Lesbók Morgunblaðsins - 13.12.2003, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 13. DESEMBER 2003 3
LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR
5 0 . T Ö L U B L A Ð - 7 8 . Á R G A N G U R | U M S J Ó N Þ R Ö S T U R H E L G A S O N
EFNI
AILO GAUP
ALLIR
FUGLARNIR
Frumatriðið er
að tala máli
stráanna
og dropanna,
steinanna
og alls sem vex
í mold og brennur á báli.
Ég tala líka
máli asksins, mýsins
og dýranna, allra
fuglanna sem fljúga upp
í þéttum hópum
og fræsins
í ísgreipum.
Ailo Gaup (f. 1944) er samískt skáld. Ljóðið Allir fuglarnir birtist í bókinni Undir
norðurljósum sem inniheldur þýðingar Einars Braga á samískum ljóðum (2003).
EINAR BRAGI ÞÝDDI
Þ
að fer frekar lítið fyrir grein-
ingu íslenskra fjölmiðla á
stjórnmálum einstakra ríkja
og alþjóðakerfinu að und-
anskildum úttektum Morg-
unblaðsins og einstaka frétta-
skýringum ríkisútvarpsins.
Það vantar tilfinnanlega sér-
staka fréttaskýringaþætti um erlend mál-
efni í ljósvakamiðlunum og þá sérstaklega
ríkissjónvarpinu og Stöð 2. Það er ekki nóg
að flytja fjöldann allan af fréttum af erlend-
um vettvangi eins og fjölmiðlar hér á landi
eru iðnir við. Fjölmiðlar verða að geta
greint og fjallað ítarlega um mikilvæga at-
burði erlendis og þá einstaklinga sem
stjórna heiminum.
Það væri til dæmis einkar fróðlegt að fá
greinargóða umfjöllum um stefnu ríkis-
stjórnar Bush Bandaríkjaforseta í innan-
ríkismálum. Í Evrópu hefur mikið verið
fjallað um hvað ráðherrar Bush og hans
helstu ráðgjafar standa fyrir en lítið hefur
farið fyrir þessari umfjöllun hér á landi.
Þegar Bush valdi samstarfsmenn sína í rík-
isstjórn urðu einkum fyrir valinu ein-
staklingar sem standa lengst til hægri í
bandarískum stjórnmálum og voru stjórn-
armenn og starfsmenn stórfyrirtækja. Það
veitir til dæmis fróðlega innsýn í bandarísk
stjórnmál að skoða fyrir hvað dóms-
málaráðherrann John Ashcroft stendur.
Ashcroft hefur sem dómsmálaráðherra
leitt baráttuna innanlands gegn hryðju-
verkum og í kjölfar árásanna 11. september
árið 2001 varð hann einn valdamesti dóms-
málaráðherra sem setið hefur á valdastóli í
Bandaríkjunum. Áhrif hans á stjórn-
arstefnuna eru stundum borin saman við
þau áhrif sem Robert Kennedy, þáverandi
dómsmálaráðherra, hafði á stefnu bróður
síns, Johns F. Kennedys Bandaríkja-
forseta. Ashcroft, sem æðsti yfirmaður
bandarísku alríkislögreglunnar, átti frum-
kvæðið að lögum sem sett voru til að koma í
veg fyrir frekari hryðjuverkaárásir. Þessi
lög, sem var hraðað í gegnum þingið eftir
árásirnar, hafa gert lögreglunni kleift að
handsama hundruð einstaklinga og halda
þeim bak við lás og slá svo mánuðum skiptir
án dómsúrskurðar. Ashcroft hefur einnig
sem dómsmálaráðherra hert enn frekar á
herferð sinni gegn þeirri siðspillingu sem
hann telur einkenna bandarískt samfélag.
Ashcroft segir sjálfur að hann aðhyllist
„skynsamlega og heilbrigða íhaldsstefnu“
en í augum margra frjálslyndra Banda-
ríkjamanna er hann holdgervingur trúarof-
stækis og öfgafulls afturhalds. Þegar Ash-
croft gegndi embætti saksóknara,
1976–1982, og síðar dómsmálaráðherra
Missouriríkis, í tvö kjörtímabil, varð hann
einkar umdeildur vegna stuðnings síns við
aðskilnaðarstefnuna sem ríkt hafði í Suður-
ríkjum Bandaríkjanna. Þessi afstaða hans
kristallaðist til dæmis í harðri andstöðu
hans gegn því að blökkumaður væri skip-
aður í embætti dómara.
