Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.2004, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.2004, Qupperneq 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 24. JANÚAR 2004 a) Eftirapanir Þ egar það fréttist að Tim Burton ætl- aði að endurgera Apaplánetu Franklins J. Schaffner (1968), varð heilmikill titringur í heimi kvik- myndanna. Áður en myndin var tekin til sýninga hér árið 2001 hafði frést að hún þjáðist einmitt af öll- um þeim vandamálum sem hrjáð geta stórmyndir af þessu tagi, yfirbyggingin hreinlega bæri hana ofurliði. Smart en sillí. Svöl en snautleg. Og hún er það. Útlendir fréttaritarar höfðu rétt fyrir sér, Apaplánetan er ekki góð mynd: handritið er bæði illa skrifað og furðulegt í laginu og uppásnúningurinn á hinum klassíska endi gömlu myndarinnar bætir ekkert úr skák. Hinsvegar er í þessari mynd að finna ýmislegt það sem gerir Tim Burton-myndir svo dásam- legar. Besta dæmið um það er einmitt hinn uppá- snúni endir og þá meina ég myndræn útfærsla hans. Eins og allir muna þá stefnir Charlton He- ston í lok fyrri myndarinnar til hafs í von um frelsi, en finnur í stað þess kórónu frelsisstytt- unnar grafna í sandinn. Eftir allt er hann ekki á annarri plánetu heldur á sjálfri jörðinni, í framtíð- inni. Í öguðum myndskeiðum er þessu öllu komið til skila: líkt og Heston sjálfur þekkir áhorfandinn strax þetta kunna margarma tákn og fattar plott- ið – sannleikinn rennur upp fyrir honum. Í mynd Burtons er þessu öðruvísi farið: Þegar nærbuxna- módelið Mark Wahlberg nálgast merki geimskips síns í eyðimörkinni sér hann skyndilega marga arma standa út í loftið svo minnir ekki lítið á kór- ónu frelsisstyttunnar frægu; nema þetta er flak geimskipsins. Líkt og Wahlberg höfum við séð fyrri myndina og vitum því að þetta er myndræn vísun í hana, sem að auki segir okkur að hér er öllu þveröfugt farið og hann er í raun á annarri plánetu – í framtíðinni vissulega, en ekki á jörðu. Myndrænt ákall af þessu tagi er dæmigert fyr- ir stíl Burtons sem einkennist einmitt af fjöl- skrúðugum myndatengslum. Hver einasta mynd ber auðvitað með sér ákveðnar vísanir í hefð og sögu kvikmyndarinnar en Burton gerir þessa sjónrænu hlið sérstaklega að viðfangsefni sínu; þegar honum tekst best upp þá nær hann að flétta saman söguþráð og myndræðu svo hvort styður annað. Því eru myndir Burtons sérstaklega áhugaverðar með tilliti til margvíslegra hug- mynda um stöðu kvikmyndarinnar, myndmál kvikmynda og tengsl þessa við hugmyndir um að- laganir og endurgerðir. Og nú er einmitt væntanleg ný mynd eftir þennan undirfurðulega leikstjóra, Big Fish, sem byggð er á skáldsögu Daniel Wallace (1998) og fjallar um samband feðga, en að hætti Burtons þá er þetta ekki eitthvert hefðbundið félagslegt drama heldur lýsir sagan því hvernig faðirinn hefur alltaf sagt ævintýrasögur af sjálfum sér, sem sonurinn skoðar svo ofaní kjölinn til að kynn- ast föður sínum, en sá hafði lengst af verið fjarri, væntanlega til að geta lent í öllum ævintýrunum (og athugið að hér eru ævintýri tekin bókstaflega, tröllasögur og svona). Þess má vænta að hér sé á ferðinni enn ein myndræn veislan. b) Sögustund Það mun hafa verið árið 1960 sem ungi sem nefndur var Tim Burton leit dagsins ljós. Eins og öll almennileg og eðlileg börn ólst hann upp við að horfa á hrollvekjur og vísindamyndir og hafði sú eðla iðja bæði varanleg og víðtæk áhrif á piltinn. Fljótlega hneigðist hugur hans til annarra og óhefðbundnari átta en þeirra sem hin ameríska miðlína leggur og sér ekki fyrir endann á því. Hlaupum nú hratt yfir (hundleiðinlega ævi)sögu og tökum næst