Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.2004, Qupperneq 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 24. JANÚAR 2004
RITHÖFUNDURINN Tracy
Chevalier, sem hvað þekktust er
fyrir metsölubók sína Girl With a
Pearl Earring
sem hún
byggði á sam-
nefndu mál-
verki Jo-
hannes Ver-
meer, leitar
enn á náðir
listasögunnar
við skrif sinn-
ar nýjustu
sögu. Bókin
nefnist The Lady and the Unicorn
og byggir hún hana á þekktu 15.
aldar veggteppi með sama nafni.
Að mati New York Times tekst
Chevalier einkar vel að forðast að
endurtaka sjálfa sig þrátt fyrir að
velja svipað viðfangsefni og síð-
ast. Segir gagnrýnandi blaðsins
hana ná að skapa heildstæðar
persónur er falli vel að tíma-
bilinu, en sagan er látin gerast í
París á 15. öld, auk þess sem bók-
in sé full lýsinga á smáatriðum og
mannlegri hlýju.
Paterson sigursæll
SKOSKA skáldið og tónlistar-
maðurinn Don Paterson hefur
verið sigursæll það sem af er árs,
en hann hlaut í
vikunni T.S.
Eliot-ljóða-
verðlaunin
fyrir ljóðasafn
sitt Landing
Light, sem
hann hafði
þegar hlotið
Whitbread-
verðlaunin
fyrir í flokki
ljóðabóka í janúarbyrjun. Pater-
son hefur þar með orðið fyrstur
manna til að hljóta hin virtu T.S.
Eliot-verðlaun í tvígang, en hann
hlaut þau fyrst árið 1997. Enn á
eftir að koma í ljós hvort Landing
Light verður valin bók ársins hjá
Whitbread, en verðlaunaafhend-
ingin fer fram næsta þriðjudag.
Tómas skrýtni
FLJÓTANDI, hljóðlátir draugar
svífa um nýjustu sögu Dean
Koontz og endurspegla sam-
félagið eins og
höfundurinn
telur það
verst. Bókin
nefnist Odd
Thomas, eða
Tómas skrýtni
eins heiti
hennar gæti
útlagst á ís-
lensku, og seg-
ir þar frá hin-
um 20 ára gamla Tómasi sem býr
yfir þeim sérstaka hæfileika að
sjá meira en flestir aðrir, m.a.
látna stúlku sem heimsækir hann
í upphafi bókarinnar og tekur
Tómas í kjölfarið upp á því að elta
morðingja hennar á röndum.
Af lýtalækningum
FRÆÐIMAÐURINN Virginia L.
Blum tekur lýtalækningar fyrir í
nýjustu bók sinni, Flesh Wounds,
sem að hluta til er byggð á slæmri
reynslu höfundarins sjálfs af mis-
heppnaðri fegrunaraðgerð. Í
bókinni veltir Blum iðnaðinum í
heild sinni fyrir sér og kastar að
mati gagnrýnanda Guardian
fram mörgum athyglisverðum
spurningum, m.a. hvernig lýta-
lækningar hafi náð að verða svo
vinsælar að mikill fjöldi manna sé
reiðubúinn að greiða háar fjár-
hæðir fyrir fegrunaraðgerðir á
ári hverju, en líkt og Blum bendir
á þá gengust allt að tvær milljónir
manna undir slíkar aðgerðir árið
2000.
ERLENDAR
BÆKUR
Sögur úr
listasögunni
Don Paterson
Dean Koontz
Tracy Chevalier
N
ýju ári fylgja jafnan fögur
fyrirheit. Við ætlum að
hætta að reykja, byrja að
leggja fyrir til elliáranna
og grennast um nokkur
kíló enda afar ófínt að vera
feitur og blankur með
rettuna lafandi úr munn-
vikinu. Líkamsræktarstöðvarnar róa hver á fæt-
ur annarri á gjöful mið hins góða ásetnings og
auglýsa árskortin á sérstöku tilboðsverði sem
aldrei fyrr. Nú þykir enginn maður með mönn-
um nema hann æfi a.m.k. þrisvar í viku í ein-
hverri virtri stöð, helst í Laugum þar sem er
séraðstaða fyrir þann þjóðfélagshóp sem vill
veita sér og hefur efni á dýrari þjónustu og sér-
stökum munaði. Í líkamsræktarstöðvum lands-
ins þrammar fjöldi fólks á vélknúnum hlaupa-
brettum með heyrnartól í eyrum og
sjónvarpsrásir fyrir augum, lyftir lóðum og
hoppar á pöllum við dúndrandi tónlist – í nafni
heilsu og fegurðar sem er jú forsenda hamingj-
unnar. Fjölmiðlar styðja markaðsöflin af heilum
hug í að breiða út boðskap heilsuímyndarinnar.
