Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.2004, Side 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. JANÚAR 2004 3
N
ær endalaus umræðan
um Sparisjóð Reykja-
víkur og nágrennis eða
SPRON, eins og hann
heitir í skammstafana-
tísku samtímans, í
kring um hátíðar og
áramót kveikti gamlar
minningar – og vangaveltur.
Ríkissjónvarpið birti kvöld eftir kvöld
nöfn þjóðkunnra manna og kvenna, sem
gefinn hafði verið kostur á að kaupa sér
stofnfjárframlag í sjóðnum, sem væntan-
lega var talin ábatasöm fjárfesting. – Menn
gátu meira að segja fengið upphæðina sem
fram þurfti að reiða lánaða! Ekki var alveg
á hreinu hvort þessi nafnabirting var til
lofs eða lasts. Alla vega sýndi hún hverjum
þeir einstaklingar sem sátu í stjórn spari-
sjóðsins höfðu velþóknun á – hvaða ættir og
einstaklingar voru þess verðug að fá að
leggja fram stofnfjárframlag í sparisjóðinn,
sem er svo viðlíka áhættusöm fjárfesting
og að kaupa ríkisskuldabréf. Þessir nafna-
listar Ríkissjónvarpsins voru reyndar svo-
lítið skondin lesning. Þeir sögðu sitt af
hverju um innbyrðis tengsl í því smáa
valdasamfélagi sem höfuðborg landsins er.
Örugglega heldur fréttastofan þessari
framhaldssögu áfram og tekur fyrir aðra
sparisjóði í landinu með sama hætti. Það
verður sjálfsagt líka fróðleg lesning á
skjánum.
Þetta hefur orðið til þess að lýsa upp
gamlar minningar um viðskipti mín við
Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis. Ekki
það að ég muni það , en þegar ég var
skírður um jólaleytið 1939 gaf fjölskyldu-
vinur mér sparsjóðsbók með 20 króna inn-
leggi í Sparisjóði Reykjavíkur. Talsverð
upphæð á þeirra tíma mælikvarða. Næstu
árin fóru afmælispeningar og annað nurl
inn á þessa bók. Sumarið 1947 vann ég fyrir
kaupi í fyrsta sinn á ævinni. Breiddi fisk
hjá Guðmundi Jónssyni á Rafnkelsstöðum í
Garðinum. Þetta var á reitnum, eða stakk-
stæðinu upp við veg við Réttarholtsafleggj-
arann, reit sem nú er löngu horfinn undir
grös og grænan gróður. Guðmundur var
sjálfur í breiðslunni með okkur nokkrum
krökkum af bæjunum í kring og börnum
sínum þeim Karólínu og Gunnari. Kaupið
var króna á tímann og að sjálfsögðu var
ekki breitt nema í brakandi þurrki. Þetta
var létt vinna, nema þá einna helst að bera
blautfiskinn á börum þegar hann var
breiddur í fyrsta skipti. Núna væri þetta
sjálfsagt kallað barnaþrælkun og bannað
með lögum, en mikið lifandis ósköp gerði
þetta mér gott. Mér þótti það mikil upphefð
þegar mér var treyst til að stakka með
þeim fullorðnu.
Það var stoltur sjö ára patti sem lagði
sumarhýruna sína inn í sparisjóðinn um
haustið. Eitthvað talsvert á annað hundrað
krónur, minnir mig. Ég rétti Einari Jóns-
syni gjaldkera aurana yfir borðið í svarta
steinhúsinu á horni Smiðjustígs og Hverfis-
götu, sem í mínum augum var einskonar
musteri peninganna. Snyrtimennið Einar
handskrifaði svo inneignina inn í bókina og
rétti mér. Hennar gætti ég sem sjáaldurs
auga míns.
Eins og gengur og gerist hafa börn ein-
kennnilegar hugmyndir um peninga og
fjármál. Þegar seðlaskipti fór fram á árinu
1948 átti ég hundrað og tíu krónur á spari-
sjóðsbókinni minni. Þá voru hundraðkall-
arnir rauðir og tíkallarnir bláir. Við seðla-
skiptin snerist þetta við – tíkallarnir urðu
rauðir og hundraðkallarnir bláir. Ég hugs-
aði með mér að þetta væri nú ekki flókið
hjá þeim í sparisjóðnum hvað mig varðaði.
