Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.2003, Page 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 22. NÓVEMBER 2003
Á
haustsýningu í Hallgríms-
kirkju sýnir Gunnar Örn
myndaröð, sem hann kall-
ar Sálir. Það er nú reynd-
ar hnyttið nafn á sýningu
í kirkju! Gunnar Örn hef-
ur lengi horft á fólk,
hlustað á sögur, fylgst
með vinum sínum og fjölskyldu. Hann hefur
staðið við lygnur og starað í spegilmynd sína
og horft niður í djúp tilverunnar. Þetta hefur
síðan allt orðið honum tilefni, sem hann hefur
túlkað á léreftið.
Myndirnar á sýningunni í kirkjunni eru
kyrrlátar og agaðar. Stilling þeirra er svo slá-
andi að þær stöðva jafnvel hraðfara ferða-
menn. Fletirnir eru hvítir eða einlitir með
skýrum formum. Sem næst blöðrulaga eggj-
um í ýmsum litum er raðað á ljósan strigann.
Þarna eru sálirnar og sýningin minnir áhorf-
endur á að sálir eru ekki yfirvarp eða útlit,
heldur andlegur veruleiki. Myndirnar sýna
alls konar sálir. Sumar eru litlitlar, aðrar
marglitar, nokkrar eru kröftugar og enn aðr-
ar máttlitlar. Sálir eru flestar í hóp og oftast
tengdar. Hvað er í þessum sálnaspegli, sem
er ekki boðað með beinum hætti? Myndir
Gunnars Arnar leysa ekki sálargátur áhorf-
enda. Þær prédika ekki, en þær anda og lifa
þar með. Þær örva skynjun á dýptina og
hugsun um lífið. Þær spyrja um sjálfsmyndir,
ímyndir og djúpmyndir.
Sálin og systir hennar
Á bak við vestræn heiti fræðigreinarinnar
sálfræði er nafn grísku gyðjunnar Psyche.
C.S. Lewis ritaði eitt sinn bók um Psyche og
systur hennar, sem hét Órúal. Psyche var
sögð fögur og hún reyndist traust í lífsraun-
um sínum. Vegna staðfestu uppskar hún ástir
elskuguðsins Erosar. Saga hennar er fyrir-
myndar- eða jafnvel kennslu-saga um sálina í
þroskaleit, með elskuna að leiðarljósi. Órúal,
var ólík systurinni ástríku. Hún var svo ófríð
að hún kaus að láta aldrei sjá sig án þess að
fela andlitið á bak við grímu. Á nútímamáli
getum við sagt að sjálfsmynd Órúal hafi verið
veik, en gríman veitti henni vörn. Í skjólinu
hafði hún athafnafrelsi, sem varð til að hún
erfði konungsríki föður síns. Landsmenn
Órúal sáu grímuna og ræddu um hvernig
ásjóna hennar væri, hvort hún væri nokkur,
eða hvort hún væri svo fögur að enginn mætti
líta hana. Engum kom til hugar að gríman
væri vörn hryggðarmyndar. Sögur um hið
dularfulla andlit fóru sem eldur um landið.
Gríman féll
Í skáldabúningi Lewis er síðan sagt frá, að
síðar hafi Órúal lent í raunum. Hún var svipt
valdi, klæðum og grímu og að lokum leidd
berstrípuð fyrir dómstól guðanna. Þegar allt
var tekið frá henni, varnirnar fjarlægðar,
staða og umbúðir einnig, kom í ljós keipa-
krakki. Hún vældi og skammaðist yfir að ver-
öldin væri ekki eins og hún
vildi, að ekki hefði verið farið
að öllu eftir hennar óskum.
Þetta er sagan um hina grímu-
lausu frekju og sjálfshverf-
ingu. Sagan segir síðan hvern-
ig Órúal gekk í sig, náði þroska
og gerði sér grein fyrir að til að
ávinna allt varð hún að missa.
