Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 27.12.2003, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 27.12.2003, Qupperneq 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 27. DESEMBER 2003 Á rið 2003 var viðburðaríkt í ís- lenskri myndlist. Hér verð- ur rakið það markverðasta sem gerðist. Stjarna Ólafs Elíassonar, eins frægasta myndlistar- manns sem Íslendingar hafa getað gert tilkall til fyrr og síðar, skein skært á árinu og náði há- punkti í túrbínusal Tate Modern-listasafnsins í London í nóvember. Sýningin, sem ber titillinn „The Weather Project“, hlaut mikla athygli í fjölmiðlum um allan heim og talað var um dá- leiðandi áhrif verksins, sem þótti mikilfenglegt í alla staði. Dorrit Moussaief og Friðrik Dana- prins voru bæði mætt á opnunina sem endur- speglaði umræðuna um „eignarhaldið“ á lista- manninum sem fæddur er og uppalinn í Danmörku, af íslensku foreldri. Ekki mátti á aðra þjóðina halla á þessari mikilvægu opnun. Sýningin í túrbínusalnum var hins vegar ekki eina stóra verkefni Ólafs á árinu, heldur var hann með mjög metnaðarfullt verk á Feneyja- tvíæringnum, en þar var hann fulltrúi Dan- merkur. Var jafnvel talað um að hann hefði átt skilið að fá aðalverðlaun hátíðarinnar, svo gott þótti verk hans þar. Rúri var fulltrúi Íslands í Feneyjum og verk- efni hennar, Vötn í útrýmingarhættu, hlaut mikla athygli og mun þátttaka hennar í tvíær- ingnum hafa opnað fleiri dyr fyrir listakonuna. Íslandsvinir Einn þekktasti listamaður samtímans heiðr- aði Íslands með sýningu í Nýlistasafninu á árinu, Matthew Barney, en sýningin markaði endapunktinn á sýningarferð Cremaster- hringsins um mörg helstu listasöfn Evrópu og Bandaríkjanna. Sýning Barneys var bæði vel kynnt og vel sótt og var í raun viðburður á heimsmælikvarða. Barney kom hingað til lands sjálfur, setti upp verkið og ræddi við fjölmiðla og gaf fólki innsýn í óvenjulegan og heillandi sagnaheim sinn. Á Seyðisfirði sýndi annar þekktur listamaður, Lothar Baumgarten, og Roni Horn, bandaríski listamaðurinn sem er varla lengur hægt að kalla gest hér á landi þar sem hún dvelur hér langdvölum, gaf Akureyr- ingum verkið Some Thames á árinu, en verkið var sett upp með viðhöfn í Háskólanum á Ak- ureyri. Á Akureyri er Horn ekki í amalegum fé- lagsskap því ekki alls fyrir löngu gaf landi henn- ar Lawrence Weiner bókasafni háskólans verk eftir sig. Þá ákvað einn þekktur Íslandsvinur, norski listmálarinn Odd Nerdrum, að ganga alla leið og gerast íslenskur ríkisborgari á árinu og þar með fjölgar í flóru íslenskra listamanna. Nýir vettvangar Á gallerívettvangi í Reykjavík var þónokkur gróska. Yfir sumartímann, líkt og sumarið þar áður, var starfandi í Reykjavík lítið gallerí, Gall- erí Dvergur, þar sem ungir myndlistarmenn sýndu hver af öðrum, undir styrkri stjórn sýn- ingarstjórans og listamannsins Birtu Guðjóns- dóttur. Nýtt gallerí leit dagsins ljós, Gallerí Kling & Bang, en að því standa nokkrir lista- menn af yngri kynslóð. Galleríð hefur þegar verið fyrirferðarmikið á sýningarvettvangi og þar hafa sýnt bæði íslenskir listamenn sem og erlendir. Ennfremur má geta framkvæmdar Ormanna sem tóku ónotað húsnæði á Tryggva- götu undir hressilega sýningu. Þá fór nokkuð fyrir öðrum og óvenjulegri vettvöngum fyrir myndlist á árinu. T.d. fór