hús á Disney, en eins ólíklegt og það kann að virðast starfaði Burton þar um tíma eftir að hafa útskrifast frá hinum virðulega skóla California Institute of the Arts. Þrátt fyrir að Disney vissi ekki vel hvað ætti að gera við dreng- inn sást fljótt að hér var hæfileikamaður á ferð- inni og Burton fékk tækifæri til að iðka sína und- arlegu list. Fyrst gerði hann teiknimynd um Frankenstein sem er almennt talin einskonar fyr- irrennari jólateiknimyndarinnar Nightmare Be- fore Christmas (1993), sem Burton hannaði og framleiddi, en leikstýrði ekki sjálfur. Síðan gerði hann stuttmynd um frankensteinískan hund og með þessu vakti hann á sér nægilega athygli til að verða fyrir valinu sem leikstjóri kúltmyndarinnar um Pee Wee Herman (1985). En það var ekki fyrr en með myndinni Beetlejuice (1988, með Michael Keaton í titilhlutverki) sem leikstjórinn náði al- menningshylli. Edward Scissorhands (1990) þótti óvenjuleg en naut ekki almennra vinsælda og miðasölusmellur varð Burton ekki fyrr en með Batman (1989). Þarnæst kom Batman Returns (1992), sem var betri en fyrri myndin en naut ekki sömu vinsælda, Ed Wood (1994), sem vakti verð- skuldaða athygli og lof gagnrýnenda (og við vit- um öll hvað það þýðir), Mars Attacks (1996) sem féll (það vantaði upp á skort af handritsleysi) og svo leið og beið þar til Sleepy Hollow birtist (1999) og loks Planet of the Apes (2001). c) Að laga að Tim Burton hefur frá upphafi verið gagnrýnd- ur fyrir að leggja áherslu á hið myndræna eða hið sjónræna á kostnað sögu og söguþráðar. Það er margt til í því: myndir Burtons eru allsérstæðar og einkennast af óvenjulegri myndrænni sýn og nákvæmri útfærslu hins sjónræna. Í mörgum til- fellum hefur þessi gagnrýni verið óréttmæt, en vissulega hefur hún átt við rök að styðjast á stundum – til dæmis í Apaplánetunni. Hinsvegar má segja svona almennt séð að viðhorf af þessu tagi er svosem ekki nýtt af nálinni og hefur löngum loðað við kvikmyndaumræðuna sjálfa, það er, kvikmyndagagnrýnendur hafa gagnrýnt kvikmyndir – sérstaklega tæknilega fullkomnar kvikmyndir síðustu áratuga – fyrir að leggja alla áherslu á hið myndræna á kostnað hins frásögu- lega – söguþráðarins. Sömu gagnrýnendur eru þá oft blindir á mikilvægi hins myndræna og ofur- uppteknir af því að ríghalda sér í frásöguna, sem vissulega getur aldrei orðið annað en hluti af allri kvikmyndaupplifuninni. Áhersla Burtons á hið myndræna kemur oft fram í sjónrænum vísunum hans í aðrar kvik- myndir, en margar af myndum Burtons eru eins- konar aðlaganir. Þó eru þetta ekki endilega að- laganir í hefðbundnum skilningi orðsins, sem kvikmyndun á tilteknu skáldverki – þó vissulega séu dæmi slíks, heldur vinnur Burton mjög frjáls- lega með fyrirbærið ‘kvikmyndaaðlögun’; oftar en ekki er þar á ferðinni aðlögun á öðrum kvikmynd- um ekki síður en bókmenntum. Hann hefur verið upptekinn af Frankenstein-sögunni, en þá ekki endilega eins og hún birtist í skáldsögu Mary Shelley, heldur eins og hún birtist í hinum fjöl- mörgu kvikmyndaaðlögunum; þannig er Edward Scissorhands einskonar Frankensteinútgáfa, sem lýsir því hvernig vísindamaður býr til mann, en deyr áður en verkinu lýkur og því verður mannveran að bisast með stærðarskæri í stað handa. Sjónrænt séð vísar hluti myndarinnar til klassískra gotneskra hrollvekja, með tilheyrandi gamaldags mekanisma og dimmum hálfhrundum kastala. Þessi dökka gotneska sýn er svo í skemmtilegri mótsögn við litglaða smábæinn sem kastalinn gnæfir yfir, en þar gerist meginhluti myndarinnar. Batman-myndirnar eru ekki bara lauslega byggðar á hinum klassísku Batman- myndasögum heldur