Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.2004, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.2004, Síða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 24. JANÚAR 2004 9 eldingar blossa. Við förum inn í húsið og að lík- kistu sem liggur við glugga í einu herberginu. Kistulokið opnast og maður rís upp og fer með stutta ræðu sem endar á orðunum: „Treystið þið ykkur til að heyra hina skelfilegu staðreynd um sannleikann af níundu áætlun utan úr geimi!“ Nema í Ed Wood er þessu snúið svo: „sannleik- ann um Edward D. Wood Jr.“ Í myndinni er svo lögð mikil áhersla á að fjalla um gerð Plan 9 og hún endar á frumsýningu þeirrar myndar. Án þess að láta villta óánægju áhorfenda nokkuð á sig fá horfir Edward Wood uppljómaður á sköp- unarverk sitt og segir: „Þetta er myndin sem ég verð þekktur fyrir.“ Það reynist rétt, en kannski á annan hátt en leikstjórinn hafði vonast eftir. Lokaskotið sýnir kvikmyndahúsið, með auglýs- ingaskilti fyrir Plan 9 From Outer Space: Mynda- vélin lyftist yfir þak kvikmyndahússins og svífur yfir borgina þar til hún stöðvast á Hollywood- skiltinu. Síðan er klippt yfir á Ed Wood aftur og örlögum hans eftir þessa mynd lýst. Þannig gefur myndmálið til kynna að (ævi)sagan sem við vor- um að horfa á sé ekki bara saga Wood, heldur sé hans saga einnig saga sjálfrar Hollywood. Hinn ömurlegi leikstjóri verður að táknmynd drauma- verksmiðjunnar; bókstaflega, óraunsærra stór- mennskudrauma um glamúr og frægð. Þessi sýn á (Holly)Wood birtist einnig í sam- skiptum og fundum Woods við fólk. Í einni frægri senu hittir hann átrúnaðargoð sitt, Orson Welles, og á við hann stutt og lærdómsríkt spjall um kvik- myndaleikstjórn. Öllu meira langvarandi var þó vinasamband leikstjórans við Bela Lugosi – leik- inn af Martin Landau – sem Wood dáði mjög. Lu- gosi er frægastur fyrir hlutverk sitt sem vampýr- an Drakúla í samnefndri kvikmynd, en þegar hér er komið sögu hefur frægð hans fölnað, og Lugosi er illa farinn, fátækur eiturlyfjafíkill. Wood tekur hann upp á arma sína, básúnar hann sem stór- stjörnu og fær honum hlutverk í myndum sínum – í Plan 9 er þó varla beint um hlutverk að ræða þarsem söguþráður myndarinnar er beinlínis spunninn utanum tilviljanakennda upptöku Wood af Lugosi, sem reyndist vera sú síðasta. Ed Wood er því einnig saga Lugosi, og þá sögu má svo vel sjá sem aðra dæmi(gerða) sögu Hollywood; Lu- gosi var Ungverji sem átti allt sitt líf erfitt upp- dráttar í Hollywood og dó í örbirgð en er í dag eitt af frægustu íkonum kvikmyndanna, og gervi hans sem Drakúla stendur enn sem hin klassíska ímynd vampýrunnar sjálfrar. Ein af dramatísk- ustu senum myndarinnar er þegar Wood hefur samið einræðu fyrir Lugosi í myndinni Bride of the Monster, en þar leikur Lugosi brjálaðan vís- indamann sem hefur verið gerður útlægur úr heimalandi sínu í Austur-Evrópu. Í einræðunni lýsir hann útlegð sinni, sorg og einsemd, tilfinn- ingum sem áttu jafnvel við Lugosi sjálfan og per- sónu þá sem hann leikur. Wood dáði Lugosi ákaft og leit á hann sem einskonar læriföður sinn og hafa margir bent á að þeirra samband endurspeglar samband Burtons við leikarann Vincent Price, en hann leikur ein- mitt lítið hlutverk í mynd Burtons, Edward Scis- sorhands. Þar er Price – sem þekktastur er fyrir hlutverk sín í hrollvekjum – einmana vísindamað- urinn sem býr til Edward sem félaga sinn og son. Gagnrýnendur hafa verið iðnir við að benda á lík- ingu milli Edwards – klaufalegs utangarðsmanns í smáborgarasamfélagi – og Burtons sjálfs. Og allt þetta hefur Burton viðurkennt og samþykkt