Greinar og viðtöl um heilsurækt og hreyfingu
birtast daglega í blöðum og sjónvarpi ásamt
slagorðum um hollustuátak og nýjan lífsstíl og í
auglýsingunum sést bara ungt, grannt, stinnt og
fallegt fólk. Á alheimsnetinu fyrirfinnast ótal
vefir og slóðir um frumskóga mataræðis, megr-
unar og magaæfinga enda varla nokkur maður
(les: kona) gjaldgengur í nútímasamfélagi nema
útlitið sé í lagi samkvæmt Evrópustöðlum. Varla
er minnst á hreyfingu eins og hressandi göngu-
ferð, skokk um hverfið eða sundsprett í laugum
borgarinnar enda skilar slíkt sport ekki einni
einustu krónu í gríðarlega veltu heilsumafíunn-
ar. Þeir sem ekki nenna eða vilja hreyfa sig en
þurfa samt nauðsynlega að grennast og styrkj-
ast geta orðið fórnarlömb áróðurs sölumanna
fæðubótarefna sem flutt eru inn til landsins í
stórum stíl. Gamalt bragð er notað til að lokka
fólk að þessum efnum en það er að nota tvær
myndir af sömu manneskju, á annarri er hún
feitlaginn mjög, á hinni hefur hún grennst um
tug kílóa, líður greinilega miklu betur og er
reyndar orðin öll önnur ...
Svínasúpan er gamanþáttur á Stöð 2 sem hóf
göngu sína á nýja árinu. Þekktir spaugarar
koma að þættinum ásamt hinum vinsælu pöru-
piltum Sveppa og Audda úr 70 mínútum en þeir
sýna ágæta leikaratakta þrátt fyrir litla reynslu
á því sviði. Skemmtiatriðin eru mörg hver ansi
svínsleg. Þau ganga út á furður, afkárahátt og
ýkjur, aulagang og neyðarlegar uppákomur;
pípulagningamaður nokkur finnur ekki álfinn
sinn, lögreglan stöðvar bílstjóra með valds-
mannslegum tilburðum til að spyrja hann hve
lengi eigi að harðsjóða egg og sallarólegur
verkamaður gengur nokkra kílómetra til að ná í
tommustokk fyrir félaga sinn sem er svo með
hann í vasanum þegar betur er að gáð, ha ha, ha.
Prumpuhljóð og prumpulykt gera ávallt lukku
og krydda Svínasúpuna heldur betur. Handrits-
höfundum súpunnar eru mjög mislagðar hend-
ur, sum atriðin eru stórskemmtileg en önnur svo
léleg að engu tali tekur. Eftirminnilegt er atriði
sem gerist í gróðurhúsi. Þar er heimilisvinur í
heimsókn og viðhefur bölv, klám og ragn í
hverri setningu til að lýsa hrifningu sinni á
blómaræktinni. Orðbragðið fór fyrir brjóstið á
mörgum svolanum þótt sjónvarpsþulur hefði
varað við því áður; víða voru börn (grislingar) í
heimahúsum að horfa á grínið enda þátturinn á
besta útsendingartíma þegar fjölskyldan safnast
saman fyrir framan skjáinn til að njóta íslenskr-
ar dagskrárgerðar eins og hún gerist best. Til-
gangur höfundanna í umræddu atriði hefur
sennilega verið að ögra áhorfendum, rífa þá upp
úr smáborgarahættinum, tepruskapnum og
helgislepjunni, en hann einn helgar ekki meðalið
þegar atriðið er algjörlega ófyndið. Nú er Hauk-
urinn fráni hættur á Rás 2 og ógnar valds-
mönnum ekki lengur með hárbeittri ádeilu og
beisku gríni. Það mæðir því nú á Spaugstofunni
að uppfylla hlutverk spéspegils samfélagsins þar
sem atburðir eru skoðaðir í skoplegu ljósi, for-
ystumenn þjóðarinnar spottaðir og bitur raun-
veruleikinn gerður bærilegur um stund. Svína-
súpan leitast ekki við að veita stjórnvöldum og
fjölmiðlum viðnám og aðhald eins og Haukurinn,
Spaugstofan og jafnvel Áramótaskaupið gera.
