Lesbók Morgunblaðsins - 13.12.2003, Blaðsíða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 13. DESEMBER 2003
Allegretto villereccio
Þ
etta miðvikudagskvöld í síðustu
viku nóvembermánaðar er fyrsta
kvöld þessa vetrar sem með
réttu er hægt að kalla vetrar-
kvöld. Fram að þessu hefur ekki
kólnað að neinu ráði, það hefur
hins vegar rignt í allar áttir, og
oftar en einu sinni síðan í októ-
ber hefur hvarflað að mér að láta loks verða
af því að flytja burt af þessu skelfilega suð-
vesturhorni, bara eitthvað langt í burtu, þess
vegna norður í land, jafnvel yfir í annað land
þar sem boðið er upp á almennilegan vetur,
eins og maður þykist muna eftir í barnæsku.
En ég hef ekki enn orðað þá hugmynd við
konuna mína, ég veit að hún er fullkomlega
sátt við þessi reykvísku vetrarhlýindi, og ég
býst heldur ekki við að ég muni hafa orð á
þessu á næstu dögum ef svo fer að veðurspá
dagsins í dag stenst, að það verði kalt fram
yfir helgina, jafnvel snjói.
Ég hef ákveðið að nota þetta kvöld til að
lesa síðustu kafla bókar sem ég hef und-
anfarið átt í mestu erfiðleikum með að komast
í gegnum; sex hundruð blaðsíðna skáldsögu
sem mér hefði aldrei dottið í hug að byrja á ef
höfundur hennar væri ekki góður vinur minn.
Ég er lagstur upp í sófa, með þungan doðr-
antinn í höndunum og samning við sjálfan mig
þess efnis að ég fái mér vindil eftir tvo kafla,
en þá allt í einu hringir síminn og ég neyðist
til að standa upp og svara vegna þess að kon-
an mín er ekki heima, og þar af leiðandi gæti
það verið hún sem er að hringja. En það er
ekki hún. Í símanum, sem ég hafði síðast skil-
ið eftir á stofuborðinu, er Bárður vinur minn
(það er líklega rétt að taka fram að hann er
ekki höfundur bókarinnar sem ég minntist á)
og í stað þess að kynna sig – sem hann er
allajafna vanur að gera – þá kemur hann sér
beint að efninu og spyr hvort ég horfi á Kast-
ljósið, þáttinn sem kemur í framhaldi af frétt-
um Ríkissjónvarpsins.
„Hvort ég horfi á það yfirleitt?“ spyr ég, og
Bárður umorðar spurningu sína; hann vill vita
hvort ég sé vanur að horfa á Kastljósið, hvort
ég ætli að horfa á það í kvöld. Ég segist alveg
eins geta gert það, ég sé ekki að fara neitt
sérstakt, nema þá að … ég hætti við að nefna
bókarlesturinn, ég veit að Bárði er ekki sér-
lega vel við sex hundruð blaðsíðna höfundinn
og ég vil ekki eiga það á hættu að hann fari að
agnúast út í hann og bókina; nógu erfitt á ég
með að komast í gegnum textann svo persóna
höfundarins fari ekki að flækjast enn meira
fyrir en komið er.
„Það er viðtal við hann Oddgeir út af útgáf-
unni,“ segir Bárður, og ég er í þann veginn að
fara að spyrja hvaða útgáfu hann eigi við þeg-
ar hann upplýsir mig um það: „Hann er að
fara að kynna geisladiskinn þeirra.“
„Þeirra hverja?“
„Strengjakvartettsins.“
Um leið og ég spyr sjálfan mig hvers vegna
ég hafi ekki frétt af því að Oddgeir vinur okk-
ar sé að vesenast í einhverju útgáfustandi bið
ég Bárð að segja mér hvar hann hafi komist
að þessu. Hann svarar með því að rifja upp
fyrir mér skyldleika sinn við aðstoðardag-
skrárstjóra Sjónvarpsins, það hafi verið
frændi hans sem lak upplýsingunum í hann,
bara núna fyrir nokkrum mínútum.
„En af hverju viltu að ég horfi á þetta við-
tal?“ spyr ég. Auðvitað á ég eftir að kíkja á
það, fyrst ég á annað borð veit af því, mig
langar bara til að vita hvers vegna Bárður er
að biðja mig um það.
