Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.2004, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.2004, Blaðsíða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 24. JANÚAR 2004 TILKYNNT hefur verið um fund á þúsund ára gömlum múmíum í Síberíu. Múmíurnar, sem voru 34 talsins, voru sveip- aðar í þykka hreindýrapelsa og úlfa- og bjarndýraskinn, auk þess sem þær báru kop- argrímur, hringi og málmskildi og eru þessir munir meðal þess sem notað hefur verið til að aldursgreina þær. Fundurinn átti sér stað í aðeins nokkurra kílómetra fjarlægð frá norð- urskautinu og hefur, að sögn Berlingske Tidende, verið líkt við fundinn á barnamúmíum á Grænlandi á áttunda áratug síðustu aldar. Að sögn sérfræðinga virðist sem líkin hafi varðveist fyrir tilviljun, ekki sé hér um múmí- ur í líkingu við þær egypsku að ræða. Þess í stað hafi sífrerinn varðveitt líkamsleifarnar auk þess sem kopargrímurnar hafi einnig átt þar þátt að máli. Fundur múmíanna þykir þá undirstrika að Síbería var ekki eyðiland á öldum áður að sögn dr. Natalia Fedorova sem segir svæðið hafa verið hluta al- þjóðlegs viðskipta- og versl- unarnets. Seinkun á safni Tschumis EFTIR að hafa reynt í næstum tvær aldir að fá Breta til að senda Elgin-stytturnar svo- nefndu til Grikklands á ný, ákváðu grísk stjórnvöld að nota Ólympíuleikana 2004 til að koma málstað sínum á fram- færi. Ráðist var í að reisa sér- stakt safn við rætur Akrópólis til að hýsa þessar þekktu marmarastyttur og blasa myndi við sjónvarpsáhorfendum víða um heim í útsendingum frá leikunum sem þannig gætu fyllst samúð með málstað Grikkja, fengjust Bretar ekki a.m.k. til að lána Grikkjum stytturnar sem Elgin lávarður keypti við óljósar aðstæður úr Parþenonhofinu 1801 og geymdar hafa verið í British Museum. Þessi áætlun grískra stjórn- valda virðist hins vegar nú far- in út um þúfur þar sem litlar sem engar líkur virðast á að byggingu safnsins verði lokið í tæka tíð fyrir upphaf Ólympíu- leikanna. Að mati New York Times munu Grikkir þar með missa besta tækifæri sem þeim hefur gefist til þessa til að vekja málstað sínum fylgi. Nýja safnið er verk hins þekkta arki- tekt Bernards Tschumis sem hannaði það með það í huga að stytturnar yrðu sýnilegar í um- hverfi sem líkist hvað mest upprunalegum aðstæðum í Parþenon. Ólíklegt þykir að bresk stjórnvöld eigi eftir að skipta um skoðun. Málstaður Grikkja virðist engu að síður eiga fjölda stuðningsmanna meðal Breta og sýndi nýleg könnun samtak- anna Marbles Reunited, sem berjast fyrir því að styttunum verði skilað, að þrír af hverjum fjórum Bretum vilja að stytt- unum verði skilað. Múmíur finnast í Síberíu ERLENT Tölvuteikning af safni Bernards Tschumis. TÆKIFÆRISMYNDIR er sýna fjölskyldur, vini, merkisstundir, gleði og væntumþykju eru viðfangsefni sýningarinnar Ólíkt – en líkt sem Borgarskjalasafn Reykjavíkur hefur sett upp í sýningarsal Ljósmyndasafns borgarinnar að Tryggvagötu. Myndirnar eru allar frá fyrri hluta 20. aldar og koma úr fjölskyldualbúmum íbúa Birmingham, Alabama, í Bandaríkjunum og sýna ágætlega heimildagildi slíkra tækifær- ismynda. En um er að ræða farandsýningu al- menningsbókasafns Birmingham er byggist á 284 augnabliks- eða tækifærismyndum teknum á árunum 1900–1950. Heimildagildið, sagn- og félagsfræðin sem í myndunum felst, er þungamiðja sýningarinnar ekki listræn