Þar ræður fáránleikinn og lágkúran ríkjum.
Hvort er núna ár apans eða svínsins?
FJÖLMIÐLAR
ÁR SVÍNSINS?
Svínasúpan leitast ekki við að
veita stjórnvöldum og fjöl-
miðlum viðnám og aðhald eins
og Haukurinn, Spaugstofan og
jafnvel Áramótaskaupið gera.
S T E I N U N N I N G A Ó T TA R S D Ó T T I R
MÉR finnst mjög sérkennilegt og raunar
með ólíkindum, þegar menn, sem kalla
sig fræðimenn, hafa uppi harða dóma
um bók mína, Halldór, um leið og þeir
taka fram, að þeir hafi ekki lesið hana
og ætli ekki að gera það. [...] Ég hlýt
síðan að mótmæla því, sem Árni Daníel
Júlíusson og fleiri segja hér á Kistunnni,
að sérfræðingar hafi fordæmt bókina og
vinnubrögð mín. Hvaða sérfræðingar?
Og sérfræðingar í hverju? Ég var ekki
að skrifa ritgerð í bókmenntafræði, held-
ur ævisögu. Einu sérfræðingarnir, sem
máli skipta, eru því sérfræðingar um eða
í ævisöguritun. Og ævisöguritarar hafa
farið mjög varlega í að dæma bók mína
eða gagnrýna. [...] Gagnrýnendur mínir
hafa ekki sést fyrir, eins og ég hef bent á.
Þeir hafa fengið óskipta fjölmiðlaathygli.
Ég kveinka mér alls ekki undan því,
enda öllu vanur. En hitt blasir við, að
umræða um það, hvernig eigi að skrifa
góða ævisögu og nýta til þess heimildir,
þar á meðal misjafnlega áreiðanlegar
æskuminningar, og hversu nálægt megi
ganga texta annars manns í lýsingu á
atvikum, aðstæðum og einstaklingum,
hefur breyst í furðulega og heiftúðuga
herferð gegn mér, jafnt innan háskólans
sem utan.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson Kistan
www.visir.is/kistan
Hluti fyrir heild
Gísli Gunnarsson heldur því nú aftur
fram hér á Kistunni að „varla nokkur
gagnrýnandi“ hafi lesið bókina Halldór
eftir Hannes Hólmstein Gissurarson.
Hann talaði einnig óvarlega um kollega
sína við Háskóla Íslands í sjónvarps-
viðtali og hélt fram sömu alhæfingu, að
þeir hefðu ekki lesið hana og einnig að
þeir vildu banna honum að lesa hana.
Nú kemur í ljós að hér var um það að
ræða sem bókmenntafræðingar kalla
„hluti fyrir heild“ og aðeins einn „fræði-
maður á förnum vegi“ hafði látið eitt-
hvað þvíumlíkt út úr sér, kannski af því
að viðkomandi treysti þeirri gagnrýni
sem fram kom með dæmum sem nú
fjölgar dag frá degi. [...] Ég geri einnig
þá kröfu til Gísla Gunnarssonar að hann
alhæfi ekki um gagnrýnendur og kollega
sína á grundvelli einhvers sem einn mað-
ur sagði við hann. Ég veit um fjölda
manna sem hafa lesið bókina Halldór og
ég hef ekki aðeins lesið hana sjálfur
heldur einnig þurft að samlesa margar
aðrar bækur við hana til að sjá hvaðan
margir textahlutar rötuðu í hana. Það er
dæmalaus lesning og ótrúlegt að nokkur
fræðimaður skuli vilja mæla því bót.