Til að ná þroska varð hún að
týna hækjum lífsins. Til að
vitkast varð hún að sjá sig eins
og hún var og viðurkenna sig
eins og hún leit út. Gríman
varð að falla til að sjálfsþekk-
ingu yrði náð. Sagan er bæði
forn og ný og er til í jafnmörg-
um myndum og mennirnir eru
margir.
Lífsgrímur
Er sagan um Órúal dæmi-
saga um okkur? Er líf manna
æðisgengin leit að grímum og
ímyndum? Er líf margra sam-
felldur Barbieleikur, þar sem
jafnvel dauðinn er ekki lengur
til án þess að vera fegraður og
snurfusaður? Er það versta
fíkn mannsins að dýrka eigin
grímu, eigin ímynd, eigin
draum? Þegar svo er komið er
ímyndin orðin að sannleika og
raunveran orðin að lygi. Hver
er gríman mín? Hver er gríman þín? Eða áttu
enga grímu? Er innrætið horfið og ekkert eft-
ir nema sýndarveruleiki?
Ásjónur eru okkur mönnum mikilvægar.
Við höfum tiltrú til andlita átrúnaðargoða
okkar. Börnin tengja öryggi og elsku við
ásjónur fjölskyldu sinnar. Eðlilegur barns-
þroski er jafnvel tengdur andlitum. Við lær-
um að greina í þeim reiði, gleði, voða og veg-
semd. Andlit eru mikilvæg en eru þetta
mennsk andlit?
Guðsmyndin
Við flokkum ásjónur snarlega í konur og
karla, svertingja og eskimóa, Austurlandabúa
og norrænt fólk. Við greinum að og sjáum
ímyndir. En Jesús Kristur fer hins vegar öf-
ugt að. Hann sér í hinu ólíka samsemd, í hin-
um mismunandi litu andlitum hið sam-
mennska, í mismunandi mönnum og
kynþáttum það sem tengir þá. Jesús tekur
aldrei frá mönnum rétt þeirra, heiður og ríki-
dæmi heldur leitast við að gefa mönnum
gæði. Hann leitast aldrei við að ná til sín,
sölsa undir sig, heldur útdeila mönnum því
sem Guðs er. Guðsstarfið er ævinlega það að
gera menn Guði líka, skapa þá í sinni mynd,
gefa þeim vald og vegsemd, ríkidæmi og
mátt.
Sagan sem fyrstu blaðsíður Biblíunnar seg-
ir er að menn skildu ekki að þeir voru sem
Guð og reyna því allt til að verða eins og Guð.
Síðan heldur Biblían uppi myndum af sálum í
leit að mynd sinni. Myndirnar eru af einstak-
lingum af holdi og blóði, sem eru eins og
speglar sem við getum séð okkur í, Abraham,
Davíð, Rut, María, Marta og Páll. Allt sögur
MANNAMYNDIR,
GRÍMUR OG GUÐSMYND
Gunnar Örn sýnir kyrr-
látar sálarmyndir á
haustsýningu í Hall-
grímskirkju, sem lýkur í
nóvemberlok. Fyrir
mörgum árum málaði
hann líkamsparta og
iðraslitur. En Gunnar
Örn hefur gengið í end-
urnýjun lífdaga og mál-
daga. Hér eru myndir
manna íhugaðar.
Sálir eftir Gunnar Örn. Eitt af verkunum á sýningunni í Hallgrímskirkju.
Höfundur er doktor í guðfræði og aðstoðarprestur
í Hallgrímskirkju.
E F T I R S I G U R Ð Á R N A
Þ Ó R Ð A R S O N
„Hvað er í þessum sálnaspegli, sem er ekki boðað með bein-
um hætti?“ Verkið nefnist Sálir.
um sálir sem eru misskýrar myndir af mynd
Guðs. En skýrust er myndin af Jesú. Þar er
mynd Guðs. Kristnir menn hafa gjarnan sagt
að þar sé mynd Guðs í mannsmynd. En það er
ekki nákvæm lýsing því við erum mennsk af
því við erum sköpuð í Guðs mynd. Mynd Jesú
er sú mynd sem okkur mönnum er ætlað að
vera til að við séum fyllilega í Guðs mynd.
