Lesbók Morgunblaðsins - 13.12.2003, Blaðsíða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 13. DESEMBER 2003
SANTA Maria della Scala
sjúkrahúsið í Sienna hefur sl. sjö
ár tekið gagngerum breytingum
sem þó sér ekki fyrir endann á.
Sjúkrahúsið sem rekið hefur
verið af kaþólskri góðgerðar-
stofnun frá því á 14. öld skiptir
nefnilega nú um hlutverk og er
verið að breyta því í listasafn.
Mörg verkanna er þegar til stað-
ar í sjúkrahúsinu sem í gegnum
aldirnar hefur verið skreytt
veggmyndum margra helstu
meistara ítalskrar listasögu. Má
nefna sem dæmi að freskur eftir
Ambrogio Lorenzetti prýða
geymsluganga og veggmyndir
eftir 16. aldar listamanninn
Domenico Beccafumi blöstu við
viðskiptavinum bráðavakt-
arinnar. Var sjúkrahúsið fram
eftir öldum ein efnaðasta og
valdamesta stofnun borg-
arinnar, enda arfleiddu margir
efnamenn hana að eigum sínum
við lát sitt. Mörg verkanna höfðu
þó verulega látið á sjá í tímans
rás vegna skorts á viðhaldi og
víða jafnvel verið málað yfir
listaverk til að auka á hreinlæti
og gluggar jafnvel sett á mið
listaverk. „Að endurgera sjúkra-
húsið er langtímaverkefni,“ hef-
ur New York Times eftir Anna
Carli, sem er umsjónarmaður
verksins og stjórnandi safnsins.
En fjöldi verka til viðbótar eiga
eftir að bætast við þau sem fyrir
eru. „Mikið af þeirri list sem er
að finna í öðrum söfnum Sienna
er raunverulega eign sjúkra-
hússins og þau verk verða hægt
og rólega flutt aftur hingað,“
sagði Carli.
Fabergé í
Buckinghamhöll
DROTTNINGAR galleríin í
Buckingham höll hýsa þessa
dagana sýningu á verkum skart-
gripahönn-
uðarins Peter
Carl Fabergé.
Egg hans og
skartgripir
voru í miklum
metum hjá
evrópskum
aðli á seinni
hluta 19. ald-
ar, en það var
ekki hvað síst
fyrir tilstilli
Alexanders III Rússakeisara,
sem gerði Fabergé að gull- og
skartgripasmiði rússnesku hirð-
arinnar árið 1884, sem skart-
gripahönnuðurinn öðlaðist
frægð. Fyrir keisarafjölskyld-
una gerði Fabergé páskaegg á
hverju ári og byggði hvert egg á
ákveðnu þema sem var mjög
persónulegt og voru eggin sjald-
an sýnd utan keisarafjölskyld-
unnar. María Fedorovna keis-
araynja gaf Fabergé þó leyfi til
að sýna nokkur eggjanna á
heimssýningunni í París árið
1900 og óx orðstír skart-
gripahönnuðarins umtalsvert í
kjölfarið. Ein þeirra sem safnaði
eggjum Fabergé í miklu magni
var Alexandra Bretadrottning,
systir keisaraynjunnar.
Um 300 munir frá skart-
gripasmiðju Fabergé eru á sýn-
ingunni og segir sú fantasíusmíð
sem þar má finna að mati Daily
Telegraph ekki síður margt um
samfélagssöguna en skart-
gripahönnun.
Sjúkrahús
verður að safni
ERLENT
Santa Maria della Scala.
Eitt af eggjum
Fabergé.
„HVER eru mörk myndlistar?“ var spurt í sjón-
varpsþættinum Mósík í síðustu viku og var rætt
við nokkra af listamönnum yngri kynslóðarinnar
sem sótt hafa í aðra þætti listrænnar tjáningar en
tíðkast í hefðbundinni myndlist, s.s leikhús, popp-
tónlist, kvikmyndargerð o.fl. Í þættinum virtist
þetta heilmikil nýjung hjá þessum íslensku lista-
mönnum en þeir sem til þekkja vita að þannig hef-
ur þetta verið í tæpa öld. Nýjungin er kannski
helst sú að myndlistarmenn sem leita inn á önnur
svið lista þurfa ekki lengur að svara fyrir það, bera
fram rök eða koma með stefnuyfirlýsingar eins og
tíðkaðist hér áður. Þeir ganga í það tjáningarform
sem hentar þeim best. Aðra ástæðu eða rök þarf
ekki til.