Með því að leggja slíka áherslu á persónu Lu- gosi verður myndin Bride of the Monster einnig fyrirferðarmikil í Ed Wood og eykur á þá tilfinn- ingu að myndin sé ekki síður einskonar aðlögun á myndum Woods en ævisögu hans. e) Hin syfjulega kvos Sleepy Hollow er byggð á klassískri sögu bandaríska rithöfundarins Washington Irvings, „The Legend of Sleepy Hollow“ frá 1820. Sagan er innblásin af þýskum þjóðsögum sem Irving kynntist þegar hann dvaldi á Englandi. Hún er undir heilmiklum áhrifum frá gotneskri skáld- sagnahefð 18. aldar og segir frá kennaranum Ichabod Crane sem býr í þorpinu Sleepy Hollow. Þorpið er friðsælt en nokkuð ævintýralegt þó og hefur á sér orð fyrir að vera dvalarstaður drauga og norna. Ichabod trúir á allt slíkt og er mjög draughræddur. Að auki er hann fremur ólánlegur í útliti en þó ekki að sama skapi feiminn og ákveður því að stíga í vænginn við ríkustu og fal- legustu heimasætu þorpsbúa með þeim árangri að keppinautur hans leikur frægasta draug þorpsins, höfuðlausa riddarann, og fælir kenn- arann þarmeð burt. Þrátt fyrir að andrúmsloft sögunnar sé mjög draugalegt þá velur Irving þá leið að útskýra hið yfirnáttúrulega, en það var vinsælt bragð þeirra gotnesku höfunda sem ekki kærðu sig um að láta hégiljur á borð við drau- gatrú standa. Í aðlögun sinni fer Burton allt aðra leið. Sleepy Hollow verður í meðförum hans að raunverulegu draugaþorpi, þarsem höfuðlaus riddari gengur ekki bara ljósum logum, heldur afhöfðar hann fólk og hefur höfuðin á brott með sér. Kennarinn hefur breyst í lögreglumann sem trúir á vísindin og samþykkir ekki tilvist draugsins – fyrr en hann sér hann með eigin augum. Líkt og í sögunni stígur hann í vænginn við ríkustu og fallegustu heimasætuna og líkt og í sögunni bregður keppi- nautur hans sér í líki draugsins til að stökkva hon- um á brott. En þar enda líkindin, því Ichabod fer hvergi, heldur leysir málið og særir drauginn aft- ur til sinna dauðaheima. Það draugalega andrúmsloft sem einkennir söguna er Burton uppspretta að sviðsetningunni í Sleepy Hollow. Í stað þess að velja raunverulegt 18. aldar þorp til að mynda í kaus Burton að byggja nýtt í Bretlandi og umvafði það svo þoku. Það er í raun eins og hann hafi tekið setningar Irvings bókstaflega, þarsem hann talar um að andrúmsloftið í Sleepy Hollow sé kynngimagnað og að jafnvel hinn jarðbundnasti maður missi tök á ímyndunarafli sínu og fari að dreyma undarlega drauma. Þetta kemur einmitt fyrir Ichabod, sem skyndilega fer að dreyma drauma úr bernsku sinni og rifjar upp bældar minningar um dauða móður sinnar – en hún hafði verið norn sem faðir hans lokaði inni í járnfrú. Sleepy Hollow er fyrsta raunverulega hroll- vekja Tim Burtons og inn í myndmálið fellir hann áköll til kvikmyndasögu hrollvekjunnar. Svið- setningin minnir mjög á yfirbragð bresku Ham- mer-hrollvekjanna frá sjötta og sjöunda áratugn- um, sem Burton dáði mikið og til að undirstrika það lætur hann Christopher Lee, frægan Ham- mer-leikara sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Drakúla, leika smáhlutverk í myndinni. Í upphafi myndarinnar er tilurð höfuðlausa ridd- arans lýst og er sú sena mynduð í svipuðum stíl og upphafssena Bram Stoker’s Dracula (Francis Ford Coppola 1992). Lokasenan er hinsvegar fengin að láni úr frægri Frankenstein-mynd leik- stjórans James Whale frá 1931. Í mynd Whale hefur skrímslið yfirbugað skapara sinn og ber hann upp í afskekkta myllu. Þar takast þeir á þar til Frankenstein fellur yfir handrið myllunnar, út á einn vænginn, og fellur þaðan til jarðar. Senan er sérstaklega