Ashcroft var einna þekktastur fyrir það
sem öldungadeildarþingmaður, á árunum
1995 til 2001, að vera einn allra íhaldssam-
asti þingmaðurinn. Hann berst hatramm-
lega gegn fóstureyðingum, er ötull tals-
maður dauðarefsinga og frjálsrar
byssueignar. Árið 2000 skipaði Bill Clinton,
þáverandi forseti, sendiherra í Lúxemborg
sem var samkynhneigður. Í kjölfarið komst
Ashcroft í heimsfréttirnar fyrir margra
mánaða baráttu sína innan öldungadeildar-
innar gegn því að samkynhneigður ein-
staklingur gegndi embætti sendiherra
Bandaríkjanna. Ashcroft lítur á samkyn-
hneigð sem synd og hefur gert allt sem í
hans valdi stendur til að vinna gegn mann-
réttindabaráttu samkynhneigðra. Það er
kannski ekki við öðru að búast af manni
sem einna lengst af stjórnmálamönnum
Bandaríkjanna barðist gegn grundvall-
arréttindum blökkumanna.
Íhaldssöm viðhorf Ashcrofts komu hon-
um hins vegar í koll þegar hann sóttist eftir
endurkjöri sem öldungadeildarþingmaður
árið 2000. Hann varð fyrir þeirri niðurlæg-
ingu að tapa fyrir látnum manni, ríkisstjór-
anum Mel Carnahan. Hann hafði látist í
flugslysi nokkrum dögum fyrir kjördag en
eiginkona hans lýsti því yfir eftir slysið að
hún myndi taka sæti hans í öldungadeild-
inni greiddi meirihluti kjósenda honum at-
kvæði sitt. Það varð raunin og staðgengill
ríkisstjórnar skipaði hana öldungadeild-
arþingmann. Bush bjargaði hins vegar póli-
tískum frama Ashcrofts með því að skipa
hann í eitt af fjórum valdamestu embættum
ríkisstjórnar Bandaríkjanna.
Ashcroft byrjar hvern vinnudag í dóms-
málaráðuneytinu á því að leggjast á bæn
eða syngja sálma með nánustu samstarfs-
mönnum sínum. Ennþá geta þeir starfs-
menn ráðuneytisins sem vilja ekki taka þátt
í bænahaldinu mætt síðar til vinnu og þann-
ig sloppið við trúarjátningar. Ashcroft gæt-
ir þess hins vegar að ýtrasta siðgæðis sé
gætt innan ráðuneytisins. Þannig hefur
hann til dæmis látið hylja nakin brjóstin á
„gyðju réttlætisins“ en það er stytta sem
stendur í blaðamannaherbergi ráðuneyt-
isins.
Ashcroft á það sameiginlegt með Bush
forseta að sjá heiminn í svörtu og hvítu.
Annaðhvort stendur þú með Bandaríkj-
unum og þeirra siðferðisboðskap eða þú ert
andstæðingur þeirra. Ashcroft virðist líta
þannig á að engin réttindi séu svo heilög að
þeim megi ekki fórna til að tryggja öryggi
borgaranna gegn hryðjuverkum. Þrátt fyr-
ir þetta og þær breytingar sem Ashcroft
hefur gert til að hafa hendur í hári hryðju-
verkamanna telja jafn margir Bandaríkja-
menn sér ógnað í dag og fyrir hryðjuverka-
árásirnar. Margir frjálslyndir
Bandaríkjamenn líta svo á að aðgerðir As-
hcroft í kjölfar árásanna og þær fjölda-
handtökur sem þeim fylgdu séu ekkert ann-
að en spegilmynd nornaveiða
McCarthy-tímans í Bandaríkjunum á 6.
áratugnum þegar fólk sem talið var komm-
únistar var hundelt og því útskúfað.
Ashcroft gegnir lykilhlutverki í ráðuneyti
Bush, ekki síst í því að ná til þeirra Banda-
ríkjamanna sem teljast til hinna heittrúuðu.