Mér hefur jafnan þótt það mikill ljóður á um-
fjöllun eða kynningu á íslenskri myndlist hve
sjaldan hún er sett í listsögulegt og alþjóðlegt
samhengi. Ég veit t.d. ekki hve oft ég hef lesið og
heyrt umfjöllun eða viðtöl við Egil Sæbjörnsson
þar sem viðmælandi nefnir að Egill hafi fróað sér á
sýningu einni á Kjarvalsstöðum fyrir fáeinum ár-
um án þess að samskonar uppátæki Vitos Acconc-
is, Ann Sprinkle o.fl. séu nefnd til samanburðar.
Stendur íslenskur almenningur varnarlaus hvað
þetta varðar því að fjölmiðlar kunna að spila með
þekkingarleysi eða skort á upplýsingum hjá Ís-
lendingum hvað alþjóðlega myndlist varðar og oft
er það líka þekkingarleysi fjölmiðlafræðinganna
sjálfra sem veldur því að ekki er fjallað um Ís-
lenska myndlist í listsögulegu og alþjóðlegu sam-
hengi. Íslensk myndlistarsaga er kornung og
verður ekki alþjóðleg fyrr en abstraktsjónin kem-
ur til landsins eftir síðari heimsstyrjöldina. Fyrir
þann tíma fórum við á mis við listhreyfingar eins
og dadaisma, súrrealisma, Bauhaus o.fl. þar sem
myndlistarmenn sóttu inn á önnur svið lista. Er Ís-
lensk listasaga að þessu leytinu heldur einhæf og
því enn meiri ástæða til að skoða íslenska sam-
tímalist í sögulegu og alþjóðlegu samhengi.
Popp í list
Egill Sæbjörnsson sýnir þessa dagana í Galleríi
Hlemmi, en hann var einmitt nefndur sem dæmi í
umræddum sjónvarpsþætti um myndlistarmann
sem sækir út fyrir hefðbundna myndlist. Egill
sækir í popptónlist og „performerar“ jafnt á
myndlistarsýningum sem á popptónleikum. Hefur
Egill notast við svokallað „alterego“ eða annað
sjálf, þ.e. að hann býr sér til ímynd popptónlist-
armanns sem hann svo klæðist þegar hann spilar
og syngur. Upp á síðkastið hef ég þó haft efasemd-
ir um að þetta „alterego“ sé í forgrunni því ekki er
annað að sjá en að Egill sé bara Egill þegar hann
„performerar“. Ég kann þó að hafa rangt fyrir
mér þar.
Sýningin í Gallerí Hlemmi nefnist „Í garðinum“
og er þungamiðja hennar myndband sem lista-
maðurinn hefur gert við frumsamið lag sitt „We
are flowers“ (Við erum blóm). Myndlist og tónlist-
armyndbönd hafa skarast allnokkuð upp á síðkast-
ið. Myndbönd Chris Cunninghams, hafa t.d. ratað
á alþjóðlegar myndlistarsýningar, þ.á m. mynd-
band hans við lag Bjarkar Guðmundsdóttur, „All
is full of love“. Svissneska myndlistarkonan Pippi-
lotti Rist vakti fyrst athygli í alþjóðlegum mynd-
listarheimi á tíunda áratugnum fyrir myndbönd
þar sem hún söng sjálf þekkt lög eftir Bítlana,
Chris Isaacs o.fl. Einnig er mér ferskt í minni
myndband konseptlistamannsins Williams Weg-
mans við lag New Order, „Blue Monday“, fyrir um
20 árum. Myndband Egils Sæbjörnssonar í Gallerí
Hlemmi er malerískt að sjá. Teikningar birtast
eldsnöggt, hlaðnar hver yfir aðra. Þetta eru skop-
myndir, sumar hverjar í grófari kantinum, sem er
varpað á vegg og undir hljómar ljúft lag með
hippalegum texta, „We are flowers, we’re only int-
erested in beauty“. Tónsmíðar Egils hafa jafnan
virkað á mig líkt og þegar unglingar eða börn setja
saman samhengislausan útlenskan texta við eitt-
hvert grípandi stef. Egill leyfir sér semsagt að
„bulla“ svolítið með tungumál og orðasambönd og
sver sig þannig í ætt við dada og svo auðvitað neo
dada, öðru nafni harðkjarnapopplist (Hardcore
pop), þar sem hann gerir nokkuð skemmtilega út á
„stjörnuna“.
