Lesbók Morgunblaðsins - 27.12.2003, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 27.12.2003, Side 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 27. DESEMBER 2003 ÞAÐ sem mér hefur fundist áhugaverðast á síðasta ári varðandi listdans er sá vettvangur sem hefur verið að skapast fyrir unga íslenska danshöfunda til þess að spreyta sig og koma hugmyndum sínum á framfæri. Þar má nefna Reykjavík Dansfestival sem nú annað árið í röð stóð fyrir danshátíð sjálf- stætt starfandi listdansara og danshöfunda. Í haust voru frumsýnd sex frumsamin sólódans- verk á hátíðinni og var athyglisvert að sjá þann kraft sem sjálfstætt starfandi dansarar búa yf- ir og verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni. Annað áhugavert og mikilvægt framtak var dansleikhúskeppnin sem Leikfélag Reykjavík- ur og Íslenski dansflokkurinn stóðu fyrir síð- astliðið vor. Tilgangurinn var að sameina dans og leiklist í sýningu og var mjög athyglisvert að sjá hversu fjölbreytt verkin voru og hversu vel tókst til. Það er ánægjulegt að ákveðið hef- ur verið að halda aðra keppni í vor. Slík starf- semi er nauðsynleg hvatning fyrir listamenn til að kanna nýjar leiðir. Aino Freyja Järvelä dansari Vettvangur fyrir unga íslenska danshöfunda EFTIRMINNILEGASTA sýningin á árinu sem ég sá var þegar dansarar frá Konunglega danska ballettinum komu hingað í byrjun sum- ars. Sýningin samanstóð af klassískum ballett og nútímaballett. Það er ekki oft sem okkur gefst kostur á því að sjá svona góða dansara dansa klassískan ballett. Sú sýning stendur uppúr fyrir mína parta. Eiginlega má segja að ég og dóttir mín höfum farið dansandi á tánum út um dyr Þjóðleikhússins það kvöld. Íslenski dansflokkurinn fagnaði 30 ára af- mæli á árinu. Því miður er Íslenski dansflokk- urinn eingöngu með nútímadans á sinni stefnu- skrá, sjálfri finnst mér þeirra sýningar ekki höfða til barna. Þar sem ég starfa með börnum frá 4 ára aldri finnst mér sárvanta sýningar þar sem börn ásamt fullorðnum geta notið þess að horfa á klassískan ballett. Það er eingöngu á nemendasýningum ballettskólanna sem klass- ískur ballett fær að njóta sín. Dansflokkurinn hefur engu að síður verið að gera góða hluti og gaman var að sjá verkið The Match, þó að dansinn snerist um leik að knetti náði ég ekki að lokka manninn með á þá sýn- ingu. Nokkur önnur verk sem flokkurinn sýndi voru eftirminnileg en höfðuðu þó misjafnlega til mín. Nútímadanshátíðin sem sett var upp í Borg- arleikhúsinu í haust var góð. Gaman var að sjá góða dansara og danshöfunda sem alltof lítið sést til. Brynja Scheving ballettkennari Konunglegi danski ballettinn Lesbókin leitaði til tólf karla og kvenna til að gefa álit á því sem gerst hefur á sex sviðum m verk eða atburði sem standa þeim efst í huga þegar horft er yfir sviðið nú í lok árs. Niðu ÉG tel að árið 2003 sé árið sem íslenski myndlist- arheimurinn fór að skoða stöðu sína og bera hana saman við þá athygli og viðurkenningu og nánast tískubylgju sem hefur verið í kring um íslenska tónlist. Þessi samanburður á örugglega eftir að hafa drífandi áhrif á íslenska myndlist. En ef við berum gæfu til að nýta okkur þessa athygli þá eru sýningar á borð við Steypa sem Ásmundur Ásmundsson helt á Galleri@hlemmur og sýning Helga Hjaltalín í Gerðarsafni m.a. mjög fram- bærilegar til að sýna á alþjóðavettvangi. Það er einnig hægt að segja að á árinu hafi áhugi almennings á samtímalist vaknað og fengu sýningar á borð við sýningu Matthew Barney á Nýlistasafninu og sýning Ólafs Elíassonar í Tate Modern safninu í London ómælda athygli. Einnig verð ég að minnast á stofnun Kling og Bang gallerís við Laugaveg sem hefur með met- aðsókn undirstrikað vaknandi áhuga á samtíma- list. Ég óska öllum gleðilegs árs og munum að Listin Reddar Deginum! Hekla Dögg Jónsdóttir myndlistarmaður Aukinn áhugi almennings SENN er að baki undursamlegt ár í íslensku tón- listarlífi. Ég er enn einu sinni orðlaus yfir fjöl- breytileikanum og því hversu hár standardinn er, sama hvert litið er. Fyrir þá sem hafa eyrun opin og lystina í lagi má líkja þessu við það að ganga inn á veitingastað og fá afhentan matseðil þykkan