Lesbók Morgunblaðsins - 27.12.2003, Side 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 27. DESEMBER 2003 3
LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR
5 2 . T Ö L U B L A Ð - 7 8 . Á R G A N G U R | U M S J Ó N Þ R Ö S T U R H E L G A S O N
EFNI
Yfirlit og álit
eru fastur viðburður í síðustu Lesbók ársins. Sex blaðamenn og gagnrýnendur skrifa um
það helsta sem borið hefur við á jafnmörgum sviðum menningarlífs á landinu undanfarið
ár. Höfundar eru: Bergþóra Jónsdóttir skrifar um tónlist, Heiða Jóhannsdóttir um kvik-
myndir, Lilja Ívarsdóttir um danslist, Soffía Auður Birgisdóttir um bókmenntir, Sveinn
Haraldsson um leiklist og Þóroddur Bjarnason um myndlist. Einnig hefur verið leitað til
tólf einstaklinga til að segja álit sitt á því sem gerðist á þessum sviðum á árinu.
Ævisaga
Halldórs Laxness
eftir Hannes Hólmstein Gissurarson hefur
vakið nokkra athygli á þessu hausti. Helga
Kress fjallar um ritið og gerir meðal annars
athugasemdir við vinnubrögð höfundarins
og heimildafærslu hans.
Hversu góðir voru
Bítlarnir?
er spurt í Lesbók í dag og þrír sérlegir
aðdáendur hljómsveitarinnar leitast við að
svara. Þeir eru Pétur Jónasson, Grétar J.
Guðmundsson og Arnar Eggert Thorodd-
sen.
FORSÍÐUMYNDIN
er verkið Með þökk eftir Gjörningaklúbbinn. Unnið fyrir Lesbók.
Í
slendingar taka ekki strætó. Við
kunnum það ekki, viljum það ekki
og getum það ekki. Það síðast-
nefnda undir því yfirskini að leiða-
kerfið sé svo ómögulegt, veðrið svo
hráslagalegt, biðskýlin haldi ekki
vindum, fargjaldið of hátt, bílstjór-
arnir fúlir. Svo er það heldur ekki
mjög smart. Það eru bara börn, unglingar
og fólk á einhvers konar bótum sem tekur
strætó á Íslandi.
Samt eru allir sammála um að fleiri eigi
að taka strætó; sýni samfélagslega meðvit-
und og ábyrgð og nýti almenningssam-
göngurnar, sem við rekum með ærnum til-
kostnaði. Reykvíkingar eru ánægðir með
borgina sína – ánægðari en nokkru sinni
fyrr og það staðfesta þeir í viðamikilli
skoðanakönnun Gallup, sem birtist fyrir
skömmu. Meirihlutinn er mjög sáttur við
þjónustu borgarinnar, finnst Reykjavík
örugg, hrein og barnvæn borg – en það er
bara eitt sem angrar nánast alla sem létu
skoðun sína í ljósi:
Það er allt of mikið af bílum í Reykjavík.
Englendingar hafa haft á orði að heim-
ilið sé ígildi kastala í lífi sérhvers manns.
Hve lítilmótleg sem híbýlin kunna að vera
er maðurinn herrann og húsbóndinn á sínu
heimili. Við Íslendingar höfum löngum
verið heldur lítillát þegar kemur að híbýl-
um en þeim mun stórlátari þegar um er að
ræða fararskjóta. Hin rómantíska sögu-
skýring á þessu dálæti væri að hér sé á
ferðinni okkar forni arfur frá djörfum sæ-
förum og víkingum, sem síst vildu sitja
kjurrir og una vondum hag – heldur leggja
í víking og gera strandhögg í fjarlægum
löndum. Nærtækara er ef til vill lunderni
afskekkts eyjaskeggjans, sem sífellt þráir
að brúa fjarlægðina yfir í sjóndeild-
arhringinn; komast í skjól fyrir myrkur
eða næstu él.
Dýrkun Íslendinga á hestinum hefur
alla tíð jaðrað við trúarofsa og sýnir sig nú
síðast í því að íslenski hesturinn er lagður
að jöfnu við hin fornhelgu vé Alþingis með
því að landbúnaðarráðherrann hefur út-
hlutað honum sérstökum umboðsmanni.
Íslenskar bókmenntir eru fullar af sögum
af því hvernig vakur gæðingur með reistan
makka gerir eiganda sinn að höfðingja –
hve aumt svo sem annað veraldlegt vafst-
ur hans kann að vera.