myndbygging og því í raun um eins konar sjónræna sögusýningu að ræða sem er vel til þess fallin að vekja sýningargesti til um- hugsunar jafnt um þá sameiginlegu þætti lífs okkar sem myndefnið sýnir og lítið virðast breytast í áranna rás sem og tækni- og þjóð- félagsbreytingarnar sem óneitanlega hafa líka sín áhrif. Sameiginlegir þættir í lífi þeirra sem mynd- irnar prýða eru líka meginefni sýningarinnar líkt og heiti hennar gefur til kynna. Algengt myndefni er til að mynda merkisstundir í lífi manna, sólskinsdagar við leik, vinafundir og skemmtanir, en allir þessir föstu myndflokkar hafa lítið breyst á þeim fimmtíu til hundrað ár- um sem liðin eru frá töku myndanna, að því undanskildu að bílamyndir eru e.t.v. á undan- haldi. Og í dag eins og þá stilla vinir, börn, fjöl- skyldur og elskendur sér upp fyrir framan myndavélina á meðan augnablikið er varðveitt. Augnablikin sem áhorfenda bíða á sýning- unni eru líka almennt jákvæðar gleðistundir. Þar má sjá börn að leik, fólk að skemmta sér, vini fíflast fyrir framan myndavélina og fleira á svipuðum nótum. Líkt og hjá íslenskum al- menningi í dag var myndavélin tengd gleði og skemmtunum í huga Birminghambúa á fyrri hluta 20. aldar. Og þótt myndirnar séu frá þeim tíma er aðskilnaðarstefna skildi að líf svartra og hvítra í Birmingham bendir fátt á mynd- unum til þess. Sorgir, reiði, neikvæðni og dekkri hliðar þjóðfélagsins eða fjölskyldulífsins eru nefnilega sjaldan fest á filmu hjá öllum þorra manna. Ólíkt – en líkt segir okkur þannig í raun að- eins hálfa söguna. Misskýrar, misvel teknar og eftir mishæfileikaríka myndsmiði eru myndirn- ar engu að síður áhugaverðar á að líta og hver mynd segir vissulega sína sögu, sögu sem falist getur í smáatriðum á borð við klæðnað, hýbílum og öðrum fylgilhlutum. Við skoðun þessara uppstilltu og hamingjusömu fjölskyldumynda skyldi áhorfandinn samt engu að síður hafa í huga að hér er aðeins hálf sagan sögð og að það er sá hluti sögunnar sem ljósmyndarinn og við- fangsefni hans eru reiðubúnir að deila. Friðarflíkur Sýningin Flíkur til friðar sem nú stendur yfir í anddyri og bókasafni Norræna hússins á ekki síður rætur sínar í fortíðinni en ljósmyndasýn- ing Borgarskjalasafns. Fortíðin í þessu tilfelli er hins vegar tékknesku listakonunnar Jana Výborná-Turunen sem vinnur verk sín út frá minningum um lífið í hernumdu landi á tímum kalda stríðsins með það að markmiði að um- breyta ljótleika í fegurð. Í verkum Výborná-Turunen felst ljótleikinn í upprunalegu hlutverki efniviðarins sem hún vinnur með, handgerðum pappír sem búinn er til úr efnum tengdum hernaði. Þannig verða bómullarundirföt tékkneskra hermanna, fall- hlífarefni, sem og vasaklútar og skyrtur frá hernum listakonunni að efnivið svo nokkur dæmi séu nefnd. Umbreyting ljótleikans yfir í fegurð felst svo í því að fyrirbyggja að text- ílverkin, eða klæðin sem þessir skúlptúrar í raun eru, geti verið notaðir í hernaði. Langar ermar, dreglar, slár og önnur formmyndun klæðanna er hamlandi fyrir hernaðarátök. Textílskúlptúra Výborná-Turunen má þó hins vegar einnig vel virða fyrir sér án þess að velta fyrir sér þeirri persónulegu friðaryfirlýs- ingu listakonunnar sem í þeim felst. Enda felur áhugaverð efnisnotkun og formmyndun skúlp- túranna í verkum á borð við Múmían og Skugg- inn í sér að verkin geta staðið fyllilega fyrir