fræg fyrir það að meðan á bardaga þeirra stendur þyrpast þorpsbúar vopnaðir kyndlum um mylluna og hrópa ókvæðisorð að Frankenstein – og brenna svo mylluna að lokum. Með því að beina myndavélinni að afmynduðum andlitum reiðra þorpsbúa í skuggaleik kyndlanna uppgötvar áhorfandinn að hlutverkunum hefur verið snúið við: skrímslið birtist sem fórnarlamb og þorpsbúarnir eru þorparar. Á sama hátt skipast veður í lofti í Sleepy Hol- low þegar Ichabod uppgötvar að höfuðlausi ridd- arinn er viljalaust verkfæri í höndum illrar norn- ar sem hefur fangað heimasætuna í gamalli myllu í því markmiði að láta riddarann afhöfða hana þar. Nornin hefur allan tímann stýrt draugnum sem er því í raun fórnarlamb – en það kemur ekki í veg fyrir að hann elti heimasætuna, Ichabod og þjón hans um mylluna, og hreki þau út á myllu- vængina, en þaðan komast þau til jarðar og undan draugnum. Samspilið við senuna úr Frankenstein gefur þessari atburðarás slagkraft og er sérlega gott dæmi um ‘vísun’ eða ‘textatengsl’ sem eru annað og meira en yfirborðsleg sniðugheit. Myndskeiðin tvö fléttast saman bæði á sviði hins myndræna og sviði frásagnarinnar, Sleepy Hol- low hefur innlimað þetta lykilatriði úr Franken- stein og túlkunarsögu þess og þannig mætti fremur líkja þessu við samruna, eða segja sem svo að myndirnar ‘lesi’ hvor aðra, að því leyti að textatengslin við mynd Whale varpa nýju ljósi á mylluatriðið. Fyrir utan þessar vísandir má sjá fjölmörg merki fyrri mynda Burtons í Sleepy Hollow. Per- sóna Ichabods minnir um margt á persónu Edw- ard Schissorhands, en bæði hlutverkin eru leikin af Johnny Depp sem lætur vel að leika klaufalega sérvitringa. Að auki sækir yfirbragð myndarinn- ar heilmikið til teiknimyndar sem Burton fram- leiddi og hannaði, Nightmare Before Christmas (1993). Litanotkunin er allsérstæð, en þrátt fyrir að vera í lit virkar Sleepy Hollow á stundum næstum svarthvít, en það er stílbragð sem setti mjög mark sitt á síðari Batman-mynd Burtons, Batman Returns. f) Og boðskapur sögunnar er… …að aðlaganir eru flókið fyrirbæri. Kvikmynd er aldrei byggð á neinni einni frummynd, skáld- sögu, smásögu, ævisögu eða kvikmynd, heldur er hún flókið samspil fjölda texta, þarsem ‘frum- myndin’ er aðeins eitt af fjölmörgum hráefnum sem mynda lokaverkið. Þetta birtist sérlega vel í myndum leikstjóra eins og Tim Burtons sem leggur sérlega mikla áherslu á myndræna út- færslu. Þannig verða myndir hans aldrei einfald- ar tilfærslur frá einu formi til annars – sögu til myndar – heldur samspil margra ‘texta’, kvik- mynda og ritverka, þarsem tungumál kvikmynd- arinnar býður upp á allt aðra möguleika en tungumál ritverka og gerir aðrar kröfur um framsetningarmáta og frásagnarhátt. Það er þessi möguleiki kvikmyndarinnar sem Burton nýtir sér til hins ýtrasta og skapar með marg- víslegum tengslum við fjölbreytta þætti, tungu- mál, myndmál og leikaraval, flókinn en umfram allt fallegan vef kvikmynda. Myndir eins og Edw- ard Scissorhands, Mars Attacks, Ed Wood og Sleepy Hollow gefa allar innsýn inn í tiltekin skeið kvikmyndasögunnar og varpa ljósi á það menningarfyrirbæri sem kvikmyndin er. Þannig eru myndir Tim Burtons sannir gleðigjafar fyrir alla kvikmyndaunnendur. UN TIM BURTONS Höfundur er bókmenntafræðingur. Saga Ed Wood er einnig saga sjálfrar Hollywood. Johnny Depp lék titilhlutverkið. Tim Burtons og inn í myndmálið fellir hann áköll til “ Christina Ricci í hlutverki sínu. „Smart en sillí. Svöl en snautleg.“ Mark Wahl- berg í Apaplánetunni eftir Tim Burton.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.