Dýrkun hins fjórfætta fararskjóta hefur
þó vikið inn í agnarlítinn menningarkima
miðað við alltumvefjandi og heltakandi
dýrkun einkabílsins. Nú er það Bíllinn
sem er hinn háværi samnefnari fyrir allt
það sem máli skiptir í lífi okkar. Þetta
gljáandi vígi á hjólum sem er orðið skýr-
asta tákn þess sem íslensk þjóð metur
hvað mest; hann er ígildi kastalans sem Ís-
lendingurinn átti aldrei, birtingarmynd
kynorku og sjálfstæðis þess sem fer sínar
eigin leiðir, skilaboðaskjóða um efnahag
og völd, smekk og aldur, gáttin á milli
borgar og náttúru; Bubbi upplifir kyrrð og
stemningu – svona ,,sumarbústaðafíling“
einn með sjálfum sér í bílnum. Hann getur
haft sína hentisemi og gert það sem hon-
um sýnist; hann er sinn eigin herra. Menn
þurfa ekkert að fara lengra – undir stýri
eru allir með jól í hjarta – alltaf.
Aðrir bílasalar eru á háskalegra svæði;
þar er sungið um hraðskreiðu, dirfskufullu
bílana og eigendur þeirra sem ,, lifa ekki
að eilífu – það er nú eða aldrei“ – syngur
iðrunarlaus rokkarinn á meðan ungur
maður ekur eins og andskotinn á skjánum
því hann verður örugglega aldrei hluti af
tölunni sem hækkar stöðugt á bílflakinu
uppi á Sandskeiði.
Bíllinn okkar er ekki aðeins hinn full-
komni fylgihlutur – heldur hinn fullkomn-
andi hlutur. Við höfum byggt borgina okk-
ar utan um þarfir einkabílsins; byggingar
rísa eins og ísjakar upp úr hafsjó bíla-
stæða, nú er komin út bókin um bílinn,
verslunarmiðstöðvar auglýsa sig;
STÆRSTA BÍLASTÆÐI Á ÍSLANDI –
og allir fyllast trylltri tilhlökkun og löngun
til að upplifa hina óviðjafnanlegu stemn-
ingu á STÆRSTA BÍLASTÆÐI Á ÍS-
LANDI. Svo eru það hinir sem höfða til
frumhvatanna: Öryggi – í hættulegasta
ferðamáta sem enn hefur verið fundinn
upp: Hvað þýðir það að bílasala sé ,,örugg-
ur staður til að vera á“? Hvað á það að
þýða? Þau segja líka eitthvað óeft-
irminnilegt um traust og hamingju og lífið
– sem er á þessum ,,örugga stað til að vera
á“ sem selur bíla.
Eftir allt sem nú hefur verið sagt verður
þessi rabbhöfundur að játa að hann á í
ástríðufullu sambandi við einkabílinn. Bíll-
inn minn er frábær; hann er silfurgrár,
sterklegur, hannaður af þýskri útsjónar-
semi og fullkomnunaráráttu og hentar
mér vel. Ég veit hvernig Bubba líður.
Kannski gæti ég meira að segja ekki lifað
án hans. Fjölskyldan virkar vegna dyggr-
ar þjónustu þessa bíls – annars myndi
yngri sonurinn e.t.v. daga uppi á leikskóla
því enginn kæmist í tæka tíð til að ná í
hann í lok dags, sá eldri yrði örugglega
lagður í einelti af því hann gæti ekki tekið
þátt í öllum þeim þroskandi og göfgandi
námskeiðum, sem í boði eru fyrir börn –
íþróttaiðkun, tónlistarnámi og félagsstarfi
eftir skóla. Þar eð fjölskyldan býr í tölu-
verðri fjarlægð frá hringiðu miðborg-
arinnar, myndi hún snarlega dæmast í
menningarlega og félagslega útlegð án at-
beina einkabílsins. Líf okkar yrði óbæri-
legt án bílsins.
Samt finnst mér endilega að miklu fleiri
eigi að taka strætó því það er allt of mikið
af bílum í Reykjavík. Þeir menga, taka
pláss, spilla þjóðarsálinni og skipulaginu,
kosta allt of mikið og gera okkur feit og
löt. Mér finnst vetnisverkefnið frábært,
Strætó er að taka upp nýtt og betra leiða-
kerfi, það er ódýrt að ferðast með þeim og
bílstjórarnir eru almennt huggulegir og
geðprúðir menn. Ég er sannfærð um að
þróaðar almenningssamgöngur séu einn af
hornsteinum hvers þess borgarsamfélags
sem vill rísa undir nafni.
Ég bara skil ekki af hverju fólk er ekki
duglegra að taka strætó!
HINN FULL-
KOMNANDI
HLUTUR
RABB
S V A N H I L D U R
K O N R Á Ð S D Ó T T I R
skonn@mi.is
GYRÐIR ELÍASSON
HINSTA
KVEÐJA
Þessi steinn á sandinum,
dökkblár sjórinn og
þokan á fjallatindum
Ég hendi steininum
út í sjóinn
og hverf í þokuna
Þeir sem sakna mín
láti Veðurstofuna
njóta þess
Gyrðir Elíasson (f. 1962) á að baki fjölda ljóðabóka, skáldsagna og smásagnasafna.
Ljóðið Hinsta kveðja er úr nýjustu ljóðabók hans Tvífundnalandi (2003).