Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.2004, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.2004, Page 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. JANÚAR 2004 Lee Miller (1907–1977) L ee Miller var undurfögur fyrirsæta og ástkona Man Ray og eins og Dora Maar, ástkona Picasso, varð Lee Miller að goðsögn sem slík. Hún festist þó alls ekki í fyrirsætu- hlutverkinu, ákvað snemma að ger- ast ljósmyndari og listamannsferill hennar er eins stórmerkilegur og lífshlaup hennar var óvenjulegt. En verk Lee Miller féllu í gleymsku og voru óaðgengileg þar til sonur hennar, Antony Penrose, gaf út ævisögu hennar árið 1985. Lee Miller, eða Lou Ann Miller eins og hún hét, fæddist árið 1907 í Poughkeepsie í New York-fylki í Bandaríkjunum. Faðir hennar var mikill áhugamaður um ljósmyndun, og sat Lee Miller fyrir á myndum hans, m.a. fjölda nekt- arstúdía sem engum þar á bæ virðist hafa þótt neitt athugavert. Lee Miller var uppgötvuð fyrir einskæra tilviljun á götu úti í New York af engum öðrum en eiganda Vogue- og Vanity Fair-blaðanna, útgefandanum Condé Nast, og er þá rétt um tvítugt. Hann beindi henni í fyr- irsætustörfin og varð Lee Miller fljótlega ein eftirsóttasta fyrirsæta frægustu tískuljós- myndara á borð við Edward Steichen, Horst P. Horst, Arnold Genthe og George Hoyn- ingen-Huene. Fjöldi mynda af henni birtist í bandaríska Vogue og hún varð ímynd hinnar fullkomnu kvenfegurðar. En Lee Miller hafði aldrei í hyggju að festast í þessu hlutverki, þetta var stutt tímabil og hæfileikar hennar biðu með óþreyju eftir að hún færi hinum megin við myndavélina. Lee Miller hafði mikla kímnigáfu, var ófeimin, frökk og óútreikn- anleg og ætti engum því að koma á óvart að árið 1928 braut hún eitt bannorð og sat fyrir í fyrstu auglýsingunni fyrir dömubindi. Sú olli gífurlegu fjaðrafoki, andarteppu hjá viðkvæm- um.1 Man Ray og súrrealíska tímabilið Lee Miller freistaði gæfunnar í París árið 1929 og kynntist einum mesta ljósmyndara 20. aldar, Man Ray, á uppáhaldsbar hans, og þekktasta listamannabar Parísar á tímabilinu, Le Bateau Ivre. Lee Miller tjáði þar Man Ray að hún vildi læra ljósmyndun hjá honum. Man Ray svaraði því til að hann gæti ekki tekið hana í tíma hjá sér þar sem hann væri að fara í frí á frönsku Rivieruna. Lee Miller sagðist vita af því, hún ætlaði nefnilega að koma með honum í fríið. Svo varð úr. Man Ray varð gagntekinn af Lee Miller, líkt og flestir karlmenn sem henni kynntust, og varð ást hans að sjúklegri þráhyggju og minnir mjög á vitskert ástarsamband Doru Maar og Picasso. Lee Miller varð aðstoð- arljósmyndari hans, ástkona og eftirlætisfyr- irsæta en margar af þekktustu myndum hans eru portrett af Lee Miller. Þau Man Ray unnu saman hlið við hlið næstu þrjú árin og þó svo Miller lifi sem ljósmyndari í skugga Man Ray, vekja verk hennar mikla athygli og var hún eftirsótt fyrir tískuljósmyndir sínar og port- rett sem voru hennar lifibrauð. Sagan segir að það hafi verið Lee Miller sem hafi uppgötvað frumlegar útfærslur með yfirlýsingu í fram- köllun, sem eignaðar hafi verið Man Ray æ síðan. Þetta er á hásúrrealíska tímabilinu og Miller kemst í innsta hring André Breton- klíkunnar með Picasso, Doru Maar, Paul Elu- ard, konu hans Nusch og Man Ray fremsta í flokki. Verk hennar falla mjög að sköpun ann- arra súrrealista og er hún vel metin innan hópsins: í New York er hún kynnt sem einn af fremstu samtímaljósmyndurum ásamt Man Ray árið 1932 í galleríi Julien-Levy. Útþrá, forvitni og frelsisþörf Lee Miller var óþreyjufull að eðlisfari og staldraði stutt við á hverjum stað, gat með engu móti haldið sig við einn mann, eitt verk- efni. Man Ray umbar framhjáhald hennar en þótti hún, eins og ástarbréf hans til hennar gefa til kynna, ekki nægilega vandlát í vali og það sárnaði honum. Öllum að óvörum varð Lee Miller ástfangin af sér mun eldri manni, auðugum egypskum kaupsýslumanni, Aziz Eloui Bey að nafni: eiginkona hans, Nimet, sem var þekkt fegurðardís og fyrirsæta, fyr- irfór sér þegar upp komst um samband þeirra Lee Miller. Man Ray hótaði að gera slíkt hið sama og fræg er sjálfsmynd hans þar sem hann beinir byssu að höfði sér og