Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.2003, Síða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 22. NÓVEMBER 2003
H
elgi Þorgils Friðjónsson: Ég
sá verk þín í fyrsta skipti í
svissneska listtímaritinu
Sondern, rétt fyrir 1980, og
var strax forvitinn um þau.
Þetta var samansafn af sögu-
legri myndlist tengdri haf-
inu, sem þú hafðir safnað
saman og skrifað texta með. Fyrir það fyrsta
hafðir þú valið listamenn sem allir voru í uppá-
haldi hjá mér á þessum tíma, og svo skrifað
þennan óvenjulega texta, ekki síst þegar maður
hugsar um tímann. Getur verið að sameiginleg-
ur áhugi okkar á de Chirico hafi verið lykillinn
að þessari forvitni minni?
Stephen McKenna: Listtímaritið Sondern
helgaði sig samruna og skyldleika ritlistar og
myndlistar, texta og myndar, eða hugsunum
myndlistarmanna um sýnilegar hugmyndir.
Þetta hefur verið mitt aðaláhugasvið á öllum
listferlinum, og ég setti hugmyndir mínar fram í
nokkrum heftanna. „On taste and Marine Pict-
ures“ var skipulögð tilraun til að reyna að setja
saman að því er virtust ólík verk sem höfðu
sama innihald, þ.e.a.s. innihéldu öll hugmyndir
um sjóinn. Sjórinn hefur alltaf verið viðfangs-
efni hjá mér. Ég lagði upp með verk eftir nokkra
listamenn sem ég hafði sérstakan áhuga á á
þessum tíma, þar á meðal Courbet, de Chirico,
Boeklin og Broodthaers, sem voru meðal þeirra
listamanna sem voru með sögulegar tengingar
og því mikilvægir í heildarbygginguna. Svo
bætti ég við nokkrum myndum annarra lista-
manna sem gátu skipt máli í þessu samhengi.
Textann skrifaði ég svo eftir á.
Girico de Chirico er fyrir mér einn allra mik-
ilvægasti málari tuttugustu aldarinnar og að
auki sérstaklega góður rithöfundur. Arnold
Boecklin er einn af bestu málurum nítjándu ald-
arinnar; þeirri skoðun deili ég með de Chirico.
HÞF: Þetta var á tíma konseptlistarinnar, og
flestir þeirra listamanna sem fengu athygli í list-
tímaritunum og á stóru frægu sýningunum á
þessum tíma unnu í önnur efni en teikningu og
málverk. Aðallega voru þetta ljósmyndir, texti
og vídeó. Hvað sem öllu leið þá var þetta tillegg
til hugmyndarinnar um stöðuga þróun listasög-
unnar og heimspeki. Einn listamaðurinn sem þú
hafðir með í þessu vali var mjög virtur hug-
myndamyndlistarmaður á þessum tíma og vann
í óhefðbundnari efni, Marcel Broodthaers.
SM: Marcel Broodthaers var ljóðskáld sem
lagði til innsæi sitt og gáfur til að athuga stöðu
myndlistar samtíma síns. Hann var mjög góður
ljósmyndari og kvikmyndatökumaður. Hann
gerði sér ljóst að vanræksla tímans milli sextíu
og áttatíu við málverkið og teikninguna hafði
rýrt listina. Kaldhæðin og fjarlæg notkun á
hefðinni. Margir af hans tilbúnu hlutum og inn-
setningum eru eins konar leit til baka, til ljóð-
rænunnar sem er fyrir hendi í málverkum eftir
t.d. de Chirico og Boeklin. Þó að málverkið og
teikningin hafi alltaf verið meginefnið sem ég
hef notað í myndlist minni síðan snemma á sjö-
unda áratugnum, þá hef ég skipst á skoðunum
við og deilt hugmyndum með svokölluðum hug-
myndalistamönnum, sem virtust vera náttúru-
legir bandamenn í samræðum um hugmynda-
lausa framkvæmd stórs hluta abstrakt
expressjónismans.
