Lesbók Morgunblaðsins - 27.12.2003, Síða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 27.12.2003, Síða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 27. DESEMBER 2003 15 Myndlist Borgarskjalasafn, Grófarhúsi: Ólíkt – en líkt. Til 2. febr. Gallerí Sævars Karls: Claus Egemose. Til 31. des. Gerðuberg: Myndskreytingar úr nýjum barnabókum. Til 11. jan. Hallgrímskirkja: Bragi Ásgeirsson. Til 25. febr. i8, Klapparstíg 33: Hreinn Friðfinnsson. Undir stiganum: Magnús Logi Kristinsson. Til 10. jan. Listasafn Árnesinga, Hveragerði: Fjölbreytt jólasýning. Til 4. jan. Listasafn Einars Jónssonar: Opið fyrir hópa eftir samkomulagi í desember og janúar. Listasafn Íslands: Íslensk myndlist 1960–80. Til 11. jan. Listasafn Reykjavíkur – Ásmund- arsafn: Nútímamaðurinn. Til 20. maí. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhúsi: Ólafur Magnússon – konunglegur hirð- ljósmyndari. Til 4. jan. Erró-stríð. Til 3. jan. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvals- staðir: Ferðafuða. Myndlistarhúsið á Miklatúni. Til 25. jan. Listhús Ófeigs: Ína Salóme. Til 30. des. Mokkakaffi: Olga Pálsdóttir. Til 10. jan. ReykjavíkurAkademían: Örn Karlsson – yfirlitssýning. Til 1. febr. Safn – Laugavegi 37: Opið mið.–sun. kl. 14–18. Íslensk og alþjóðleg samtíma- listaverk. Breski listamaðurinn Adam Bar- ker-Mill. Lawrence Weiner: Fimm nýjar teiknimyndir. Til 1. mars. Hreinn Friðfinns- son. Til 15. febr. Leiðsögn alla laug- ardaga kl. 14. Skálholtsskóli: Staðarlistamenn – Jóhanna Þórðardóttir. Jón Reykdal. Til 1. febrúar. Skaftfell, Seyðisfirði: Fredie Beckmans. Til 11. janúar. Snorri Ásmundsson. Til 8. jan. Þjóðmenningarhúsið: Handritin. Skáld mánaðarins – Jóhannes úr Kötlum. Hvað er heimsminjaskrá UNESCO? Til 31. des. Þjóðminjasafnið – svona var það. Leiklist Þjóðleikhúsið: Jón Gabríel Borkmann, frums. fös. Tilkynningar, sem birtast eiga á þessari síðu, þurfa að berast í síðasta lagi árdegis á fimmtudegi, á netfangið menn- ing@mbl.is. er nú ekki mjög algengt að troðfylla stóra tónleikasali, það gera helst stórsöngv- ararnir. Það myndast geysilega mikil stemning á þessum tónleikum og mikið kikk að leika fyrir fullu húsi áheyrenda.“ Hvers vegna er trompettinn svona vin- sælt hátíðahljóðfæri? „Hraustlega blásið í lúður kemur blóðinu til að hreyfast í flestum okkar og við eins og ósjálfrátt réttum úr okkur og sperrum eyrun. Hér áður fyrr var hann notaður til að blása til orrustu og í kvikmyndum er mjög gjarnan leikið á trompeta ef eitthvað stórfenglegt er að gerast. Þó trompetinn sé glaðvær þá á hann líka sína tregatóna sem hreyfa ekkert síður við okkur. T.d. notar Mahler trompetinn jöfnum höndum við jarðarfaratónlist og gleðióma og Adag- io Albinonis er svolítið angurvært. Það er engin spurning, það á vel við að blása glað- vært á þessum þáttaskilum.“ Fara trompetar og orgel vel saman? „Já þessi hljóðfæri fara nefnilega mjög vel saman. Þau eru bæði blásturshljóðfæri og hljómurinn í trompetum blandast mjög vel við andardrátt orgelsins. Í einhver skipti vorum við Ásgeir niðri, en Hörður lék á lausa hljómborðið uppi í orgelinu, þá fannst mér gæta vissrar fjarlægðar. En eftir að við fórum innanum pípurnar þá finnst mér nálægðin meiri og hljómurinn blandast miklu betur.