lista- maðurinn Birgir Örn Thoroddsen í hringferð um helstu hamborgarastaði á höfuðborgar- svæðinu og borðaði hamborgara í votta viður- vist. Þá var Aðalheiður Eysteinsdóttir með skemmtilegt framtak þar sem hún opnaði 40 sýningar á 40 dögum í tilefni fertugsafmælis síns. Þá má að lokum nefna þessu tengt, nýtt leikrit sem samið var útfrá höggmyndum Ilmar Stefánsdóttur myndlistarmanns, Common Nonsense, sem hlaut talsverða athygli og var ein athyglisverðasta brú milli myndlistar og annarra listgreina á árinu. Síðast en ekki síst urðu þau tímamót árið 2003 að til varð alþjóðlegt nútímalistasafn, Safn við Laugaveg. Ekki voru þó allir á eitt sáttir við Safn, og á meðal þess sem var gagnrýnt voru fjárveitingar Reykjavíkurborgar til Safns sem mörgum þóttu ríflegar í samanburði við aðrar sambærilegar stofnanir eins og Nýlistasafnið. Myndlist og pólitík Myndlist blandaðist inn í kosningaumræðuna í vor þegar auglýstar voru sýningar höfuðand- stæðinganna Davíðs Oddssonar og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Sjálf höfðu þau þó ekki mundað pensil eða meitil, eins og reyndar annar þekktur stjórnmálamaður gerði síðar á árinu, heldur létu þau Davíð og Ingibjörg sér nægja að velja saman verk á sýningu, hvort á sínum staðnum. Í gallerí Fold var sýning Davíðs, Að mínu skapi, og í Gerðubergi var sýning Ingi- bjargar Þetta vil ég sjá. Báru menn saman og reyndu að lesa einhverjar pólitískar meiningar og persónueinkenni stjórnmálamannanna út úr þessum tveimur sýningum. Myndlistarbærinn Akureyri Akureyri hefur sótt jafnt og þétt í sig veðrið á árinu og er að verða sannkallaður myndlistar- bær. Flóra nútímalistagallería þar er nú slík að á sér vart hliðstæðu í heiminum, sé tekið mið af höfðatölu. Á árinu varð þar til glænýtt og metnaðarfullt verkefni, gallerí 02 í Amaro húsinu í göngugöt- unni á Akureyri. Þá voru tvö gallerí endurvakin á árinu, Gallerí + og gallerí Kunstraum Wohn- raum, en það er gallerí sem Hlynur Hallsson myndlistarmaður og kona hans höfðu starfrækt um árabil á heimili sínu í Þýskalandi. Þá eru enn nokkur gallerí ónefnd, t.d. eitt á vegum Aron Mitchell. Síðast en ekki síst hefur krafturinn í Listasafni Akureyrar síst minnkað á milli ára og margar metnaðarfullarsýningar voru settar þar upp. Söfn og gallerí Á safnavettvangi kom safnaeign Nýlista- safnsins aftur í umræðuna samhliða 25 ára af- mælissýningu félagsins. Safnaeignin býr við að- stöðuleysi og liggur nánast undir skemmdum. Ef ekkert er að gert er hætta búin menning- arverðmætum. Undir lok ársins fer nú fram nokkuð endurmat á starfsemi Nýló og sér ekki fyrir endann á því. Listasafn Íslands kynnti nýjung á árinu, Sjónarhorn, þar sem sýnd verða verk yngri kynslóðar listamanna. Á vaðið reið Anna Líndal og síðar fylgdu í kjölfarið Sara Björnsdóttir og Spessi. Þá varð Georg Guðni í ár yngsti lista- maðurinn í sögunni til að fá setta upp yfirlits- ýningu á verkum sínum í Listasafni Íslands. Í Listasafni Reykjavíkur var á vormánuðum efnt til athyglisverðrar sýningaraðar í Kúlunni, í safni Ásmundar Sveinssonar. Þar tókust lista- mennirnir Tumi Magnússon, Finnbogi Péturs- son og Eygló Harðardóttir á við hið kúlulaga rými. Listasafn Reykjanesbæjar komst í fréttirnar í kjölfar þess að Árni Johnsen losnaði úr fang- elsi, en með