HÞF: Svo kom málverkasprengingin, og þá
sáust verk þín meira og víðar, oft með „neó-neó-
klassíkinni“, eins og t.d. Carlo Maria Mariani,
Umbaldo Bartolani og fleirum. Hvað um þá
samlíkingu? Einhvern veginn fannst mér þeir
nota söguna meira eins og stíl á meðan þín verk
voru meira um hugmynd og þróun. Meiri þétt-
leiki í tilvitnunum til ólíkra tímabila og hug-
mynda og vitund um sögulega hreyfingu.
SM: Þegar málverkið komst aftur í tísku um
1980 reyndi hinn opinberi listheimur að setja
mig í margs konar samhengi, oft á mjög svo ein-
feldningslegum forsendum eða þá alltof þægi-
legum og tilfallandi. Ég var settur í flokk með
póstmódernistum, ný-ný-klassíkerum, „Bad
painting“, hugmyndalist og jafnvel akademískri
skólalist. Með einhverjum hætti var hægt að
koma mér fyrir hér og þar. Hvað Ítalina varðar
þekki ég þá marga persónulega og líkar vel við
list margra þeirra, en samsvörunin við þá í mál-
verkum okkar er að mestu misskilningur. Flest-
ir þeirra byrjuðu sem málarar á skólaárunum en
þróuðust yfir í hugmyndalistamenn, en sneru
sér svo aftur að málverkinu með sérstökum stíl,
sem tilheyrði tímanum og var einhvern veginn í
verndaðri og hæðnislegri fjarlægð frá viðfangs-
efninu.
Sjónrænt tillegg þeirra til listarinnar var oft
yfirborðslegt minni í listasöguna. Ég málaði allt-
af, en reyndi stöðugt að þróa breytiferli í mál-
verkunum, hvað varðaði hugmyndir og innihald
í grunngerðinni.
Grunnurinn í málverkum mínum er alltaf að
einhverju leyti frá einhverju raunverulegu í ytri
veruleikanum; þannig má segja að málverk mín
og teikningar af náttúrunni, hvort sem það er
frá hlutlægri fyrirmynd eða skissum og minn-
ispunktum, hafi alltaf verið hluti af minni vinnu.
legt að endurtaka það í sömu og þvílíkri mynd.
HÞF: Þú skipulagðir málverkasýningu á Irish
Museum of Modern Art fyrir nokkrum árum,
mér virtist þetta gott val á listamönnum og
nokkuð ólíkt því sem maður á almennast að
venjast í dag, og þó nokkrir listamenn sem ég
varla kannaðist við. Eins og fyrir utan tísku-
hreyfingar, en með sterka sögulega vitund. Get-
ur þú sagt eitthvað um hugmyndir þínar sem
lágu að baki þessari sýningu?
SM: Málverkasýningin sem ég skipulagði á Ir-
ish Museum of Modern Art hafði sérstaka auka-
breytni sem ég skilgreindi í sýningarskrá. Sögu-
legur helmingur listaverkanna á sýningunni
innihélt verk eftir þá listamenn tuttugustu ald-
arinnar sem hafa haft mesta þýðingu fyrir mína
myndlist.
Samtímamálararnir voru allt málarar sem ég
hef fylgst með og borið virðingu fyrir í langan
tíma, og margir þeirra að auki vinir mínir eða
kunningjar.
Sýningin var persónuleg sýn mín yfir stöðu
málverksins frá sérstaklega landfræðilegum
fjarvíddar-útgangspunkti frá Dublin. Ef ég
hefði haft umsjón með sambærilegri sýningu frá
London eða Berlín eða Mílanó hefði samtíma-
hluti sýningarinnar trúlega orðið allt öðruvísi.
HÞF: Getur þú gefið mér lauslega mynd af því
hvernig þú vinnur. Hugsarðu teikningarnar sem
vinnumyndir fyrir málverkin eða eru þau unnin
alveg sem endanleg myndverk?
SM: Olíumyndirnar sem ég mála eru venju-
lega undirbúnar með teikningum og vatnslita-
myndum. Þær myndir sem ég vinn á pappír geta
því verið allt frá snöggum skissum að vel und-
irbúnum myndum. Teikningarnar geta verið
fjöldi tilbrigða við smáatriði í undirbúnings-
vinnu fyrir stóru fígúratífu málverkin, sem hafa
í sér flókið byggingar- og fjarvíddarkerfi og
sögulegar skírskotanir. Ég mála sérstaklega oft
smáatriðin aftur og aftur.