Kristnar heittrúarhreyfingar hafa sjaldan
verið meira áberandi í stjórnmálaumræð-
unni í Bandaríkjunum og Ashcroft er þeirra
átrúnaðargoð í stjórnmálum. Hann nýtur
þess heiðurs að tróna efst á skorlista trúar-
hreyfinganna við mat þeirra á því hvernig
þingmenn hafa kosið á Bandaríkjaþingi,
með 100 prósent skorhlutfall, þ.e. hann hef-
ur kosið „rétt“ í öllum tilfellum. Tök þess-
ara hreyfinga hafa líklega aldrei verið eins
sterk á flokki repúblikana og um þessar
mundir og frjálslyndir repúblikanar eiga
verulega undir högg að sækja. Stefna rík-
isstjórnar Bush ber keim af þessu, hvort
sem litið er til innanlands- eða utanríkis-
mála.
Innanlands eru trúarhreyfingar látnar
gegna sífellt stærra hlutverki við velferðar-
þjónustu. Þær hafa fengið til þess verulega
aukinn fjárstuðning frá ríkinu á meðan fjár-
magn til velferðarstofnana ríkisins er skor-
ið niður. Kvartanir um að sumar þessara
trúarhreyfinga mismuni konum, blökku-
mönnum og samkynhneigðum láta stjórn-
völd í Washington sem vind um eyru þjóta.
Erlendis birtast ítök trúarhreyfinganna
til dæmis í afstöðu stjórnarinnar til Ísraels
en margar þeirra telja það heilaga skyldu
sína að verja Ísraelsríki gegn múslimun.
Repúblikanar hafa líklega aldrei staðið eins
dyggilega við bakið á ríkisstjórn Ísraels
þrátt fyrir öll þau grimmdarverk sem hún
lætur vinna gegn Palestínumönnum. Ráða-
menn Bandaríkjanna réttlæta einnig stríðin
í Írak og Afganistan með tilvísun í vilja
Guðs og þá vissu að þeir gangi til þessara
verka á Guðs vegum.
Áhrif Ashcrofts og þeirra sem næst hon-
um standa á stjórnarstefnu Bush eru mikil
og þarfnast nánari skoðunar. Ég skora á ís-
lenska fjölmiðla að veita okkur nánari inn-
sýn í heim þeirra sem stjórna Bandaríkj-
unum og eru einna líklegastir til að hafa
áhrif á gang heimsmála.
HVERJIR STJÓRNA
BANDARÍKJUNUM?
RABB
B A L D U R Þ Ó R H A L L S S O N
baldurt@hi.is
Guðni Elísson
hefur haft í nógu að snúast að undanförnu
en hann stendur að útgáfu átta bóka um
þessar mundir, þar á meðal sex þýðinga á
jafnmörgum höfuðritum í hugvísindum
tuttugustu aldar og bókarinnar Áfanga í
kvikmyndafræðum sem inniheldur 26 þýdd-
ar greinar um fræðasvið kvikmyndanna.
Þröstur Helgason ræddi við Guðna um
vinnuna á bak við þýðingarnar.
Hið íslenzka
fornritafélag
er 75 ára um þessar mundir. Auk þess
eru 70 ár liðin frá því fyrsta útgáfa
þess leit dagsins ljós, en það var Egils
saga. Súsanna Svavarsdóttir ræddi
við forsvarsmenn félagsins, Jóhannes
Nordal og Jónas Kristjánsson, um til-
urð félagsins, sögu og útgáfu.
Stofutónlistin
nefnist smásaga eftir Braga Ólafsson sem
segir frá manni sem flækist óvart inn í at-
burði tengda jólaútgáfu strengjakvartetts.
Náðar-
kraftur
nefnist ný skáldsaga eftir Guðmund
Andra Thorsson sem segir frá síðustu
sósíalistunum í íslensku samfélagi.
Fríða Björk Ingvarsdóttir skrifar ýt-
arlegan ritdóm um verkið.
FORSÍÐUMYNDIN
er af verki eftir Steingrím Eyfjörð sem er á sýningu Carnegie Art-verð-
launanna. Verkið nefnist What was it called again? Rauð málning (Hempel
7611), sprittpenni, glerungur og 3D skrautplast á striga 100 x 80 cm (2003.)