Þarna lægju seðlarnir mínir hlið við hlið á
hillu í peningageymslunni, merktir mér
með nafni og númeri og svo væri bara að
setja nýjan bláan í stað gamla rauða hundr-
aðkallsins og nýjan rauðan tíkall í stað þess
gamla bláa. Afgreitt mál.
Á táningsárunum strjáluðust þessi við-
skipti og á menntaskólaárunum fór ég að
leggja sumarhýruna inn í Iðnaðarbankann
í Lækjargötu því hann var svo þægilega
nálægt Menntaskólanum í Reykjavík.
En á þrítugsaldrinum og fram á fertugs-
aldurinn átti ég tvisvar á ári erindi í spari-
sjóðinn til að borga af fasteignaláni, þegar
við hjónakornin höfðum fest kaup á þriggja
herbergja blokkaríbúð. Ekki var það svo að
ég, blankur byrjandi í blaðamennsku sam-
hliða námi í Háskóla Íslands ætti innan-
gengt í sparisjóðinn þar sem manni skildist
að langur biðlisti væri eftir slíkum lánum.
Aldeilis ekki. Tengdafaðir minn, sem þar
þekkti mann og annan fékk lán út á sitt hús
sem hann framlánaði okkur og auðveldaði
okkur svo sannarlega að eignast þak yfir
höfuðið. Þökk sé honum og sparisjóðnum
fyrir það.
Á þessum byrjunarárum mínum í blaða-
mennsku fékk ég gjarnan það verkefni að
fylgjast með og skrifa um borgarstjórnar-
fundi sem haldnir voru annan hvern
fimmtudag. Það voru ekki neinar skemmti-
samkomur. Þrír flokkar í minnihluta og
fulltrúar þeirra fóru yfirleitt alls ekki í
ræðustól til að halda skemmri ræður en svo
sem klukkutíma. Samtímis var ég þing-
fréttaritari Alþýðublaðsins sáluga og
komst að því að þingfundirnir voru hreinar
skemmtisamkomur miðað við fundina í
borgarstjórn Reykjavíkur. Borgarstjórn
kemur mjög að stjórn sparisjóðsins og
fulltrúar borgarstjórnar eiga jafnan sæti í
stjórn. Um miðjan sjöunda áratuginn sat
ég reyndar oft borgarstjórnarfundi sem
varaborgarfulltrúi og þar bar málefni
sparisjóðsins auðvitað á góma. En seta mín
á borgarstjórnarfundunum staðfesti enn
frekar hversu hrútleiðinlegar samkomur
þetta voru og ég lagði sjálfsagt lítið af
mörkum til að gera þær skemmtilegri.
Allt þetta hefur verið að rifjast upp fyrir
mér í írafárinu um sparisjóðinn og þessa
menn sem hafa gríðarlegar áhyggjur af því
að þarna sé svo mikið „fé án hirðis“ að til
stórra vandræða horfi. Þeir tala um sig
sem „fjárhirða“, en þar fara þeir villir veg-
ar. Fjárhirðarnir voru á Betlehemsvöllum.
Þessir menn eru frekar „féhirðar“ því
óneitanlega lítur svo út sem þeir ætli að
hirða fé sem viðskiptavinir sparisjóðanna
hafa lagt þeim til í áranna rás. Markmiðið
virðist vera að koma sparisjóðunum fyrir
kattarnef og almenningi er sagt að það sé
af hinu góða. Sjálfsagt er það af hinu góða
fyrir suma en örugglega ekki fyrir alla. En
ef þetta ætlunarverk tekst, þá geta þeir
sem þar standa að verki senn farið að leita
sér nýrra verkefna. Þá er ekki ólíklegt að
þeir beini sjónum sínum að „fyrirtækjunum
sem enginn á“ eins og þeir segja stundum,
til dæmis Mjólkursamsölunni og Mjólkur-
búi Flóamanna. Það eru feitir bitar og þar
er sjálfsagt mikið „fé án hirðis“. Er ekki
rétt að hirða það?