“ Hvað er nýtt á efnisskránni? „Konsert fyrir tvo trompeta og orgel eft- ir Johann Melchior Molter er nýtt á efnis- skránni. Hann samdi fimm konserta fyrir tvo trompeta og orgel og flytjum við einn þeirra í umritun Roberts Pouls Block. Einnig flytjum við Vatnasvítu Händels í D- dúr. Hún er upprunalega samin fyrir hljómsveit en við flytjum útsetningu fyrir tvo trompeta og orgel í umritun Ásgeirs H. Steingrímssonar. Eftir Scarlatti flytjum við Toccötu í D-dúr í umritun Eberhart Kraus. Verkið var einnig upprunalega samið fyrir orgel en síðar var tveimur trompetröddum bætt við. Eftir Bach flytur Hörður Tokkötu og fúgu í d-moll og við allir Adagio í g-moll eftir Albinoni. Það er nokkuð kaldhæðnislegt að eitt hans allra frægasta verk skuli ekki nema að sáralitlu leyti vera eftir hann sjálfan, bassalína og sex fyrstu taktarnir af laglínu úr svítu. Remo Giazotto tónlistarfræðingur bjó svo til restina af verkinu útfrá þessum fyrstu töktum, fyrir strengjasveit og orgel. Ég hef svo aðlagað verkið fyrir tvo trompeta og orgel.“ Er einhver leið að strengja áramótaheit í öllum þessum blæstri? „Nei, maður hefur nú um annað að hugsa. En þetta er góð hugmynd. Maður ætti e.t.v. að prófa og vita hvort þyturinn gefi heitinu aukinn kraft svo úr rætist. Hvernig ver fjölskyldan þessum síðasta degi ársins? „Það er alltaf tilhlökkun að koma í Hall- grímskirkju. Tónleikarnir eru löngu orðnir hluti af þessum síðasta degi ársins í lífi fjölskyldu minnar. Fyrir börnin mín til- heyra þeir rétt eins og hangikjötið og rjúp- urnar. Allt er í mjög föstum skorðum. Há- tíðin hefst á tónleikunum. Að þeim loknum er komið við á brennum á leið í hátíðamat- inn. Þegar áramótaskaupinu sleppir er tekið til við flugeldasýninguna.“ Hátíðahljómar við áramót er yf-irskrift síðustu tónleika ársins.Nú eins og jafnan fyrr eru þeirhaldnir í Hallgrímskirkju kl. 17 á gamlársdag. Það eru þeir Ásgeir H. Stein- grímsson og Eiríkur Örn Pálsson ásamt orgelleikara kirkjunnar Herði Áskelssyni sem sjá um að blása saman árin. Á efnis- skránni eru verk eftir Albinoni, Bach, Händel, Scarlatti og Molter. „Þessir tónleikar eru nú farnir að telja á ann- an tuginn en nú komum við saman í ellefta sinn í Hallgrímskirkju á þessum árlegu tímamótum,“ segir Eiríkur Örn. „Það verður sami stíllinn hafður á eins og undanfarið, við höldum okkur við hressi- og hátíðleika barokktónlistarinnar, förum ekkert útfyrir það. Í fyrra gáfum við út geisladiskinn Trompetería sem geymir m.a. verk sem við höfum flutt und- anfarin ár á þessum tónleikum. Nú ákváðum við að bjóða uppá eitthvað nýtt svo fólk fái ekki leiða á okkur. Kjölfestan er þó Adagio eftir Albinoni og Toccata og fúga í d-moll eftir J.S. Bach sem Hörður leikur.