Fullkomin blekking
Þessi spurning um mörk myndlistar og annarra
listgreina er sígild bæði hjá listunnendum og
myndlistarmönnunum sjálfum. Í nýlegum fyrir-
lestri líkti Einar Garibaldi, myndlistarmaður og
prófessor við Listaháskóla Íslands, myndlistar-
mönnum við „Borgverja“, erkióvini áhafnarinnar á
Enterprise í Star Trek-þáttunum. Reyndar lagði
Einar þessa samlíkingu fram í umfjöllun um mál-
aralistina, en hún á eins við um aðra myndlist-
armenn. Borgverjar eru „cyborgs“ (hálfur maður
og hálf vél) og hafa eina samvitund. Þeir ráðast á
allt og alla, ekki til þess að drottna yfir þeim heldur
til að samlaga þá Borg-samvitundinni, gera þá að
sér. Þannig gengur myndlistarmaðurinn einmitt í
önnur listform, gerir þau að sínu listformi. Mynd-
listarmaður verður því oft eftirsóttur í þeim list-
greinum sem hann tileinkar sér, eins og t.d. í popp-
tónlist, dansi, ritlist, kvikmyndargerð og jafnvel
leiklist. Nýleg dæmi um það eru Tómas Lemar-
quis sem lék Nóa í Nóa albínóa og Melkorka Þ.
Huldudóttir sem leikur aðalhlutverkið í kvik-
myndinni Salt.
Melkorka sýnir um þessar mundir innsetningu í
Kling & Bang galleríi undir yfirskriftinni
„Myrkraverk“. Melkorka lauk námi frá Listahá-
skóla Íslands í fyrra en hefur verið virk í sýning-
arhaldi síðan hún hóf þar nám árið 1999. Sýningin í
Kling & Bang hlýtur þó að marka einhvern enda
og byrjunarpunkt fyrir listakonuna þar sem þetta
er fyrsta einkasýning hennar eftir útskrift.
Að ganga núna í sýningarrými Kling & Bang er
eins og að koma í herbergi einhvers sem haldinn er
þeirri sjúklegu þráhyggju að fanga flugur í krukk-
ur, geyma þær og halda í þeim lífi. Öll húsgögn
hans/hennar eru undirlögð til að svala þráhyggj-
unni. Þeim er raðað langsum eftir einum vegg í
rýminu og brúkuð sem hillur undir krukkurnar.
Lituðum ljósaperum er komið fyrir á milli hús-
gagnanna til að láta flugunum líða vel og við það
skapast einkennileg stemning, dularfull og dimm.
Það eina sem slítur stemninguna er sjónvarp úti í
horni sem snýr að spegli sem endurvarpar ein-
hvers konar psychedellic-munstri. Það virkar sem
sjálfstætt verk, á meðan annað er ein heild. Sam-
kvæmt fréttatilkynningu og texta í sýningarskrá
þá er Melkorka að skapa kjallara andrúmsloft.
Andrúmsloftið er þó ekki raunsætt heldur svið-
sett. Það er t.d. ekki rykmettað né heldur lykt-
armikið eins og vafalaust væri ef um kjallara væri
að ræða, eða háaloft. Þetta eru atriði sem hafa allt-
af spilað mikilvægan sess í áþekkum innsetningum
rússneska listamannsins Ilya Kapakovs, en ég er
þó ekkert viss um að listakonan sé sérstaklega að
sækjast eftir þvílíku raunsæi. Flugurnar eru
handgerðar af listakonunni úr ýmsu gerviefni.