Ég færði þetta með stofnfjárframlögin
og sparisjóðinn í tal við kunningja minn og
sagði að mér fyndist skrítið að mér skyldi
aldrei á nokkuð langri ævi hafa verið boðið
að reiða fram stofnfjárframlag og ganga í
þennnan göfuga klúbb. Það hlyti eitthvað
að vera að. Kannski væri ég of feitur, eða
ekki nógu feitur. Kannski væri ég ekki
nógu vel ættaður. Ég er af Víkingslækjar-
ætt og konan af Bergsætt. Það eru svo sem
engin „slekt“. Það hlyti eitthvað að vera að.
– Vertu ekki hissa. Vertu ekki spældur,
sagði hann. Þetta er mjög einfalt mál: Þú
ert bara ekki í „elítunni“. Svo bætti hann
við eins og nú er í tísku að segja: Það er
bara ekkert flóknara en það. Svo hnýtti
hann enn einu tískuorðinu aftan við: Ná-
kvæmlega!
Einmitt það. Ég er ekki í „elítunni“. Satt
best að segja hafði mig innst inni grunað
þetta. Nú hefur hinn ógurlegi grunur verið
staðfestur.
Ég er ekki í „elítunni“.
Það lá að.
ÞAÐ LÁ AÐ
RABB
E I Ð U R G U Ð N A S O N
eidur@sw2.com.cn
EINAR BENEDIKTSSON
HNATTASUND
Vér köllum ferju á hnatta hyl,
en hrópið deyr milli blálofts-veggja.
Oss dreymir. Vér urðum aldrei til.
Vor öfugsýn er Ginnunga spil,
en yfir höfðum oss hvinir eggja.
Dularlög semur stjarnastjórnin,
með stranga dóma í eigin sök.
Skammvinna ævi, þú verst í vök,
þitt verðmæti gegnum lífið er fórnin.
En til þess veit eilífðin alein rök.
Stjörnunnar barn, hví skynjar þú skammt?
Í skóla himnanna stöndum vér jafnt.
Ein hrynjandi skriða grjóts úti í geimi
er guðdómlegt flugeldaskraut vorum heimi.
Það veizt þú allt, en elskar það samt.
Hafknörrinn glæsti og fjörunnar flak
fljóta bæði. Trú þú og vak.
Marmarans höll er sem moldarhrúga.
Musteri guðs eru hjörtun, sem trúa,
þó hafi þau ei yfir höfði þak.
Einar Benediktsson (1864–1940) var skáld, lögfræðingur, ritstjóri og
athafnamaður.
LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR
3 . T Ö L U B L A Ð - 7 9 . Á R G A N G U R | U M S J Ó N Þ R Ö S T U R H E L G A S O N | T H R O S T U R @ M B L . I S
EFNI
Kristnihald undir
Jökli og Drakúla
eiga ýmislegt sameiginlegt ef marka má
grein eftir Bjarna Bjarnason sem sýnir
fram á margvísleg textatengsl í þessum
tveimur skáldsögum.
John Mortimer
er einn af vinsæl-
ustu rithöfundum
Bretlands en hann
hefur meðal annars
skrifað spennusög-
ur, sjónvarpshand-
rit og fræg viðtöl.
Jónas Knútsson átti
viðtal við Mortimer
um skáldskapinn,
stjórnmál samtím-
ans og menningu.
Hannesar-
mál
halda áfram en í
Lesbók í dag birtir
Hannes Hólmsteinn
Gissurarson svar
sitt við gagnrýni
Helgu Kress á ævi-
sögu Halldórs Lax-
ness eftir Hannes og
annar gagnrýnandi
bókarinnar, Gauti
Kristmannsson,
birtir grein þar sem
bornir eru saman
kaflar úr Inn-
ansveitarkroniku
Laxness og bók
Hannesar.
Lee Miller
var ástkona Man Ray og lengst af minnst
sem slíkrar en Miller var einnig ein af at-
hyglisverðustu ljósmyndurum síðustu ald-
ar. Hanna Guðlaug Guðmundsdóttir skrifar
um ævi og verk Millers.
FORSÍÐUMYNDIN
er tekin á Gljúfrasteini. Ljósmyndari: Einar Falur Ingólfsson.