„Ég næ ekki að horfa á það sjálfur,“ svarar
Bárður. Hann segist vera á leiðinni í mála-
skólann (þar sem hann kennir þýsku), hann sé
með tíma klukkan hálf átta, og „hafi ekki efni
á“ að vera of seinn, eins og hann orðar það.
„En af hverju tala þeir ekki við Englend-
inginn í hljómsveitinni, hvað heitir hann aft-
ur? Er hann ekki aðalmaðurinn í bandinu?“
Ég flyt símtólið yfir í vinstri höndina til að
hella vatni úr könnu í glas með þeirri hægri.
Svo færi ég logandi sprittkerti um nokkra
sentimetra nær mér á stofuborðinu.
„Það veit ég ekki,“ svarar Bárður, ögn pirr-
aður. „Ætli þeir tali ekki við Oddgeir vegna
þess að hann er alltaf svo hress og kátur. Svo
talar hann náttúrlega íslensku.“
„Skrítið að hann hafi ekki minnst á þetta
við mig,“ segi ég, og renni vindli út úr hálfum
London Docks pakka sem ég hef fiskað upp
úr skyrtuvasanum. „Hann er nú vanur að láta
mig vita af öllum sínum afrekum.“
„Hann er greinilega of upptekinn til að tala
við vini sína þessa stundina. Það hlýtur nátt-
úrlega að taka svolítinn tíma að vera að búa
til eitthvað sem hann ætlar sér svo örugglega
að selja vinum sínum og skyldmennum.“
Ég kveiki mér í vindlinum með loganum í
sprittkertinu og tóbaksilmurinn minnir mig á
jólin. Ég horfi í gegnum reykinn á rökkvaðan
stofugluggann og finnst eins og götuljósin fyr-
ir utan öðlist einhvern veginn meiri merkingu
þegar það hefur kólnað í kringum þau.
„En er eitthvað að því að gefa út disk núna
fyrir jólin?“ spyr ég, og brosi með sjálfum
mér yfir ástæðulausum pirringnum í Bárði.
„Þú gefur ekki út tónlist – ég tala nú ekki um
svona kammertónlist – nema fyrir jólin; hún
selst ekki annars. Ef hún á annað borð selst.“
Bárður á ekkert svar við fullyrðingu minni
svo ég held áfram með umræðuefnið jólin og
segi honum frá því að núna í morgun hafi
móðir mín boðið konunni minni með sér til
Kanaríeyja, til að vera þar yfir jólin, hún sé
búin að panta miðana, þær fari út tuttugasta
og fyrsta desember. „Nei, ég verð heima,“
svara ég síðan þegar Bárður spyr hvort ég
fari ekki með. „Það er ekki alveg minn stíll að
liggja innan um einhverja Breta og Hollend-
inga í sólbaði yfir jólahátíðina.“
„Jæja, en allavega,“ segir Bárður, „mér líst
ekki á að þeir séu að fara að gefa út þennan
disk. Ég hef einhverja mjög slæma tilfinningu
gagnvart því.“
„Slæma tilfinningu!“
„Það er bara það sem ég hef ég,“ ítrekar
Bárður, og undirstrikar svo áhyggjur sínar
með því að blása inn í símtólið.
Ég sé fyrir mér svipinn í andliti hans á
þessu augnabliki; hann líkist föður sínum,
manni sem þrátt fyrir að hafa gengið fremur
vel í lífinu, að minnsta kosti fjárhagslega,
virðist vera stöðugt heltekinn af áhyggjum
hversdagsins og hefur á tæpum sjö áratugum
fest framan í sér ákveðinn mæðusvip sem mig
grunar að muni einnig einkenna andlit sonar
hans þegar fram líða stundir.
„Það er náttúrlega orðið of seint að stoppa
þetta af núna?“ spyr ég og glotti með sjálfum
mér; hvaða tilgangi gæti það hugsanlega þjón-
að að koma í veg fyrir jafn saklaust fyrirbæri
og útgáfu einhvers strengjakvartetts? Ég
býst ekki við að fá svar frá Bárði, ég þekki
hann nægilega vel til að vita að hann hlustar í
raun ekki á mig nema þegar ég segi eitthvað
sem hljómar eins og það gæti komið út úr
hans eigin munni. Það kemur mér þess vegna
á óvart þegar hann svarar með eftirfarandi
orðum:
„Er það? Það þarf nefnilega alls ekkert að
vera að það sé of seint.“
„Nei, er það nokkuð?“ segi ég í hálfkæringi.