Jafnframt því að vera vinnumyndir þá set ég
þau fram sem endanleg myndverk.
Almennt vinn ég mjög kerfislega, reglulegan
vinnudag og er með nokkur málverk í takinu.
Stundum tek ég fram striga sem ég kláraði aldr-
ei, og gat aldrei klárað, og byrja að mála mynd-
ina á ný.
UPPHAFIÐ EITT-
HVAÐ SEM ÉG SÉ
Morgunblaðið/Jim Smart
„Ég veit ekki hvort það er sérstök norræn tilfinning í verkum mínum, eða hvort hún er til yfir höfuð,“ segir McKenna.
Breski myndlistarmað-
urinn Stephen McKenna
sýnir um þessar mundir tíu
myndverk í Galleríi
Gangi, heimagalleríi koll-
ega síns, Helga Þorgils
Friðjónssonar á Reka-
granda 8. McKenna hefur
verið áberandi í evrópsku
listalífi á liðnum áratugum
fyrir eigin listsköpun og
sýningastjórn. Helgi Þor-
gils ræddi við McKenna
um myndlist.
HÞF: Þegar við hittumst í Mílanó um 1990
held ég að þú hafir verið að flytjast aftur til Ír-
lands. Málverkin virðast taka nokkrum breyt-
ingum við það skref. Ég ímyndaði mér alltaf
þegar ég sá málverkin sem þú vannst nærri
Miðjarðarhafinu, þar sem þú notaðir mikið
söguleg minni frá því svæði, að það væri samt
sem áður norræn tilfinning í þeim og listamenn-
irnir sem þú valdir í „On taste and Marine Pict-
ures“ eru oft sagðir vera með norrænar
áherslur. Er yfirhöfuð hægt að tala um eitthvað
norrænt? Kirkegaard, Köbke, Simberg, Hamm-
ershöj? Ég hef séð að litanotkunin hjá þér
breyttist, birta í myndunum virðist verða meira
viðfangsefni en áður; þótt áhugi þinn fyrir sög-
unni og þekking þín á málverkinu sé ennþá
gegnumgangandi hefurðu málað meira og meira
heimilislega hluti og landslagið í kringum þig.
Kannski er þetta rangt hjá mér. Hvernig velur
þú viðfangsefnið?
SM: Ég veit ekki hvort það er sérstök norræn
tilfinning í verkum mínum, eða hvort hún er til
yfirhöfuð. Það er þó sannarlega rétt að Norður-
Evrópubúar hafa sérstakan áhuga á eða heillast
af ljósi. Kannski höfum við þróað þessa tilfinn-
ingu fyrir ljósi vegna þess að við eyðum svo
miklum tíma í dimmu eða hálfrökkri. Miðjarð-
arhafsbúar búa í sterku ljósi og hafa því síður
ástæðu til að hafa það sem viðfangsefni. Við sem
erum norðan að höfum líka þörf fyrir að heim-
sækja suðrið, og jafnvel búa þar til lengri eða
skemmri tíma. Ítalir, eins og de Chirico og fleiri,
höfðu sérstakan innihaldslegan áhuga á nor-
rænni heimspeki. Eins og ég sagði áður er upp-
haf verka minna alltaf tengt einhverju sem ég
hef séð. Það gæti verið annað málverk, en venju-
legast er það eitthvað sem tilheyrir hinum ytri
heimi, svo sem landslag, tré, kýr, bygging eða
áhrif ljóss í vatni. Af þessari ástæðu breytast
myndir mínar þegar ég færi mig frá einni vinnu-
stofu til annarrar. Núna hef ég vinnustofu bæði
á Ítalíu og á Írlandi. Kannski var ein af ástæðum
þess að ég flutti aftur til Írlands þörf mín fyrir
þá sérstöku birtu sem er hér. Hvað sem öllu líð-
ur og hversu mikið sem ég treysti á náttúruna
hef ég stöðugt í huga og vinn með langa sögu
málverksins, vitandi að allt hafi verið gert áður,
en samt sem áður og þrátt fyrir allt er ómögu-