sem símaskrá. Þeir réttir sem eru mér í fersku minni: Hlaðborð Airwaves-tónleikahátíð- innar þar sem hápunkturinn var leikur Brighton anarkistanna í Eighties Matchbox B-Line Dis- aster. Útgáfutónleikar Hilmars Jenssonar í Nasa voru stórkostlegir sem og tónleikar trúba- dorsins Alan Sparhawk úr Low í Hafnarhúsinu. Tónverk Jóhanns Jóhannssonar, Virðulegar forsetar, hljómaði mjög sannfærandi þegar það var flutt í Hallgrímskirkju í vor. Jóhann er að mínu mati þegar orðinn eitt mest spennandi tón- skáld landsins eins og hin tímalausa tónlist við leikritið Englabörn sannar best. Sinfóníuhljómsveit Íslands réðst í metnaðar- full verkefni á árinu, fyrst flutti hún War Re- quiem Brittens með stæl og síðar fyrstu þrjár sinfóníur Shostakovich. Þvílíkur ógnarkraftur! En besti konsertinn í Háskólabíóinu var í janúar þegar Elfa Rún Kristinsdóttir þreytti einleikara- próf sitt úr Listaháskólanum og spilaði fiðlu- konsert Tchaikovskys af ótrúlegu öryggi, tilfinn- ingu og dýpt. Joshua Bell með sinn Brahms féll gjörsamlega í skuggann ... Annars þykir mér vænst um velgengni trillu- karlsins Mugison en hann lagði línunni til að ger- ast rokkstjarna, og Krákuna, geisladiskinn henn- ar Eivarar Pálsdóttur sem við vinirnir gefum út og er upphaf á ævintýri sem vonandi sér ekki fyr- ir endann á. Jóhann Ágústsson verslunarmaður Undursamlegt ár í íslensku tónlistarlífi ÞAÐ er fyrst og fremst þrennt sem ber hæst í kvikmyndaheiminum á Íslandi 2003. Í fyrsta lagi ný lög og reglugerð um Kvik- myndamiðstöð Íslands og ráðning á nýju fólki í flestar stöður. Breytingar til góðs, þótt ennþá vanti mun meira fjármagn inn í þetta kerfi til stuðnings við gerð leikinna kvikmynda og leik- ins sjónvarpsefnis. Í öðru lagi áframhaldandi velgengni ís- lenskra kvikmynda á erlendri grundu, með sýningum á Nóa Albinóa bæði á fjöldamörgum kvikmyndahátíðum og í almennri dreifingu. Í þriðja lagi vaxandi áhugi á íslenskum heim- ildarkvikmyndum meðal almennings. Þáttur sem er í samræmi við svipaða þróun erlendis og mjög mikilvægur þáttur, þar sem hægt er að framleiða heimildarkvikmyndir fyrir mun lægri upphæðir en leiknar kvikmyndir en eins og Þorgeir heitinn Þorgeirson réttilega benti á, þá er öflug heimildarkvikmyndagerð grunnur sem öll önnur kvikmyndagerð grundvallast á. Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi Ný reglugerð, Nói og heim- ildamyndir ÞAÐ sem mér finnst einna eftirminnilegast í leiklistarlífinu á árinu sem er að líða er styrkur sjálfstæðu leikhópanna. Hver sýningin hefur rekið aðra og margar hverjar hafa verið gerðar af miklum eldmóði og hugrekki. Þá var dásam- legt að leiklistarverðlaunin voru endurvakin í nýju formi og vona ég að Gríman sé komin til að vera. Þær sýningar sem komu mér hvað mest á óvart eru Kvetch með leikhópnum Á senunni og Rómeó og Júlía með Vesturporti. Sigrar Vest- urports í Bretlandi er ómetanleg hvatning til allra sem vinna að leiklist í landinu og vil ég hvetja þau til að taka aftur upp sýningar hér á landi og flytja verkið eins og það var flutt úti. Þá hafa sprottið fram sýningar þar sem verið er að leika sér með leiklistarformið í bland við aðrar listgreinar. Þar langar mig að nefna sýn- inguna CommonNonsense sem byggð er á skúlp- túrverkum Ilmar Stefánsdóttur og Leikfélag Reykjavíkur og Íslenski dansflokkurinn stóðu fyrir dans/leikhúskeppni sem var skemmtilegt framtak. Það er nauðsynlegt að skoða formið aft- ur og aftur og brjóta það upp og þróa. Sér- staklega er gaman þegar mörgum listgreinum er fléttað saman á áhrifaríkan hátt. Ekki er hægt að skilja við árið án þess að Bergljót Arnalds leikkona og rithöfundur Styrkur sjálfstæðu leikhópanna Kongunlegi danski ballettinn sý Morgunblaðið/Einar Falur Gyrðir Elíasson rithöfundur sendi frá sér tvær bækur á þessu ári, Tvífundnaland og Hótelsumar. Kvikmyndin Nói Albínói eftir leikstjórann Dag Kára Pétursson var frumsýnd í febrúar og fór síðan víða um heim og hlaut hvarvetna góðar viðtökur. Ilmur Stefán le Morgunblaðið/Einar Falur Guðbergur Bergsson sendi frá sér síðara bindi endurskoðaðrar þýðingar sinnar á Don Kíkóta.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.