sínu án sögulegra tilvísana þar sem þeir svífa um loft bókasafnsins. Áhrifin verða hins vegar óneitanlega meiri er skúlptúrarnir eru settir í sitt sögulega samhengi og textarnir sem verk- unum fylgja eiga þar stóran hlut að máli. Fyrir þeirra tilstilli fá textílskúlptúrarnir líka aukið vægi líkt og dramatísk frásögn af flóttaæfing- um tékkneskra skólabarna vegna mögulegrar kjarnorkuárásar sem fylgir verkinu Veiðin er eitt áhrifamesta dæmið um. Gleðistundir og friðarboðskapur MYNDLIST BORGARSKJALASAFN REYKJAVÍKUR Ólíkt – en líkt Úr fjölskyldualbúmum frá Alabama Sýningin er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 10–20, föstudaga frá kl. 11–19 og um helgar frá kl. 13–17. Sýningunni lýkur 2. febrúar. NORRÆNA HÚSIÐ Flíkur til friðar – Jana Výborná-Turunen Sýningin er haldin í anddyri og bókasafni hússins. Hún er opin mánudaga til laugardaga frá kl. 8–17 og sunnudaga frá kl. 12–17. Sýningunni lýkur 29. febrúar. Morgunblaðið/Jim Smart Tvíburarnir eftir Jana Výborná-Turunen á sýningunni Flíkur til friðar. Morgunblaðið/Jim Smart Sýningargestur virðir fyrir sér ljósmyndir á sýn- ingu Borgarskjalasafns, Ólíkt – en líkt. Anna Sigríður Einarsdóttir LEIKHÓPURINN Thalamus æfir um þessar mundir leikritið In transit. Verk- efnið er samvinnuverkefni leikhúsfólks frá Íslandi, Englandi, Danmörku og Nor- egi. Sýningin er byggð á viðtölum við fólk frá viðkomandi löndum og hafa leikhóp- urinn og leikstjórinn unnið handrit sýn- ingarinnar út frá sögum viðmælenda. Sú aðferð sem notuð var við sköpun verksins kallast „Storytelling“ og er byggð á frá- sagnahefð og „fysiskum“ möguleikum leikarans. Sýningin verður sýnd í viðkom- andi löndum næstkomandi vor en verður frumsýnd á Litla sviði Borgarleikhússins hinn 8. febrúar næstkomandi. Sýningin er að mestu leyti flutt á ensku. Leikstjóri er Greg Thompson sem er listrænn stjórn- andi AandBC Theatre Company í Bret- landi. Greg hefur m.a. sett upp sýningar hjá The Young Vic og The Royal Shake- speare Company í London. Nýr leikhópur Thalamus er nýr leikhópur, stofnaður af ungum íslenskum leikurum sem hafa nú þeg- ar haslað sér völl í íslensku leikhúslífi; Birnu Hafstein sem leikur í Chicago í Borgarleik- húsinu, Erlendi Eiríkssyni sem lék í Rómeo og Júlíu með Vesturportinu, Sólveigu Guðmundsdóttur sem leikur í Meist- aranum og Margarítu í Hafnarfjarðarleik- húsinu og Margréti Kaaber sem leikið hefur í Prumpuhólnum hjá Möguleikhús- inu. Öll eiga þau það sameiginlegt að hafa stundað nám í Bretlandi og unnið þar með alþjóðlegum hópi listamanna. Aðrir leikarar í sýningunni eru Maiken Bernth frá Danmörku, Björn Odegaard frá Noregi og Sean McGlynn frá Eng- landi. Sögusvið er flugvöllur á Íslandi þar sem fólk frá ýmsum löndum er að bíða eftir flugi. Farþegarnir, allt ungt fólk, byrja að tala saman og segja hvert öðru frá lífi sínu og draumum sínum. Senan er endurtekin en nú eru farþegarnir á sjö- tugsaldri. Samræðurnar eru aðrar. Sög- urnar aðrar. Draumarnir breyttir. Leikhópurinn fer síðan til Bretlands, Noregs og Skotlands í leikferð. Verkefnið hlaut m.a. styrk frá Evrópusambandinu - Culture 2000, Reykjavíkurborg, Flugleiðum, menntamálaráðuneytinu og SPRON. Leikhópurinn Thalmus æfir leikritið In transit. Leikrit byggt á frásagnarhefð í burðarliðnum Morgunblaðið/Ásdís

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.