Lesbók Morgunblaðsins - 13.12.2003, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 13. DESEMBER 2003
RITHÖFUNDURINN A.S. Byatt
sendi nýlega frá sér smásagna-
safnið Little Black Book of Stor-
ies, eða Litla
svarta sögu-
bókin eins og
heiti hennar
gæti útlagst á
íslensku. Bók-
in er fimmta
smásagnasafn
Byatt og er að
mati gagnrýn-
anda Guardi-
an full af þver-
sögnum líkt og rithöfundurinn
sjálfur – enda þessi heimur að
hennar mati um margt ójarð-
bundinn, eða eins og þversögnin
kemur fram í lýsingu sögu-
persónu í einni af fyrri sögum
Byatt sem segir „svart lit ljóss-
ins“. Efniviður sagnanna fimm
sem finna má í Little Black Book
of Stories er þá dimmur, þær full-
ar reimleika, syrgjandi vera og
óhugnaðar hins hversdagslega.
Að mati Guardian er bókin hins
vegar hin besta lesning og fá-
brotnasta en um leið ríkulegasta
smásagnasafn Byatt til þessa.
Ali í sérútgáfu
ÆVISAGA boxarans víðkunna
Muhammads Alis mun koma í
hillur útvalinna bóksala í næsta
mánuði. Bókin
er aðeins gefin
út í 10.000 ein-
tökum en um
er að ræða
tæplega 800
síðna bók sem
vegur tæp 40
kg og er full af
myndum af
kappanum.
Bókin er
bundin í silki og leðurkápu af
tískuhönnuðinum Louis Vuitton
og verða 9.000 eintök hennar
seld á 3.000 dollara stykkið, en
þúsund eintök til viðbótar munu
seljast á 7.500 dollara, eða um
550.000 kr. en þeim eintökum
mun fylgja skúlptúr eftir lista-
manninn Jeff Koons. Bókin nefn-
ist GOAT: A Tribute to Muham-
mad Ali og stendur
skammstöfunin fyrir Greatest of
All Time – eða sá besti frá upp-
hafi.
Siðferðileg dæmisaga
NÝJASTA bók Louis Auchinloss
býr að mati gagnrýnanda New
York Times yfir hæglátum
dyggðum sem jafnvel sögu-
persónurnar sjálfar kynnu að
meta. Bókin nefnist The Scarlet
Letters og dregur nafn sitt af
The Scarlet Letter, hinu þekkta
skáldverki Nathaniels Haw-
thorne. Auchinloss reynir þó á
engan hátt að skila frá sér nú-
tímalegri útgáfu af þessu klass-
íska verki þó framhjáhald komi
vissulega við sögu líkt og hjá
Hawthorne. Að mati New York
Times er saga Auchinloss eins
konar siðferðileg dæmisaga þar
sem þekking og skilningur höf-
undar á sögupersónum sínum
skilar sér fullkomlega.
Aulakoss Parkers
FRUMRAUN kvikmyndaleik-
stjórans Alan Parkers á skáld-
sagnasviðinu fær ekki góða dóma
hjá breska dagblaðinu Guardian.
Bókin nefnist The Sucker’s Kiss,
eða aulakoss og segir frá vasa-
þjófnum Tommy Moran. Ekki
skortir frásagnargleðina hjá
Parker og er sagan viðburðarík
frá upphafi til enda, en aðal-
söguhetjan Tommy er hins vegar
að mati blaðsins ekki nægjanlega
trúverðug og sá háttur Parkers
að skrifa söguna í fyrstu persónu
því ekki hentugur.
ERLENDAR
BÆKUR
Litla svarta
sögubókin
Muhammad Ali
A. S. Byatt
E
inn af áhugaverðari rithöfundum
samtímans, New York-skáldið
Paul Auster, sagði í viðtali:
„Fjölmiðlar bjóða okkur fátt ann-
að en fræga fólkið, kjaftasögur
og hneykslismál, og í sjónvarpi
og kvikmyndum erum við farin
að lýsa sjálfum okkur á svo
brenglaðan og lágkúrulegan hátt að við erum
búin að gleyma hvernig lífið er í raun. Okkur er
boðið upp á ofboðslegt tilfinningaáreiti og
heimskulegar fantasíur um veruleikaflótta, og
valdið á bak við þetta er peningar. Það er litið á
fólk sem vanvita.“
Sumum kann að þykja þetta fullmikil einföld-
un hjá Paul Auster, ástandið sé alls ekki svona
slæmt og þótt fjölmiðlar af þeim toga sem hann
lýsir séu vissulega fyrirferðarmiklir séu þeir
ekki einráðir í vitundariðnaðinum. Þarna er
sem sagt sannleikskjarni að minnsta kosti, sem
snýst um beitingu þess valds sem fjölmiðlar
búa yfir.
Öðrum þykir Auster ekki ganga nógu langt í
skilgreiningu sinni og segja að þeim sem ganga
á vit fjölmiðlunar af því tagi sem hann lýsir sé
ríkulega umbunað með því að þeir losni undan
þeirri „herfilegu kvöð“ að þurfa að nærast á
eigin ímyndunarafli eingöngu, taka ígrundaða
afstöðu til spurninga um siðferði og stjórnmál,
hvað þá að takast á við flókin málefni yfirleitt.
