Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.2004, Qupperneq 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. JANÚAR 2004
Þ
að er merkilegt að sjá að Hannes Hólmsteinn Gissurarson, höfundur bókarinnar
Halldór, skuli reyna að dreifa athygli manna með því að tala um fjölda tilvísana og
benda á aðra sem hafa alls ekki gert það sama og hann við texta annarra manna. Í
ritdómi mínum 22. desember sl. í Víðsjá Ríkisútvarpsins nefndi ég fjórar grundvall-
arreglur meðferðar á texta annarra manna í fræðiriti og eiga þær við hvort sem það
er fyrir fræðimenn eða „almenning“. Þessar reglur eru: 1) Þegar menn nota texta
annars manns skal það auðkennt; oftast nota menn þá gæsalappir eða draga text-
ann inn og nota smærra letur. 2) Þegar menn nota texta annars manns skal einnig
vísað til þess um hvaða verk er að ræða, hvenær það kom út og á hvaða blaðsíðu hinn tilvitnaði
texti er. 3) Þessi aðferð þarf að vera kerfisbundin eða samræmd þannig að eins sé farið að með all-
ar tilvitnanir. 4) Þegar menn nota texta annars manns skal nota hann óbreyttan.
Til að varpa skýrara ljósi á vinnubrögð Hannesar langar mig að birta hér úr kaflanum „Sveit-
ungar í Mosfellsdal“ samanburð á texta Halldórs Laxness og hans. Þessi 5 síðna kafli byggir að
hluta til á skáldsögu Halldórs Laxness Innansveitarkronika og er hennar að engu getið í eft-
irmála, sem Hannes hefur fært fram sem sönnun þess að hann vísi í minningabækur Halldórs, og
ekki er ein einasta tilvísun í textann í þessum kafla í aftanmálsgreinum. Hornklofar með þremur
punktum í texta Laxness eru þar sem Hannes hefur sleppt úr textanum.
Innansveitarkronika eftir Halldór Laxness
bls. 21–29
„Þegar hann fór til kirkju fór hann ævinlega
í sparifötin, stutta vaðmálstreyu nokkuð víða,
kragalausa og hnepta í hálsmálið, með heima-
gerðum beintölum og í lokubuxum eins og
Napóleon mikli. Hann hafði mjóan vángakraga
eins og mun hafa tilheyrt gervi manna uppúr
aldamótunum fyrri. […] Aldrei girti Ólafur á
Hrísbrú tún sitt, en var þeim mun reiðubúnari
með hund og hrossabrest, einkum við búpen-
íng prestsins. […] Sjö sambygð bustarhús úr
torfi sneru göflum frammá hlaðið á Hrísbrú, en
aðeins inngaungubærinn hafði heilan timbur-
gafl, „bæardyrnar“. Frammeð húsaröðinni var
hlaðstétt úr hellugrjóti, reyndar nokkuð mjó,
en hver sem stóð uppá stéttinni var hólpinn.
Fáir áttu leið um Hrísbrú svo ekki stæði þar
maður úti, einn eða fleiri. Oft stóð Ólafur bóndi
sjálfur úti fyrir opnum skemmudyrum, stund-
um að prjóna sokk eða hann tálgaði brúnspón í
hrífutinda með sjálfskeiðíngnum sínum og lét
spænina í vasa sinn ellegar át þá.
Hverjir eru þar, spurði hann án þess að líta
upp ef hann heyrði brölt í forinni sem lá uppað
stéttinni.
Það eru strákar, svöruðu vegfarendur eftir
landsið. Margur lét þó staðar numið í hlaðfor-
inni og fór að rabba við karl. Synir hans bætt-
ust í hópinn, alskeggjaðir og óþekkjanlegir frá
samtímamönnum sínum Karli Marx og Bak-
únín. […]
Hrísbrúingar voru heldur þægilegir í við-
móti nema Ólafur karl þegar hann var að
skattyrðast við prestinn, en höfðu aungva sér-
staka laungun til að draga menn uppúr svaðinu
fyrir utan stéttina og bjóða þeim til stofu. Þeir
spurðu frétta af sauðfé hvaðanaæva af landinu,
því alt líf í landinu var einsog þann daga í dag
miðað við sauðfé. […]
Lángferðamenn töldu Hrísbrúarsvöð eina
mestu torfæru á leiðinni norður í land.“ (21–27)
„Bogi þessi var glaðbeittur við alla menn og
áreitti aldrei mann eða skepnu svo vitað sé.