„Þú verður að gera allt sem í þínu valdi stend-
ur til að koma í veg fyrir að það komi út ein-
hver diskur með strengjakvartett fyrir jólin.“
„Ég held það sé nefnilega eins og ein hug-
mynd að fæðast í kollinum á mér,“ svarar
Bárður.
„Það gengur náttúrlega ekki að einhver
strengjakvartett sé að gefa út disk fyrir jól-
in,“ held ég áfram, og horfi brosandi í fallega
appelsínugula vindilglóðina. „Sérstaklega ekki
af því að þetta er svona einkaútgáfa, algerlega
fjármögnuð af listamönnunum sjálfum. Eða
ég geri ráð fyrir því að þetta sé þeirra eigin
útgáfa, það er ekkert plötufyrirtæki hérna á
Íslandi sem treystir sér að gefa út klassíska
tónlist.“
„Það er nefnilega nokkuð til í því,“ segir
Bárður. „Hvers vegna í ósköpunum ættu þeir
að vera að gefa út einhvern disk fyrir jólin?
En heyrðu, ég er að verða of seinn í málaskól-
ann, við heyrumst þegar ég kem aftur heim.“
Ég kveð Bárð með þeim orðum að ég muni
fylgjast með sjónvarpsþættinum, ég muni láta
hann vita hvað Oddgeir sagði. Svo kveiki ég á
tækinu.
Allegro agitato
Bárður hefur rétt fyrir sér: Oddgeir Hólm-
geirsson birtist á sjónvarpsskjánum og spjall-
ar við umsjónarmann Kastljóssins um nýja
geisladisksútgáfu strengjakvartettsins The
Noel Experience. Ég hafði ekki haft hugmynd
um að þessi músíkklúbbur Oddgeirs og félaga
kallaðist svo hátíðlegu nafni. Að þættinum
loknum kveiki ég aftur í vindlinum sem ég
hafði hvílt í öskubakkanum og í stað þess að
halda áfram með bókina þykku horfi ég á
næsta dagskrárlið í sjónvarpinu, það er þáttur
úr fræðslumyndaröð um lífríkið í hafinu. Þeg-
ar honum lýkur geng ég út að stofuglugg-
anum og sé, mér til mikillar ánægju, að það er
byrjað að snjóa. Ég kveiki mér í nýjum vindli
og horfi svolitla stund á hæga, nánast draum-
kennda snjókomuna sem götuljósin lýsa upp
eins og í kvikmyndaveri. En þegar ég tek upp
símtólið, í þeim tilgangi að athuga hvort Bárð-
ur sé kominn heim úr málaskólanum, þá kveð-
ur allt í einu við hringing og það er rödd
Bárðar sjálfs sem ávarpar mig þegar ég tek
upp tólið.
„Ég var að fara að hringja í þig,“ segi ég.
„Hvað sagði Oddgeir?“ spyr Bárður ákafur,
og ég þykist greina á hröðum andardrætt-
inum að hann er nýkominn inn. Mér finnst
heldur ekki ólíklegt að hann sé hvítur af snjó;
hafi ekki gefið sér tíma til að dusta af sér áð-
ur en hann hljóp í símann til að hringja í mig.
„Hann talaði um að diskurinn væri ekki
kominn úr framleiðslu,“ segi ég. „Hann kæmi
aðra vikuna í desember. Það voru víst einhver
mistök í sambandi við upplýsingabæklinginn
sem átti að fylgja með.“
„Heyrðu, það er flott!“ segir Bárður. „Þá
veit ég nákvæmlega hvað við gerum.“
„Hvað við gerum?“
„Undarlegt samt að vera að blaðra um
þetta í sjónvarpið,“ segir hann.