einnig innblásin nútíma endurskoðun myndasöguhöfundanna Frank Mill- ers og Alan Moore á þeim og er því líkt og Edw- ard Scissorhands aðlögun á aðlöguðu efni. Í kynningu á Mars Attacks er sú mynd sögð byggð á myndakortum frá Topps, syrpu af geim- veru- og geimárásarmyndum, sem voru vinsæl á sjötta áratugnum, en á þeim tíma voru svokall- aðar BEM-myndir (bug eyed monsters) eða PES-myndir (pöddu-eygð-skrýmsli) mjög vin- sælar og lýstu allar innrás pöddu-eygðra- skrímsla á jörð (lesist Bandaríkin). Það urðu fljót- lega viðtekin sannindi að þessar myndir lýstu fremur kaldastríðsótta Bandaríkjanna við roðann í austri en stjörnustríðsógnum – þær komu síðar. Burton vísar mjög til þessara mynda, sérstaklega tveggja: Earth vs. The Flying Saucers (Fred F. Sears 1956) og War of the Worlds (Byron Haskin 1954) en einnig má sjá ummerki mynda eins og It Came from Outer Space (Jack Arnold 1953) og First Men on the Moon (Nathan Juran 1964). Þessar sjónrænu vísanir eru svo miklar og mik- ilvægar að líta má á Mars Attacks sem ákveðna aðlögun á þessum myndum, þrátt fyrir að sögu- þráðurinn sé nýr. Allar lýsa þessar myndir samskiptum manna við geimverur og það sama á við um Mars At- tacks. Skilaboð koma utan úr geimi og vís- indaprófessorinn sem er ráðgjafi forsetans álítur þau vinsamleg. Þetta mat sitt byggir hann á heila- stærð geimveranna sem hann telur merki þess að þær séu langt komnar á þróunarbrautinni, ergo: friðsamar. Því miður reynist hann hafa rangt fyr- ir sér og geimverurnar gera sér að leik að plaffa mannkynið niður. Eini mögulegi bjargvætturinn er unglingslúði og amma hans, en þau uppgötva að geimverurnar þola illa jóðl. Myndin er ein af fjölmörgum stórslysamyndum frá síðari hluta tí- unda áratugarins og það er ljóst að sérvitring- urinn Burton nýtur þess að rústa hinu hefð- bundna borgaralega samfélagi Bandaríkjanna og byggja upp nýtt í staðinn á forsendum unglings- ins: eigum við ekki bara öll að tjalda og hafa það huggulegt? er tillaga hans að endurreisn. d) (Holly)Wood Plan 9 From Outer Space (1956) er ein af þeim myndum sem Mars Attacks sækir innblástur til. Sú mynd hefur í áranna rás hvað eftir annað verið valin versta mynd allra tíma og leikstjóri hennar, Edward D. Wood Jr., versti leikstjóri allra tíma. Árið 1994 gerði Burton einmitt mynd um nefndan Wood; sú mynd var byggð á ævisögunni Nig- htmares of Ecstasy eftir Rudolph Grey (1992). Það er þó ekki sú aðlögun sem grípur auga áhorf- anda Ed Wood, heldur mun frekar sú staðreynd að Burton rammar ævisöguna inn í endursköpuð myndskeið úr myndum Wood, aðallega Plan 9, en einnig úr uppáhaldsmyndum eins og Bride of the Monster og Glen or Glenda. Þannig virkar hin ævisögulega mynd Ed Wood sem einskonar að- lögun á þessum myndum: líkt og þær er hún mynduð í svart/hvítu og ýktur leikstíll Johnny Depp í hlutverki Edward Wood er í takt við þann ýkta og tilgerðarlega leikstíl sem einkennir myndir hans. Þessi ‘aðlögun’ kemur strax fram í upphafs- atriðinu, kynningunni á því að þetta er saga Edw- ard Wood, sem er endurorðun á upphafsorðum Plan 9. Myndavélin nálgast einangrað og að því er virðist autt hús í dapurlegum skógi. Það rignir og NÍUNDA ÁÆTLU Nýjasta afurð bandaríska kvikmyndaleikstjórans Tims Burtons, Big Fish, verður frumsýnd hér á landi næskomandi föstu- dag. Í þessari grein er saga og verk þessa myrka myndameistara rakin. Tim Burton er ætíð svartklæddur frá toppi til táar. „Sleepy Hollow er fyrsta raunverulega hrollvekja T kvikmyndasögu hrollvekjunnar.“ E F T I R Ú L F H I L D I D A G S D Ó T T U R

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.