Lesbók Morgunblaðsins - 13.12.2003, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 13.12.2003, Blaðsíða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 13. DESEMBER 2003 G uðni Elísson, lektor í al- mennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands, hef- ur ekki setið auðum höndum undanfarna mánuði. Átta bækur í rit- stjórn hans eru að koma út um þessar mundir. Sex þeirra eru í nýrri ritröð Bókmenntafræði- stofnunar Háskóla Íslands, sem Guðni veitir forstöðu, og nefnist Þýðingar en henni er ætlað að kynna á íslensku ýmis merk fræðirit úr samtíma okkar og fyrri alda á sviði hugvísinda. Guðni er þar ritstjóri ritraðarinnar og ritstýrir svo persónulega tveimur bókanna. Hann rit- stýrir og ritinu Áfangar í kvikmyndafræðum sem er safn 26 þýðinga á greinum sem flestar hafa sætt tíðindum á fræðasviði kvik- myndanna. Og Guðni ritstýrir einnig þrett- ánda bindi rauðu ritanna svokölluðu, sem Bók- menntafræðistofnun gefur út, og er helgað ljóðum og lausu máli Gísla Brynjúlfssonar sem Sveinn Yngvi Egilsson hefur búið til prentunar og ritað inngang að. Að auki mætti nefna að Guðni er ásamt Jóni Ólafssyni ritstjóri Ritsins, tímarits Hugvísindastofnunar, en það kemur út í þremur heftum árlega. „Þetta hefur sannarlega verið annasamt ár,“ segir Guðni þegar hann er spurður hvort hann hafi ekki haft í nógu að snúast að undanförnu. „Og þetta hefur verið erfitt því að þótt ég hafi talsverða reynslu af ritstjórn þá þykir mér erf- iðast að ritstýra þýðingum. Þar er frumtextinn alltaf fast og ófrávíkjanlegt viðmið sem ekki má hvika frá í neinum meginatriðum. Við yf- irlestur þýðinga er maður því alltaf að fást við tvo texta í stað eins. Það getur skapað ýmsa erfiðleika. Og þeir geta orðið enn flóknari þeg- ar þýðingasafn eins og Áfangar í kvikmynda- fræðum er annars vegar þar sem um er að ræða 26 þýðingar eftir rúmlega tuttugu þýð- endur. Þegar til dæmis einn af þessum þýð- endum finnur gott íslenskt orð fyrir eitthvert erlent hugtak þarf ég sem ritstjóri að fara í gegnum allar hinar þýðingarnar og sam- ræma.“ Hafa orðið til mörg íslensk orð við vinnu að þeim þýðingum sem nú eru að koma út? „Já, fjölmörg og það sem meira er um vert, það hefur einnig orðið til ný íslensk hugsun. Ég hef kennt kvikmyndafræði í nánast tíu ár og hef látið nemendur mína lesa gríðarlegt magn af erlendum greinum. Við höfum verið að glíma við að þýða búta úr þessum greinum og höfum endursagt efni þeirra. Sú vinna hefur skilað mörgu en ekki í fullum skilningi á efninu á íslensku. Sá skilningur verður aðeins til við svona vinnu.“ Hvað áttu við með því? „Ég á við að þótt ég til að mynda hafi iðulega búið til nokkurra síðna úthendur á íslensku úr ýmsum þessara greina er það aðeins brota- kennd útlegging á efni þeirra. Í slíkri umorðun felst alltaf ákveðið val sem útilokar hluta af efni og áherslum textanna. Í þýðingu fer einnig fram túlkun en þar verður ekki komist hjá því að snúa öllum frumtextanum á íslensku burt séð frá því hvernig það síðan tekst. Og ég hef lagt höfuðáherslu á að textarnir séu íslensk- aðir, að hugsunin í þeim sé sett fram á skilj- anlegri íslensku, að hugsunin sé í raun íslensk. Þetta þýðir ekki að slakað sé á nákvæmnis- kröfum heldur að hver sá sem hefur grundvall- arþekkingu í fræðunum eigi að geta lesið text- ana sér til gagns. Þýðendur þurfa því í sumum tilfellum að skýra þá í þýðingu sinni. Stundum er nefnilega verið að vinna með texta eftir fræðimenn sem eru ágætir hugsuðir en ekkert sérstaklega góðir stílistar. Í þeim tilfellum er ekki alltaf nauðsynlegt að þýðandinn sé að elt- ast við einhverja stílklepra ef slíkt hamlar því að hugsunin komist til skila. Stundum er svo líka verið að þýða texta eftir fræðimenn sem eru í senn frábærir hugsuðir og stílistar og þá er um að gera að leitast við að varðveita stíl- galdurinn í þýðingunni.