„Hvað áttu við með því að við ætlum að
gera eitthvað?“ endurtek ég, en Bárður svar-
ar með því að spyrja:
„Hvað sagði hann fleira?“
„Hann sagði frá því að þeir væru með tón-
leika í Kópavogi þrettánda desember. Ein-
hvers konar kynningartónleika, þegar disk-
urinn væri kominn.“
„Og var hann einn? Var enginn með hon-
um? Var enginn annar úr kvartettnum með
honum?“
„Nei, hann taldi bara upp hina meðlimina.
Hann heitir Noel White, sá sem spilar á selló-
ið. Það er þessi Englendingur, aðalmaðurinn,
sá sem kvartettinn heitir eftir.“
„Það helvítis fífl,“ segir Bárður, rétt eins og
um þurra staðreynd sé að ræða.
„Annars er þátturinn endurtekinn seinna í
kvöld, einhvern tíma um miðnættið. Þú getur
horft á hann sjálfur.“
„Ég ætla ekki að fara að horfa upp á þetta
sjálfbrosandi smetti á honum Oddgeiri, ég
ætla ekki að gera honum það til geðs. Og hvað
sagði hann fleira?“
„Hann sagði að það væri nýr víóluleikari í
hópnum. Einhver Jürgen eitthvað, einhver
Austurríkismaður. Jürgen Schlippen eitthvað,
það hljómaði eins og …“
„Hann er ekkert nýr,“ grípur Bárður fram í
fyrir mér. „Þetta er einhver algerlega tal-
entlaus hálfviti sem þeir grófu upp úr ein-
hverri kjallaraholu á Akureyri. Hann þóttist
vera að kenna tónlist þar en svo kom í ljós að
hann vann sem kokkur á einhverju annars
flokks chinese take-away.“ Áður en hann ber
fram eftirfarandi spurningu blótar hann í
hálfum hljóðum, eins og hann hafi rekið sig í
eitthvað eða velt einhverju um koll. „Talaði
hann eitthvað um Heiðdísi?“
„Jú, hann minntist líka á hana. Ég hélt
reyndar að hún væri ennþá í barneignarleyfi.“
„Það er nú enn eitt tilfellið. Ekki fyrr kom-
in af fæðingardeildinni en hún þykist ætla að
fara að blása sig út á einhverjum geisladiski.“
„Þú verður bara að horfa á þetta á eftir,“
segi ég, og játa fyrir sjálfum mér að ég skil
ekki alveg heift félaga míns í garð meðlima
kvartettsins.
„Þetta er nú meira andskotans liðið,“ segir
Bárður – til að gera mig enn gáttaðri á af-
stöðu hans til tónlistarmannanna – svo blæs
hann í símtólið og hreytir út úr sér: „Noel
White! Jürgen Schlippenbach!“
„Og hvaða hugmynd var þetta sem þú varst
með?“ spyr ég.
„Heiðdís Sigmundsdóttir!“ bætir Bárður við
með þjósti.
Ég endurtek spurningu mína.
„Ég segi þér það seinna,“ svarar Bárður, og
eins og svo oft áður í samtölum okkar – og ég
hef yfirleitt leyft honum að komast upp með –
er umræðuefnið orðið eitthvað allt annað en
það var fyrir eins og einni sekúndu. „En hvað
segirðu, ert þú að fara út um jólin?“ spyr
hann.
Þegar ég minni hann á að það er konan mín
sem er að fara með mömmu, ekki ég, spyr
hann hvort ég verði þá einn um jólin, hvort ég
fari þá ekki til pabba míns fyrst móðir mín
verður líka á Kanaríeyjum.
„Ég verð einn,“ svara ég.
„En af hverju ferðu ekki til pabba þíns?“
„Hann verður hjá vini sínum.“
„Og getur þú ekki farið þangað líka?“
„Hann er ekki vinur minn þó hann sé vinur
pabba.“
„Hvers lags eiginlega er þetta!“ segir Bárð-
ur, og bætir síðan við: „Það liggur við að mað-
ur bjóði þér að koma til okkar um jólin. Af
hverju í ósköpunum voru foreldrar þínir að
skilja?“
„Farðu nú ekki að hafa áhyggjur af mér
líka,“ segi ég, um leið og ég velti fyrir mér
hvort hlutskipti mitt sé í raun og veru eins
slæmt og vinur minn ímyndar sér. „Ég finn
mér eitthvað að dunda við.“
„Og um áramótin líka? Verðurðu einn um
áramótin líka?“
„Ég geri ráð fyrir því, já.“
„Það kemur enginn til þín?“
„Ég labba kannski út á brennuna,“ segi ég.
