Lesbók Morgunblaðsins - 27.12.2003, Page 12
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 27. DESEMBER 2003
Nú jólin koma, við jötuna skreytum.
Jákvæðar hugsanir öðrum við veitum.
Því friður um sálina fer.
Með gleði í hjarta við göngum um stræti.
Og gleðjumst og fögnum í barnslegri kæti.
Við kaupum svo konfekt og ber.
Í kaupóðum heimi við hömumst að skúra.
Og helgarnar nýtum við ekki í að lúra.
Því smákökur þurfum við þá.
Á afmæli Jesú við ætlum að gefa,
svo ótalmargt, börnin við reynum að sefa.
Þá er jafnvægi jólunum á.
Svo hringja um sexleytið klukkurnar kæru.
Og kominn er logi á stjörnuna skæru.
Við klæðumst svo hvítu og kjól.
Í hjartanu finnum við hátíðleik slíkan.
Og hugann svo blíðan og kærleiksríkan.
Nú birtast hin blessuðu jól.
BIRGITTA H. HALLDÓRSDÓTTIR
Höfundur er rithöfundur.
NÚ KOMA JÓL