Þannig sé valdi fjölmiðla beitt, eða misbeitt öllu
heldur, til þess að grafa undan virku lýðræði og
breyta kjósendum í skoðana- og viljalausan
skríl sem unnt sé að etja út í hvaða vitleysu
sem er. Hinn heimskunni málvísindamaður
Noam Chomsky er á þeirri skoðun.
Fjölmiðlar eru vald, um það efast enginn, og
tilvitnuð orð Austers snúast um hvernig því er
beitt eða misbeitt. Vald fjölmiðla er reyndar af
svipuðum toga og vald sögumanns yfir söguefn-
inu og því áhugavert að heyra jafn útfarinn
sögumann og Paul Auster skilgreina það.
Vald hins alvitra sögumanns er reyndar nær-
tækt umhugsunarefni þegar horft er yfir jóla-
bókamarkaðinn í ár, þar sem játningabækur
eru fyrirferðarmiklar sem oftar og valda tilfinn-
inganæmu bókmenntafólki nokkrum ama, ef að
líkum lætur. Bækur af þessum toga hafa þó
ýmislegt til varnar sér. Má ef til vill segja að til
dæmis játningar alkóhólista séu alveg óhjá-
kvæmilegar ef hann á að ná tökum á illviðráð-
anlegri fíkn sinni? Með því að beisla söguefnið
nær hann tökum á því og öðlast – vonandi –
óskorað vald yfir þeim andskota sem hefur
gengið svo nærri lífi hans og heilsu.
Tveir ágætir rithöfundar hafa nýverið tekið
að sér ritstjórn DV og jafnframt axlað þá
ábyrgð að gera blaðið að freistandi vöru í huga
blaðalesenda. Þeim hefur sem sagt verið falið
vald og jafnframt reyndar sú ábyrgð að mis-
beita því ekki, sem virðist hafa farið fram hjá
þeim. Ein vísasta leiðin til þess að selja fjöl-
miðil nú á tímum virðist því miður vera að
bjóða öðru fremur upp á „frægt fólk, kjaftasög-
ur og hneykslismál“, svo vísað sé til Austers
aftur, og lýsa fólki sem „brengluðu og lágkúru-
legu“ án minnsta tillits til þess „hvernig lífið er
í raun“.
Ef við ættum að samþykkja opinberar sak-
fellingar af því tagi sem DV hefur boðið les-
endum upp á undanfarið, hversu viðurstyggileg
sem sakamálin eru, mundi það beinlínis kalla á
það að leggja alla opinbera löggæslu af sem og
dómskerfið, og treysta fjölmiðlaærðum almenn-
ingi til þess að gera bara út um málin með egg-
hvössum búsáhöldum ellegar hnúunum, ef ekki
vill betur.
Vitaskuld er freistandi að ná valdi á saka-
mönnum og tyfta þá, en vald sögumannsins á
ekkert erindi inn í veruleikann.
FJÖLMIÐLAR
MEÐFERÐ FJÖLMIÐLAVALDS
Vitaskuld er freistandi að ná
valdi á sakamönnum og tyfta
þá, en vald sögumannsins á
ekkert erindi inn í veruleikann.
Á R N I I B S E N
UNDUR og stórmerki, góðir hálsar,
Hólmsteinninn fellur á Gljúfrastein-
inn! Hannes Hólmsteinn Gissurarson
skrifar bók um Halldór Kiljan Lax-
ness! HHG leggur áherslu á að HKL
hafi verið vondur kommi sem hafi
þagað yfir illvirkjum Sovétkomm-
únismans.
Nóbelshafanum til afbötunar má
nefna að hann hefði ekki þurft að
játa að hann hélt kjafti yfir því sem
hann sá. Hann hefði getað sagt eins
og fleiri austurfarar „ég vissi ekki
neitt. Sovétmenn blekktu mig“. Karl-
inn var miskunnarlaus við sjálfan sig
og mátti vera það.
Þótt lag Hannesar geigi hér þá
hittir hann betur í mark í öðrum orr-
ustum. Hann bendir réttilega á að
það sé hin versta firra að menn hafi
verið í valþröng á þessum árum,
orðið að styðja annað hvort komma
eða nasista. Laxness þurfti ekki að
ganga kommúnistum á hönd til að
berjast gegn nasistum. Að minni
hyggju hefði hann getað stutt Fram-
sókn eða Alþýðuflokkinn. Kratar og
Framsóknarmenn andæfðu jafnt
nasisma sem kommúnisma, stór hluti
Sjálfstæðisflokksins hafði samúð
með Hitler, a.m.k. fyrstu árin. [...]
Hafi Halldór verið Jóhannes skír-
ari þá var Hannes…hvað hét hann
aftur, krosshanginn? Laxness styrkti
þá hugmynd Íslendinga að öll viska
veraldar væri fólgin í bókmenntum.
Skipuleg hugsun og fræðimennska
skiptu litlu, Kiljan hæddist að slíku.