“ Fimmtán hundruð bita stykkjaþraut Langflestir höfuðtextar erlendra hugvísinda hafa aðeins verið til í endursögnum af ýmsu tagi, bæði endursögnum byggðum á frumtexta og á skýringartextum á frumtexta, endursögn- um sem eru satt að segja æði misjafnar að gæðum, eins og Guðni bendir á. „Þegar byggt er jafnmikið á endursögnum og við höfum gert í skrifum og kennslu sitjum við gjarnan uppi með frasakennda þekkingu á efninu á móðurmálinu. Ef textinn birtist okkur gerir hann það oftast í formi mislangra tilvitn- anna. Þetta veldur margvíslegum vanda. Okk- ur tekst aldrei að skapa traustan fræðilegan grunn til að standa á. Margflóknir textar eiga líka á hættu að verða einsleitir. Þeir eru not- aðir til þess að leiða fram ákveðna sýn en gætu í sumum tilfellum allt eins verið notaðir til þess að benda á andstætt sjónarhorn. Það er því mikið unnið með því að eiga sem flesta lyk- iltexta fræðanna í heild sinni á íslensku.“ Íslenskir hugvísindamenn hafa ekki verið mjög iðnir við að þýða erlenda fræðitexta á ís- lensku. Lærdómsrit Hins íslenska bókmennta- félags eru dæmi um metnaðarfulla útgáfu á þessu sviði en þar hefur megináhersla verið lögð á fræðirit frá fyrri öldum. Einnig hafa á síðustu árum komið út nokkur söfn þýðinga í Atviksröðinni svokölluðu hjá ReykjavíkurAka- demíunni. Að öðru leyti hefur ekki verið unnið markvisst að útgáfu þýðinga á erlendum hug- vísindum. Vonir standa til að með hinni nýju röð þýðinga hjá Bókmenntafræðistofnun verði gerð nokkur bragarbót á þessu. Stefnt er að því að gefa út sex til átta þýðingar annað hvert ár en vissulega veltur útgáfan á styrkveiting- um. Þýðingarnar sem nú eru komnar út voru styrktar af Culture 2000, menningaráætlun Evrópusambandsins, þýðingarsjóði og Rekt- orssjóði HÍ. Sótt hefur verið um styrk til Cult- ure 2000 fyrir útgáfu næstu þýðinga árið 2005. Þá verður ritstjóri ritraðarinnar Guðrún Nor- dal sem tekur við embætti forstöðumanns Bókmenntafræðistofnunar á næsta vori til tveggja ára en forstöðumaðurinn hverju sinni mun hafa ritstjórnarstarfið með höndum. Að hverri bók vinna tveir fræðimenn, þýðandi og ritstjóri, sem merkir að hver bók er ritrýnd. Einnig er ritaður inngangur að hverri bók þar sem verkið er sett í fræðilegt samhengi. Fyrstu sex bækurnar eru eftirtaldar: Saga kvikmyndalistarinnar eftir David Parkinson, Tóma rýmið eftir Peter Brook, Sporar. Stílar Nietzsches eftir Jacques Derrida, Skrifað við núllpunkt eftir Roland Barthes, Ímyndaða táknmyndin eftir Christian Metz og Stríð og kvikmyndir eftir Paul Virilio. Eins og sjá má eru þetta allt rit frá tutt- ugustu öld og segir Guðni að áhersla verði lögð á það tímabil eða samtímaleg fræði. Hann bæt- ir því þó við að ritstjórnarstefna ritraðarinnar muni taka nokkurt mið af áhugamálum rit- stjóra hennar hverju sinni og í því muni raunar drifkraftur hennar felast að nokkru leyti. „Áherslan í þeim sex ritum sem koma út núna undir minni ritstjórn er á tuttugustu öld- ina, flest ritin heyra undir póstmódernismann og þrjár þýðinganna eru kvikmyndafræði. Þetta eru áherslur sem taka nokkurt mið af mínum hugðarefnum. Meðal næstu bóka, ef styrkur fæst frá Evrópusambandinu, eru hins vegar miðaldatextar sem Guðrún Nordal hefur áhuga á að gefa út og þannig mun útgáfusviðið breikka smám saman. Grundvallaratriðið er þó einfaldlega það að gefa út margt af því besta og merkasta á sviði vestrænnar menningar og þar er af nógu að taka. Í raun má segja að valið á þessum fyrstu sex verkum hafi verið handa- hófskennt hreinlega vegna þess að það mátti byrja hvar sem er. Það mætti líkja þessu við að byrja á fimmtán hundruð bita stykkja- ÞAÐ HEFUR ORÐIÐ TIL NÝ ÍSLENSK HUGSUN „Þessi árátta þrjú hundruð þúsund manna þjóðar að ís- lenska alla hluti þykir sumum óskiljanleg,“ segir Guðni Elísson sem stendur að útkomu sjö bóka með þýðingum á erlendum fræðiskrifum á sviði hugvísinda um þessar mundir en hann telur að í þessu þýðingarstarfi geti bú- ið fræðilegur og vísindalegur styrkur. ÞRÖSTUR HELGASON ræðir við Guðna um mikilvægi þýðinga en jafnframt skort á þeim og skilningi á því að slík vinna sé mikilvæg fyrir íslenska þekkingarsköpun. Saga kvikmyndalistarinnar er eftir bandaríska kvikmyndafræðinginn David Parkinson (rit- stjóri: Guðni Elísson, þýðandi: Vera Júl- íusdóttir) en