setur kaðal um háls í sviðsettu sjálfsmorði. Lee Miller varð fagra fjöllynda konan sem sneri baki við Man Ray; hún lagði álög á menn sína eins og Picasso á konur sínar en ólíkt Doru Maar, tók við hjá Man Ray frjósamt sköpunarskeið í list hans og vinátta tókst þeirra á millum. Lee Miller flúði til New York árið 1932 og vildi byrja upp á nýtt, opnaði ljósmyndastofu með bróður sínum Erik og varð einkar eft- irsóttur portrett- og tískuljósmyndari. En ári síðar lokar hún stofunni, hverfur brott til Egyptalands til að giftast Aziz Eloui Bey. Lee Miller eyðir löngum stundum í ferðalög og myndatökur, heillast af einangruðum þorpum, rústum og yfirgefnum húsum í Sahara-eyði- mörkinni. Ljósmyndir Lee Miller frá þessu tímabili minna sumar hverjar á málverk súr- realistanna, m.a. verk Belgans René Magritte sem var í miklu uppáhaldi hjá henni og eru þetta að margra mati hennar merkilegustu verk. En Lee Miller „klæjaði í iljarnar“ eins og hún orðaði það sjálf, útþráin, forvitnin og frelsisþörfin gerðu reglulega vart við sig. Í einni Parísarferð sinni, árið 1937, kynntist hún breska súrrealistanum og rithöfundinum Rol- and Penrose og með þeim tókust ástir. Þessu sumri eyddi hún í Suður-Frakklandi, í bænum Mougins með Penrose, Picasso, Doru Maar, Eluard hjónunum og hverjum öðrum en Man Ray sem þá hafði leitað huggunar í faðmi nýrrar konu, Ady. Í ævisögu Doru Maar2 segir hreinskilnislega að þar hafi pörin skipst á mökum. Breton, sem þótti engu að síður for- pokaður og lítt framúrstefnulegur á þessu sviði, fannst það þó ekkert tiltökumál. Það þótti í raun móðgun að finnast ekki makar annarra aðlaðandi og ekki mátti ergja vini sína! Lee Miller tekur þetta sumar margar portrettmyndir af Doru Maar og Picasso; hvað Picasso varðar málar hann svo kunnugt sé tvö portrett af Lee Miller, þetta heita sumar í Mougins árið 1937. Yfirborð og undirdjúp Í júní 1939 fer Lee Miller frá manni sínum í Egyptalandi fyrir Roland Penrose og flyst til Lundúna. Þegar heimsstyrjöldin skellur á flýja þau Penrose til Bandaríkjanna og þar fær Lee Miller vinnu sem tískuljósmyndari fyrir Vogue. En árið 1944 urðu skil í lífi Lee Miller: eftir yfirborðsmennsku og gjálífi tísk- unnar gerist hún fréttaljósmyndari og frétta- ritari fyrir bandaríska herinn; hún fékk meira að segja Vogue-blaðið til að birta fréttir sínar og myndir úr stríðinu. Lee Miller vann með hinum þekkta ljósmyndara David E. Scherm- an, en Lee Miller er svo vitað sé eini kven- ljósmyndarinn sem ferðaðist með Bandamönn- um sem ljósmyndari og fréttaritari í stríðinu; Lee Miller fylgist með konum við fjölbreytileg störf á stríðsárunum, upplifir hryllinginn í bardögum við St. Malo og í Alsace í Frakk- landi, í Lúxemborg, uppgötvar örmagna og blóðlaust Þýskaland og fangabúðir Nasista í Buchenwald og Dachau. Lee Miller og Scherman finna af einskærri tilviljun yfir- gefna og látlausa íbúð í München sem reynd- ist vera einkaíbúð Hitlers og Evu Braun; dæmigert fyrir kímnigáfu Miller að biðja Dave E. Scherman að taka mynd af sér í baðkari foringjans, með portrett af honum í bak- grunni, táknrænt fyrir fullnaðarsigur á óvin- unum. Hún tekur hjartnæmar myndir af frels- un Parísarborgar, heldur áfram ferð sinni með hermönnunum til Austur-Evrópu, tekur þar áhrifamiklar myndir af örbirgð, ringulreið og eymd og verður m.a. vitni að aftöku forsætis- ráðherrans ungverska Lazlo Bardossy.3 Af englum og djöflum fortíðar Sums staðar er sagt að Lee Miller hafi not- að myndavélina til að „skýla sér“ að einhverju leyti fyrir hryllingnum, líkt og um skjöld væri að ræða sem færði henni fjarlægð því stund- HIN MÖRGU LÍF LEE MILLER „Ekki bara menntagyðjur, fyrirsætur og ástkonur, uppspretta andagiftar, heldur listamenn sjálfar,“ segir í þessari grein sem er sú síðari um listakonurnar Doru Maar og Lee Miller en hér er fjallað um þá síðarnefndu sem ávann sér aðgang að lokuðu úr- valsliði súrrealistanna en var einnig mikilvægt vitni í fremstu víglínu skelfilegra viðburða tuttugustu aldar. Lee Miller, Sjálfsmynd, 1932. © Lee Miller Archives E F T I R H Ö N N U G U Ð L A U G U G U Ð M U N D S D Ó T T U R

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.