Þegar við reynum að setja upp grímu flýjum
við mannsmynd okkar, sem er Guðsmynd
okkar. Því stórkostlegri ímyndum sem við
komum okkur upp því lengra erum við frá
raunmynd okkar. Því betur sem við leyfum
grímum að falla af okkur því betur og nær
komum við sjálfum okkur, mynd Guðs.
Á leið til lífs
Sálirnar hans Gunnars Arnar í forkirkjunni
eru um þetta, held ég. Þær eru ekki eins og
leikur að eggjum á Náttúrugripasafni eða
myndir af svartfuglseggjum í veiðiferð á vori.
Þær eru frekar myndir af leit mannsins að
sjálfum sér, því sem kemur í ljós þegar grím-
urnar falla. Þegar lífið dagar á okkur sjáum
við, að atferli og spor svo margra tilheyra
grímudansleik. Verjurnar falla og lífið sjálft
sýnir allt aðrar myndir en fólk hefur viljað
sýna og sjá. Hvað er þá eftir, hvaða líf bíður
þess að eignast mót? Sálir Gunnars Arnar
hvísla að öllum sem eiga leið inn í hlið himins í
Hallgrímskirkju: Hver ert þú? Hvaða líf er
þér opinberað? Hvað fæðist nú á þinni að-
ventu? Gunnar Örn kemur sífellt á óvart með
mannlífsmyndum sínum.
Hér situr þú í þokusveipaðri
morgunkyrrð
og veist að áttatíu og fimm ár
geyma takmörk tilvistar.
Löng vegferð ofin úr sorg, sársauka,
gleði og friði, án skýringar.
Dularmagn vitundar hefur staðfest
að frá ófreski kærleika og góðvildar
er ávallt vakað yfir lífi.
Eins og Beatrice, hin látna ástmey
vakti yfir Dante og sendi honum
anda mannlegrar skynsemi, Virgil,
er hann villtist í myrkum skógi
og gat ei lengur greint jarðneska
vegferð sína. Svo lítur þú líf þitt.
Hve miskunnarlaust leiddi Virgill
Dante gegnum ógnir og hrylling
þess vítis er maðurinn skóp
utan hins skilvitslega, um leið
og fullvissu um eilífa sælu
kærleika réttlætis og friðar.
Andlegur sársauki Dantes hrópaði
á hvíld í stríðu, ljóslausu lífi.
Í sigrandi mætti sínum vissi
Beatrice að jarðnesk hvíld geymist
í næmum skilningi á andstæðum
góðs og ills sem mennirnir verða
sífellt að velja á milli.
Af ást kærleikans knúði hún
skáldlegan anda Dantes til
sárrar ferðar um Helvíti það
er mennskan hefur gróðursett
og ræktað utan tilvistar.
Í vitund Dantes vék andi Beatrice
aldrei frá þeim Virgli, sem yfirgaf
Dante ekki fyrr en komið var úr
dimmum dal myrkviðis og hann
naut hvíldar „á grænum grundum“
þar sem gæska Almættis er eilíf.
Dante öðlaðist skilning á hinum
sívirku átökum góðs og ills
og hann spurði: „Hví má slík gæska
í moldarleirnum búa?“
Kærleiksríkur andi Beatrice
hvarf, en vísaði veginn.
„Guðdómlegi leikurinn“ varð til.
Dýrmæt gjöf Dantes til mannkyns.
Í skilningsríku samræmi við
23. sálm Davíðs konungs.
Í „La Divina Commedia“ Dantes
og 23. sálmi Davíðs
býr máttugur kraftur kærleika
og vonar í veröld nútímans.
Hvergi felst slík vissa um að
sól og stjörnur munu aldrei
hætta að lýsa þeim er vill
horfast í augu við andstæður
lífsins og vinna úr þeim.
Í ágúst 2003
JENNA JENSDÓTTIR
RÖK
TILVISTAR
Höfundur er skáld.