Þær eru leikfangalegar og er innsetningin leik-
húsleg, jafnvel B mynda-leg. Að því leytinu fannst
mér hún ganga ágætlega upp, augljóslega sviðsett
blekking eins og Vincent Van Gogh vildi meina að
listamenn þyrftu gera til að mæta raunverunni,
gera listina að fullkominni blekkingu.
Lyginni líkast
Með fullri virðingu fyrir hugmyndum meistar-
ans og þráhyggjumannsins Vincent Van Gogh
finnst mér stundum eftirmynd af raunveruleikan-
um vera lyginni líkust.
Í Listasafni ASÍ sýnir Þórarinn Óskar (Aggi)
ljósmyndir undir yfirskriftinni „Þórarinn Óskar
og hyski hans“. Þórarinn er sjálfmenntaður í list-
sköpun sinni og hefur einnig reynt fyrir sér á hvíta
tjaldinu, en hann lék annað aðalhlutverkið í kvik-
mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Skyttunum.
Sýningin í ASÍ samanstendur af 77 svarthvítum
ljósmyndum eftir Þórarin, þær elstu teknar árið
1976. Um er að ræða heimildargerð sem er list-
form sem margir myndlistarmenn samtímans
nýta sér með áhrifaríkum hætti. Í þessu tilfelli eru
það ljósmynda-ritgerðir (photo essays). Um ljós-
myndirnar sjálfar er allt gott segja en það er
myndefnið sem slær mann hvað mest. Flestar ljós-
myndir Þórarins segja okkur sögu frá Grímsstaða-
holtinu á áttunda áratugnum þar sem sögupersón-
urnar eru Bóbó á Holtinu, Jósefína Nauthól o.fl.
Við þekkjum flest forsögu þeirra í bók Einars
Kárasonar, Þar sem Djöflaeyjan rís, sem var svo
kvikmynduð af Friðriki Þór Friðrikssyni. Einari
Kárasyni bregður einmitt fyrir á nokkrum mynd-
anna, þ. á m. með Bóbó á Holtinu sem er almennt
talinn vera fyrirmynd sögupersónu Einars í
Djöflaeyjunni, Badda. Aðrar ljósmyndir á sýning-
unni eru af nokkrum kunnum listamönnum, börn-
um að leik og í gryfju safnsins er átakamikil mynd-
röð sem tekin var á gamla Kópavogshælinu.
Þótt flestar ljósmyndirnar séu að bundnar við
íslenskan veruleika er efnið alþjóðlegt, ætti ekki
að vera mönnum ókunnugt. Vissulega er þó sér-
lega fróðlegt fyrir okkur Íslendinga að sjá þessar
heimildir í myndum og mundi ég ráðleggja áhuga-
sömum að láta þessa sýningu ekki framhjá sér
fara.
Íslenskt í alþjóðlegu samhengi
MYNDLIST
Gallerí Hlemmur
BLÖNDUÐ TÆKNI
EGILL SÆBJÖRNSSON
Opið fimmtudaga til sunnudags frá 14–18. Sýningu
lýkur 20. desember.
Kling & Bang
INNSETNING Í RÝMIÐ
MELKORKA Þ. HULDUDÓTTIR
Opið fimmtudaga til sunnudags frá 14–18. Sýningu
lýkur 14. desember.
Listasafn ASÍ
LJÓSMYNDIR
ÞÓRARINN ÓSKAR (AGGI)
Opið alla daga nema mánudaga frá 13–17. Sýningu
lýkur 14. desember.
Morgunblaðið/Eggert
Ljósmyndir á sýningu Þórarins Óskars í Listasafni ASÍ.
Hluti af innsetningu Melkorku Þ. Huldudóttur í rými Kling & Bang gallerís.
Úr verki Egils Sæbjörnssonar „Við erum blóm“
á sýningu hans í Galleríi Hlemmi.
Jón B.K. Ransu