Hann beitti hótfyndni í raka stað og
kommarnir stældu hann af gömlum
vana. Fyrir vikið varð vinstrihreyf-
ingin íslenska eins konar húm-
orhesta- og listvinahreyfing. Þegar
íslenskur kommi „rökstuddi“ mál sitt
vitnaði hann gjarnan í skáldsögur
Laxness. Marx og svoleiðis fuglar
voru ekki til í heiminum hans. Svo
kom Hannes og trompaði komma-
snakkið með tilvitnunum í Friedman
og aðra fræðaþuli. Kommadrusl-
urnar áttu engan mótleik, þær voru
nefnilega ólæsar á allt annað en
litteratúr. Svo var HKL fyrir að
þakka.
Fyrir sextíuogfimmmiljón árum
rakst loftsteinn á jörðina með gíf-
urlegum hvelli. Risaeðlurnar hrukku
upp af fyrir bragðið en voru víst
teknar að slappast fyrir. Fyrir rúmum
aldarfjórðungi rakst hólmsteinninn á
Ísland, þyrlaði upp ryki bláu, ærði
og færði vinstrimenn af vegi. Þeir
voru teknir að slappast fyrir, hinn
þrælfyndni Halldór Laxness hafði
dregið úr þeim allan andlegan dug.
Stefán Snævarr
Kreml
www.kreml.is
Morgunblaðið/Árni Torfason
„Fagurt galaði fuglinn sá / forðum tíð í lundi ...“
HÓLMSTEINN,
GLJÚFRASTEINN
I Í dag heldur höfundurinn fyrirlestur um upptökskáldskaparins á bókasafninu. Hann segir skáld-
skap afurð túlkandi hugar. Mig langar til að kalla
fram í og segja að ég sé ekki sammála en sit á mér
innan um allar bækurnar. Og til þess að komast að
upphafi skáldskaparins þarf hver og einn að finna
andartakið þegar hann fann sig fyrst túlka, heldur
höfundurinn áfram. Hvað á hann við, hugsa ég.
Er þetta enn ein tilraunin til sjálfsupphafningar,
enn ein tilraunin til að upphefja hið gullna upp-
haf, til að skálda um skáldskapinn. Og hvar liggur
upphaf minnar túlkunar, staðfestir höfundurinn
grunsemdir mínar. Í fyrsta ég-inu, spyr hann með
heimspekilegri áherslu, eða í sjúklegum æskulygum
mínum?
II Ég á erfitt með að sitja kyrr þegar höfundurinnheldur áfram og segir að hann verði fyrst að
svara þeirri spurningu hvort hann eigi sér eitthvert
sjálf, eitthvert einstakt ég sem skynji heiminn með
sérstökum hætti, finni til með sérstökum hætti og
eigi sína sérstöku sögu. Er ég ég, spyr hann eins og
fífl. Er ég sjálfur ég, spyr hann aftur eins og fífl. Og
ég heyri það á þykkri þögn fjöldans í lestrarsalnum
að fáir ef nokkrir skilja hvað höfundurinn er að
fara, en enginn nema ég sér í gegnum fíflið.
III Hann er einn af þessum mönnum sem allirhalda að sé alltaf um það bil að fara að segja
eitthvað snjallt, eitthvað sem breytir öllu, snýr
heiminum á hvolf beint fyrir framan nefið á
manni. Hann er einn af þessum mönnum sem
stundum segir hluti sem enginn er alveg viss um að
skilja, sem enginn veit með vissu að eru ekki bara
tómt bull því þeir hljóma eins og einhver hyldjúp
þekking búi að baki. Eins og: Þegar allt er búið
halda allir sína leið eins og ekkert hafi í skorist.
Eða:
Viskan á sér enga von því hún er ekkert án
mannsins. Eða: Ó-eðlisfræði (pataphysics) hvata-
lífsins kennir að biðin sé dyggð. Og þannig má
halda áfram að telja án þess að nokkur átti sig al-
veg á því hvað höfundurinn er að fara eða hvernig
maður hann sé í raun, hvort honum sé í alvöru
treystandi fyrir þessum orðum. Sjálfur trúir hann
hverju orði enda er það grundvöllur trúverðugleik-
ans, hætti hann að trúa missir hann alla trú. Það
segir sig sjálft.
IV Að endingu segir höfundurinn frá verki sínu.Hann hefur verið að glíma við að rannsaka
veruleikann sem tungumálið lýsir. Hann segir að í
heimi þar sem allt sést, þar sem enginn fer í felur
með neitt, hafi orðið til háþróuð tækni sem heiti
sjónhverfingar, þar sem veruleikinn sé látinn
hverfa. Bókmenntirnar eiga að fjalla um þetta
hvarf, segir höfundurinn, og eina leiðin til þess er
að höfundurinn opinberi sig. Og það ætlar höfund-
urinn að gera. Hann ætlar að skrifa bókina um
sig. Um þetta stóra ég sem hann hefur verið að
leita frá fyrstu tíð. Og í orðun þessa ég-s felst hinn
harði kjarni veruleikans, segir hann, kjarninn sem
er handan þess sem ekki sést, handan upphafsins.
NEÐANMÁLS