Gauti Kristmannsson
Kistan
www.visir.is/kistan
Morgunblaðið/Þorkell
Sambandið rofið.
„HEIFTÚÐUG
HERFERГ
IVið hugleiðum það örugglega of sjaldan hvaðaáhrif miðlarnir sem við notum dagsdaglega hafa á
okkur. Og þá er ekki átt við inntak þessara miðla eða
skilaboð þeirra heldur áhrif miðlanna sjálfra, tækn-
innar sem miðlað er með. Hvaða áhrif hafa til að
mynda rafvæddir miðlar á borð við sjónvarp og tölv-
ur haft á líf okkar og hugsun?
IIAð mati kanadíska bókmennta- og fjölmiðlafræð-ingsins Marshalls McLuhans (1911–1980) get-
um við enn ekki gert okkur fulla grein fyrir því hvaða
áhrif þessir tilteknu miðlar hafa haft á okkur vegna
þess að við erum enn of upptekin af inntaki þeirra
sem er, samkvæmt kenningum McLuhans, eldri
miðlar, ljósmyndin og kvikmyndin í tilfelli sjónvarps-
ins en prentið, útvarpið, sjónvarpið, síminn, sím-
bréfið í tilfelli tölvunnar. McLuhan er hins vegar
sannfærður um að samfélög hafi ætíð mótast meira
af eðli þeirra miðla sem menn hafa samskipti með en
efninu sem miðlað er eða inntaki þess.
IIIOg McLuhan skoðaði ekki aðeins áhrif hinnahefðbundnu miðla, svo sem bókarinnar, dag-
blaðsins, sjónvarpsins og útvarpsins, á líf okkar og
samfélag heldur leit hann svo á að allir manngerðir
hlutir væru miðlar. Í frægustu bókinni sinni, Und-
erstanding Media. The Extensions of Man, rannsak-
aði hann áhrif 26 miðla en á meðal þeirra voru veg-
ir, föt, húsnæði, peningar, klukkur, hjólið, reiðhjólið
og flugvélin, bifreiðin, leikir og vopn. Allir þessir hlut-
ir hafa haft geysileg áhrif á líf okkar með einum eða
öðrum hætti, þeir hafa beinlínis breytt lífi okkar,
breytt gangi þess, breytt merkingu þess og því eru þeir
augljóslega miðlar einhverra tíðinda, nýrra tíðinda,
ólíkt mörgum þeim miðlum sem við köllum því nafni
dagsdaglega.
IVMcLuhan benti á að nýir fjölmiðlar hefðu alltaffyrst í stað verið boðberar gamalla tíðinda og
því væri það ekki innihald þeirra sem skipti máli
þegar áhrif þeirra eða þýðing fyrir samfélagið væru
könnuð. Þannig hefðu 90% alls efnis sem prentað var
fyrstu tvær aldir prenttækninnar verið ættuð frá mið-
öldum. Sextánda og sautjánda öldin höfðu sökum
þessa mun meiri aðgang að miðaldatextum en mið-
aldamenn sjálfir höfðu haft. Á sama hátt hóf sjón-
varpið göngu sína með því að miðla gömlu efni að
stórum hluta, ekki síst gömlum bíómyndum, og gerir
það raunar enn. Netið er einnig gott dæmi þessa en
þar er fyrst og fremst að finna efni sem einnig er hægt
að finna á prenti eða í útvarpi og sjónvarpi. Enn hef-
ur Netið varla fært okkur ný tíðindi. Áhrif þessara
nýju miðla á skynjun mannsins á heiminum, hugsun
hans og starfshætti eru hins vegar gríðarleg.
VSatt að segja hlýtur hver maður sem fylgist meðefni fjölmiðla að verða þess var að þar er ekki
margt nýtt að sjá eða heyra. Eilíf endurkoma hins
sama er hinn sorglegi veruleiki þeirra. Tíðindin
verða ekki í fjölmiðlunum sjálfum heldur ann-
arsstaðar, í öðrum miðlum.
NEÐANMÁLS