókinni sem hann frontar fyrir eru kaflar sem hann hefur sann- anlega ekki samið en hann verður alveg bit á því að lesendur séu að finna fyrirmyndir að persónum sem hann hefur sjálfur aldrei þekkt. Og honum er fúlasta alvara. Og nota bene, maður hefur kynnst fólki sem er svona. Og sjálfsagt er maður svona sjálfur að ein- hverju leyti. Maður leggur hlutina út á sinn hátt. Auðvitað væri hægt að horfast í augu við það hverslags hálfviti og skíthæll maður var og hversu heimskur og skammsýnn maður var en það er kannski auðveldara að líta svo á að maður hafi verið leiksoppur í einhverju svika- plotti. Stormur fer auðveldu leiðina.“ throstur@mbl.is STORMUR

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.