„Ég hendi mér kannski á bálið.“
„Hvað meinarðu?“
Andantino – presto – adagio pesante
Þegar ég hringi í Bárð tveimur vikum síðar
er það ekki í þeim tilgangi að ræða útgáfu
kammertónlistar á Íslandi. Ég er að láta hann
vita af jólaveislu atvinnurekanda míns; árlegri
brennivínsdrykkju sem Bárður hefur stundum
fylgt mér í, eiginlega í stað konu minnar sem
hefur alltaf verið sérlega illa við yfirmann
minn og aldrei getað hugsað sér að vera stödd
undir sama þaki og hann í jólamánuðinum.
Eins og venjulega tekur Bárður vel í boðið en
man svo skyndilega eftir að hann er upptek-
inn daginn sem það er haldið. Þegar við síðan
höldum áfram að spjalla um hitt og þetta í
símanum rifjast upp fyrir mér samtal okkar
um daginn og ég segi honum frá því að Odd-
geir Hólmgeirsson hafi óvænt heimsótt mig
fyrir viku síðan og gefið mér prufudisk með
upptökum kvartettsins (svokallaðan CDR disk
sem hann lét brenna í sirka tíu eintaka upp-
lagi) og tvo miða á tónleikana í Kópavogi,
handa mér og konunni minni.
Í ljósi þess að ég minnist á kunningja okk-
ar, fiðluleikarann Oddgeir, kemur mér það
þægilega á óvart hversu Bárður er rólegur í
símanum. Sá Bárður, sem ég átti hálfpartinn
von á að tæki upp þráðinn frá því um daginn
og héldi áfram að úthúða okkar gamla félaga
og hans músíkölsku vinum, virðist vera víðs
fjarri, en í stað hans er engu líkara en ég sé
að tala við einhverja aðra útgáfu af mann-
inum; einhvern annan Bárð sem hlustar róleg-
ur á mig og virkar – jafn lygilega og það
hljómar – eins og hann sé sérstaklega áhuga-
samur um það sem ég hef að segja honum um
tónlistina á geisladiski kvartettsins. Og í kjöl-
far þess að ég upplýsi hann um hvað The Noel
Experience hefur í hyggju að gera varðandi
kynningu og dreifingu á disknum spyr hann
mig út í tæknileg smáatriði – hluti sem ég
kann ekki svörin við. Það sem síðan kórónar
að því er virðist breytt viðhorf hans í garð
Oddgeirs og félaga er að honum kemur það
hreint ekki á óvart þegar ég segi honum
hversu góðar undirtektir hin fyrirhugaða út-
gáfa hafi fengið hjá þekktum ísraelskum fiðlu-
leikara sem staddur er á landinu vegna ein-
leikstónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands;
hann hafi fengið eintak frá Noel White (vænt-
anlega sams konar brenndan disk og ég fékk
sjálfur frá Oddgeiri) og lofað því að koma
upptökunum á framfæri við japanskt fyrir-
tæki sem hann er kunnugur og sérhæfir sig í
útgáfu á norður-evrópskri kammertónlist.
„Þannig að þeir þekkjast?“ spyr Bárður.
„Noel kallinn þekkir sem sagt þennan ísr-
aelska fiðluleikara?“
Ég segist halda það en finnst þó svolítið
einkennilegt – nánast grunsamlegt – að Noel
White skuli allt í einu vera orðinn að Noel
kallinum; hann sem fyrir hálfum mánuði var
helvítis fífl.
„Gott fyrir hann,“ segir Bárður, og fyrst
núna – það hlaut að koma að því – glittir í
þann Bárð sem ég hef hingað til talið mig
þekkja.
„Þetta virðist allavega líta vel út hjá þeim,“
segi ég. „Það skemmir að minnsta kosti ekki
að fá svona góð viðbrögð áður en diskurinn
kemur út.“
„Já, já, það er allt gott og blessað,“ grípur
Bárður fram í fyrir mér. „Allt í fínasta lagi
STOFUTÓNLISTIN
SMÁSAGA
E F T I R B R A G A Ó L A F S S O N