Hann sá heldur illa, talinn hafa verksjón en
ekki lestrarsjón, þekti menn oft ekki sundur og
talaði eins við alla menn, einkum átti hann bágt
með að greina sundur únglínga. En við hvern
sem hann ræddi fór hann aldrei útí sálma sem
hann kunni ekki.“ (28–29)
„Andrés þótti fyrir þeim hrísbrúarfeðgum
og svaraði með mestum skörungsskap bæði
þar á hlaðinu og annarstaðar, enda varð hann
sem áður getur fyrstur innborinna mosdæla til
að komast í hreppsnefnd í héraðinu. Hann átti
meira að segja bækur og fékk fleiri bækur þeg-
ar hann varð sextugur.“ (29)
Halldór eftir Hannes Hólmstein Gissurarson
bls. 24–25
„Þegar Ólafur á Hrísbrú sótti kirkju, fór
hann ævinlega í sparifötin, stutta vaðmáls-
treyju nokkuð víða, kragalausa og hneppta í
hálsmálið með heimagerðum beintölum, og í
lokubuxur eins og Napóleon mikli. Hann hafði
mjóan vangakraga, eins og var algengur á fyrri
hluta nítjándu aldar. Hann girti ekki tún sín,
en varði þau með hundi og hrossabresti. Sjö
sambyggð burstahús úr torfi sneru göflum
fram á hlað á Hrísbrú, en inngöngubærinn
einn hafði heilan timburgafl, bæjardyrnar svo-
nefndu. Fram með húsaröðinni var hlaðstétt
úr hellugrjóti, fremur mjó. Fáir áttu leið um
Hrísbrú, svo að ekki stæði þar maður úti, einn
eða fleiri. Oft stóð Ólafur bóndi sjálfur úti fyrir
opnum skemmudyrum, stundum að prjóna
sokk eða tálga brúnspón í hrífutinda með sjálf-
skeiðungi. „Hverjir eru þar?“ spurði hann án
þess að líta upp, ef hann heyrði umgang í for-
inni, sem lá upp að stéttinni. Margur lét þó
staðar numið í hlaðforinni til að rabba við
bónda. Synir hans bættust stundum í hópinn,
alskeggjaðir. Hrísbrúingar voru þægilegir í
viðmóti, en höfðu enga sérstaka löngun til að
draga menn upp úr svaðinu utan stéttar og
bjóða til stofu. Þeir spurðu frétta af sauðfé
hvaðanæva af landinu, miðuðu allt líf við
sauðfé. Langferðamenn töldu Hrísbrúarsvöð
eina mestu torfæru á leiðinni norður í land.“
(25)
„Hann var glaðbeittur og áreitti engan.
Hann sá heldur illa, þekkti menn oft ekki í
sundur og talaði eins við alla. En við hvern sem
hann ræddi fór hann aldrei út í sálma, sem
hann kunni ekki.“ (25)
„Andrés þótti fyrir þeim Hrísbrúarfeðgum,
enda komst hann í hreppsnefnd. Hann átti
meira að segja bækur.“ (24)
Eins og augljóst er af þessum samanburði notar Hannes texta Halldórs ótæpilega og það þótt
um skáldverk sé að ræða eins og Halldór tekur skýrt fram aftan á titilsíðu Innansveitarkroniku.
Aðferðin felst aðallega í því að stytta texta Halldórs og breyta orðalagi hér og þar. Við þetta verð-
ur textinn afar skrýtinn á köflum sem sjá má af undarlegu samhengi eins og þegar allt í einu er
farið að tala um að Ólafur á Hrísbrú hafi ekki girt tún sín strax á eftir nákvæmri lýsingu á klæða-
burði hans í kirkju. Eins er athugasemdin um Andrés skondin svona snoðklippt: „Hann átti meira
að segja bækur.“
Spurningin er því sem fyrr: Eru þessi vinnubrögð sæmandi fræðimanni sem er að rita ævisögu
merkasta rithöfundar tuttugustu aldar á Íslandi?
ÚR INNANSVEITAR-
KRONIKU LAXNESS
E F T I R G A U TA K R I S T M A N N S S O N
Hér eru bornir saman textar úr Innansveitarkroniku
Halldórs Laxness og ævisögu Hannesar Hólmsteins
Gissurarsonar um skáldið en höfundur vill sýna
fram á að Hannes hafi nýtt sér skrif skáldsins.
Höfundur er bókmenntafræðingur.
Krossgáta
Verðlaun hlutu:
Kr. 25.000: Guðmunda M. Friðriksdóttir,
Kirkjuvegi 1, 230 Keflavík.
Kr. 20.000: Anna Jóhannesdóttir, Granda-
vegi 43, 107 Reykjavík, og Erla Emilsdóttir,
Nestúni 13, 850 Hella.
Myndagáta
Lausnin er: Verktaki sunnan úr Ítalíu var
ráðinn í gerð mesta mannvirkis á Íslandi.
Margir binda miklar vonir við að mikil atvinnu-
uppbygging fylgi í kjölfarið og líf færist í tusk-
urnar austur á landi.
Verðlaun hlutu:
Kr. 25.000: Vilhjálmur Snædal, Skjöldólfs-
stöðum, Jökuldal, 701 Egilsstaðir.
Kr. 20.000: Bjarni Ragnarsson, Vesturtúni
42, 225 Bessastaðahreppi og Sigrún Valtýs-
dóttir, Lágholti 18, 340 Stykkishólmur.
LAUSN Á VERÐLAUNAGÁTUM