“ Þið þekkist líklega vel eftir svona langan tíma. Þurfið þið nokkuð að æfa ykkur? „Jú það er rétt við þekkjum hvor annan mjög vel en æfum eftir sem áður fyrir tón- leikan. Það er ekki auðvelt að spila þessa tónlist þó það sýnist svo og okkur veitir ekki af að dusta rykið vel af okkur. Á þessum ellefu árum hafa margir fast- bundið tónleikana í kladdann sinn og að- sóknin hefur vaxið ár frá ári. Nú er svo komið að kirkjan er nánast troðfull, en það Hljómar trompeta í andardrætti orgelsins STIKLA Hátíðahljómar í Hallgrímskirkju helgag@mbl.is Næsta v ika menning@mbl.is LISTASAFN KÓPAVOGS gerðarsafn, hamraborg 4 12. desember - 22. febrúar opnunartímar: alla daga nema mánudaga kl. 11 - 17 leiðsögn: miðvikud. og fimmtud. kl. 12 laugard. og sunnud. kl. 15 www.carnegieartaward.com Nina Roos, Untitled from Habbit Suddenly Broken c a r n e g i e a r t awa r d 2 0 0 4 LISTVINAFÉLAG Hallgrímskirkju stendur fyrir dagskrá með jóla- söngvum og ritningarlestrum í Hallgrímskirkju kl. 17 á morgun, sunnu- dag. Þar gefst fólki kostur á að syngja þekkta jólasöngva með félögum úr kórum kirkjunnar og að hlýða á valda lestra úr Ritningunni sem tengjast jólunum. Formið byggist á gamalli hefð á Englandi sem nefnist Festival of Nine Lessons and Carols og var fyrst flutt á þennan hátt í Kapellu Kinǵs College í Cambridge árið 1918. Ritningarlestrarnir eru lesnir af fulltrú- um frá mismunandi starfshópum kirkjunnar, fyrsta lestur flytur barn, næsta kórsöngvari og þannig koll af kolli og endar með lestri Karls Sig- urbjörnssonar, biskups Íslands. Á eftir hverjum lestri er fluttur jóla- sálmur með efnislega skírskotun í lesturinn, þar á meðal nokkrir al- þekktir jólasálmar sem allir geta sungið með. Hallgrímskirkja býður áhugasömum kórsöngvurum, ungum sem öldnum, að bætast í hópinn og að mæta á æfingu með Mótettukór Hall- grímskirkju klukkan 15 sama dag, þar sem nótum verður útdeilt og söngvarnir verða æfðir undir stjórn Harðar Áskelssonar, sem einnig leikur á Klais-orgel Hallgrímskirkju. Á milli æfingar og flutnings verður boðið upp á heitt súkkulaði í safnaðarsalnum. Á meðal söngva á efnis- skránni má nefna nokkra þekkta jólasálma í útsetningum David Will- cocks. Öllum er heimill ókeypis aðgangur. Hægt er að skrá þátttöku á netfangið list@hallgrimskirkja.is. Allir fá að syngja í kór Hallgrímskirkju Morgunblaðið/Jim Smart Mótettukór Hallgrímskirkju á æfingu. HAMRAHLÍÐARKÓRINN rekur sögu jólanna, frá boðun Maríu til fæðingar Jesú í Betlehem, á tónleikum í Kristskirkju annað kvöld, sunnu- dagskvöld, kl. 20. Efnisskráin ber yfirskriftina Kemur hvað mælt var“ eftir samnefndu ljóði Þorsteins Valdimarssonar, og inniheldur hún ýmsar perlur tónlistarsögunnar helgaðar text- um sem tengjast jólunum. Meðal annars verða flutt baskneska jólalagið Boðun Maríu við texta Sigurbjörns Einarssonar biskups, Sing joyfully eftir William Byrd, tvö þekkt tónverk við helgi- textann O magnum mysterium, bæði eftir T.L. de Victoria og Francis Poulenc, O beatum et sacrosanctum diem eftir Peter Philips, Come let’s rejoice eftir John Amner og Hodie christus natus est eftir J.P. Sweelink. Gunnar Eyjólfsson leikari les texta sem tengja verkin. Hluti af efnisskrá tónleikanna var fluttur í Ríkisútvarpinu á aðfangadagskvöld. Aðgangur að tónleikunum ókeypis. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hamrahlíðarkórinn með stjórnandanum, Þorgerði Ingólfsdóttur, á æfingu í Háteigskirkju. Saga jólanna í tali og tónum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.