sér hafði hann þrjá vörubílsfarma af höggmyndum sem hann hafði unnið meðan á vistinni stóð. Safnstjórinn í listasafninu hreifst af verkunum og ákvað að sýna þau í safninu. Margir gagnrýndu safnið vegna þessa og Kjart- an Guðjónsson listmálari hætti við fyrirhugaða sýningu í safninu. Þá var Grasrót sýning á verkum ungra lista- manna haldin í Nýlistasafninu að venju og Hús málaranna á Eiðistorgi hélt sínu striki og mál- arar þessa lands fengu þar öruggt skjól undir styrkri stjórn Einars Hákonarsonar. Gallerí i8 var atkvæðamikið á árinu að vanda og kynnti listamenn sína með sóma hér á landi sem er- lendis. Meðal annars barst frétt af sérlega góðu gengi gallerísins á listamessu í Brussel. Nýjungar Nýlega var tilkynnt um stofnun nýrrar kynn- ingarmiðstöðvar fyrir myndlist sem á að hjálpa til við útrás íslenskra myndlistarmanna. Tiltæk- ið ætti að svara brýnni þörf og hjálpa til við að rjúfa þá einangrun sem margir ræddu um á árinu að væri við lýði hér á landi. Þá var kynnt sú nýjung að menningarmála- nefnd ákvað að fela Borgarbókasafninu að kanna forsendur þess að tekin yrði upp útleiga myndlistarverka með kauprétti. Ef af verður og vel að öllu staðið ætti framtakið að geta blásið einhverju lífi í veikburða markað með nútíma- myndlist. Á haustmánuðum var kynntur 70 milljóna króna sjóður myndlistarmannsins Guðmundu Andrésdóttur heitinnar, sem ætlað er að veita myndarlega styrki árlega til efnilegra myndlist- arnema. Ný útilistaverk risu á árinu, t.d. Dýrmæti Gjörningaklúbbsins fyrir framan Borgarholts- skóla og nýtt verk eftir Sigurð Guðmundsson var vígt í garð nýs Barnaspítala Hringsins Þau kvöddu Á árinu kvöddu margir mætir myndlistar- menn þennan heim. Þar má nefna listmálarann Jóhannes Geir, myndhöggvarann, sýningar- stjórann og galleristann Einar Má Þorvarðar- son, myndhöggvarann Gest Þorgímsson, graf- íklistamanninn Þorgerði Sigurðardóttur og glerlistamanninn Søren Staunsager Larsen. Þá lést einn merkasti myndlistarmaður Bandaríkjanna á árinu, John Coplans. Myndlist Þóroddur Bjarnason Út í veður og vind Ljósmynd/Ari Magg „Stjarna Ólafs Elíassonar, eins frægasta myndlistarmanns sem Íslendingar hafa getað gert tilkall til fyrr og síðar, skein skært á árinu og náði hápunkti í túrbínusal Tate Modern listasafnsins í London í nóvember.“ Einn þekktasti listamaður samtímans heiðraði Ísland með sýningu í Nýlistasafninu á árinu, Matthew Barney. tobj@mbl.is K vikmyndaárið 2003 á Íslandi einkenndist af jöfnu og stöð- ugu flæði kvikmynda af bandarískum dreifingar- markaði í bland við ágætt framboð kvikmyndahátíða sem hleyptu auknu lífi í þá kvikmyndaflóru sem íslenskir bíógestir höfðu úr að velja. Það vekur hins veg- ar athygli að viðleitnin til að skapa fjölbreytni í kvikmyndaumhverfinu hér á landi, og sýna kvikmyndir sem líklegri eru til að gefa meira af sér í andlegum gæðum en veraldlegum, er að stórum hluta borin uppi af kvikmyndahúsum landsins, sem hafa ýmist efnt til hátíða upp á sitt einsdæmi, eða í samstarfi við ýmsar menn- ingarstofnanir og samtök. Dæmi um þetta voru tvær fyrirferðarmiklar og fjölbreyttar kvikmyndahátíðir í Regnboganum, sú fyrri var kennd við 101, og hin síðari við Edduna, auk veglegrar breskrar kvikmyndhátíðar sem Há- skólabíó stóð fyrir í haust. Bíóhúsin eiga hrós skilið