hún kom út árið 1995. Í henni er rakin þróun hreyfi- mynda frá fyrstu skuggasýningunum til kvikmynda samtím- ans. Gerð er grein fyr- ir undirstöðuatriðum og lykilpersónum í listrænni og tæknilegri þróun grein- arinnar. Upphafskafli bókarinnar fjallar um tæknilegar rætur kvikmyndanna og síðan er lagt mat á afrek fjölþjóðlegs hóps kvikmyndagerðarmanna, allt frá braut- ryðjendum hinnar sígildu frásagnartækni til höfunda frönsku nýbylgjunnar og nýrra frumkvöla. Tóma rýmið er eftir breska leikhúsmanninn Peter Brook (ritstjóri: Guðni Elísson, þýðandi: Silja Björk Huldudóttir) en hún kom út árið 1968. Brook er talinn hafa haft ótvíræð áhrif á vestrænan leikhús- heim. Í Tóma rýminu skrifar hann um reynslu sína af leik- húsinu, sýn sína á æf- ingaferlið og tengslin við áhorfendur en Brook segist telja spurninguna um áhorfendur vera þá mik- ilvægustu um þessar mundir en jafnframt þá erfiðustu. Sporar. Stílar Nietzsches er eftir franska heimspekinginn Jacques Derrida (ritstjóri: Torfi H. Tulinius, þýð- andi: Garðar Bald- vinsson) en hún kom út árið 1978. Í bókinni tengir Derrida spurn- ingar um kynferði, kynhneigð, stjórnmál, skrif, æxlun, dauða og jafnvel veðrið á frum- legan og opinskáan hátt saman við ít- arlega greiningu á þeirri ögrandi arfleifð sem Nietzsche lét nútímanum eftir. Skrifað við núllpunkt er eftir franska táknfræðinginn Roland Barthes (ritstjóri: Ást- ráður Eysteinsson, þýðendur: Gauti Kristmannsson og Gunnar Á. Harðarson) en hún kom út árið 1953 og er fyrsta bók Barthes. Hún markar upphaf nýrrar hugs- unar enda skoðar þar einn af merkustu hugsuðum tuttugustu aldar á róttækan hátt tilurð þeirrar gerðar skrifa sem einkennt hafa bókmenntir und- anfarinna tveggja alda, hvernig bók- menntirnar storknuðu við núllpunkt skrifa og urðu að tali sem snýst í kringum sjálft sig og staðfestir kyrrstöðu borgaralegs valds. En Barthes kemur einnig auga á annars konar skrif: Bókmenntir verða að útópíu tungumálsins. Ímyndaða táknmyndin er eftir franska sálgreinandann og kvik- myndafræðinginn Christian Metz (rit- stjóri: Garðar Bald- vinsson, þýðandi: Torfi H. Tulinius) og kom hún út árið 1975. Metz nýtir sér sál- greininguna til að skilja hvað á sér stað þegar horft er á kvik- mynd. Hann sýnir að samband áhorfandans við kvikmyndina er hliðstætt við spegilstig frumbernskunnar, eins og Lacan skil- greinir það. Þá hefst smíði sjálfsins út frá mynd barnsins af sjálfu sér í spegli. Áhorf- andinn er í stöðu barnsins en á tjaldinu birtast táknmyndir sundrungarinnar sem ávallt er nærri í átakamiklu sálarlífi mannsins samkvæmt sálgreiningunni. Stríð og kvikmyndir er eftir franska heimspekinginn Paul Vir- ilio (ritstjóri: Bergljót S. Kristjánsdóttir, þýðendur: Bergljót S. Kristjánsdóttir, El- ísabet Snorradóttir, Friðrik Rafnsson og Gauti Kristmannsson) en hún kom út árin 1984 og 1991. Í bók- inni fjallar Virilio um skilgreiningar á stríðsvettvangi út frá sjónskynjun og sýnir hvernig herkænska nýtir sér í síauknum mæli tækni kvik- myndalistarinnar til að skipuleggja átök og átakasvæði. Bókin spáði fyrir um tölvu- leikjaform Flóabardaga og vekur áleitnar spurningar um tengsl sjóntækni, stríðs og trúarbragða. Áfangar í kvikmyndafræðum er safn 26 þýddra greina sem flestar hafa sætt tíðindum á fræðasviði kvik- myndanna. Elstu greinarnar eru skrif- aðar á þriðja áratug síðustu aldar, þær yngstu eru frá síðasta áratug aldarinnar. Í inngangi að ritinu segir Guðni Elísson að greinarnar birti þær áherslur sem orðið hafa í fræðunum síðustu sjötíu árin, þró- unina frá klassískri kvikmyndafræði til greiningar í anda nútímatáknfræði. Á meðal greina í bókinni eru Lögmál kvik- myndalistarinnar og myndtáknið eftir Sergei Eisenstein, Þróun kvikmyndamáls- ins eftir André Bazin, Ákveðin hneigð í franskri kvikmyndagerð eftir François Truffaut, Menningariðnaður, Upplýsing sem múgsefjun eftir Horkheimer og And- orno, Í átt að þriðju kvikmyndinni eftir Solanas og Getino og Sjónræn nautn og frásagnarkvikmyndin eftir Laura Mulvey.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.