fyrir kraftmikla aðild að kvikmyndahá- tíðum ársins sem skiluðu hingað til lands mörgum af þeim verkum sem hæst hafa borið í hinum alþjóðlega kvikmyndaheimi og voru í sumum tilvikum rétt að byrja í hátíðarrúnt- inum í Evrópu eða Bandaríkjunum. Þessi þróun vekur hins vegar spurningar um kvikmyndaumhverfið hér á landi. Svo virðist sem bíóhúsin finni sig knúin til að setja svokall- aðar listrænar kvikmyndir, sem ekki eru endi- lega spánnýjar, undir sérstaka hátíðardagskrá til þess að virkja „listrænt sinnaða“ bíógesti og fá góða aðsókn, í stað þess að flétta þeim inn í reglulega sýningardagskrá árið um kring. Slíkt sýningarhald var reyndar markmið kvik- myndaklúbbanna sem bíóblokkirnar tvær, Sambíóin og kvikmyndadeild Skífunnar, höfðu á sínum snærum, en virðast nú hafa lagst af sem slíkir. Það eru reyndar undantekningar á þessu eins og sýning brasilísku kvikmyndar- innar Borg Guðs á dögunum er dæmi um, en ákjósanlegast væri að sjá meiri fjölbreytni í kvikmyndaúrvalinu hér á landi allt árið. En dreifingaraðilar verða skiljanlega að taka mið af markaðsaðstæðum, og hér er markaðurinn lítill, þótt Íslendingar séu duglegir að fara í bíó. Til þess að að hér á landi geti þrifist við- varandi fjölbreytni í kvikmyndaúrvali þarf fleira að koma til en framtak fyrirtækja og áhugasamra einstaklinga. Menningarstofnanir sem eru í samstarfi við hið opinbera og aðra aðila, bæði hérlendis og erlendis, þurfa að leggja fram krafta sína til að efla kvikmynda- menningu í landinu. Því veldur fjarvera Kvikmyndahátíðar í Reykjavík í íslensku kvikmyndalandslagi, ann- að árið í röð, nokkrum áhyggjum. Nauðsynlegt er að starfsemi þessarar rótgrónu hátíðar sem um árabil var kjölfestan í íslenskri kvikmynda- menningu verði komið á laggirnar á ný og henni tryggður varanlegur starfsgrundvöllur. Þrátt fyrir veglegt hátíðarhald á nýliðnu ári, er þar þó ákveðið skarð, sem skipulögð og mark- viss starfsemi kvikmyndahátíðar, sem starfaði árið um kring, gæti fyllt upp í. Veiki hlekk- urinn í fyrirkomulaginu eins og það er nú er að hátíðunum hættir til að vera samtíningskennd- ar, auk þess að endurspegla í ríkum mæli bandarískan og breskan dreifingarmarkað. Kvikmyndahátíðir sem tök hafa á vandlegum undirbúningi og markvissri starfsemi, geta gert sér far um að draga fram það sem ekki er í alfaraleið, og gera ákveðin þemu eða umræðu- fleti miðlæga í dagskránni. Hlutverk öflugrar kvikmyndahátíðar á að vera það að veita Ís- lendingum nasaþef af þeirri nýsköpun og þeim vaxtarbroddum sem er að finna í kvikmynda- gerð í íslensku og alþjóðlegu samhengi, hvort sem þar er um að ræða leiknar kvikmyndir, heimildarmyndir eða tilraunamyndir. Ef ís- lenskri kvikmyndahátíð tækist að geta sér gott orð í alþjóðlegu samhengi er ekki að spyrja að þeim jákvæðu áhrifum sem slíkt hefði á menn- ingarlífið í landinu, kvikmyndagerð og kynn- ingarmál íslenskra kvikmynda erlendis. En lítum snöggvast á kvikmyndaárið eins og Kvikmyndir Heiða Jóhannsdóttir Frá Óskarshreti til Hringadróttins „Viðburður ársins í íslenskri kvikmyndagerð var tvímælalaust frumsýning hinnar ágætu kvik- myndar Dags Kára, Nói Albínói, og sú viðurkenning sem myndin hefur hlotið á kvikmyndahátíð- um og í umsögnum gagnrýnenda víða um heim.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.